Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 2
ENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C  G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.isog fá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Stendur til a› fjölga atvinnutækjum? VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F LEIFSSTÖÐ NÁM SAMKEPPNI Spáð er 8% fjölgun far- þega um flugstöðina aðalástæðan eru tvö ný flugfélög sem lenda hér Aðsókn að sjávarútveg- stengdu námi hefur snarminnkað hér á landi undanfarin ár Athugasemdir sam- keppnisyfirvalda hafa komið fyrirtækjum í opna skjöldu SPÁÐ/2 SJÁVARÚTVEGUR/6 MIKILL/4 ÖRN Kjartansson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir fyrirhugaða opnun NEXT-verslunar í Kringlunni mikið gleði- efni. „Það er mikill styrkleiki fyrir Kringluna að fá NEXT hingað inn og að fá sterkan aðila inn í þetta 1.000 fm svæði.“ Verslunin á Íslandi verður fyrsta NEXT-verslunin í Norður-Evrópu og seg- ir Örn það gott fyrir Kringluna að hún hafi orðið fyrir valinu hjá keðjunni. Örn segir að forsvarsmenn NEXT hafi tekið út markaðinn hér á Íslandi og að þeir hafi mikið um staðsetningu verslana að segja. „Við sýndum þeim hvað við gæt- um boðið þeim og þeir mátu það þannig að Kringlan væri sterkasti staðurinn fyrir þá að koma hér inn og að þetta húsnæði væri hentugt fyrir NEXT,“ segir Örn. Nú eru rúmlega eitt hundrað verslanir í Kringlunni en um 150 rekstraraðilar ef læknastofur, veitingastaðir og fleiri aðilar eru taldir með. Nú er nýtingin 100% og um tuttugu aðilar á biðlista eftir húsnæði. Á síðasta ári nam velta NEXT um 1.872 milljónum punda eða 241,5 milljörðum ís- lenskra króna. Hagnaður eftir skatta nam 190 milljónum punda, 24,5 milljörðum ís- lenskra króna. Hagnaður á hvert hlutabréf var 58,1 pence en félagið er skráð í Kaup- höllinni í London. Örn segir að NEXT sé gríðarlega stórt fyrirtæki og því mikill akkur að fá jafn- stórt og vel þekkt fyrirtæki inn í Kringl- una. K R I N G L A N „Mikið gleðiefni“ Nýtingin í Kringlunni er nú 100% og um 20 aðilar á biðlista Örn Kjartansson, framkvæmdastjóri Kringlunnar HLUTAFÉLAGIÐ Nordex f. sem er í meirihlutaeigu ónanna Ragnhildar Önnu Jóns- ttur og Sverris Berg Steinars- nar mun opna 700 fm NEXT- rslun í Kringlunni í vor. Þar rður boðið upp á kven-, karl- anna- og barnafatnað auk fylgi- uta sem og skófatnað. Verslunin verður á annarri hæð ringlunnar þar sem Nanoq úti- starverslunin var áður til húsa. Ragnhildur og Sverrir þekkja l til verslunarreksturs en þau ka fyrir tvær Noa-Noa-tísku- ruverslanir, eina í Kringlunni aðra á Laugaveginum. ns árs ferli ð sögn Sverris er um ár síðan u fóru að velta fyrir sér mögu- kanum á að fá viðskiptasérleyfi rir bresku verslunarkeðjuna EXT á Íslandi. „Hlutirnir gengu heldur hægar rir sig nú í sambandi við NEXT ldur en Noa-Noa á sínum tíma a rúmt ár. Það var í febrúar 99 sem við hófum viðræður við oa-Noa-keðjuna og síðan opnuð- m við verslunina í Kringlunni í í sama ár. Haustið 2000 opnuð- m við síðan aðra verslun við augaveginn. Í kjölfarið skoðuð- m við möguleika á frekara sam- arfi með eigendum Noa-Noa, a. með verslunarrekstur í andaríkjunum í huga en hryðju- rkaárásirnar 11. september 01 komu endanlega í veg fyrir þau áform. Þá hófum við Ragn- hildur að leita fyrir okkur í Bret- landi og fljótlega settum við okkur í samband við NEXT-verslunar- keðjuna,“ segir Sverrir. Tæplega 400 verslanir Fyrsta NEXT-verslunin var opn- uð í febrúar 1982 en nú rekur keðj- an 330 verslanir í Bretlandi og á Írlandi og 49 verslanir í öðrum löndum. Að sögn Sverris rekur keðjan sjálf verslanirnar í Bret- landi og á Írlandi en aðrar versl- anir eru reknar með viðskiptasér- leyfi og er verslunin hér sú fyrsta sem opnuð verður undir merkjum NEXT í Norður-Evrópu. Þar sem NEXT hefur samið við aðila um viðskiptasérleyfi þá hafa þeir einnig tekið að sér að skoða mögu- leika á að opna verslanir í ná- grannaríkjunum. Aðspurður segir Sverrir að ekkert liggi fyrir um að þau opni fleiri NEXT-verslanir en að sjálfsögðu verði það kannað. Til að mynda eru engar NEXT-versl- anir á Norðurlöndunum. „Við er- um búin að gera samning um verslunina hér og ætlum að horfa fyrst á þennan markað enda mik- ilvægt að sýna fram á árangur á heimamarkaði áður en horft er á aðra markaði,“ segir Sverrir. Hann segist telja mikilvægt í allri útrás að vera í góðu sambandi við heimamenn sem þekki sinn markað. Með því er hægt að spara mikinn tíma og fé. Margir aðilar höfðu sýnt áhuga á að opna NEXT-verslun á Íslandi í gegnum tíðina og segir Sverrir að í sjálfu sér hafi ekki verið erfitt að sannfæra stjórnendur NEXT um að opna slíka verslun á Íslandi. Aftur á móti tók sinn tíma að sannfæra þá um að þau væru réttu aðilarnir til þess. „Við unnum í sameiningu viðskiptaáætlun fyrir Ísland og þeir gerðu ákveðnar kröfur um arðsemi verslunarinn- ar. Það var gríðarleg vinna að fara í gegnum það ferli en mjög lær- dómsríkt og við vitum því vel út í hvað við erum að fara. Eins höfum við reynslu af sölu á kvenfatnaði á Íslandi en síður á vörum fyrir karlmenn og börn,“ segir Sverrir. Húsnæðið í Kringlunni er 1.000 fm. Verslunin verður á 700 fm og verður skipt upp í þrjár deildir; kvenföt, karlmannaföt og barna- fatnað. Í versluninni verður leik- aðstaða fyrir börn og kaffiaðstaða fyrir viðskiptavini. Verðlag í versluninni verður í takt við það sem fólk á að venjast í nágrannalöndunum að sögn Sverris og skýrist verðmunur ein- göngu af ólíku virðisaukaskatt- stigi, gengisáhættu og flutnings- kostnaði. NEXT-tískuvöruversl- un opnuð í Kringlunni erslunin verður sú fyrsta í N-Evrópu en alls eru verslanirnar tæplega 400 talsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnhilur Anna Jónsdóttir og Sverrir Berg Steinarsson munu opna NEXT- verslun í Kringlunni þar sem Nanoq var áður á annarri hæð  Miðopna: Sjávarútvegurinn menntar sig sjálfur 03  FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR BLAÐ B Í Á Á Ö Í Á EFTIR úrslit leikja á HM í Portúgal í gær- kvöld er orðið líklegast að Íslendingar mæti annaðhvort Króötum eða Rússum í undan- úrslitum um sæti á laugardaginn. Það ræðst af leiknum við Spánverja í kvöld hvort það verður í keppninni um fjögur efstu sætin eða um sæti fimm til átta. Ísland leikur gegn liði úr milliriðli 3 og þar standa nú Danir höllum fæti í baráttu við Króata og Rússa um tvö efstu sætin. Reyndar er sá riðill galopinn ennþá og meira að segja Egyptar eiga mjög veika von um að ná öðru sætinu í riðlinum þrátt fyrir að þeir hafi tapað báðum leikjum sínum til þessa. Mætum Rússum eða Króötum? lenska landsliðið. Það vantaði að menn væru að berjast með hjartanu eins og oft hefur verið sagt. Liðið var flatt og það skorti neistann sem þarf til þess að vinna svona leiki.“ Guðmundur var ekki sáttur við varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Hann var ekki ásættanlegur. Menn voru staðir, sátu eftir og náðu ekki að stöðva pólsku skytturnar. En það var eins og nýtt lið hefði mætt inná leikvöllinn í síðari hálfleik.“ Gekk mikið á í hálfleik hjá ykkur? „Ég ætla ekki að hafa það eftir sem sagt var á þeim stutta tíma. Þar Mótið er sérstakt að mörgu leyti.Það er langt og það skiptast á r þar sem við lékum gegn slök- um liðum og sterk- um liðum. Ég verð að játa það að sl. þrír dagar hafa verið sér- kennilegir og í raun a bið eftir stóru stundinni. Einn adagur, einn æfingadagur og n bið fram á kvöld eftir leiknum n Pólverjum. Það var greinilegt ið vorum ekki tilbúnir í verkefnið pphafi leiks. Mér fannst vanta mmdina sem hefur einkennt ís- sagði ég mína skoðun, leikmenn liðs- ins fengu tækifæri til þess að segja sína, bæði um eigið framlag og ann- arra. Eftir þessa skorpu var ákveðið að nú skyldi látið sverfa til stáls. Annað var ekki hægt að gera þar sem við vorum komnir í stöðu sem var síður en svo vænleg fyrir okkur. Ég er ánægður með hvernig menn brugðust við áreitinu í síðari hálf- leik.“ Þjálfarinn var ánægður með hve margir leikmenn íslenska liðsins hafa náð sér á strik til þessa á HM. „Það kemur maður í manns stað og ég gerði ákveðnar áherslubreyt- ingar í vörn sem sókn í þessum leik. Það gekk upp og við getum verið ánægðir með síðari hálfleikinn. Vörnina, sóknina, hraðaupphlaupin og markvörsluna. Þetta hafðist og það er það sem skiptir máli.“ Aðspurður um þátt Dags Sigurðs- sonar sagði Guðmundur að hann hefði átt gagnlegt samtal við fyrirlið- ann deginum áður. „Það var gott og uppbyggilegt fyrir mig, liðið og Dag að við skyldum ræða vel saman í gær. Hann er sterkur persónuleiki sem vildi geta lagt meira af mörkum fyrir liðið. Hann átti frábæran leik að þessu sinni sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur sem liðsheild. Dagur hefur átt við meiðsli að stríða í undirbúningi liðsins en hann er hlekkur í okkar liði.“ Guðmundur játti því að hann væri búinn að kortleggja lið Spánverja töluvert og nokkurt efni væri til í tölvutæku formi nú þegar. „Við hefj- um undirbúning okkar fyrir leikinn gegn Spánverjum nú þegar. Það verður fundur nú strax eftir leikinn þar sem menn fá heildaryfirsýn yfir næstu mótherja. Síðan tekur við sama ferlið og fyrir alla aðra leiki.“ Markmið íslenska liðsins fyrir HM að þessu sinni var í fyrstu að ná einu af sjö efstu sætum keppninnar en núna er kominn glampi í augu hins skipulagða þjálfara þegar hann er inntur eftir næsta takmarki liðsins. „Það er einfalt. Við ætlum að leggja allt í sölurnar til þess að við munum Morgunblaðið /RAX uðmundur Þórður Guðmundsson í hita leiksins. Við hlið hans eru Patrekur Jóhannesson, Rúnar Sigtryggsson og Sigurður Bjarna- son. Stefnum á undan- úrslit í Lissabon ÐMUNDUR Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknatt- , var að vonum kátur með sigur íslenska liðsins gegn Pólverjum eimsmeistaramótinu í handknattleik í gærkvöldi – í fyrri leik liðs- í milliriðlinum í Caminha, 33:29. Hann sagði það ljóst að liðið ði tekið stórt skref í átt að áfangamarkmiði liðsins í þessum leik, nú biði liðsins „stóri leikurinn“ gegn Spánverjum, þar sem liðið ti tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar í fyrsta sinn. rður Elvar lfsson r frá inha Pólverj- um hrós- að heima PÓLVERJAR fengu hrós á heimaslóðum fyrir frammistöðu sína gegn Íslendingum í gærkvöld, þrátt fyrir fjögurra marka ósigur, 33:29. Í fréttatíma pólska rík- issjónvarpsins var sagt að þrátt fyrir ósigurinn hefði pólska liðið sýnt hvað í því bjó í hörku- spennandi leik gegn mjög góðu íslensku liði. Pólverjum var hrósað sérstaklega fyrir fyrri hálfleikinn, en þar hefði leikur liðsins byggst á góðri vörn. Íslenska liðið hefði hins vegar refsað því pólska fyrir mistök sín í síðari hálfleiknum og draumurinn um að komast á Ólympíuleikana í Aþenu væri því úti. SIGUR Á PÓLVERJUM Íslendingar tryggðu sér sæti með- al átta efstu þjóðanna á heimsmeist- aramótinu í handknattleik með sigri á Pólverjum, 33:29, í gær. Leikur Ís- lands og Spánar í dag sker úr um hvort liðið leikur um verðlaunasæti á mótinu. Stjórnarskráin heim Fyrsta stjórnarskrá Íslands frá árinu 1874 verður afhent Íslend- ingum til varðveislu en Danir hafa samþykkt að afhenda ýmis skjöl ráðuneytis Íslandsmála frá árunum 1848 til 1904. Þá hefur verið óskað eftir viðræðum við Dani um frekari afhendingu á menningarminjum. Rætt um kaup á rafskautum Fulltrúar þýska fyrirtækisins RAG Traiding hafa rætt við Norður- ál á Grundartanga um mögulega sölu á rafskautum til álversins vegna fyrirhugaðrar stækkunar þess. Fyr- irtækið hefur sýnt áhuga á að reisa rafskautaverksmiðju í Hvalfirði. Segir Írak ótengt al-Qaeda Tariq Aziz, varaforsætisráðherra Íraks, segir Íraka engin tengsl hafa við al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin líkt og Bush Bandaríkjaforseti full- yrti í stefnuræðu sinni í fyrrnótt. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, tók í sama streng og Bush í gær. Aziz segir engar sannanir hafa verið lagðar fram um meint tengsl. Misjöfn ávöxtun Ávöxtun frjáls lífeyrissparnaðar var mjög misjöfn á síðasta ári eftir ávöxtunarleiðum. Bæði eru dæmi um verulega neikvæða ávöxtun og um jákvæða ávöxtun á upp undir tíu prósent. Y f i r l i t FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Erlent 13/15 Minningar 32/36 Höfuðborgin 16 Skák 37 Akureyri 17 Þjónusta 37 Suðurnes 18 Kirkjustarf 37 Landið 19 Bréf 40 Neytendur 20 Dagbók 42/43 Listir 21/23 Fólk 44/49 Menntun 24 Bíó 46/49 Umræðan 25/31 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir heilsu- bæklingur frá Cheerios. Bæklingnum er dreift um allt land. ÁVÖXTUN frjáls lífeyrissparnaðar var afar mis- munandi á síðasta ári eftir ávöxtunarleiðum. Þannig eru bæði dæmi um verulega neikvæða ávöxtun og jákvæða ávöxtun um upp undir tíu prósent. Algeng raunávöxtun er hins vegar í kringum núllið eða aðeins neikvæð eftir hlutfalli erlendra hlutabréfa í eignasafninu, en endanleg- ar tölur um ávöxtun á síðasta ári liggja enn ekki fyrir nema að hluta til. Almennt má segja að slakasta ávöxtunin sé á þeim ávöxtunarleiðum eða sjóðum sem ávaxta fé sitt á erlendum hlutabréfamörkuðum. Þeir sjóðir sem eru með stærst hlutfall eigna sinna í bréfum á þessum mörkuðum eru með lélegustu ávöxt- unina á síðasta ári og ef þeir fjárfesta eingöngu í erlendum hlutabréfum eins og dæmi eru um, get- ur ávöxtunin verið neikvæð um allt að 30% á síð- asta ári. Það skýrist af því að verð á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hélt áfram að lækka á síð- asta ári þriðja árið í röð. Árin þar á undan var hins vegar afar góð ávöxtun á þessum mörk- uðum. Til viðbótar kemur síðan að gengi krón- unnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hækkaði verulega á síðasta ári sem gerir það að verkum að erlendar eignir lækka í verði í íslenskum krónum. Það gerir ávöxtunina í íslenskum krón- um enn lakari en ella, öfugt við það sem var á árinu 2001 þegar lækkun íslensku krónunnar vó á móti lækkun á erlendum hlutafjármörkuðum. Allflestir erlendir hlutabréfamarkaðir lækkuðu um nálægt 20% á árinu og til viðbótar styrktist krónan um rúm 20%. Þannig lækkaði heims- vísitala hlutabréfa í íslenskum krónum um rúm 38% á síðasta ári samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Lífeyrissparnaðarreikningar gáfu hins vegar einna hagstæðustu ávöxtunina á síðasta ári al- mennt séð. Þar er um að ræða verðtryggða og óverðtryggða bankareikninga með breytilegum vöxtum, sem eru yfirleitt þeir hæstu sem völ er á, enda um bundinn langtímasparnað að ræða. Sem dæmi má nefna að raunávöxtun á þessum reikningum var á bilinu sex og hálft og upp í átta og hálft prósent á síðasta ári og voru óverð- tryggðu reikningarnir hagstæðari vegna hárra nafnvaxta og lítillar verðbólgu í fyrra. Talsverð ásókn hefur verið í þessa reikninga á undanförn- um mánuðum vegna öruggrar ávöxtunar og erf- iðra aðstæðna á erlendum hlutafjármörkuðum og fóru bæði lífeyrissjóðir og verðbréfafyrirtæki að bjóða upp á slíka reikninga á síðasta ári jafnhliða öðrum og áhættumeiri ávöxtunarleiðum. Þá var mjög góð ávöxtun á innlendum hluta- bréfamarkaði í fyrra og eru dæmi um mjög góða ávöxtun sjóða á síðasta ári sem fjárfesta í inn- lendum hlutabréfum. Afar misjöfn ávöxtun frjáls lífeyrissparnaðar Dæmi um allt að 30% nei- kvæða ávöxtun í fyrra INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vígði í gær fyrsta grenndarskóg Reykjavíkur við grunn- skóla, Svartaskóg í Fossvogi sem nú er orðinn grennd- arskógur Hvassaleitisskóla. Svartiskógur var opnaður fyrir almenning árið 1986 en gegnir nú þessu nýja hlutverki. Reykjavíkurborg áformar að allir skólar í Reykjavík eignist grenndarskóg í framtíðinni og efli þannig tengslin við náttúruna. Við vígsluna í Svartaskógi sungu nemendur úr Hvassaleitisskóla lög sem tengjast skógi og spiluðu á hljóðfæri. Borgarstjóri áritaði svo samning um sam- starf við verkefnið, Lesið í skóginn, sem nemendur hafa unnið að undanförnu. Í því er lögð áhersla á ís- lenska skóga, nýtingu og mótun afurða úr efniviði þeirra, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grennd- arfræðslu. Morgunblaðið/Kristinn Nemendur úr Hvassaleitisskóla sungu lög sem tengjast skógi og spiluðu á hljóðfæri við athöfnina í gær. Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Svartaskógi sem nú er orðinn grenndarskógur Hvassaleitisskóla. Fyrsti grenndarskógur- inn vígður í Fossvogi Allir skólar borgarinnar munu eignast grenndarskóg NEXT opnuð í Kringlunni Fyrsta verslunin í N-Evrópu BRESKA verslunarkeðjan NEXT mun opna verslun hér á landi í vor. Verslunin, sem selur kven-, karl- manna- og barnafatnað auk fylgi- hluta sem og skófatnað, verður á annarri hæð Kringlunnar þar sem útivistarverslunin Nanoq var áður til húsa. Hlutafélagið Nordex ehf. sem er í meirihlutaeigu hjónanna Ragnhild- ar Önnu Jónsdóttur og Sverris Berg Steinarssonar mun reka verslunina en það hefur fengið við- skiptasérleyfi fyrir NEXT á Ís- landi. Verður þetta fyrsta NEXT- verslunin sem verður opnuð í Norð- ur-Evrópu að sögn Sverris. Ragnhildur og Sverrir þekkja vel til verslunarreksturs en þau reka fyrir tvær Noa-Noa-tískuvöru- verslanir, eina í Kringlunni og aðra á Laugaveginum. Mikill áhugi á leyfinu Að sögn Sverris er um ár síðan þau fóru að velta fyrir sér mögu- leikanum á að fá viðskiptasérleyfi fyrir bresku verslunarkeðjuna en margir aðilar höfðu haft samband við forsvarsmenn keðjunnar um að fá viðskiptasérleyfi fyrir NEXT á Íslandi. Fyrsta NEXT-verslunin var opn- uð í Bretlandi í febrúar 1982 en nú eru 330 NEXT-verslanir í Bret- landi og á Írlandi og 49 verslanir í öðrum löndum. Að sögn Sverris rekur keðjan sjálf verslanirnar í Bretlandi og á Írlandi en aðrar verslanir eru reknar með viðskipta- sérleyfi.  NEXT/C1 GUNNAR Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir að Schengen-sam- starfið hafi gengið ágætlega hingað til og ekki sé ástæða til að ætla að það breytist þótt breytingar verði á afgreiðslu mála þar. Antonio Vitorino, sem fer með dóms- og löggæslumál innan fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sagði í ræðu í Brussel á þriðju- dag að þörf væri fyrir meiri skilvirkni í málefnum Schengen. Nú hefðu aðildarríkin og framkvæmda- stjórnin frumkvæði að því að koma tillögum að reglum á framfæri en þetta fyrirkomulag væri vafasamt vegna þess að tillögur frá aðildar- ríkjum þyrftu ekki að endurspegla almennan vilja þeirra eða taka sér- stöðu allra ríkjanna með í reikning- inn. Til að tryggja samhengi og skil- virkni í því sem viðkæmi frelsi, öryggi og réttlæti ætti aðeins fram- kvæmdastjórnin að hafa frumkvæð- isrétt á því að leggja fram tillögur að reglum. Ákvarðanataka í málum á fyrr- nefndum sviðum frelsis, öryggis og réttlætis er í höndum framkvæmda- stjórnar eftir að hún hefur ráðfært sig við Evrópuþingið. Vitorino sagði að krafan um einróma samþykki hefði leitt til umtalsverðrar seink- unar á ákvarðanatöku, því einstök ríki hefðu notfært sér rétt sinn til að fresta málum og því hafi stundum þurft að semja um einstök mál á síð- ustu stundu. Með hliðsjón af stækk- un Evrópusambandsins væri slík staða óverjandi og til að auka skil- virknina væri nauðsynlegt að koma á atkvæðagreiðslu í þessum málum. Verið er að taka saman hug- myndir um framtíðarskipulag Evr- ópusambandsins, sem síðan fara áfram til aðildarríkjanna, og segir Gunnar Snorri Gunnarsson að ekk- ert hafi komið á óvart í ræðu Anton- io Vitorinos. Aðalatriðið sé að þegar Schengen-samstarfið hafi byrjað hafi verið gefið ákveðið aðlögunar- tímabil og því ljúki fljótlega. Þar hafi m.a. verið undantekning frá venjulegu stofnanakerfi Evrópu- sambandsins þess efnis að aðildar- ríkin sjálf gætu komið með form- legar tillögur en alla tíð hafi verið ljóst að þetta yrði tekið til endur- skoðunar. Breytingar innan Schengen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.