Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 13 I N T E R N A T I O N A L Sérfræðingur Kanebo mun kynna þessa nýjung ásamt því nýjasta í förðun í Hagkaup Kringlunni, fimmtudag, föstudag 13-18. Laugardag kl. 12-16. Smooth Away Wrinkles Horfðu á línurnar hverfa! NORMAN Schwarzkopf, hershöfð- inginn sem stjórnaði bandarísku hersveitunum í Persaflóastríðinu árið 1991, segist ekki hafa séð næg- ar sannanir til að láta sannfærast af málflutningi gamalla samstarfs- manna sinna, Dicks Cheneys, Colins Powells og Pauls Wolfowitz, um nauðsyn þess að hefja hernað að nýju í Írak. Schwarzkopf telur að láta eigi á það reyna hvort vopnaeftirlit Sam- einuðu þjóðanna beri árangur. Hann hefur einnig áhyggjur af borubrattri framgöngu æðstu emb- ættismanna bandaríska varn- armálaráðuneytisins, hugsanlegu manntjóni meðal óbreyttra borgara og hermanna og kostnaðarins af því að hernema Írak. Viðhorf hetjunnar í Persaflóa- stríðinu til herskárrar stefnu Bandaríkjastjórnar í málinu er furðulík tvíbentri afstöðu almenn- ings í Bandaríkjunum. Hann hefur áhyggjur af Saddam Hussein, leið- toga Íraks, en vill fá að sjá ótvíræð- ar vísbendingar um að Írakar eigi gereyðingarvopn. „Tilhugsunin um að Saddam Hussein geti beitt kjarnavopnum er hryllileg,“ segir hann. „Ég veit ekki hvaða upplýsingar stjórnin hefur fengið frá leyniþjónustunni. Ég þarf að fá betri upplýsingar áður en ég get staðið upp og sagt: það leik- ur ekki nokkur vafi á því að við þurfum að ráðast inn í Írak.“ Schwarzkopf er hlynntur því að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna haldi vopnaleitinni áfram í Írak og vonar að þeir geti svarað því hvort Írakar eigi gereyðingarvopn. Vinur Bush-fjölskyldunnar Schwarzkopf, sem er 68 ára, er einn af þekktustu hershöfðingjum Bandaríkjanna og vinur Bush- fjölskyldunnar. Hann fer á veiðar með George Bush, fyrrverandi for- seta, og tók þátt í kosningabaráttu sonar hans, George W yngri., og Dicks Cheneys varaforseta, sem var varnarmálaráðherra í stríðinu 1991. Heimssýn hans er önnur en þess- ara fyrrverandi samstarfsmanna hans í Persaflóastríðinu. „Ástandið í Miðausturlöndum er ekki svart/ hvítt og hvaða leið sem við veljum verðum við að fara hana af skyn- semi og fyrirhyggju.“ Schwarzkopf er ánægður með Colin Powell utanríkisráðherra, sem var forseti bandaríska herráðs- ins í stríðinu. Hann er hins vegar lítt hrifinn af framgöngu Donalds Rumsfelds varnarmálaráðherra. „Í hreinskilni sagt er mér stundum um og ó þegar ég heyri yfirlýsingar Rumsfelds,“ segir hann. Schwarzkopf segir að Cheney hafi látið lítið á sér bera í Persa- flóastríðinu en Rumsfeld hafi á hinn bóginn notað hvert tækifæri sem gefist til að koma fram í sjón- varpi eftir að stríðið gegn hryðju- verkastarfsemi hófst. „Hann virðist stundum næstum því njóta þess,“ segir Schwarzkopf og er þeirrar skoðunar að menn eigi að varast að njóta þess að heyja stríð. Hann er efins um að hugsanlegt stríð í Írak verði stutt og varar við því að Bandaríkjaher geti fengið erfið úrlausnarefni í landinu eftir sigur á her Saddams. „Hvernig verður Írak eftir að stríðinu lýkur, með Kúrdana, súnnítana og sjítana? Það er mjög mikilvæg spurning í mínum huga. Menn ættu að taka þetta með í reikninginn í heildar- áætluninni.“ Stríðshetjan ekki sannfærð um nauðsyn stríðs í Írak Norman Schwarzkopf vill að látið verði reyna á vopnaeftirlitið í Írak Tampa. The Washington Post. Reuters Norman Schwarzkopf, hershöfð- inginn sem stjórnaði stríðsaðgerð- unum í Írak 1991. ’ Mér verður stund-um um og ó þegar ég heyri yfirlýsingar Rumsfelds. ‘ STJÓRNVÖLD í Tyrklandi vilja að Atlantshafsbandalagið komi upp eld- flaugum þar í landi til að verjast hugsanlegum árásum Íraka. Stjórnvöld í Írak hafa hótað því að ráðist verði gegn ríkjum þeim sem veita Bandaríkjamönnum beina að- stoð fari svo að stjórnvöld vestra ákveði að koma Saddam Hússein Íraksforseta frá með hervaldi. Yusuf Buluc, talsmaður tyrkneska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að á meðal þess sem rætt hefði verið um á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins væri að komið yrði upp bandarísku eldflaugakerfi í Tyrk- landi til að bregðast við hótunum Íraka. Ræðir þar um svonefndar Patriot-eldflaugar en þær eru hann- aðar til að granda öðrum eldflaugum á flugi. Sagði Buluc að Tyrkir styddu þessi áform. Patriot-eldflaugum var m.a. komið upp í Ísrael í Persaflóastríðinu árið 1991. Hugsanleg uppsetning gagneld- flauganna er liður í áætlun sem Bandaríkjamenn kynntu fyrr í mán- uðinum og kveður á um aðstoð NATO í hugsanlegum átökum við Íraka. Áætlun Bandaríkjamanna er nú til umræðu á vettvangi NATO. Tyrkir eru eina NATO-þjóðin sem á landamæri að Írak. Hafa stjórn- völd í Tyrklandi sætt þrýstingi af hálfu Bandaríkjamanna um að koma þeim til aðstoðar fari svo að ákveðið verði að láta til skarar skríða gegn Saddam Hússein. Er þá einkum rætt um afnot af herstöðvum og aðstoð við birgðaflutninga. Tyrkir hafa forðast að taka afstöðu í málinu og vísað til þess að það verði ekki gert fyrr en öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur rætt Íraksmálið á ný og komið sér saman um nýja ályktun í því viðfangi. Á hinn bóginn hafa tyrkneskir og bandarískir embætt- ismenn átt fundi um með hvaða móti hinir fyrrnefndu gætu lagt sitt af mörkum í hugsanlegri herför gegn Saddam forseta og stjórn hans. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra Íraks, sagði á mánudag að Írakar myndu ráðast gegn þeim ríkj- um sem veittu Bandaríkjamönnum aðstöðu til að beita hervaldi gegn Írökum. „Við munum að sjálfsögðu hefna árása bandarísku her- mannanna og skiptir þá engu hvaðan þeir koma. Slíkt er löglegt og rétt- mætt,“ sagði Aziz. Reuters Nokkrir þingmenn Evrópuþingsins héldu á spjöldum þar sem hugsanlegu stríði í Írak var mótmælt þegar þingið fjallaði um Íraksmálið í gær. Tyrkir vilja eld- flaugar frá NATO Vilja bregðast við hótunum Íraka Ankara. AFP. FRANSKA stjórnin kvaðst í gær vera undir það búin að flytja franska borgara frá Fílabeinsströndinni vegna óeirða sem hófust meðal and- stæðinga friðarsamkomulags sem náðist fyrir milligöngu Frakka og miðar að því að binda enda á fjög- urra mánaða borgarastyrjöld. Allt að 20.000 Frakkar búa á Fíla- beinsströndinni, fyrrverandi ný- lendu Frakklands. Um 250 starfs- menn franskra fyrirtækja voru fluttir þaðan í gær. Þúsundir ungmenna hafa setið um franska sendiráðið í Abidjan, við- skiptahöfuðborg Fílabeinsstrandar- innar, og farið ránshendi um frönsk fyrirtæki til að mótmæla samningn- um. Hann kveður á um að stuðnings- menn forseta landsins deili völdun- um með leiðtogum uppreisnarmanna sem reyndu að steypa honum af stóli 19. september og hafa náð norður- hluta landsins á sitt vald. Mikil óvissa ríkir um samninginn eftir að innanríkisráðherra Fíla- beinsstrandarinnar lýsti því yfir að hann væri „ógildur“. Uppreisnar- mennirnir segja að samkvæmt samningnum eigi þeir að tilnefna ráðherra innanríkis- og varnarmála en herinn hefur hafnað því. Óeirðir á Fílabeins- ströndinni Viðbúin að flytja Frakka á brott París. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.