Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 11 599,- V e r s l u n D a l v e g i 2 • K ó p a v o g i • S í m i 5 6 4 2 0 0 0 Yfirhafnir•Draktir•Jakkar Fatna›ur í öllum stær›um Þýsk gæði! STÓR Pottasett 4 hluta. Eðalstál, hitaeinangrandi handföng, orkusparandi botn, glæsilegt útlit. Útsala kr. 2.990,- Shopper Bæjartaska. Mjög þægileg og rúmgóð handtaska. Útsala kr. 799,- Rétt ver› kr. 1.999,- Verkfærasett. 73 hluta frábært sett úr Chrom- Vanadium-Stáli í góðri tösku. Smáhlutabox í loki. Útsala kr. 3.900,- Vandað úr með skiptanlegum skífum. 5 mismunandi útskiptanlegar skífur í fallegum kassa. Útvarp. Sjálfleitari, heyrnatól, 2 rafhlöður. Ótrúleg gæði. Enn betra ver›! 1.990,- Buxur•Blússur•Peysur•Pils Útsala kr. 990,- Útsala kr. 1.990,- 20% Afsláttur Allar stærðir! Fer›atöskur HEILDARSKULDIR Reykjavík- urborgar verða í árslok orðnar 83,5 milljarðar króna, miðað við nýsam- þykkta fjárhagsáætlun fyrir árið 2003, eða um 733 þúsund krónur á hvern Reykvíking. Sögðu borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokks þegar þeir bentu á þetta á blaðamanna- fundi í gær að miðað við önnur stór sveitarfélög væru skuldir á hvern íbúa mestar í Reykjavík. Skuldaþróun borgarinnar væri með öllu óverjandi. Skoruðu borg- arfulltrúarnir á meirihlutann að viðurkenna vandann og bregðast við honum. Björn Bjarnason, oddviti Sjálf- stæðisflokks, sagði að á sama tíma og hreinar skuldir ríkissjóðs án líf- eyrisskuldbindinga hefðu minnkað um 13% hafi sambærilegar skuldir borgarinnar aukist um 1.100%. Þarna væri miðað við árslokaverð- lag 2002 og reiknað út frá traustum forsendum. Í umræðum um skuldir borgarinnar hefur meirihlutinn bent á að skuldir borgarsjóðs hafi minnkað á síðustu árum en í út- reikningum sínum líta sjálfstæðis- menn einnig á skuldir fyrirtækja í eigu borgarinnar. Sjálfstæðismenn ítrekuðu að þeir teldu nauðsynlegt að gera út- tekt á þróun fjármála Reykjavík- urborgar síðustu ár. Sögðu þeir að slík úttekt myndi auðvelda nýjum borgarstjóra, Þórólfi Árnasyni sem tekur við stjórnartaumunum í ráð- húsinu um mánaðamótin, „að horf- ast í augu við hina ótrúlegu skulda- söfnun borgarinnar undir forystu fráfarandi borgarstjóra, sem lofaði kjósendum árið 1994 að skuldir borgarinnar yrðu minnkaðar undir hennar forystu,“ sagði Björn. Skuldir á hvern íbúa mestar í Reykjavík Í úttekt borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks, sem kynnt var blaðamönnum í gær, er litið á heildarskuldir borgarinnar, þ.e. skuldir borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu borgarinnar. Kemur fram að heildarskuldir á hvern íbúa sam- kvæmt fjárhagsáætlun 2003 séu mestar í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu, Akureyri og Reykja- nesbæ. Skuldir á hvern Reykvíking séu 733 þúsund, 715 þúsund á hvern Akureyring, 664 þúsund á hvern Hafnfirðing, 592 þúsund á hvern íbúa í Mosfellsbæ 486 þús- und á hvern íbúa á Reykjanesbæj- ar, 468 þúsund á hvern Kópavogs- búa, 350 þúsund á hvern Garðbæing og 212 þúsund á hvern Seltirning. Björn sagði að árið 1993 hefðu hreinar skuldir á hvern Reykvíking án lífeyrisskuldbindinga numið 40 þúsundum króna þrátt fyrir að þá væri tímabil stöðnunar og sam- dráttar að baki og að borgaryf- irvöld hafi þá nýverið ráðist í verk- efni eins og byggingu ráðhússins og Perlunnar til að sporna við at- vinnuleysi. Tíu árum síðar, árið 2003, væru hreinar skuldir á hvern einstakling án lífeyrisskuldbind- inga komnar upp í 415 þúsund krónur miðað við fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. „Þessi skuldaaukn- ing hefur verið á góðæristímum þegar ekki hefur verið nein ástæða til að ráðast í nein sérstök átaks- verkefni til að bæta atvinnu- ástandið,“ sagði hann. Nesjavallavirkun skýrir ein- ungis 20% skuldasöfnunar Björn spurði hvernig mætti skýra þessa skuldaaukningu upp á 50 milljarða króna. Hann sagði álögur ekki hafa dregist saman á tímabilinu heldur hefðu skattar þvert á móti verið hækkaðir. Öll sveitarfélög hefðu glímt við svipuð viðfangsefni eins og einsetningu skóla, fráveitugerð og annað slíkt. Ekki væri hægt að skýra skulda- söfnunina með miklum fram- kvæmdum á vegum borgarinnar, framkvæmdakostnaður á Nesja- völlum skýrði einungis fimmtung skuldaaukningarinnar, eða 10 milljarða króna. Þá væru stórfram- kvæmdir á borð við lagningu Sundabrautar og mislægra gatna- móta við Kringlumýrarbraut og Miklubraut enn á viðræðustigi. Fólksfjölgun í Reykjavík hefði ver- ið óveruleg, t.d. aðeins um 0,2% á síðasta ári. „Við teljum að það sé engin ein- hlít skýring á þessari þróun og það er ein af ástæðunum fyrir því að við teljum nauðsynlegt að menn meti þetta og skoði þannig að nýr borgarstjóri átti sig á því að hér er um þróun að ræða sem er með öllu óviðunandi,“ sagði Björn. Aðspurð- ur hvernig hann skýri þessa þróun segir hann eitt af vandmálunum að stjórnendur Reykjavíkurborgar hafi ekki viljað viðurkenna skulda- söfnunina og að þeir stæðu frami fyrir vandamáli. Því hafi þróunin ekki verið skilgreind með nægilega markvissum hætti. „Er þetta ekki aukinn rekstrarkostnaður að ein- hverju leyti? Eru umsvifin þannig að endar ná í raun og veru ekki saman? [...] Við höfum ekki neinar skýringar á hraðbergi nema að þetta sé léleg fjármálastjórn. Sér- staklega ef við berum saman ríkið og Reykjavíkurborg,“ sagði Björn. Hann sagði ríkið vissulega hafa selt eignir á tímabilinu en benti á að borgin hefði með óbeinum hætti selt eignir t.d. hefðu peningar verið fluttir úr Orkuveitu Reykjavíkur inn í borgarsjóð og þá hefði eign- arhlutur Landsvirkjunar verið fluttur frá Rafmagnsveitum Reykjavíkur inn í eignarhlut borg- arinnar árið 1991. Þar hefðu 14 milljarðar verið fluttir til sem vægi þungt í rekstri borgarinnar í sam- anburði við ríkið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að úttekt verði gerð á fjármálaþróun borgarinnar Segja heildarskuldir hafa aukist um 1.100% á áratug Morgunblaðið/Golli Sjálfstæðismenn segja að heildarskuldir á hvern íbúa séu mestar í Reykja- vík samanborið við önnur sveitarfélög. Hér eru Hanna Birna Kristjáns- dóttir, Björn Bjarnason og Guðrún Ebba Ólafsdóttir á fundinum í gær.                               ! "# " $   $ %     &   ' FULLT var út úr dyrum á fundi Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Íslands, með stjórnmála- fræðinemum við Háskóla Íslands í gær. Fundirnir Vettvangur dagsins – Forum Politicae – eru sam- starfsverkefni Politica, félags stjórnmálafræðinema, og Stofn- unar stjórnsýslufræða og stjórn- mála. Tilgangurinn er að gefa nemendum í stjórnmálafræði tækifæri til að ræða við fólk sem gegnir ábyrgðar- eða lykilstöðum í þjóðfélaginu og eru fundirnir liður í að skapa nemendum við stjórnmálafræðiskor samfélag sem er lifandi, örvandi og gef- andi og getur veitt þeim nýja sýn á viðfangsefni námsins. Fundurinn með forseta Íslands var fyrsti fundurinn en Ólafur Ragnar Grímsson var fyrsti pró- fessorinn í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hann er auk þess fyrsti heiðursfélagi Politicu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmennur fundur með forseta Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.