Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 37 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Í tengslum við opna húsið hefur myndast sönghópur sem syngur létt lög sér til skemmtunar og ánægju, en organisti Áskirkju, Kári Þormar, leiðbeinir og stýrir hópnum. Eftir sönginn er boðið upp á kaffi og með því. Allir velkomn- ir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. www.domkirkjan.is Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Eldri borgara starf. Á morgun kl. 13.30 samvera í Setrinu (brids aðstoð). Landspítali – háskólasjúkrahús, Grensás. Guðsþjónusta kl. 20. Prestur Gunnar Rúnar Matthíasson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel kirkj- unnar frá kl. 12–12.10. Að stundinni lok- inni er léttur málsverður á kostnaðarverði í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og inni- haldsríkt. Alfa-fundur í safnaðarheimilinu kl. 20. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardag- inn 1. febrúar kl. 14. Farið í heimsókn á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem Ásgeir Jóhannesson segir frá sögu og uppbyggingu heimilisins. Kaffiveitingar. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10–13 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Nedó, unglinga- klúbbur, kl. 17. 10. bekkur og eldri. Nedó, unglingaklúbbur, kl. 19.30. 8. og 9. bekkur kl. 19.30. Munda og Hans. Breiðholtskirkja. Mömmumorgnar föstu- dag kl. 10–12. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10– 12. Kirkjustarf aldraðra, Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17–19. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Fræðandi og skemmtilegar samveru- stundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Kirkjukrakkar í Grafar- vogskirkju kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8. bekk kl. 20–22. Æskulýðsfélag í Engja- skóla kl. 20–22 fyrir 9. og 10. bekk. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borg- um. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyr- irbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Nýtt Alfa-námskeið hefst kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samveru- stund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. Barnastarf Lágafellskirkju, kirkjukrakkar, er í Varmárskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl. 13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón Þórdís djákni. TTT-starf Lágafellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á aldr- inum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æskulýðsstarfið Sound. Æskulýðshópurinn okkar er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frábær hópur fyrir frá- bært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stoð og styrking, fundur í dag kl. 13. Almennur fundur. Allir hjartanlega velkomnir. Spilakvöld aldraðra og öryrkja í kvöld kl. 20 í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sig- urðardóttur og sr. Baldurs Rafns Sigurðs- sonar. Natalía Chow organisti leikur á orgel við helgistund að spilum loknum. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi kl. 16–16.45 8. MK í Heiðar- skóla og 8. KÓ í Heiðarskóla. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 16.30 Litlir læri- sveinar, yngri hópur. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kletturinn. Kl. 19 Alfanámskeið. Allir vel- komnir. Aðaldeild KFUM. Fundur í kvöld kl. 20. Bibl- íulestur í umsjá Guðlaugs Gunnarssonar. Allir karlmenn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.15 krakkaklúbbur, 4. og 5. bekkur. Kl. 19.30 söngæfing fyrir unglinga. Kl. 20.30 ung- lingasamvera. Safnaðarstarf HINN 29. desember sl. var Langholtskirkju í Meðallandi færður forkunnarfagur gyllt- ur hátíðarhökull. Það var frú Katrín Þórarinsdóttir sem lagði kirkjunni til þennan kjörgrip og vildi með gjöf sinni minnast eiginmanns síns, Guðmundar Guðjóns- sonar frá Lyngum, lengst af bónda í Eystra-Hrauni í Landbroti. Guðmundur var fæddur að Lyngum í Með- allandi 6. júní 1927 en hann lést 25. janúar 2002. Hökl- inum fylgja samstæð stólar, korpórálshús og dúkur. Á myndinni sjást frú Katrín Þórarinsdóttir, sr. Baldur Gautur Baldursson, sókn- arprestur í Kirkjubæjar- klaustursprestakalli og Guðni Runólfsson, Bakkakoti I, for- maður sóknarnefndar. Minningargjöf DEEP Junior hafði hvítt í ann- arri skákinni í einvíginu gegn Garry Kasparov á þriðjudags- kvöld. Kasparov virtist ekki fylli- lega ánægður með taflmennsku sína framan af skákinni. Honum tókst hins vegar að finna skipta- munsfórn með afleiðingum sem skákforritið var ófært um að sjá fyrir endann á, þrátt fyrir öflugan vélbúnað. Junior þáði fórnina, en lenti í taphættu. Kasparov valdi þó ekki vænlegustu leiðina í fram- haldinu og samið var jafntefli þeg- ar þráskák var fyrirsjáanleg. Staðan í einvíginu er nú 1½-½ Kasparov í vil. Þriðja skák einvíg- isins verður tefld í kvöld, en alls verða tefldar sex skákir. Önnur skákin tefldist þannig. Hvítt: Deep Junior Svart: Kasparov Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2.Rf3 e6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 a6 5.Bd3 Bc5 6.Rb3 Ba7 7.c4 Rc6 8.Rc3 d6 9.0–0 Rge7 10.He1 0–0 11.Be3 e5 12.Rd5 -- Nýr leikur. Þekkt er 12.Bxa7 Hxa7 13.Dd2 Be6 14.Bf1 b6 15.Hed1 Hd7 16.Hac1 f5 17.f3 f4 18.Rd5 g5 19.Df2 Rc8 20.c5 bxc5 21.Bxa6 Bxd5 22.exd5 R6e7 23.Bd3 Ha7 24.Dc2 Kg7 25.Bxh7 c4 26.Rd2 Rb6 27.Be4 Hxa2 28.Kh1 Db8 29.h3 Hc8 30.Db1 Ha5 31.Bf5 Hf8 32.Be6 Rbxd5 33.Re4 Hb5 34.Rxg5 Hh8 35.Bxd5 Rxd5 36.Df5 Rf6 37.Hxc4 Hxb2 38.Re6+ og svartur gafst upp (Kogan-Bezold, Würzburg 1996). 12...a5 13.Hc1 a4 14.Bxa7 Hxa7 15.Rd2 Rd4 16.Dh5 Re6 17.Hc3 Rc5 18.Bc2 Rxd5 19.exd5 g6 20.Dh6 f5 21.Ha3 Df6 22.b4 -- Eða 22.Bb1 Ha6 23.b4 axb3 24.Hxa6 Rxa6 25.axb3 b5 26.De3 bxc4 27.Rxc4 og hvítur stendur eitthvað betur. Sjá stöðumynd 1. 22...axb3! Eftir 22...Rd7 23.Hxa4 Hxa4 24.Bxa4 á hvítur peð yfir og betri stöðu. 23.Hxa7 bxc2 24.Hc1 e4 25.Hxc2 -- Sjá stöðumynd 2. 25...Da1+?! Karparov missir nú frumkvæð- ið, sem hann hefur náð með skemmtilegri skiptamunarfórn. Eftir 25...f4! nær hann betra tafli, t.d. 26.Rf1 e3! 27.Rxe3 (27.fxe3 fxe3 28.Dxf8+ Dxf8) 27...fxe3 28.Dxe3 Dh4 29.a3 Bf5 30.Hc1 Bd3 o.s.frv. Eftir skákina taldi Kasparov að 25...f4 hefði unnið og endurtók það á blaðamannafundi í kjölfarið. Hálftíma síðar sagði einn af að- stoðarmönnum hans hins vegar að eftir ítarlegri skoðun sæju þeir ekki meira en jafntefli. Skyldu þeir skipta aftur um skoðun? 26.Rf1 f4 27.Ha8 e3 28.fxe3 fxe3 29.Dxf8+ Kxf8 30.Hxc8+ Kf7 og keppendur sömdu um jafn- tefli. Eftir 31.He2 Re4 32.Hxe3 Rd2 33.Hc7+ Kf8 34.Hc8+ Kg7 35.Hc7+ Kf8 (35. --Kh6 36.Hf7 Dd4 37.Kh1 Rxf1 38.Hh3+ Kg5 39.Hxf1 Dxc4 40.Hb1 Dxa2 41.Hhb3 gæti reynst svarti hættu- legt) 36.Hc8+ Kf7 37.Hc7+ lýkur skákinni með þráskák. Fyrsta skákin var leikur katt- arins að músinni: Hvítt: Kasparov Svart: Deep Junior Hálf-Meranvörn 1.d4 d5 2.c4 c6 3.Rc3 Rf6 4.e3 e6 5.Rf3 Rbd7 6.Dc2 Bd6 7.g4 dxc4 Ef svartur tekur peðið, gæti framhaldið orðið 7...Rxg4 8.Hg1 f5 9.h3 Rgf6 10.Hxg7 Re4 11.Bd2 Df6 12.Hg2 Rf8 13.0–0–0 Rg6 14.Bd3 Bd7 15.Hdg1 Rxd2 16.Rxd2 0–0 17.c5 Bc7 18.f4 Kh8 19.Rf3 Hg8 20.Df2 b6 21.Ra4 Haf8 22.Be2, jafntefli (Agrest- Þröstur Þórhallsson, Reykjavík 2000). 8.Bxc4 b6 9.e4 e5 10.g5 Rh5 11.Be3 0–0 12.0–0–0 Dc7 13.d5!? -- Nýjung, sem vélin reynist ráða illa við. Þekkt er 13. Kb1, eða 13.Be2. Eftir síðarnefnda leikinn varð framhaldið í skákinni, Ward- Gausel, Kaupmannahöfn 2002, 13. -- exd4 14.Rxd4 Rf4 15.Kb1 Be5 16.h4 Rc5 17.h5 Rce6 18.g6 Rxd4 19.Bxd4 Be6 20.gxh7+ Kxh7 21.Bf3 Had8 22.Be3 Hxd1+ 23.Hxd1 Hd8, með jafntefli nokkr- um leikjum síðar. Sjá stöðumynd 3. 13...b5?! Þessi leikur leysir ekki vanda- mál svarts, en það er erfitt að benda á betri leik. Ef til vill var reynandi að leika 13...Bb7, t.d. 14.Dd2 Bb4 15.d6 Dd8 16.Hhg1 He8 17.Dc2 Bxc3 18.Dxc3 g6 19.Db3 Hf8 og reyna svo að skapa mótspil með framrás peðanna á drottningarvæng. 14.dxc6 bxc4 15.Rb5! Dxc6 16.Rxd6 Bb7 17.Dc3 -- Sjá stöðumynd 4. 17...Hae8?! Gefur skiptamun, án þess að fá nægilegt mótspil í framhaldinu. Eftir þá leið, sem virðist sú skásta fyrir svart, 17...Hab8 18.Rxe5 Rxe5 19.Dxe5 Da4, t.d. 20.a3 c3 21.Dxc3 Bxe4 22.Hd4 Dxd4 23.Bxd4 Bxh1 24.Bxa7 Ha8 25.Be3 Hfd8 26.De5 hefði hvítur þó einnig átt vinningsstöðu. Kasp- arov er nú ekki í neinum vandræð- um með að innbyrða vinninginn. 18.Rxe8 Hxe8 19.Hhe1 Db5 (19...Dxe4 20.Hxd7+-) 20.Rd2 Hc8 21.Kb1 Rf8 22.Ka1 Rg6 23.Hc1 Ba6 24.b3 cxb3 25.Dxb3 Ha8 26.Dxb5 Bxb5 27.Hc7 og svartur gafst upp. Hann er skipta- mun undir og með verri stöðu. Skákþing Akureyrar hefst á föstudag Skákþing Akureyrar 2003 hefst föstudagskvöldið 31.janúar klukk- an 20. Keppendum verður skipt í flokka eftir skákstigum og tefla allir við alla. Teflt verður að jafn- aði tvisvar í viku, á sunnudögum og á fimmtudagskvöldum. Um- hugsunartími verður 2 tímar á 40 leiki og 30 mínútur til að klára skákina. Þátttökugjald er kr. 1.800 fyrir 16 ára og eldri og kr. 1.000 fyrir 15 ára og yngri. Stefnt er að því að reikna A-flokk til alþjóðlegra skákstiga í fyrsta skipti í sögu fé- lagsins. Teflt verður í skákstofunni í Íþróttahöllinni. Hægt er að skrá sig með tölvupósti: skakfelagid- @hotmail.com. Núverandi skákmeistari Akur- eyrar er Halldór Brynjar Hall- dórsson. Junior náði jafntefli gegn Kasparov SKÁK New York KASPAROV – DEEP JUNIOR 26. jan. – 7. feb. 2003 AP Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. Stöðumynd 4. Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is KIRKJUSTARF LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, alla daga, einnig aðfangadag, jóladag, annan jóladag, gamlársdag og nýársdag. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. Þjónustan Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.