Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DANIR hafa samþykkt að afhenda Íslendingum til varðveislu ýmis skjöl ráðuneytis Íslandsmála 1848 til 1904, og þar á meðal fyrstu stjórnarskrá Íslands frá 1874. Eftir á að ganga frá samkomulaginu formlega en gert er ráð fyrir að afhendingin fari fram í vor, að sögn Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra. Tómas Ingi Olrich og Brian Mich- elsen, menningarmálaráðherra Dan- merkur, áttu fund í Kaupmannahöfn í gær. Þeir ræddu ýmis málefni varð- andi viðræður þeirra um samvinnu í menningarmálum og ekki síst í sam- bandi við hugmyndir, sem Tómas Ingi hefur sett fram um aukið sam- starf á þessu sviði og óskir um við- ræður við Dani um frekari afhend- ingu á menningarminjum. „Nú liggur fyrir samkomulag milli okkar ráðherranna um að Íslending- um verði afhent til varðveislu þau skjöl ráðuneytis Íslandsmála frá 1848 til 1904, sem ekki féllu í hlut Ís- lands við sambandslagasamninginn,“ segir Tómas Ingi. „Þarna er um að ræða grundvallarheimildir íslenskr- ar sögu á þessu tímabili og á meðal skjalanna er fyrsta stjórnarskrá Ís- lands frá 1874. Þetta eru mjög mik- ilvæg gögn fyrir okkur og í sjálfu sér afar ánægjulegt að þetta skuli gerast á 120 ára afmæli Þjóðskjalasafns Ís- lands.“ Gengið var frá því að þjóðskjala- vörðum landanna yrði falið að gera drög að samkomulagi um afhendingu þessara gagna sem vonir standi til að hægt verði að staðfesta fyrir vorið. Ráðherrarnir skoðuðu líka fram- kvæmdir við Norðurbryggju, þar sem m.a. verður vestnorrænt menn- ingarsetur Íslands, Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn og ís- lenska sendiráðið, en stefnt er að því að vígja húsið í haust. Þeir gengu frá því að íslenskir forngripir í vörslu Dana verða sýndir þegar sýningar- salur verður opnaður í Íslands- bryggjuhúsinu. Ennfremur var rætt um að við opnum Þjóðminjasafns Ís- lands 2004 yrðu íslenskir forngripir í vörslu Dana sýndir við það tækifæri. Hróður Dana fer víða „Ég tel þetta mikinn feng fyrir okkur og það er ekki lakara að fá stjórnarskrána heim, þó að hún hafi verið prentuð og sé öllum kunn,“ seg- ir Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörð- ur. Ólafur segir að við sambandslaga- samningana hafi, samkvæmt ósk Dana, þessi hluti af skjölum úr ís- lenska stjórnarráðinu og áður ís- lensku stjórnardeildinni, sem hafi verið hér frá 1904, verið sendur til baka til Kaupmannahafnar. 1928 hafi Danir afhent Íslendingum gríðarlega mikið af skjölum úr dönskum söfnum til varðveislu og þau hafi skipt miklu máli í sambandi við rannsóknir og fleira. Hreyft hafi verið við skjala- samskiptunum fyrir um áratug og eftir viðræður undanfarin misseri hafi danska ríkisskjalasafnið lýst sig reiðubúið til að afhenda þessi skjöl hingað og fylla þannig í skörðin í skjölum stjórnardeildarinnar. Þetta séu m.a. tillögubækur til konungs um lagasetningu og annað þvíumlíkt og því rök fyrir lögum og þar með stjórnarskránni, bréfabækur, kon- ungsúrskurðir og fleira. „Þetta eru frumgögn Íslandsráðherra á þessum tíma og þau hafa gríðarlegt gildi,“ segir hann. Að sögn Ólafs var í framhaldi af þessari ákvörðun um afhendingu skjalanna sett af stað verkefni við að taka afrit af skjölum sem eru í Dan- mörku og verða þar áfram. „Við er- um að hefja áframhaldandi samstarf sem hefur verið mjög einstakt,“ segir hann. „Danir hafa haft mjög ein- stæða afstöðu í þessum málum og hróður þeirra fer víða í heiminum út á þetta.“ Ljósmynd/Jens Dige Morten Meldegaard sýnir Þorsteini Pálssyni sendiherra, Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra, Brian Michel- sen menningarmálaráðherra og Guðmundi Árnasyni ráðuneytisstjóra framkvæmdir við Norðurbryggju. Danir afhenda skjöl ráðuneytis Íslandsmála MYNDARDRENGUR fæddist í sjúkrabíl á leiðinni frá Stykkis- hólmi til Akraness í síðustu viku. Með í för var ljósmóðir og aðstoð- armaður sem tóku á móti barninu. Foreldrar drengsins, Alda Páls- dóttir og Báður Eyþórsson, ætluðu að keyra á eigin bíl til Akraness en ákváðu á síðustu stundu að koma við á sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi. „Það var eins gott,“ segir Bárður, „ég sé mig í anda einn á Mýrunum um hánótt að taka móti barni í bílnum hjá mér. Ég hefði sjálfsagt reynt að bjarga mér, því þetta er ekki fyrsta fæðingin sem ég er viðstaddur. Ef svo hefði far- ið held ég að það hefði tekið mig ekki skemmri tíma að jafna mig eftir fæðinguna en Öldu.“ Bárður er körfuboltamaður sem þjálfar lið Snæfells sem leikur í úrvalsdeild Íslandsmótsins í körfu- bolta. En það er fleiri krefjandi verkefni sem hann hefur þurft að sinna síðustu daga því hann var ásamt konu sinni í sjúkrabílnum aðfaranótt 23. janúar þegar sonur- inn kom í heiminn. Þar sem ekki er aðstaða til að fæða á St. Fransiskusspítalinum í Stykkishólmi átti að flytja Öldu á Akranes. Á miðri leið gat barnið ekki beðið lengur og vildi sjá heiminn. Varð sjúkrabílinn að stöðva úti í vegkanti við Kaldár- mela við Eldborg og um leið hann hafði stöðvast kom 16 marka hraustlegur piltur í heiminn. Sem betur fór voru ljósmóðir og að- stoðarmaður með í för svo að reyndi ekki á kunnáttu Bárðar í ljósmóðurstörfum. Fæðingin í sjúkrabílnum gekk vel þó að að- stæður væru ekki þægilegar. Þarna fæddist þeim Öldu og Bárði fjórða barn sitt. Fæddist í sjúkrabíl á Kaldármelum Stykkishólmi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Alda Pálsdóttir og Bárður Eyþórsson heima með drenginn. Þar tóku á móti þeim systkinin, Kristþóra Auður 8 ára, Páll 9 ára og Bárður Jens 6 ára. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær hálfþrítugan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa samfarir við konu gegn hennar vilja en hún gat ekki spornað við verkn- aðinum vegna svefndrunga. Maður- inn neitaði að hafa haft samfarir við konuna en breytti framburði sínum eftir að DNA-rannsókn leiddi hið gagnstæða í ljós. Maðurinn var fyrrverandi kærasti konunnar en atvikið átti sér stað á heimili hennar. Dómnum þótti fram- burður konunnar vera skýr og trú- verðugur en hún lýsti því að hún hefði vaknað við að maðurinn hafði dregið niður um hana nærklæði og var að hafa samfarir við hana. Þá var hún nýsofnuð, en hún hafði neytt áfengis um nóttina og ekki sofið í um sólarhring. Framburður mannsins var aftur á móti á reiki. Við lögreglu- yfirheyrslu sagði hann m.a. að engar samfarir hefðu átt sér stað, hann myndi muna eftir því ef svo væri. Þegar honum voru kynntar niður- stöður DNA-rannsóknar þar sem staðfest var að sáðfrumur úr honum voru í leggöngum konunnar, neitað hann enn samförum en taldi að hann hefði annað hvort athafnað sig í svefni eða sjálfur verið misnotaður. Þessar skýringar þótti dómnum ótrúverðugar. Auk fangelsisrefsing- ar var maðurinn dæmdur til að greiða konunni 200.000 krónur í miskabætur auk málskostnaðar. Héraðsdómararnir Hjördís Há- konardóttir, Arngrímur Ísberg og Hervör Þorvaldsdóttir kváðu upp dóminn. Sigríður Jósefsdóttir sak- sóknari sótti málið af hálfu ríkissak- sóknara en Björn Ólafur Hallgríms- son hrl. var skipaður verjandi. Réttargæslumaður konunnar var Þórdís Bjarnadóttir hdl. Fangelsisdómur fyrir kynferðisbrot Breytti framburði eftir DNA-rannsókn FYRSTA opnun Bláfjalla í vetur varð hálfendaslepp í gær. Aðeins nokkrum mínútum eftir að stóla- lyfta í Kóngsgili hafði verið opnuð þurfti að loka henni að nýju vegna hvassviðris. Aðeins forstöðumað- ur og framkvæmdastjóri Bláfjalla fengu far með lyftunni áður en þurfti að loka. Borgarlyftu var þó haldið opinni fyrir það skíða- og brettafólk sem komið var á svæð- ið. Grétar Hallur Þórisson for- stöðumaður Bláfjalla sagði snjó- inn nægan til að opna stólalyftu í Kóngsgili, borgarlyftu og byrj- endalyftu um leið og veður leyfði. Nú stendur yfir átak meðal skíðasvæðanna um að auka öryggi í skíðabrekkum. Fyrir liggur að hengja upp reglur varðandi ör- yggi skíðabrettanotenda. „Við höfum frétt af mjög alvarlegum slysum úti í Evrópu, þar á meðal tveimur dauðaslysum, þar sem laus bretti hafa runnið af stað nið- ur brekkur og lent á fólki,“ sagði Grétar. „Við viljum ekki bíða eftir slysi. Við ætlum að reyna að fá brettafólk og aðra í lið með okkur og gera alvöru átak í þessum mál- um.“ Hann sagði alltof algengt hér á landi að bretti rynnu frá brettafólki og stjórnlaus áleiðis niður brekkurnar. Slíkt gerðist einmitt sl. laugardag á Heng- ilssvæðinu. Brettið lenti á skíða- manni sem var heppinn að sleppa við meiðsli. Af þessum völdum er brettafólki skylt að hafa bretti alltaf fast við annan fótinn með ör- yggisól. . Einnig er mælst til þess að brettafólk setjist ekki í troðnar skíðaleiðir, né heldur búi þar til stökkbretti. Endaslepp opnun í Bláfjöllum í gær Átak til að auka ör- yggi í skíðabrekkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.