Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 39 SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA CRANIO-NÁM 2003-2004 Skráning hafin. 6 námsstig. A-hluti 22.-27.feb. Námsefni á ísl. Ísl. leiðbeinendur. Uppl. Gunnar, s. 564 1803/699 8064. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  1831308  5.H-FI Landsst. 6003013019 X I.O.O.F. 11  1831308½  I.* Í kvöld kl. 20.00. Við höldum upp á 75 ára afmæli Heimilasambandsins. Valgerður Gísladóttir talar. Veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Fimmtudagur 30. janúar Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20.00. Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: Hafliði Kristinsson. Þema samkomunnar verður Samhjálp í 30 ár. Sérstök hátíðarsamkoma verður auglýst síðar. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá næstu viku: Föstudagur 31. janúar Opinn AA-fundur kl. 20.00. Mánudagur 3. febrúar ungSaM kl.19.00. www.samhjalp.is Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi • sími 577 4949 Næs Franskar dragtir í stærðum 38-52 Opnunartími miðvikudag kl. 14-18 • fimmtudag kl. 14-18 og 20-22 föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14 FASTEIGNASALAN GIMLI – GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 • FAX 570 4810 TRAUST ÞJÓNUSTA Í 20 ÁR ÁRNI STEFÁNSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR GIMLI GIMLI EINBÝLI SEIÐAKVÍSL - EINBÝLI Vorum að fá í einkasölu fallegt 156 fm einbýli ásamt 37 fm bílskúr. Húsið sendur innst í botnlanga. Þrjú stórherb. og tvær stórar stofur með arni. Fallegar innr. Glæsilegur garður. Fal- legt útsýni. Bílskúr er sérsæður með mikilli lofthæð. Glæsileg garður með heitum potti. LAUST FLJÓTLEGA. Verð 24,5 millj. BREKKUTÚN - TVÆR ÍBÚÐIR Sér- lega fallegt og vandað hús, alls 274 fm. Fjögur svefnherb., tvær stofur og svefn- herbergi. Fallegur garður. Skemmtilegt umhverfi neðarlega í Fossvogsdalnum. Eign sem vert er að líta nánar á. Áhv. 8,8 millj. 5 HERB. OG STÆRRI HRAUNBÆR - M/AUKAHERB. Vor- um að fá í einkasölu bjarta og rúmgóða 120 fm íbúð á annarri hæð í nýviðgerðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í stóra stofu, gott eldhús og 3 góð herbergi. Baðherbergi og 14 fm herbergi í kjallara. Íbúðin er öll ný- tekin í gegn, s.s gólfefni og innréttingar. Parket, dúkar og flísar á gólfum. Húsið er klætt að utan m/steni. Verð 13,6 millj. 4RA HERBERGJA ÞINGHÓLSBRAUT - KÓPAV. Nýtt á skrá. Vel skipulögð 63 fm risíbúð í tvíbýli á þessum eftirsótta stað. Þrjú svefnherbergi og stofa. Búið er að endurn. ofna og ofna- lagnir ásamt rafmagnstöflu. Kubbaparket og flísar á gólfi. Verð 10,5 m. Áhv. 6,5 millj. MIÐBÆR - LAUS STRAX - LYKL- AR Á GIMLI Björt og afar rúmgóð 125 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi, byggðu 1985, auk stæðis í bílskýli. Íbúðin er staðsett í húsi á horni Vitastígs og Laugavegar. Innan íbúðar eru þrjú mjög stór og rúmgóð svefnherbergi, hjónaher- bergið er með sér baðherbergi og fata- skáp og gengt út á flísalagðar suðursvalir. Verð 17,0 millj. 2JA HERB. LANGHOLTSVEGUR - SÉRINN- GANGUR Stór og afar vel skipulögð 2ja herb. 66,3 fm íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi. Íbúðin er mikið endurn., s.s. raf- magnstafla + endurídregið, gler, ofnar og ofnalagnir, nema í svefnherb. Járn á þaki og skolp að hluta til. Verð 10,0 millj. Áhv. 4,2 millj. SELJENDUR Í FOSSVOGI ATHUGIÐ Höfum fjársterka kaupendur að einbýli eða raðhúsi með innbyggðum bílskúr. Um er að ræða ríflegan afhendingartíma t.d. um mitt næsta sumar. Óskað er eftir eignum á verðbilinu 25-35 millj. Ef þú ert í söluhugleiðingum hafðu þá samband við Hákon eða Grétar á skrifstofu Gimlis. JÓLAMERKI Barnauppeldis- sjóðs Thorvaldsensfélagsins, Fram- tíðarinnar á Akureyri, Rotaryklúbbs Hafnarfjarðar, Líknarsjóðs Lions- klúbbsins Þórs, Ungmennasam- bands Borgarfjarðar, Kaþólska safn- aðarins, Rauða kross Íslands, Hins íslenska biblíufélags og Félags frí- merkjasafnara. Enn skal þeirri venju haldið að greina í upphafi nýs árs á frá þeim jóla-, líknar og styrktaramerkjum, sem gefin voru út fyrir síðustu jól og ég hef haft spurnir af. Þessi merki eru eins konar hliðargrein við frí- merkjasöfnun, og hefur söfnun þeirra farið vaxandi, bæði hér á landi og eins á öðrum Norðurlöndum og trúlega víðar. Þá held ég, að söfnun umslaga með þessum merkjum á samhliða frímerkjum hafi eitthvað aukizt. En þá verða þau að líta fal- lega út og frímerkið, sjálft burðar- gjaldið, að vera vel stimplað. Eins og jafnan áður hefur Bolli Davíðsson í Frímerkjahúsinu látið þættinum þessi merki í té og eins þær upplýsingar um þau, sem hon- um er kunnugt um. Eru honum enn færðar þakkir fyr- ir hvort tveggja. Að þessu sinni hafa tvenn samtök helzt úr lestinni. Eru það Neistinn, Styrktarfélag hjartveikra barna. Hafði það gefið þrisvar út jólamerki. Ég á von á, að einhverjir sakni merkja frá Neistanum, því að þau voru að mínum dómi mjög falleg, ekki sízt merki frá 2001. Þá eru Sunnuhlíðarsamtökin ekki með að þessu sinni, en þau höfðu tvívegis gefið út jólamerki. Í fyrra fékk þátturinn upplýsingar frá nokkrum útgefenda þessara merkja. Að þessu sinni hafa þær ver- ið heldur færri en áður, en hér verð- ur því tjaldað, sem til er. Ég hef hins vegar orðið þess var, að söfnurum þykir fengur í að fá á einn stað sem gleggstar upplýsingar um merkin og tilgang þeirra og eins myndefnið og svo um höfund eða hönnuð merkj- anna. Og sé það rétt, að þeim sé að fjölga, sem safna jólamerkjum og öðrum þeim merkjum, sem við köll- um líknar- og styrktarmerki, er æskilegt að fá sem bezta vitneskju um ofangreind atriði. Þetta ætti að sjálfsögðu og ekki síður að vera um leið fengur fyrir þau félög, sem gefa merkin út til styrktar málefnum sín- um. Fyrst verður að venju jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvaldsens- félagsins, sem er langelzta íslenzka jólamerkið. Hönnuður merkisins að þessu sinni er Þröstur Magnússon, sem er vel þekktur meðal frímerkja- safnara fyrir falleg frímerki. Hygg ég þetta sé í fyrsta skipti, sem hann teiknar jólamerki fyrir Thorvald- sensfélagið. Grafískur hönnuður merkisins er Robert Gulliermette. Ágóði af sölu merkjanna rennur að þessu sinni til barnadeildar Land- spítalans í Fossvogi og annarra sjúkra barna. Merki félagsins eru til sölu í Thor- valdsensbasarnum, Austurstræti 4 í Reykjavík. Á heimasíðu félagsins www.thorvaldsens.is má skoða öll jólamerki þess Þá má einnig panta þau og eins eldri merki á netfangi fé- lagsins, thorvaldsens@isl.is. Næst í aldursröðinni er svo jóla- merki Framtíðarinnar á Akureyri. Er Framtíðin nú deild innan Félags eldri borgara á Akureyri. Áður hafði Kvenfélagið Framtíðin, sem stofnað var 1894, gefið út jólamerki frá árinu 1935. Merkið teiknaði að þessu sinni Hreggviður Ársælsson, grafískur hönnuður. Myndefnið skýrir sig sjálft. Er það prentað í Ásprenti á Akureyri. Þriðja merkið er gefið út af Rot- aryklúbbi Hafnarfjarðar. Skúli Þórs- son hefur tjáð mér, að sami félagi klúbbsins og hannaði merki þeirra í fyrra, Níels Árnason, hafi einnig hannað jólamerkið 2002. Myndefnið mun vera sótt í Almannagjá, þar sem Öxarárfoss fellur niður í gjána. Fjórða merkið gefur Líknarsjóður Lionsklúbbsins Þórs út í 37. skiptið. Hefur líknarsjóður Þórs um árabil styrkt Tjaldanesheimilið í Mosfellsdal og barnadeildir sjúkra- húsanna í Reykjavík o.fl. Merkið prýðir mynd af Laugarneskirkju í Reykjavík. Er það hannað af Þór- hildi Jónsdóttur auglýsingateiknara, en hún teiknaði einnig merki klúbbs- ins í fyrra. Ungmennasamband Borgarfjarð- ar gefur út jólamerki 16. árið í röð samkv. tilkynningu sambandsins. Að þessu sinni er teikning af kirkjunni á Leirá í Leirársveit, sem reist var 1914. Guðmundur Sigurðsson teikn- aði merkið eins og öll fyrri merki sambandsins. Hefur hann teiknað alls 22 merki af kirkjum um Borg- arfjörð og Mýrar, svo að Ungmenna- sambandið á enn teikningar til nokk- urra ára. Merkin eru fáanleg bæði tökkuð og ótökkuð. Fást þau á skrifstofu UMSB, BORGARBRAUT 61 í Borgarnesi, en svo má panta þau í síma eða um tölvupóst, umb@mmedia.is. Kaþólski söfnuðurinn gefur aftur út fallegt merki, þar sem myndefnið er svipað og í fyrra, þ.e. María guðs- móðir með Jesúbarnið í fanginu. Fyrir ofan myndina stendur CARIT- AS ÍSLAND og að neðan JÓLIN 2002. Caritas á Íslandi er hluti af Caritas Internationalis, sem starfar innan rómversk-kaþólsku kirkjunn- ar og er umsvifamikil hjálparstofn- un. Caritas á Íslandi stendur fyrir tveimur árlegum söfnunum, um jól og páska. Orðrétt sagði svo í fyrra um þenn- an félagsskap: „Meginhlutverk Caritas er að styðja við bakið á þeim, sem minna mega sín. Ágóði af jóla- merkjum Caritas rennur í hjálpar- starf kirkjunnar innanlands.“ Hið ís- lenska biblíufélag sendir í fimmta sinn jólamerki. „hverjum sem þau vilja og ræður fólk hve mikið það gef- ur í söfnunina“, eins og segir í frétta- tilkynningu. Það fé, sem safnaðist að þessu sinni, rann til styrktar starfi Biblíufélagsins í Bangladesh „við að kenna fátæku fólki að lesa og skrifa með hjálp Biblíunnar og til að útvega nauðsynleg kennslugögn“. Hverju merkjanna fylgir viðhengi með hluta af jólaguðspjallinu, alls átta. Allt er á einni örk, sem í eru tíu merki, hvert með sínu myndefni. Örkin er eigu- legur safngripur sem heild og með sama sniði og hinar fyrri. Hér eru fjögur merki sem sýnishorn með tveimur viðhengjum. Í miðið er svo sérstakt viðhengi, þar sem stendur: Hið íslenska Biblíufélag – Jólin 2002. Einnig er þar nafn listakonunnar, sem heitir Gitte Engen. Rauði kross Íslands bætir enn verulega við safn jólamerkja, eins og hann hefur gert um nokkur ár. Hann sendi félagsmönnum sínum sams konar jólakveðju og í fyrra með 36 merkjum með sex mismunandi út- færslum. Jafnframt fylgdu með kort og merkispjöld. Áslaug Jónsdóttir myndlistarkona og rithöfundur, gerði jólaheftið að þessu sinni. Gíró- seðill fylgdi með, ef menn vildu styrkja með 600 króna framlagi starf við neyðarathvarf fyrir börn og ung- linga. Öll þau félög, sem hér hafa verið nefnd og hafa gefið út jóla- eða styrktarmerki, hafa gert það til þess að styrkja ýmis áhugamál sín og not- að ágóðann til margvíslegra hluta. Þá hefur Félag frímerkjasafnara gefið út jólamerki í annað sinn. Er það útgáfa míns gamla félags til styrktar starfsemi sinni. Ég vék rækilega að þessu framtaki þeirra í fyrra, en þá var það gert í samvinnu við Myntsafnarafélag Íslands. Vafa- laust muna einhverjir eftir því, að ég var þá og er vissulega enn lítt hrifinn af þessu framtaki og finnst það fara nokkuð „á skjön“ við megintilgang jóla- og líknarmerkja, eins og ég orð- aði það þá. En hvað um það? Hér hafa aðrir aðra skoðun, og við því verður ekkert sagt. Að þessu sinni róa frímerkjasafnarar hins vegar einir á báti. Myndefnið virðist alldul- arfullt við fyrstu sýn, og svo ætla ég, að fleiri en mér muni finnast. En þegar ég hafði fengið skýringu frá kunnugum manni, mun mega greina jólaköttinn með jólasveinahúfu sitja vinstra megin úti í glugga og horfa út í náttmyrkrið. Eru það einu tengslin við jólin auk textans: Jól 2002. Merk- ið fæst einnig ótakkað. Hönnuður þessa merkis er Sigrún Ásta Gunn- laugsdóttir, en hún hannaði einnig merki félagsins í fyrra. Ég vona, að öllum þeim jóla-, líkn- ar- og styrktarmerkjum, sem út voru gefin fyrir síðustu jól, hafi verið gerð sæmileg skil í þessum þætti. Jóla-, líknar- og styrktar- merki 2002 Jóla-, líknar- og styrktarmerki 2002. Frímerki Jól 2002 Jón Aðalsteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.