Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 35 þakka öllu starfsfólki á 4B Hjúkrun- ardeild Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir ómetanlegan hlýhug og ástúðlega umhyggju við föður minn í veikind- um hans. Hvíl í friði. Guðmundur. Þá ertu loksins lentur afi nafni, eftir langt og tignarlegt stökk af hæsta palli, stíllinn þráðbeinn og hreinn, svifkrafturinn takmarkalaus, rétt eins og þú ætlaðir aldrei að lenda. Það kann að vera ósköp eðlilegt að líta á afa sinn sem afreksmann og hetju, en hann Heddi afi var að sönnu afreksmaður. Ekki einasta vann hann afrekin á skíðapallinum, heldur vann hann ekki síðri afrek skíðalaus, heima í faðmi fjölskyldunnar, sem eiginmaður, faðir, vinur og afi. Sem afi var hann eins umhyggjusamur, umburðarlyndur og skemmtilegur og hægt er að hugsa sér. Vissi alltaf hvað gera þurfti til að létta lundina, hvort sem það var að láta eitt gott „eitt og núll“ flakka eða drífa alla sem nenntu upp á fjöll, í ógleyman- lega skíðaferð. Þar sem þú leiðbeind- ir okkur grislingunum af þolinmæði og áhuga, kenndir okkur plóg til að við færum ekki of hratt og dyttum á rassinn, og sýndir okkur fram á hvað væri eiginlega varið í að ganga bara og ganga á skíðum, þegar þú gekkst hraustlega um fallega veturklætt fjalllendið og beiðst þolinmóður eftir okkur hinum. Ósjaldan léstu þá þann dóm falla kankvís að stíllinn hjá manni væri eins og hjá Fridtjof Nan- sen. Og þegar við viðvaningarnir höfðum gefist upp og drukkum lopp- in á lúkunum súkkulaðið hennar ömmu þá fylgdumst við með aðdáun- araugum hvar þú brunaðir niður hlíðarnar eins og Ingemar Sten- mark. Já, þú varst með sanni afreks- maður þegar á skíðin varst kominn, það er ég minntur reglulega á, af mér eldri mönnum sem ég hitti fyrir, þeim sem kveikja á perunni um leið og þeir heyra nafnið mitt, og okkar. „Vitiði, að afi hans er besti skíða- stökkvari Íslandssögunnar!“ er yfir- lýsing sem ég hef heyrt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Og maður getur ekki annað en farið hjá sér, rifnað af stolti af honum afa gamla. „Fór hann ekki á Ólympíuleikana, hann afi þinn?“ – Svo sannarlega. Hvað maður hefur saknað þessara skíðaferða með þér, afi, og er ekki laust við að löngunin til að skella sér á fjöll hafi nær horfið með öllu eftir að heilsan svipti þig harkalega þessu yndi þínu og ástríðu. En afi var ekki bara góður skíða- kappi, hann var líka góður vinur og umhyggjusamur. Minnisstæðastar eru sögurnar þínar, eða skulum við segja sagan þín, af kolakarlinum. Aldrei fengum við barnabörnin nóg af því að heyra þessa sögu af sérvitra einfaranum sem allir héldu að væri vondur en reyndist síðan bara góður. Boðskapurinn hollur og skýr og ná- kvæmlega þannig var innræti þitt, afi, vildir alltaf og farnaðist betur en flestum að sjá það góða í fólki. Þá dyggð hef ég reynt að taka mér til fyrirmyndar og mun sannarlega gera mitt besta til að kenna hana börnum mínum og barnabörnum. Amma, takk fyrir að hugsa svona vel um hann afa. Hans stærsta afrek í lífinu var náttúrlega að krækja í þig, 15 ára pjakkurinn. En þeir sem renna sér af stað og hefja sig til lofts verða víst alltaf að koma niður aftur, svo segir lögmálið. Og þú komst niður mjúklega, af þinni einskæru yfirvegun og öryggi, alveg tilbúinn. Og nú þegar þú ert lentur, afi nafni, vona ég að þú kynnist loks- ins honum föður þínum, langafa Guð- mundi, sem tekinn var frá þér alltof ungum. Og ég ætla að segja nafna hans, honum Guðmundi litla, frá af- reksverkum langaafa hans – og sög- una af kolakarlinum. Skarphéðinn. Elsku afi okkar er dáinn. Hann var búinn að vera veikur lengi. Við sökn- um hans en vitum að núna líður hon- um betur. Pabbi er duglegur að segja okkur sögur af afa, hvað hann var góður og þolinmóður og hvað hann var rosalega góður á skíðum. Við ætlum að hugga ömmu þegar hún er leið og biðjum góðan Guð að styrkja hana. Við kveðjum afa með bæninni sem amma kenndi okkur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði. Þínir afastrákar. Jóhann Andri, Davíð Þór og Hafþór. Yngsti bróðir okkar, Skarphéðinn, eða Heddi eins og allir Siglfirðingar kölluðu hann, er farinn frá okkur svona fljótt. Það er ótrúlegt að trúa því að þessi sterki, hrausti drengur og mikli íþróttamaður skyldi fara fyrstur af okkur bræðrunum. Það er margs að minnast frá uppvaxtarár- unum á Siglufirði, eins og síldaræv- intýrinu og ekki síst skíðaárangrin- um sem hann náði. Skarphéðinn varð margfaldur Íslandsmeistari í skíða- stökki og fór á Ólympíuleika í Squaw Valley í Bandaríkjunum og tók þar þátt í skíðastökki. Hann var í öllum félagsskap hrókur alls fagnaðar, spil- aði á píanó og munnhörpu, hæfileika- ríkur og vinamargur. Skarphéðinn var kaupfélagsstjóri á Siglufirði og síðan bankafulltrúi í Samvinnubank- anum og Landsbankanum í Hafnar- firði. Hann var virkur félagi í Odd- fellowreglunni og stofnandi Styrktarfélags aldraðra í Hafnarfirði ásamt því að koma að öflugu tóm- stundastarfi eldri borgara. Hann var virkur félagi í Alþýðuflokknum og gegndi þar mörgum trúnaðarstörf- um. Þegar þessi hrausti og glaðværi íþróttamaður fékk heilaáfall fyrir tíu árum sýndi það sig hve sterkur hann var og æðrulaus. Hann var glaður allt þar til yfir lauk. Það er ekki hægt að minnast Skarphéðins nema dást að því hve hún Esther, konan hans, var honum ætíð mikil stoð og stytta. Fórnfýsi hennar í veikindum hans þar sem hún var vakandi og sofandi yfir því að hann fengi þá allra bestu umönnun er hann gat fengið og þurfti. Við bræðurnir kveðjum ástkæran bróður með söknuði og oft munu minningar um þig koma upp í hug- ann. Blessuð sé minning þín, elsku bróðir. Við viljum votta Esther og öllum börnunum, barnabörnum og barna- barnabörnum okkar innilegustu samúð og óska þeim velfarnaðar í líf- inu. Guð blessi ykkur öll. Þínir bræð- ur, Ari og Birgir. Svo lengi sem ég man hefur Hedda og Esther borið nær daglega á góma á heimili foreldra minna. Foreldrar mínir hófu búskap sinn fyrir fimmtíu og fimm árum í litlu húsi á Siglufirði sem kallað var Bílddalshús. Þau buðu að búa hjá sér sextán ára vin- konu mömmu, Esther Jóhannsdótt- ur. Þegar foreldrum mínum var óvænt sagt upp leigu vorið 1949 fengu þau leigt í kjallaranum á Hól- um og þar fæddist ég um haustið. Þar hafði Esther þá hafið búskap með unnusta sínum Skarphéðni Guð- mundssyni og fyrsta barn þeirra Ebba, jafnaldra mín, fæðzt. Húsið Hóla hafði Guðmundur Skarphéðins- son byggt og við það var Skarphéð- inn sonur hans lengst af kenndur heima á Siglufirði. Heddi á Hólum. Heddi og Esther voru nánustu og beztu vinir foreldra minna alla tíð. Á milli þeirra ríkti slíkt traust og hlýja að aðdáun hlaut að vekja. Hvernig átti líka annað að vera þegar svo fá- gætlega jákvæðar manneskjur sem Heddi og Esther áttu í hlut. Sjálfur var ég ekki hár í loftinu þegar ég byrjaði að búa mig undir að verða arftaki Hedda sem skíðastökkvari. Það var ekki lítil hvatning ungum drengjum að fá að æfa með og keppa á sömu mótum og Heddi og Jonni Vilbergs, en báðir tóku þeir þátt í vetrarólympíuleikunum í Squaw Valley 1960. Menn þurftu að leggja hart að sér til að verða góðir skíða- menn á þeim árum, ekki sízt í skíða- stökki. Það tók fjölda manna nokkra daga að byggja góðan skíðastökkpall úr snjó. Pall sem gat svo snjóað í kaf eða rignt niður á einum degi. Stökks- tíll Hedda í skíðastökkinu bar af. Hann stökk ekki alltaf lengst en allt- af fallegar en allir aðrir og varð margfaldur Íslandsmeistari. Og þá er ég kominn að orðinu sem ein- kenndi Hedda – fágun. Hann var ekki einasta fríður og glæsilegur heldur svo fágaður að af bar. Alltaf glaður og jákvæður. Einlægt með spaugsyrði á vörum. Maður fór fullur bjartsýni af fundi hans. Þegar Heddi var rúmlega sextug- ur og að því er virtist við hestaheilsu dundi ógæfan yfir. Eins og með veifu handar var hann sleginn heilablóð- falli. Hann fékk nokkurn bata en fleiri áföll fylgdu í kjölfarið. Smám saman þvarr heilsa hans og nú eftir löng og erfið ár hefur hann fengið kærkomna hvíld. Það hefur verið tár- um þyngra að verða vitni að þessari hörðu sjúkdómsraun. Aldrei kvartaði hann. Hvernig leið honum? Hann sem hafði verið gleðigjafi í lífi allra sem fengu að kynnast honum. Ung höfðu þau Esther bundizt ástar- og tryggðaböndum og eignazt sjö börn. Lífið hafði ekki alltaf verið þeim auð- velt. Tengdafaðir minn var læknir þeirra í áratugi og var það enn þegar Skarphéðinn veiktist. Hann kveðst sjaldan hafa kynnzt slíkri jákvæðni og æðruleysi og einkenndi þau hjón bæði. Rétt sextug stóð Esther ein með heimilið. Heddi hafði alla tíð ver- ið einstaklega umhyggjusamur faðir og eiginmaður og tekið mikinn þátt í heimilisstörfum. Hún lærði nú á bíl og annaðist Hedda sinn til hinztu stundar. Við mig sagði hún eitt sinn: „Jóhann, ég er aldrei lasin. Ég get alltaf sofið.“ Síðustu árin dvaldi Heddi á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann naut mikillar umhyggju. Hvern dag heimsótti Esther hann og annaðist tímum saman. Og hún sem átti um sárt að binda varð ljós og birta í lífi þeirra sem dvöldu og unnu á sjúkradeildinni. Með klökkum huga þakka ég guði fyrir að hafa leitt saman og gert að ævivinum foreldra mína og Hedda og Esther. Þau þakka honum einstaka vináttu og biðja góðan guð að styrkja Esther, börn þeirra, tengdabörn, barnabörn og ástvini alla. Minning Hedda lifir, björt og fögur, með okk- ur vinunum hans mörgu. Sjálfum auðnaðist honum að varpa miklum ljóma á heimabyggð okkar Siglufjörð með íþróttaafrekum sínum, glæsi- mennsku og framgöngu allri. Fyrir það eru Siglfirðingar þakklátir og heiðra minningu hans. Og þakka þér, elsku Esther. Guð blessi okkur öll. Jóhann Tómasson. Látinn er æskuvinur minn, Skarp- héðinn Guðmundsson, eða „Heddi“ eins og hann var venjulega kallaður af fjölskyldu, vinum og kunningjum. Hann var 13 dögum eldri en sá sem þetta ritar og ólumst við upp eig- inlega hlið við hlið á Lindargötunni á Siglufirði og urðum samferða í barna- og gagnfræðaskólanum á staðnum. Siglufjörður var í þá daga einstakt og skemmtilegt samfélag þrjú þúsund manna. Stóra síldaræv- intýrið á Siglufirði stóð yfir heims- styrjaldarárin 1940–1944. Í landleg- um gátu kannski legið inni á firðinum 200–300 síldarbátar, innlendir og er- lendir, þannig að í þessum litla bæ safnaðist stundum saman allt að 6–7 þúsund manns og mannlífið varð stundum ansi skrautlegt. Í þessu um- hverfi hrærðumst við unglingarnir og vorum flestir farnir að vinna lang- an vinnudag 10–12 ára gömul á síld- arplönum og í verksmiðjunum til að safna saman nokkrum krónum til vetrarins. Síldveiðin stóð yfir frá júní til sept- ember. Það má segja að unnið hafi verið dag og nótt í um 6 mánuði við síldina. Í hina 6 mánuðina var lítið um að vera í atvinnulífinu. Á þessum tíma voru veturnir snjóþungir og unga fólkið æfði skíðaíþróttina af miklum krafti. Það er óhætt að segja að á þessum tíma hafi Siglfirðingar borið höfuð og herðar yfir aðra landsmenn í þessari íþrótt. Mjög sterkt vina- og kunningja- samband myndaðist á milli fólks í þessu innilokaða samfélagi þar sem aðeins voru stopular samgöngur sjávarleiðina að vetri til. Flesta daga að loknum skóla fórum við Heddi á skíði, ef fært var. Oftast var farið upp á „Jónstún“ sem kallað var. Það var nokkuð brött hlíð upp af Hafnargöt- unni og þar æfðum við skíðastökk við aðstæður sem ekki þekkjast í dag. Leiðir skildu með okkur félögum er ég fluttist með foreldrum mínum frá Siglufirði 16 ára gamall. Heddi hélt áfram námi, tók próf frá Samvinnu- skólanum og stundaði ýmis störf, þar á meðal var hann kaupfélagsstjóri á Siglufirði í nokkur ár. Heddi stundaði skíðastökkið áfram og varð einn besti skíða- stökkvari sem Ísland hefur átt. Hann varð Íslandsmeistari í skíðastökki að ég held 15 sinnum. Heddi keppti í skíðastökki fyrir hönd Íslands á ólympíuleikunum í Squaw Walley árið 1960. Hann keppti einnig á alþjóðlegu móti á sama tíma og stökk þar 80 metra, sem ég held að sé lengsta skíðastökk Íslendings, og það fyrir 40 árum. Við Heddi héldum alltaf sambandi þótt stundum væri það slitrótt síð- ustu árin. Hann var mikill perlu- drengur sem ég vil þakka fyrir sam- skiptin í gegnum árin, fyrir húmorinn, hógværðina og kurteisina sem var sérstök, og fyrir falleg orð sem hann viðhafði um lífið og til- veruna síðast er ég talaði við hann. Heddi var mikill hamingjumaður að eignast hana Esther Jóhannsdótt- ur, skólasystur okkar frá Siglufirði, og votta ég henni og fjölskyldumeð- limum öllum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Víðir Finnbogason. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, JÓFRÍÐUR MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrauntungu 40, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi miðvikudaginn 15. janúar. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, föstudaginn 31. janúar, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sunnuhlíðarsamtökin. Hreinn Valdimarsson, Heiða Björk Rúnarsdóttir, Dagný Björk Hreinsdóttir, Vignir Hreinsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Hátúni, Keflavík. Sérstakar þakkir til Baldurs Rafns Sigurðs- sonar sóknarprests. Ólafur Eyjólfsson, Bergþóra Jóhannsdóttir, Geir Eyjólfsson, Sigríður Ingólfsdóttir, Margrét Eyjólfsdóttir, Daníel Eyjólfsson, Hugrún Eyjólfsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Helga Hildur Snorradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, GUNNAR HESTNES, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 28. janúar. Útförin auglýst síðar. Þorbjörg Bjarnadóttir, Guðlaug Hestnes, Örn Arnarson. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Ber- ist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.