Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Fasteignasalar Fasteignasala í Rvík óskar eftir kraftmiklum samstarfsaðila, lögmanni eða lögg. fast- eignasala. Möguleg eignaraðild eða samein- ing/samruni við aðra sölu sem gæti verið báðum til hagræðis. Í boði er m.a. húsnæði og góður tækjakostur. Aðeins duglegir, ábyrgir og vel kynntir aðilar koma til greina. Fyllsta trúnaði heitið þeim, sem senda inn nöfn og síma á box@mbl.is fyrir 5. febrúar, merkt: „Fast — 13279.“ Afgreiðslufólk Bakarameistarinn óskar eftir að ráða líflegt og áreiðanlegt fólk á skemmtilegan vinnustað. Æskilegur aldur 25 ára og eldri. Ýmsar vaktir í boði. Upplýsingar verða gefnar í Bakarameistaran- um Suðurveri milli kl. 10 og 14.30. Menntaskólinn í Kópavogi Ræsting Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmann til dagræstingar. Um er að ræða hálft starf 4 stundir á dag frá kl. 8.00—12.00. Laun eru skv. sérstökum samningi Eflingar og fjármálaráðuneytisins. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 594 4000 og þangað ber að skila umsóknum. Skólameistari. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur samtakanna verður haldinn á Mannhæðinni, Laugavegi 7, 3. hæð, föstu- daginn 7. febrúar nk. kl. 18.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldið í Lionssalnum, Auðbrekku 25, laugardaginn 1. febrúar. Húsið verður opnað kl. 18.30. Borðhald hefst kl. 19.30. Heiðursgestur: Gunnar I. Birgisson. Veislustjóri: Sigurrós Þorgrímsdóttir. Ríó tríó skemmtir. Hljómsveitin Bræðrabandið leikur fyrir dansi. Söngur, grín og gleði. Mætum öll Miðar verða seldir í kvöld milli kl. 20.00 og 22.00 í Hamraborg 1. Nánari upplýsingar í síma 896 4980 Flugöryggisfundur í kvöld kl. 20.00 á Hótel Loftleiðum — Bíósal Hugleiðingar um almenna skynsemi í fluglæknisfræði. Þórður Sverrisson, augnlæknir og fluglæknir hjá Fluglækningastofnun. Nýr AL200CC flughermir Flugskóla Íslands kynntur í máli og myndum. Össur Brynjólfsson, yfirkennari Flugskóla Íslands. Lestur á flugsögu úr æviminningum Þorsteins E. Jónssonar, flugstjóra. Þórdís Sigurðardóttir, flugumferðar- og þjálfunarstjóri hjá Flugmálastjórn Íslands. Fjallað um starfsemi Flight Safety Foundation og nýstofnaðrar Íslands- deildar. Kynnt nýtt flugöryggiskerfi Atlanta og möguleikar á að hagnýta það í þágu einkaflugsins á Íslandi. Einar Óskarsson, deildastjóri flugöryggis- sviðs Flugfélagsins Atlanta hf. Flugbíó: POWER, GRACE & GLORY. Nýjasta myndbandið um Spitfire. Raktar lykilákvarðanir við hönnun og flugprófanir vélarinnar, fjallað um hinn margslungna framleiðsluferil og þá skrautlegu flug- rekstrarsögu sem ein af þessum frægustu flugvélum heims á að baki. Ókeypis kaffiveitingar! NÝTT! - Popp, Prins og Coke til sölu. FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS, Öryggisnefnd FÍA, Flugbjörgunarsveitin, Flugmálastjórn Íslands. TILKYNNINGAR Bókaúrvalið Brot af því besta: Íslenskt fornbréfasafn 1—12, Safn til Sögu Íslands, Árbók FÍ, Lesbók Morgunblaðsins 1-33, Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen fp., Tímarit Bókmenntafélagsins, Skírnir 1855-1957, Óðinn, Sunnanfari, Draupnir 1-12, Fiske Coll- ection, Ævisaga Árna Þórarins 1-6, Ármann á Alþingi 1-4 fp., Lögfræðingur Páls Briem 1-5, Jarðatal Johnsens, Frumvarp til nýrrar jarðabókar fyrir Ísland, Íslensk bygg- ing, Úr land- suðri tölusett útg. 1939, Dagblaðið Tíminn 1- 24 árg., Árbækur Espolins ljósprent ób., Búvélar og rækt- un, Fréttir frá Íslandi, Nýjar kvöldvörkur 1-51. Gvendur dúllari - alltaf góður Klapparstíg 35, Sími 511 1925. Bridsfélag Reykjavíkur Föstudaginn 24. janúar var spilað- ur einskvölds Monrad barómeter tví- menningur með þátttöku 26 para. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spil- um á milli para. Efstu pör voru: Ómar Olgeirsson – Ísak Örn Sigurðss. +126 Magnús Sverriss. – Guðlaugur Sveinss. +99 Ragnheiður Niels. – Hjördís Sigurjónsd. +55 Einar Guðm.. – Garðar Þór Garðarsson +47 Friðþjófur Einarss. – Björn Eysteinss. +39 Guðrún Jóhannesd. – Kristjana Steingr. +37 Skor þeirra Ómars og Ísaks var glæsilegt en það jafngildir 68,8% skori. Allt yfir 60% skor í keppni með Monrad-fyrirkomulagi þykir gott. Að tvímenningnum loknum var spiluð miðnætursveitakeppni með þátttöku 7 sveita. Sveit Birkis Jóns- sonar endaði nokkuð öruggur sigur- vegari með 62 vinningsstig úr 3 leikj- um. Með Birki spiluðu: Guðbjörn Þórðarson, Sigurjón Tryggvason og Hermann Friðriksson. Í 2. sæti með 53 vinningsstig var sveit Maríu Har- aldsdóttur. Með henni spiluðu Harpa Fold Ingólfsdóttir, Ísak Örn Sigurðs- son og Ómar Olgeirsson. Föstudagskvöld BR eru röð eins- kvölds tvímenninga sem byrja kl. 19:00 á föstudögum í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37. Spilaðir eru Mitchell og Monrad barómeter tvímenningar til skiptis. Alltaf eru forgefin spil og öll úrslit eru sett inn á heimasíðu félags- ins www.bridgefelag.is auk þess sem efstu pör komast í textavarpið á síðu 326. Pörum er boðið upp á að setja 300 kr. á mann í verðlaunapott sem síðan rennur til efsta parsins sem tók þátt í honum. Að tvímenningnum loknum er boð- ið upp á Miðnætursveitakeppni. Spil- aðir eru þrír 6 spila leikir. Skemmti- leg viðbót fyrir þá sem náðu ekki að sýna sitt besta í tvímenningnum. Keppnisstjórar eru Sigurbjörn Haraldsson og Björgvin Már Krist- insson og taka þeir á móti öllum með bros á vör. Engu skiptir hvort menn eru vanir eða óvanir, stakir eða í pör- um, tekið er vel á móti öllum. Allir spilarar velkomnir. Bridsfélag Siglufjarðar Minningarmót um Benedikt Sig- urjónsson Föstudaginn 27. desember var spilað minningarmót um Benedikt Sigurjónsson fyrrum góðan félaga í Bridsfélagi Siglufjarðar. Spilaður var tvímenningur með þátttöku 16 para. Eftir harða og jafna keppni stóðu þeir bræður Ólafur og Steinar Jóns- synir uppi sem sigurvegarar með 39 stig, í öðru sæti urðu einnig bræður, Anton og Bogi Sigurbjörnssynir með 37 stig, annars urðu úrslit þessi: Ólafur Jónsson - Steinar Jónsson 39 Anton Sigurbj.son - Bogi Sigurbjörns. 37 Ari Már Arason - Dagur Gunnarsson 34 Sig. Hafliðason - Sigfús Steingr.s. 26 Stefanía Sigurbjd. - Jóhanna Stefánss. 21 Birkir J. Jónss. - Guðlaug Márusdóttir 20 Jón Sigurbj.s. - Björk Jónsd. 19 Einmenningur Mánudaginn 29. desember var spilaður einmenningur í Allanum – sportbar, „Eggertsmót“ Fremur dræm þátttaka var og mættu aðeins 16 spilarar til leiks. Úrslit urðu þau að sigurvegari og þar með einmenn- ingsmeistari félagsins árið 2002 varð Hreinn Magnússon sem hlaut 84 stig, í 2.-4. sæti urðu þau Anton Sigur- björnsson, Þórný Jensdóttir og Jó- hann Jónsson með 83 stig og í 5. sæti varð Vilhelm Friðriksson með 82 stig. Undankeppni Íslandsmóts Helgina 18.-19. janúar fór fram undankeppni fyrir Íslandsmótið í sveitakeppni, en Norðurland vestra á rétt til að senda 3 sveitir í undan- keppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem haldið verður í Borgarnesi 4.-6. apríl. 40 sveitir af öllu landinu spila um rétt til þátttöku í úrslitakeppni Íslandsmótsins þar sem 10 sveitir berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Þær þrjár sveitir sem komast áfram í undanúrslitin í Borgarnesi eru: Sveit Jóhanns Stefánssonar sem vann mót- ið og hlaut 101 stig, Siglósveitin sem varð í öðru sæti með 99 stig og sveit Guðna Kristjánssonar með 82 stig. Siglufjarðarmót í sveitakeppni Mánudaginn 13. janúar hófst Siglufjarðarmót í sveitakeppni. Sjö sveitir taka þátt í mótinu og er spil- aður einn 24 spila leikur á kvöldi. Að loknum tveimur umferðum er staðan þessi: 1. sveit Þorsteins Jóhannssonar 49 stig 2. sveit Hreins Magnússonar 42 stig 3. sveit Íslandsbanka 29 stig Bridsfélag Akureyrar Spennan gífurleg! Nú er aðeins ein umferð eftir af undankeppni Aðalsveitarkeppni Bridgefélags Akureyrar. Fjórar efstu sveitirnar komast í A-úrslit og geta orðið Akureyrarmeistarar í sveitakeppni. Þegar 6 umferðum er lokið er staðan þannig: Sveit Frímanns Stefánssonar 115 Sveit Sparisjóðs Norðlendinga 103 Sveit Stefáns Sveinbjörnssonar 96 Sveit Gylfa Pálssonar 95 Sveit Páls Pálssonar 93 Sveit Jóns Björnssonar 89 Ljóst er að aðeins tvær efstu sveit- irnar eru öruggar í A-úrslitin, en hörð barátta er milli næstu fjögurra sveita um hin tvö sætin. Í lokaum- ferðinni, næstkomandi þriðjudag, mætast sveitir Frímanns Stefánsson- ar og Hjalta Bergmann, Sveit Spari- sjóðs Norðlendinga mætir Sveit Jóns Björnssonar, Sveit Stefáns Svein- björnssonar og Sveit Páls Pálssonar mætast og Sveit Gylfa Pálssonar mætir Sveit Stefáns Vilhjálmssonar. Næstkomandi laugardag verður haldið Svæðamót Norðurlands eystra í tvímenningi og komast sig- urvegararnir beint í úrslit Íslands- mótsins í tvímenningi í Reykjavík 3.–4. 5. 2003. Spilað verður á Hótel KEA og hefst spilamennska stundvíslega kl.10.00 og eru mótslok áætluð kl: 17.30 - 18.00 (fer eftir fjölda þátttak- enda). Aðstaða til spilamennsku er frábær og öll umgerð hótelsins til fyrirmyndar, eins og þeir þekkja sem hafa spilað þar. Við skráningum tekur Stefán Vil- hjálmsson í síma: 462 2468, GSM 898 4475 og netfangi stefan@bugardur.- is, fram til kl: 19.00 fimmtudaginn 30. janúar 2003. Bronsstigabaráttan Nú hefur Anton Sigurbjörnsson tekið afgerandi forystu í bronsstiga- baráttunni, en hann hefur hlotið 243 bronsstig. Næstir koma. 2. Bogi Sigurbjörnsson 189 stig 3. Guðlaug Márusdóttir 159 stig 4. Ólafur Jónsson 158 stig 5. Hreinn Magnússon 157 stig. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 27. janúar voru spil- aðar tvær umferðir í aðalsveita- keppni félagsins. Það bar helst til tíð- inda að Skagamenn undir forystu Þorgeirs Jósefssonar tóku „björtustu von“ Borgfirðinga undir forystu Arn- ar Einarssonar hreinlega í nefið og endaði leikurinn 62-2 í IMP-um talið. Þá hélt Hjálparsveit Hrefnu Jóns- dóttur (14 ára) uppteknum hætti og rúllaði yfir tvær af eldri sveitum fé- lagsins. Staðan eftir fjórar umferðir er þessi. Skagamenn 93 Hjálparsveitin 92 Bjartasta vonin 72 Skólastrákarnir 65 Ekki verður spilað næsta mánudag vegna afmælis Ingólfs Helgasonar á Lundum en þann dag heldur hann hátíðlega þá hálfu öld sem hann hefur lifað. Bridgefélagið sendir hamingju- óskir. Nýliðabrids hefst á ný Fyrsta spilakvöldið hjá nýliðunum á þessu ári verður föstudaginn 31. janúar kl. 20.00. Spilað er í Síðumúla 37, 3. hæð. All- ir sem kunna undirstöðuatriðin í brids eru velkomnir. Umsjónarmað- ur er Sigurbjörn Haraldsson og að- stoðar hann við að finna spilafélaga fyrir þá sem mæta stakir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.