Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 27 Bandaríkjamanna til Íraksdeilunnar. Til- kynnti hann að Bandaríkin færu fram á fund í öryggisráðinu 5. febrúar nk. til að ræða tregðu Íraka til að hlíta ályktunum þess. Mun Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar leggja fram ýmsar sannanir sem Bush sagði stjórn sína búa yf- ir um vopnaáætlanir Íraka, „tilraunir þeirra til að fela vopnabúnað sinn fyrir eftirlits- mönnum og um tengsl þeirra við hryðju- verkasamtök“. Margir fréttaskýrendur segja ræðuna á þriðjudag þá mikilvægustu sem Bush hefur flutt en smám saman hefur verið að draga úr fylgi við hann í Bandaríkjunum. Fyrir ári naut forsetinn stuðnings 80% Bandaríkja- manna en á síðustu dögum hefur fylgið farið niður fyrir 60%. Hér skiptir verra árferði í efnahagsmálum vissulega miklu máli en skoðanakannanir hafa þó jafnframt sýnt að æ fleiri efast um réttmæti aðgerða gegn Írak, einkum ef öryggisráð SÞ hefur ekki lagt blessun sína yfir þær. Embættismenn í Hvíta húsinu eru hins vegar sagðir sannfærðir um að Bush geti fengið almenning á sitt band í þessu máli og er ræðan í fyrrakvöld einmitt álitin liður í því verkefni. Þeir eru sagðir hafa mikla trú á getu Bush til að fylkja fólki á bak við sig þegar til kastanna kemur, líkt og hann gerði í september er hann fyrst ræddi Íraksmálin innan veggja SÞ. Ennfremur sé bandarískur almenningur gjarn á að gefa forseta sínum frítt spil í ut- anríkismálum og í hernaðarátökum, a.m.k. til að byrja með (hvað svo sem síðar verður, ef átök dragast á langinn). Loks telja menn sennilegt að Saddam Hussein muni sjálfur tryggja að áfram séu uppi efasemdir um vilja hans til að hlíta skilmálum öryggis- ráðsins. Skýrsla Blix fréttnæmari? Ross Baker, fræðimaður við Rutgers-há- skóla, sagði ræðu Bush á þriðjudag hafa verið sterka. Sagði hann líklegt að forset- anum hefði tekist að sannfæra þá sem voru á báðum áttum um að ástæða væri til að hafa áhyggjur af Saddam Hussein. Tom Daschle, leiðtogi demókrata í öldungadeild- inni, sagði forsetann þó þurfa að rökstyðja mál sitt mun betur áður en hann sendi bandaríska hermenn til að heyja stríð í Mið- Austurlöndum. Lagði Gary Locke, ríkisstjóri í Wash- ington, sem ávarpaði bandarísku þjóðina fyrir hönd Demókrataflokksins eftir stefnu- ræðu forsetans, áherslu á að Bandaríkin ættu að taka á málum er vörðuðu Írak og Norður-Kóreu á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Demókratar styddu forsetann í því að beita sér með slíkum hætti fyrir því að þeirri ógn, sem stafaði af Saddam Hussein og Kim Jong-Il, forseta Norður-Kóreu, yrði eytt. Ýmsir í Bandaríkjunum telja raunar að hvað sannanir á hendur Írökum varðar telj- ist skýrslugjöf Hans Blix, yfirmanns vopna- eftirlitsnefndar SÞ, fyrir öryggisráðinu á mánudag til meiri tíðinda en ræða Bush. Þar vakti nefnilega athygli hversu afdrátt- arlaus Blix var í gagnrýni sinni á Íraka. Þannig mun öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry, einn af þeim sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins vegna for- setakosninga á næsta ári, hafa sagt að hann teldi ljóst af skýrslu Blix að Írak væri upp- víst að „skýlausum brotum“ á efni álykt- unar öryggisráðsins frá því í haust. Kerry hafði í síðustu viku sakað Bush um að vera að „ana út í stríð“, þegar réttara væri að gefa vopnaeftirlitsmönnum meiri tíma til að athafna sig, en á þriðjudag kvaðst Kerry hlynntur því að borin yrði upp tillaga í ör- yggisráðinu sem heimilaði hernaðarárás á Írak, afvopnuðust Írakar ekki innan 30 daga. Reuters W. Bush Bandaríkjaforseti flytur ræðu sína í fyrrakvöld. Bakvið hann er Dick araforseti. ar miðað við lánskjaravísitölu á Ís- landi til janúar 2003 er niðurstaðan sú, að hæstu bætur yrðu á Ítalíu kr. 32.840.700, í Þýskalandi 24.793.600 kr., í Belgíu 22.183.800, á Spáni 19.627.740 kr., í Frakklandi 17.562.200 kr., í Bretlandi kr. 15.604.800, í Hollandi 13.212.400 kr., í Finnlandi kr. 10.004.500, í Svíþjóð kr. 9.025.800, í Noregi kr. 8.590.776, í Austurríki 8.482.000 kr., í Sviss kr. 8.155.800, og í Danmörku 4.512.876 kr. Það er svo sem ljóst, að bótafjár- hæðir í þessum löndum hafa ekki tek- ið breytingum til samræmis við ís- lenska verðbólgu á þessu tímabili, þó að þar ætti að vera um ámóta miklar hækkanir að ræða mælt í íslenskum krónum. Því til viðbótar kunna bóta- fjárhæðir í einstökum löndum að hafa hækkað á tímabilinu vegna beinna ákvarðana um slíkar hækkanir, þ.e.a.s. umfram verðlagsþróun. Laus- leg könnun mín bendir til þess að svo hafi verið í einstökum ríkjum. Til dæmis munu hámarksbætur fyrir varanlegan miska í Danmörku nú nema kr. 8.282.900 kr., sem er tvöfalt hærri fjárhæð en framreiknuð fjár- hæð Dana frá 1992. Enskir dómstólar myndu í dag ákvarða bætur fyrir ófjárhagslegt tjón a.m.k. upp að 25.954.000 kr. samkvæmt heimildum mínum og bótafjárhæðir í Svíþjóð munu hafa hækkað umtalsvert. 4. Miklu lægri bætur hér á landi Sjálfsagt þarf að taka tillit til ým- issa sérstakra sjónarmiða, þegar bornar eru saman bótafjárhæðir fyrir miska milli ríkja. Það kunna til dæmis að vera dregin mismunandi mörk á milli fjárhagslegs og ófjárhagslegs tjóns í ríkjunum, mismunandi reglur kunna að gilda um frádrátt bóta frá öðrum aðilum en hinum bótaskylda (þessar reglur eru líklega mun óhag- stæðari fyrir tjónþola á Íslandi en í hinum ríkjunum) og skattaleg með- ferð bóta kann að vera mismunandi (líklega hagstæðari tjónþolum hér á landi en hjá hinum). Slík athugunar- efni fá þó engu breytt um þá meg- inályktun, að bætur fyrir ófjárhags- legt tjón eru miklu lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Í viðbót við þetta má svo nefna, að miskabætur til þeirra, sem í sjálfu sér hafa ekki skaðast varanlega á líkama sínum þannig að til mats á varanleg- um miska leiði, eins og til dæmis fórn- arlamba kynferðisglæpa, eru furðu- lega lágar hér á landi. Dæmi eru um dómsúrlausnir, þar sem hrottafeng- inn nauðgari er aðeins dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu nokkur hundruð þúsund krónur í miskabæt- ur, þar sem bætur ættu fremur að flestra mati að mælast í milljónum króna. 5. Til frambjóðenda! Sá hópur manna sem á þá hags- muni, sem hér er rætt um, er í reynd ekki til núna, því þetta eru tjónþolar framtíðarinnar. Enginn veit, hvort hann muni tilheyra þeim hópi. Þetta fólk getur því ekki skipulagt sig til að þrýsta á alþingismenn um að koma á nauðsynlegum lagabreytingum. Það hlýtur því að koma í hlut okkar lög- manna, sem vinnum við að sækja rétt tjónþolanna, að benda á það sem af- laga fer í löggjöfinni á þessu sviði. Má segja að réttarbæturnar varði svo dæmigerða almannahagsmuni sem unnt er að hugsa sér. Niðurstaðan er þessi: Bætur fyrir miska eru allt of lágar á Íslandi. Það er aðkallandi verkefni fyrir þá stjórn- málamenn, sem í vor munu fá umboð til að gegna störfum á löggjafarsam- kundunni, að taka hér til hendi við að færa lagareglur á þessu sviði í skap- legan búning. Það væri jafnvel ekki úr vegi að fá fyrir kosningar að kynn- ast viðhorfum þeirra, sem eftir þessu umboði sækjast, svona til fróðleiks. 1. Miskabætur Þegar maður verður fyrir líkams- tjóni og annar ber skaðabótaábyrgð á tjóninu greinast bætur í tvo megin- flokka, fyrir fjárhagslegt tjón og fyrir miska. Fjárhagslega tjónið felst í tekjutjóni, bæði tímabundnu og var- anlegu, sem og beinum útgjöldum, sem fallið hafa á tjónþolann vegna slyssins. Varanlega tekjutjónið er mælt með örorkumati, sem er ætlað að segja til um, hversu stóran hluta tekna sinna tjónþolinn muni missa í framtíðinni. Miski er á hinn bóginn fólginn í alls konar „ófjárhagslegum“ afleiðingum slyss. Sem dæmi um slík- ar afleiðingar má nefna þjáningar, andlegar og líkamlegar, lýti og ýmiss konar röskun á stöðu manna og hög- um. Samkvæmt skaðabótalögum er varanlegur miski metinn til stiga, rétt eins og varanlega örorkan. Er þá sagt, að líta skuli til þess hvers eðlis og hversu miklar afleiðingar tjóns séu frá læknisfræðilegu sjónarmiði, svo og til erfiðleika sem það veldur í lífi tjónþola. Síðan er í lögunum kveðið á um, hversu háar bætur skuli greiða fyrir hvert stig í varanlegum miska sem metið er. Sé miski metinn 100% verða bætur miðað við verðlag í jan- úar 2003 tæplega 5,4 milljónir króna. Þegar sérstaklega stendur á er þó heimilt að ákveða hærri bætur eða allt að því rúmlega 8 milljónir króna. Við lægra miskastig en 100% lækkar hin lögbundna fjárhæð í réttu hlut- falli. Í viðbót við þetta kunna menn að eiga rétt á miskabótum úr hendi bóta- skylds aðila, þó að ekki hafi orðið lík- amstjón. Skilyrði þess eru aðallega þau, að sá bótaskyldi teljist bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns“. Dæmi um þetta eru meiðyrði og ofbeldisbrot, eins og nauðganir. Fleiri dæmi þekkjast í settum lögum um heimild til miskabóta í sérstökum tilvikum. 2. Íslensku skaðabótalögin Íslensku skaðabótalögin eru frá 1993. Kannski muna lesendur eftir áralangri baráttu nokkurra lögmanna við að fá lagfærðar reglur þessara laga um bætur fyrir tekjutjónið, sem voru með öllu ófullnægjandi. Þau ákvæði voru ekki lagfærð fyrr en á árinu 1999 og hafði sá slagur þá tekið 6 ár. Ástæðan fyrir því, hversu langan tíma tók að koma á þessum nauðsyn- legu réttarbótum, var hatrömm and- staða íslensku vátryggingafélaganna, sem beittu pólitískum áhrifum sínum og ómældum fjárráðum til baráttu sinnar gegn þeim. Að því er miskabæturnar snertir, fólu lögin 1993 í sér nokkra hækkun þeirra frá því sem verið hafði fyrir gildistöku þeirra. Samt voru slíkar bætur samkvæmt lögunum til muna lægri en hjá velflestum þeim ríkjum sem við viljum gjarnan miða löggjöf okkar við. Bætur fyrir 100% miska voru ákveðnar 4 milljónir króna með heimild til hækkunar í 6 milljónir, þegar sérstaklega stæði á. Ekki var að sjá, að við lagasetninguna á sínum tíma hefði verið gerð könnun á fjár- hæðum miskabóta annars staðar en í Danmörku, þar sem slíkar bætur hafa í gegnum tíðina verið til muna lægri en í öðrum ríkjum. 3. Samanburður við önnur ríki Tryggingafélagið Swiss Re gerði könnun á fjárhæðum bóta fyrir ófjár- hagslegt tjón í mörgum Evrópuríkj- um árið 1992. Þær voru yfirleitt margfalt hærri en hér. Samkvæmt þessari könnun, sem miðaðist við gengi svissnesks franka 31. mars 1992, voru hæstu bætur fyrir ófjár- hagslegt tjón (alvarlegustu áverkar án þess þó að tjónþolinn léti lífið) á Ítalíu 23.797.600 kr., í Þýskalandi 17.966.400 kr., í Belgíu 16.075.200, á Spáni 14.223.000 kr., í Frakklandi 12.726.200 kr., í Bretlandi kr. 11.307.800, í Hollandi 9.574.200 kr., í Finnlandi kr. 7.249.600, í Svíþjóð kr. 6.540.400, í Noregi kr. 6.225.200, í Austurríki 6.146.400 kr., í Sviss kr. 5.910.000, og í Danmörku 3.270.200. Séu þessar fjárhæðir framreiknað- Réttlætismál „Bætur fyrir miska eru allt of lágar á Íslandi.“ Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson bíða nú spenntir ð sjá hvort fundur wells, utanrík- a Bandaríkjanna, gisráði Sameinuðu nk. miðvikudag fnminnisstæður og yggisráðsins hinn er 1962. minnilegum orða- ennan örlagaríka aði Adlai Stevenson, i sendiherra janna hjá SÞ, Val- in, sendiherra Sov- a, á hólm og krafð- usra skýringa. ú því, Zorin sendi- Sovétríkin hafi komið fyrir, og ma fyrir, meðaldrægum kjarna- gum á Kúbu?“ spurði Stevenson á tan hátt. „Já eða nei? Ekki bíða ð búið sé að túlka fyrir þig una.“ Og á meðan Zorin, sem greinilega hafði ekki átt von á því að vera stillt upp við vegg með þessum hætti, maldaði í móinn kastaði Stevenson fram njósnamyndum sem sýndu svart á hvítu hvað var á seyði á Kúbu. Þessi uppákoma markaði þáttaskil í Kúbudeil- unni svokölluðu, einmitt þeg- ar heimurinn rambaði á barmi kjarnorkustyrjaldar. Powell hefur sjálfur rætt um þennan atburð og borið saman við væntanlegan fund sinn með öryggisráðinu. „Við tölum mikið um þetta,“ sagði hann í samtali við evrópska blaðamenn um síðustu helgi. „En hvort ég muni hafa í höndunum einhverjar myndir, í líkingu við þær sem Stevenson hafði meðferðis, eða hvort ég get stillt málum upp með jafnafgerandi hætti og hann gerði, veit ég ekki,“ sagði Powell. etar Powell í fót- or Stevensons? Colin Powell eins og aðrar greinar landbúnaðar- ins. Þessi þáttur, þ.e. stofninn, er sá þáttur sem vegur hvað þyngst í að- stöðumun milli landa. Erlendar kýr mjólka miklu meira og vinnan í kring um hvern grip er miklu minni vegna þess að gripirnir eru rólegri og þægilegri í umgengni.“ Jóhann sagðist ekki hafa stundað kúabúskap erlendis og gæti því ekki sjálfur fullyrt um þennan mun á kúakynjum. „Ég hef hins vegar haft danskan bóndason í vetur, sem hefur verið að aðstoða mig. Þar sem hann á heima eru 250 kýr og hann hristir hausinn yfir þessum gripum sem eru hér hjá mér. Hann segir að það væri ekki hægt að búa með 250 svona kýr. Hann segir að þær séu svo miklu erfiðari í um- gengni. Það er líka mín reynsla að stór hluti af kvígum sem bera séu svo óþekkar að það taki nokkra mánuði að temja þær. Þetta kostar auðvitað mikla vinnu,“ sagði Jó- hann. „Fóðrunin skiptir miklu máli, en líka natni og umhugsun um grip- ina. Það skiptir líka miklu máli að hika ekki við að grisja úr hjörðinni slaka gripi. Ég set alla kvígukálfa sem lifa á. Það bera því nálægt 20 kvígur á hverju ári en svo grisjar maður strax úr stofninum. Það er ekki nema um helmingur af kvígunum sem fær að lifa áfram. Þetta er að mínum dómi langbesta leiðin sem hægt er að fara í kynbótum.“ Þó að Jóhann hafi náð miklum árangri í sínum rekstri er hann samt ekki í vafa um að það sé hægt að ná enn meiri árangri með því að flytja inn erlent kúakyn. „Ég er alveg sannfærður um að við eigum að flytja inn erlent kúa- kyn. Raunar held ég að um lífs- spursmál fyrir greinina sé að ræða því þegar fram líða stundir munum við þurfa að keppa víð aukinn inn- flutning mjólkurvara. Þessi at- vinnugrein verður að fá að þróast Akurey í V-Landeyjum, en þau hafa búið í Stóru-Hildisey í þrjú ár. Kvóti búsins er um 230 þúsund lítr- ar en á síðastliðnu ári voru lagðir inn í mjólkurbú 252.000 lítrar. Jó- hann sagði að vel hefði gengið að láta kýrnar mjólka síðustu ár. 163 kg. ta búið á sbúinu í eit, en m eða við u áður í m 50 tonn af mjólk frá árinu 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.