Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 25
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003
Kjölmiðar
Með ártalinu
2003
PILOT SUPER
GRIP
kúlupenni
Verð 75 kr/stk
STABILO
kúlupenni
10 í pakka.
Verð 299 kr/pk
Skilblöð númeruð, lituð,
stafróf eða eftir mánuðum.
Geisladiskar í miklu úrvali☞
Teygjumöppur af
flestum gerðum
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Beinn sími sölumanna 5628501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
HÓTEL BORGARNES
Sími 437 1119
hotelbo@centrum.is
Árshátíðir
Ráðstefnur
Fundir
ÚTSÖLULOK
ENN MEIRI AFSLÁTTUR
20-70%
afsláttur
Mörg
góð tilboð t.d.
Kringlan – -sími 533 5150
Mirabella dömustígvél
Áður 12.990
nú 5.990
Herraskór
Áður 8.990 og 9.990
nú 4.990
Íþróttaskór 2 fyrir 1
Í BYRJUN næstu viku mun
Frjálsi fjárfestingarbankinn birta
ársreikning sinn árið 2002 og
kynna rekstraráætlun fyrir yfir-
standandi ár. Þá munu stofnfjár-
eigendur í SPRON öðlast vissu fyr-
ir því að greitt hafi verið eðlilegt
verð fyrir bankann er hann var
keyptur af Kaupþingi banka á sl.
ári.
Stjórnendur SPRON telja að
reynslan sé ólygnari dómari en
verðmöt sem byggð eru á tilgátum
og forsendum sem þeir gefa sér er
ekki hafa aðgang að ýmsum nauð-
synlegum upplýsingum. Það hlýtur
að vera fróðlegt fyrir endurskoð-
unarfyrirtæki að skoða niðurstöð-
ur verðmats, sem gert hefur verið
að þeirra hálfu, í ljósi rauntalna.
Við höfum áður sagt að um fag-
legt stórslys hafi verið að ræða hjá
Deloitte & Touche í mati þeirra á
Frjálsa fjárfestingarbankanum.
Okkur sýnist það vera einfaldari
leið að benda á skekkjur, sem mat
D&T byggist á og leiða til rangrar
niðurstöðu, heldur en að ætla
SPRON að greiða milljónir króna
fyrir nýtt mat. Það myndi engu
breyta þar eð þeir sem vilja hafa
hvítt svart í þessu máli munu
áfram þjóna lund sinni.
Fyrir SPRON skiptir mestu að
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf.
skilar góðri arðsemi af fjárfestingu
sparisjóðsins í félaginu, auk þess
sem ýmiskonar hagræðing næst
fram í samstarfi sparisjóðsins og
bankans. Látum raunveruleikann
tala sínu máli.
Guðmundur Hauksson
Reynslan er
ólygnust
Höfundur er sparisjóðsstjóri
SPRON.
UMFERÐARMÁL ber oft á góma
í daglegri umræðu fólks og veldur
fjöldi alvarlegra slysa óhug. Þess
vegna er sífellt verið að reyna að finna
leiðir til að koma í veg fyrir slys og
síðan ef slys eiga sér stað, þá er reynt
að koma í veg fyrir að afleiðingar
þeirra verði alvarlegar. Á undanförn-
um áratug hefur átt sér marktæk
fækkun banaslysa í umferðinni í hin-
um vestræna heimi, þar á meðal hér á
Íslandi. Reyndar eru miklar sveiflur
milli ára, en séu skoðuð fimm ára
tímabil er árangurinn marktækur.
Látnum hefur þannig fækkað úr 25,8
að meðaltali á árunum 1986 til 1990 í
21 að meðaltali á ári frá 1996 til ársins
2000. Hins vegar er fjöldi alvarlegra
slysa alltof mikill og í raun og veru er
hvert einstakt slys einu of mikið.
Menn velta því eðlilega fyrir sér,
hvernig hægt sé að breyta ríkjandi
ástandi. Til að komast að niðurstöðum
þurfa menn að skoða orsakir slysa og
líka þess hversu alvarleg þau verða.
Fyrir liggur að á undanförnum árum
hefði einn af hverjum þremur sem lát-
ist hafa sem ökumenn eða farþegar í
bílum mjög líklega komist lífs af ef
þeir hefðu gefið sér tíma til að spenna
bílbelti í upphafi ferðar. Það liggur
líka fyrir að þreyta og syfja hefur
valdið allmörgum slysum. Þetta eru
tvö atriði sem skipta miklu máli,
ásamt því að koma í veg fyrir að menn
aki af stað eftir að hafa neytt áfengis.
Eitt af grundvallaratriðum til að
koma í veg fyrir alvarleg slys er að fá
ökumenn til að virða hámarkshraða-
reglur. Nútíma tækni gerir almenn-
ingi kleift að fylgjast með hversu
hratt er ekið bæði á þjóðvegum í þétt-
býli og á vegum á landsbyggðinni.
Það er sláandi staðreynd að mjög stór
hluti ökumanna ekur langt yfir há-
markshraða, bæði hér á höfuðborg-
arsvæðinu og á landsbyggðinni. Ef
eitthvað ber útaf á ferðalagi á þeim
hraða sem ekið er á er næsta víst að
afleiðingarnar verða alvarlegar. Þá
veldur það áhyggjum hversu hratt
menn aka þrátt fyrir að akstursskil-
yrði séu alls ekki nógu góð.
Umferðargreinar Vegagerðarinn-
ar og gatnamálastjóra sýna þetta
svart á hvítu. Það liggur líka ljóst fyr-
ir að ábyrgðin í þessum málum byrjar
og endar hjá ökumönnum sjálfum og
öðrum vegfarendum. Það er ekki
hægt að benda á neina aðra aðila,
aksturslag manna byggist á vilja
þeirra og enda þótt lögregla geri sitt
besta og jafnvel þó að umferðarlög-
gæsla sé mikilvæg þá kemur hún ein
sér ekki í veg fyrir slysin. Það eru
mannleg mistök sem leiða til flestra
slysa í umferðinni. Framhjá því meg-
um við ekki horfa, af því að þá erum
við að beina athyglinni frá aðalatrið-
inu í þessum málum.
Þjóð sem þarf að greiða milli 16 og
20 milljarða króna í kostnað vegna
umferðarslysa virðist vera vel aflögu-
fær. En það er hins vegar staðreynd
að þessi þjóð má ekki við því að missa
starfskrafta alls þess fólks sem slas-
ast og lætur lífið í slysum. Talsverður
árangur hefur náðst í baráttunni
gegn umferðarslysum á undanförn-
um áratug. Menn verða hins vegar að
taka höndum saman og gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að við Íslend-
ingar komumst í fremstu röð þjóða
heimsins í umferðarmálum. Það er
hægt og að því ber okkur að stefna og
mun Umferðarstofa leggja áherslu á
mikið og markvisst samstarf allra
sem eiga hagsmuna að gæta, sem er í
raun og veru hver einasti Íslendingur.
Mannleg mistök valda
flestum slysum
Eftir Sigurð
Helgason
„Þjóð sem
þarf að
greiða milli
16 og 20
milljarða
króna í kostnað vegna
umferðarslysa virðist
vera vel aflögufær.“
Höfundur er sviðsstjóri umferðar-
öryggissviðs Umferðarstofu.
FYRIR tveimur vikum síðan
spurðist ég fyrir um það í grein hér í
Morgunblaðinu hvað hefði orðið um
tillögu sem samgöngunefnd Reykja-
víkur samþykkti fyrir rúmu ári síð-
an. Tillagan var borin fram af Kjart-
ani Magnússyni borgarfulltrúa og
snertir úrbætur í bílastæðamálum
fatlaðra. Þrátt fyrir að rúmt ár sé nú
liðið síðan tillagan var samþykkt,
hefur ekkert gerst varðandi fram-
kvæmd hennar.
Ég þakka fyrir þau miklu við-
brögð sem grein mín hefur hlotið.
Kjartan Magnússon skrifar grein í
Morgunblaðið 18. jan. og lýsir því
hvernig hann hafi nú í heilt ár stöð-
ugt rekið á eftir R-listanum að
hrinda tillögunni í framkvæmd, en
án árangurs. Sérstakur starfshópur
var skipaður til að ganga í málið en
hefur aldrei tekið til starfa. Var
Helgi Hjörvar formaður starfshóps-
ins þar til í desember sl. eða í upp
undir ár en hirti samt aldrei um að
kalla hann saman.
Samtökum fatlaðra kennt um
Morgunblaðið fjallar um málið í
frétt 24. jan. og þar er Árni Þór Sig-
urðsson, formaður samgöngunefnd-
ar, spurður um málið. Hann gefur
þá skýringu á seinaganginum að til-
nefningar í starfshópinn hafi aldrei
borist frá samtökum fatlaðra. Af
ummælum Árna má ráða að fatlaðir
geti sjálfum sér kennt um aðgerða-
leysið þar sem samtök þeirra hafi
ekki hirt um að skipa í starfshópinn.
Þessi skýring Árna Þórs Sigurðs-
sonar stenst ekki. Athugasemd hef-
ur nú borist frá Öryrkjabandalaginu
vegna þessara ummæla og þar kem-
ur í ljós að samtök fatlaðra fengu
fyrst bréf frá Reykjavíkurborg um
tilnefningu í starfshópinn 23. janúar
eða líklega sama dag og Morgun-
blaðið fer að spyrjast fyrir um mál-
ið.
Virðist þessi borgarfulltrúi R-
listans hafa gripið til þess ráðs að
fara með ósannindi í Morgunblaðið
og reynir að kenna samtökum fatl-
aðra og öryrkja um eigin klúður
með lítilmannlegum hætti.
Í grein minni 15. janúar beindi ég
þremur spurningum til Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra
fyrir hönd okkar öryrkja. Þar sem
Ingibjörg hefur ekki enn svarað og
sannleikurinn ekki komið fram með
framgöngu Árna Þórs Sigurðssonar
í fjölmiðlum, vil ég nú ítreka þessar
spurningar. Óska ég eftir því að
Ingibjörg Sólrún svari spurningun-
um áður en hún lætur af embætti
svo ekki þurfi að taka málið upp við
nýjan borgarstjóra.
a) Hver ber ábyrgð á því að koma
í framkvæmd tillögu um úrbætur í
bílastæðamálum fatlaðra sem sam-
þykkt var í borgarkerfinu fyrir ári
síðan?
b) Hvers vegna hefur tillögunni
ekki verið komið í framkvæmd?
c) Hvenær er úrbóta að vænta í
bílastæðamálum fatlaðra?
Vona ég að þessar spurningar
varðandi ferlimál fatlaðra lendi ekki
í sömu skúffu hjá R-listanum og til-
lagan góða gerði á sínum tíma. Er
það einlæg von mín að starfshóp-
urinn taki hið fyrsta til starfa og
skili raunhæfum tillögum til úrbóta.
Það er kannski ástæða til þess að
benda borgarstjóra á að í ár er ár
fatlaðra í Evrópu.
Spurningar til borgar-
stjóra endurteknar
Eftir Svein
Scheving
„Borgar-
fulltrúi
R-listans
reynir að
kenna sam-
tökum fatlaðra og ör-
yrkja um eigin klúður.“
Höfundur er öryrki. alltaf á föstudögum