Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 33
✝ Ingólfur Ólafssonfæddist á Pat-
reksfirði 22. mars
1935. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 22. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ólafur Kristjánsson,
f. 21.7. 1896, d. 1.4.
1973, og Oddný
Sölvadóttir, f. 28.12.
1897, d. 5.8. 1994.
Ingólfur var sjötti í
röð níu systkina. Þau
eru Kristján Þórir, f.
4.8. 1924, d. 6.4. 1997,
Borghildur Sólveig, f. 29.1. 1926,
Þórunn, f. 5.9. 1927, Stefán, f. 8.7.
1929, Haraldur, f. 25.5. 1931,
Oddný, f. 10.7. 1932, Elísabet
Kristín, f. 20.2. 1939, Sigríður
Helga, f. 21.7. 1941, fóstursystir
Kolbrún Guðjóns-
dóttir, f. 5.6. 1944 og
hálfsystir Hulda
Ólafsdóttir.
Eiginkona Ingólfs
er Guðrún Auður
Marísdóttir frá Bol-
ungarvík, f. 10.8.
1939. Börn þeirra
eru; 1) Sölvi, f. 24.4.
1958, d. 21.3. 1987.
2) Marís, f. 7.6.1959,
d. 8.9. 1990. 3) Ásdís,
f. 28.5. 1961, sam-
býlismaður Jón Þ.
Gíslason, f. 1.6. 1942.
Dóttir Ásdísar er
Inga Þóra, f. 31.7. 1980. 4) Auðun,
f. 28.7. 1972. Ingólfur átti fyrir
Margréti, f. 16.7. 1957.
Útför Ingólfs verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku pabbi.
Okkur langar til þess að kveðja
þig með örfáum orðum. Erfitt er að
lýsa tilfinningunum, en við áttum
margar góðar stundir saman. Þótt
tíminn hafi verið allt of stuttur, þá
getum við huggað okkur við það að
bræður okkar, Sölvi og Marís, taka
nú á móti þér og verða með þér þar
til við hittumst öll aftur á ný.
Elsku pabbi, þú sem gekkst svo
vel frá öllum þínum málum. Þú get-
ur horfið rólega á braut, því þú
mátt treysta því að við munum
hugsa vel um mömmu og hvort ann-
að.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Guð veri með þér,
Ásdís og Auðunn.
Elsku afi er dáinn. Ég vissi að þú
gekkst ekki heill til skógar en mig
óraði samt aldrei fyrir að þú yrðir
kallaður svona snögglega í burtu
frá okkur, ég hefði viljað hafa þig
svo miklu lengur hjá mér. Þegar ég
kvaddi þig hressan og kátan tveim
dögum fyrr hvarflaði ekki að mér
að við værum að ræðast við í síðasta
sinn. En þetta er víst lífsins gang-
ur, elsku afi, og nú ertu kominn í
faðm strákanna þinna tveggja sem
þú misstir svo allt of fljótt.
Margs er að minnast í gegnum
tíðina og góðu stundirnar svo marg-
ar að ófært er að telja upp nema
brot af þeim. Alltaf var jafngaman
að koma til ykkar ömmu enda er
það mitt annað heimili. Tvisvar fór
ég með ykkur í ógleymanlega
hringferð um landið og naustu þín
vel í þessum ferðum, enda bílstjóri
af lífi og sál. Þá er ekki síður minn-
isstæð ferðin okkar til Portúgals og
Benidorm þar sem margt var brall-
að. Aldrei fór á milli mála hversu
vel þú barst hag minn fyrir bjósti
þér. Þetta kom t.d. skýrt í ljós þeg-
ar ég eignaðist íbúðina mína. Þú
varst mættur og spáðir og spek-
úleraðir í allt milli himins og jarðar,
ég skyldi sko fá þá aðstoð sem ég
þyrfti. Þá varstu aðeins farinn að
gæla við að eignast afabarn og grín-
aðist með það við mig hvort ég væri
ekkert á leiðinni að uppfylla þá ósk.
Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig. Ég mun aldrei
fá tækifæri til að þakka þér að fullu,
en þess í stað mun ég geyma minn-
inguna um þig á meðan ég lifi. Meg-
ir þú hvíla í friði og eitt máttu vita,
við skulum hugsa vel um ömmu
Auði á þessum erfiðu tímum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Sofðu rótt, elsku afi, þín elsk-
andi,
Inga Þóra.
Minn kæri bróðir hefur lotið í
lægra haldi í baráttu við illvígan
sjúkdóm. Ég er stolt af honum og
þakklát fyrir hans ljúfu nærveru.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir.)
Guðs blessun.
Sigríður Helga.
Elsku bróðir minn. Nú þegar þú
hefur fengið hvíldina eftir strangt
og erfitt stríð við alvarlegan sjúk-
dóm, vil ég kveðja þig og minnast
þín með nokkrum fátæklegum orð-
um. Þegar ég heimsótti þig, þremur
dögum fyrir andlátið, var mér ljóst
hvílíkar kvalir þú máttir þola, en þú
reyndir að leyna því með bjartsýni
um bata. Þú varst hetja.
Vinátta okkar var mikil og þú
reyndist mér ávallt góður bróðir og
samband milli okkar var gott, sér-
staklega eftir að þú fluttir frá fæð-
ingarstað okkar, Patreksfirði, og
settist að í Hafnarfirði með þína
fjölskyldu. Á kveðjustundu sem
þessari verður manni óhjákvæmi-
lega hugsað til æskuáranna. Systk-
inahópurinn var stór, sex systur og
fjórir bræður og má nærri geta að
oft var líflegt í stóra „kotinu“, bæði
í leik og starfi. Mér eru, til dæmis,
ógleymanlegar stundirnar á laug-
ardagskvöldum, þegar við dönsuð-
um ásamt mömmu og pabba eftir
danslögum í útvarpinu. Það var
gaman. Það var margt sem við
krakkarnir „brölluðum“ eins og
gengur og gerist og of langt mál að
tíunda það. Þú, Ingi minn, varst af-
ar fjörugur og líflegur strákur og
hafðir gaman af að stríða okkur
yngri systrum þínum, mér, Helgu
og Kollu, en það var auðvelt að fyr-
irgefa, því í þeirri stríðni var ekkert
illt. Ég kveð þig, kæri bróðir, með
þessum ljóðum.
Hóglega, hæglega,
á hafsæng þýða,
sólin sæla,
síg þú til viðar.
Nú er um heiðar
himinbrautir
för þín farin
yfir frjóvga jörð.
– – –
Veit ég, hvar von öll
og veröld mín
glædd er guðs loga.
Hlekki brýt ég hugar
og heilum mér
fleygi faðm þinn í.
(J. Hallgrímss.)
Nú þegar erfiðleikarnir eru að
baki veit ég að þér líður vel, því
mamma og pabbi hafa tekið á móti
þér og bera þig aftur í faðmi sér.
Elsku Auður, Auðunn, Ásdís og
Inga. Ég og fjölskylda mín biðjum
góðan guð að styrkja ykkur og um-
vefja í sorginni.
Þín systir
Elísabet.
INGÓLFUR
ÓLAFSSON
Okkar ástkæri sonur, bróðir, barnabarn og
frændi,
RÓBERT BIRKIR VIGGÓSSON,
Heimahaga 9,
Selfossi,
sem andaðist fimmtudaginn 23. janúar, verður
jarðsunginn frá Reyniskirkju laugardaginn
1. febrúar kl. 14.00.
Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega láti
Samhjálp njóta þess.
Viggó Rúnar Einarsson, Elísa Berglind Adólfsdóttir,
Jón Ingi Smárason,
Lovísa Dögg Viggósdóttir, Sigurður Rúnar Kristbjörnsson,
Hlynur Freyr Viggósson,
Einar Klemensson, Hrefna Finnbogadóttir,
Eiríkur Einarsson, Stefanía Guðmundsdóttir,
Daníel Ingi Jónsson
og Viggó Rúnar Sigurðsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUÐMUNDUR EINAR JÚLÍUSSON
matreiðslumeistari,
Goðheimum 22,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 23. janúar, verður
jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn
31. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á Samtök lungnasjúklinga.
Björg J. Benediktsdóttir,
Auður R. Guðmundsdóttir, Guðmundur Hermannsson,
Bjarni Þór Guðmundsson, Kristín V. Sigurðardóttir
og barnabörn.
Bróðir okkar og mágur,
ÓSKAR ANDRÉSSON
frá Saurum,
Borgarbraut 70,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 1. febrúar kl. 14.00.
Hulda Brynjúlfsdóttir,
Unnur Andrésdóttir, Jóhann Ó. Sigurðsson,
Árni Guðmundsson,
Þorsteinn A. Andrésson, Friðbjörg Óskarsdóttir,
Guðbjörg S. Andrésdóttir, Jón H. Einarsson,
Ragnhildur Andrésdóttir, Ölver Benjamínsson,
Bragi Andrésson, María Nielsen.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
ÞÓRDÍS PÁLÍNA EINARSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði,
25. janúar sl.
Útför hennar fer fram frá Eskifjarðarkirkju laug-
ardaginn 1. febrúar kl. 14.00.
Anna Pálsdóttir,
Brynjólfur Pálsson,
Guðný Ragnhildur Pálsdóttir,
Þórunn Pálsdóttir,
Rannveg Pálsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐRÚN SVEINFRÍÐUR
JAKOBSDÓTTIR,
Smáragrund 12,
Sauðárkróki,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þriðjudaginn 21. janúar, verður jarðsungin
frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 1. febrúar kl. 13.30.
Gunnlaugur Þórarinsson,
Jóhanna Ingibjörg Lúðvíksdóttir,
Kristín Lovísa Lúðvíksdóttir, Kolbeinn Sigurjónsson,
Halldór Brynjar Gunnlaugsson,
Þórunn Ólöf Gunnlaugsdóttir
og barnabörnin.
EINAR SIGURJÓNSSON
fyrrum vegaverkstjóri,
Grænumörk 5,
Selfossi,
lést að kvöldi þriðjudagsins 28. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristín Helgadóttir,
Hildur Einarsdóttir, Guðmundur P. Arnoldsson,
Gunnar Einarsson, Hulda Gunnlaugsdóttir,
Garðar Einarsson, Dýrfinna Jónsdóttir,
Karolína Hulda Guðmundsdóttir,
Helga Einarsdóttir, Sigge Lindkvist,
Anna Þóra Einarsdóttir, Halldór Ingi Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, sambýliskona, stjúp-
móðir, dóttir og amma,
GUNNÞÓRUNN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Gauksstöðum,
Garði,
er látin.
Jóhannes Ingi Sigurðsson, Hjaltlína Pálsdóttir,
Þórunn Helga Sigurðardóttir,Gunnar Geirsson,
Ólafur Sævar Elísson, Sonja Dögg Ólafsd., Eva Rut Ólafsd.,
Kristín Ingimundardóttir
og Kristjana Margrét Jóhannesdóttir.