Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 17 Leikfélag Akureyrar Leikfélag Akureyrar efndi til samkeppni í skapandi skrifum undir yfirskriftinni „Uppistand um jafnréttismál“ Fjórtán handrit bárust í keppnina og nú hafa þrjú handrit verið valin til sýningar og eru höfundar þeirra: Guðmundur Kr. Oddsson, Hallgrímur Oddsson og Sigurbjörg Þrastardóttir. Aðrir höfundar geta nálgast handrit sín í miðasölu leikfélagsins eða haft samband og fengið þau send fyrir 1. mars næstkomandi. Eftir þann tíma verður handritum og upplýsingum um höfunda eytt. Leikfélag Akureyrar þakkar öllum höfundum fyrir þátttökuna. Leikfélag Akureyrar UPPISTAND UM JAFNRÉTTISMÁL Tónlist, tákn og ímynd: Afrískar kvikmyndir í 100 ár Fyrirlesari: Andrew Kaye, dósent við Albright College, U.S.A. Fyrirlestur um afríska kvikmyndalist síðustu hundrað árin verður haldinn nk. laugardag í Háskólanum á Akureyri. Þetta er fyrsti fyrirlesturinn, sem ný deild við skólann, félagsvísinda- og lagadeild, stendur fyrir. Fyrirlesari er Andrew Kaye, dósent við tónlistardeild Albright College í Pennsylvaníu, en hann er gistikennari við Háskóla Íslands á þessu misseri. Fyrirlesturinn fjallar um það hvernig sú mynd, sem dregin er upp af Afríku í tónlist kvikmynda, hefur breyst á sl. eitt hundrað árum. Hann rekur með dæmum breytingarnar frá dögum þöglu myndanna, Tarza-myndanna og mynda frá síðustu áratugum síðustu aldar. Fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 1. febrúar kl. 13:30 í stofu 24 í húsakynnum Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti. Fyrirlestur á vegum félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri VINNA við deiliskipulag flugvall- arsvæðisins við Akureyrarflugvöll stendur nú yfir. Í þeirri vinnu er m.a. verið kanna þann möguleika að finna Flugsafninu á Akureyri framtíðarstað undir starfsemi sína innan flugvallarsvæðisins. Að sögn Sigurðar Hermannssonar umdæmisstjóra Flugmálastjórnar er til skoðunar sú ósk forsvars- manna safnsins að færa starfsem- ina á væntanlega uppfyllingu á milli flugbrautarinnar og Drottn- ingarbrautar, á móts við Gróðr- arstöðina við Krókeyri. Sigurður sagði að enn lægi engin ákvörðun fyrir í málinu og að mörgu væri að hyggja. Flug- safnið þarf mjög stórt svæði und- ir starfsemi sína en uppi eru hug- myndir um að byggja 7.000-7.500 fermetra hús. Um er að ræða hús sem yrði svipað að stærð og Bog- inn, nýja fjölnota íþróttahús Ak- ureyringa en með mun meiri loft- hæð. „Þetta yrði mikil bygging og það er því töluvert mál að finna henni stað, ekki síst með tilliti til öryggisþátta og fleiri þátta innan svæðisins,“ sagði Sigurður. Hann sagði ljóst að ekki væri hægt að koma fyrir byggingu af þessari stærð á núverandi svæði safnsins á flugvallarsvæðinu. Slík bygging mætti heldur ekki vegna stærðar sinnar vera of nálægt flugstöðinni eða öðrum bygg- ingum í nágrenni hennar. „Bygg- ingin má heldur ekki vera hindr- un við flugvöllinn eða koma niður á frekari þróun hans. Það er ver- ið að fara í gegnum þessa hluti og reyna að verða við óskum þessara aðila. Hins vegar er ekki ljóst hvort af þessu getur orðið, né hver endanleg staðsetning yrði,“ sagði Sigurður. Það er Arkitekt- ur.is í Grófargili sem er að vinna deiliskipulag svæðsins fyrir Flug- málastjórn. Kostnaður við uppbygginguna 300–400 milljónir króna Svanbjörn Sigurðsson formaður stjórnar Flugsafnsins á Akureyri sagði ekki hægt að nefna neinar tímasetningar en að þarna væri verið að tala um framtíðarplön og drauma forsvarsmanna safnsins. Ljóst væri þó að kostnaður við þessa uppbyggingu yrði á bilinu 300-400 milljónir króna. Flugsafnið á von á Boeing 747 breiðþotu í safn sitt en slík júmbóþota er engin smásmíði, um 70 metra löng á þremur hæðum, með um 65 metra vænghaf og um 20 metra stélhæð. Svanbjörn sagði að umrædd vél yrði í notk- un hjá Atlanta fram til vors en þá úreldist hún og fellur úr notkun. Hann sagði að í kjölfarið stæði til að vélin kæmi til Akureyrar. Hugmyndin væri að hýsa vélina í væntanlegu stórhýsi safnsins, einnig minni þotur og flugvélar. „Þannig myndast mikið rými fyr- ir minni flugvélar og safnmuni, m.a. undir vængjum stóru vél- anna. Inni í stóru jumbóþotunni er svo hugmyndin að koma fyrir sögusafninu í myndum og texta, setustofum, kaffistofu og ýmsu fleiru.“ Svanbjörn sagði að á móts við það svæði sem safnið hefði óskað eftir, þ.e. vestan Drottning- arbrautar, væri gert ráð fyrir framtíðar safnasvæði Akureyrar, þar sem ákveðið hefur verið að Iðnaðarsafnið verði m.a. til húsa. Ef af verður væri því mögulegt að tengja svæðin saman með und- irgöngum undir Drottning- arbraut. Til skoðunar að flugsafnið fái nýjan framtíðarstað á flugvallarsvæðinu Morgunblaðið/Kristján Mjög er farið að þrengja að starfsemi Flugsafnsins á Akureyri í núverandi húsnæði en forsvarsmenn þess eru stór- huga og hafa hug á því að byggja 7.000–7.500 fermetra húsnæði undir starfsemina norðar á flugvallarsvæðinu. Vilja byggja hús sem hýst getur júmbóþotu STEFNT er að því að reisa snjó- leikhús í Hlíðarfjalli og setja þar upp sýningar alla laugardaga í mars og apríl. Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður í Hlíðarfjalli, sagði að leikhúsið yrði sett upp í sam- vinnu við Leikfélag Akureyrar og að fyrsta verkið á snjósviðinu yrði Uppistand um jafnréttismál sem frumsýnt verður hjá LA nú um komandi helgi. Akureyr- arbær og Síminn taka einnig þátt í þessu verkefni. „Leik- félagið mun sjá um sýningarnar, en ýmsum félögum verður boðið að sýna t.d. hluta úr leikritum hér hjá okkur í fjallinu,“ sagði Guðmundur Karl, en gert er ráð fyrir að sýningar taki um hálf- tíma. Útbúnir verða bekkir úr snjó fyrir áhorfendur, en margir taka einnig með sér eigin stóla. „Hugmyndin með þessu er að fólk geti sameinað holla útiveru og menningu, rennt sér á skíðum fyrri hluta dagsins og endað ferðina á að horfa á skemmtileg leikrit,“ sagði Guðmundur Karl. „Með þessu erum við að bjóða upp á fjölbreytta skemmtun sem vonandi fellur í kramið hjá okkar gestum.“ Snjóleikhúsið verður sett upp á skaflinum ofan við Skíðahót- elið, en Guðmundur Karl sagði að enn væri ekki nægur snjór til staðar í fjallinu til að hefjast handa við að útbúa sviðið. „Nú þurfum við á að halda öllum þeim snjó sem til boða stendur í brekkurnar.“ Snjóleikhús í fjallinu NÁMSKEIÐ í ítölsku verða í boði á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri í febrúar. Slík námskeið voru í boði síðastliðinn vetur, bæði fyrir byrjendur og lengra komna og voru þau vel sótt þannig að ákveðið hefur verið að bjóða upp á þau að nýju. Námskeiðin verða haldin 17. til 28. febrúar næstkomandi. Markmið byrjendanámskeiðsins er að þátttakendur æfist í að tala og skilja algeng atriði í daglegu lífi. Jafnframt er lagður góður grunnur að kunnáttu í málfræði. Markmið framhaldsnámskeiðsins er að auka málakunnáttu þátttakenda, sérstak- lega orðaforða og málfræði. Einnig verður á námskeiðinu fjallað um lífs- stíl og menningu Ítala. Kennari á námskeiðunum er dr. Maurizio Tani. Upplýsingar og skráning á nám- skeiðin er á skrifstofu Símenntunar. Ítölsku- námskeið Á vegum Símenntunar verða á næstunni haldin námskeið fyrir al- menning um ráðgjöf í fjármálum. Fyrra námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 6. og það síðara fimmtudaginn 20. febrúar. Kynntar verða ýmsar þær leiðir sem í boði eru til ávöxtunar fjár. M.a. verður fjallað um hvernig einstaklingar geta skoðað og metið fjárhagslega stöðu sína og uppbygg- ingu eignasafns. Einnig verður fjallað um eðli verð- bréfa og útskýrt á lifandi og raun- hæfan hátt samspil þeirra við aðrar eignir einstaklinga og hvers við ann- að. Kennari á námskeiðunum er Jóhann Viðar Ívarsson MBA, lektor í fjár- málum og alþjóðaviðskiptum við Há- skólann í Reykjavík. Upplýsingar og skráning á námskeiðin er á skrif- stofu Símenntunar. Á NÆSTUNNI Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.