Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 48
Stjörnuflotinn var á staðnum: Haukur Guð- mundsson, Tanja Dögg Arnardóttir, Reynir Örn Björnsson og Úlfhildur Ævarsdóttir og í fremri röð eru Haukur Páll Finnsson og Jónatan Jónsson. VERSLUNIN Nexus stóð á þriðjudagskvöldið fyrir sér- stakri forsýningu á nýjustu Star Trek myndinni, Nemes- is, í Kringlubíói. Sýningin var textalaus og hlélaus eins og venja er á Nexus-forsýningum. Hefð er fyrir því að hörðustu aðdáendur mæti í viðeig- andi Star Trek-búningum á þessar forsýningar og varð engin undantekning á því nú. Einn, af um tíu manns, sem mættu prúðbúnir að hætti Star Trek, fékk að launum DVD-sett að eigin vali með Next Generation-þáttunum frá Nexus. Nemesis er nýjasta myndin um ævintýri Jean-Luc Picards og félaga hans í áhöfn Enterprise. Talið er að þetta verði síðasta mynd geimskipstjórans og eru því aðdáendur hans og þáttanna að vonum spenntir. Star Trek: Nemesis verður frumsýnd föstudaginn 7. febrúar. M orgunblaðið/K ristinn Guðjón Sigmundsson, Ólafur Jakobsson, Tómas Sigmundsson og Baldur Jóhannsson höfðu fyrir því að klæða sig upp í tilefni dagsins. Prúðbúin á lokaævintýri TENGLAR ................................................................................. www.nexus.is Nexus-forsýning á Star Trek 48 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DV Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki. Sýnd kl. 6 og 8. H.TH útv. Saga. HL MBL Kvikmyndir.is Vönduð grínmynd með öllum uppáhaldsstjörnum Bretlands Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.05. Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Sýnd kl. 8. Síðasta sýning. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B i 14 Forsýnd kl. 10.15. Yfir 57.000 áhorfendur Sýnd kl.5.50. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 10.10. 2 vinsælustu myndir frönsku kvikmyndahátíðarinar Stranglega bönnuð innan 16 ára DV MBL DVMBL ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6, 8 og 10. B. I. 16. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. / Sýnd kl. 4. Ísl. tal. / /  ÓHT Rás 2 / / ÞAU Auður Benjamínsdóttir og Jens B. Helgason höfðu heppnina með sér og voru dregin úr hópi þátttakenda í HM leik Flugleiða og Morgunblaðsins á mbl.is. Þátttak- endur eiga að þekkja mynd af landsliðsmanni í hand- knattleik og allir sem svara rétt eiga möguleika á vinn- ingi. Þátttaka er mjög góð í leiknum enda vinningarnir ekki af verri endanum eða flugmiði að eigin vali á einn af áfangastöðum Flugleiða í Evrópu. Það voru Helga Árnadóttir sölustjóri Icelandair á Ís- landi og Konráð Olavsson starfsmaður markaðsdeildar Morgunblaðsins sem afhentu vinningshöfunum, Auði Benjamínsdóttur og Jens B. Hafliðasyni, gjafabréf frá Icelandair. Morgunblaðið/Golli HM-leikur Flugleiða og Morgunblaðsins Hver er hand- boltakappinn? HJÓNIN Jóhanna Ármann og Þorlákur Friðriksson á Skorrastað í Norðfirði héldu upp á gullbrúðkaup sitt í Sigfúsarhúsi, húsi eldri borgara, á gamlársdag. Margt var um manninn í veislunni, ættingjar og vinir sam- fögnuðu þeim á þessum tímamótum. Það er ekki al- gengt að hjón nái þessum tímamótum og enn sjaldgæf- ara að þrjár systur fagni slíkum tímamótum með stuttu millibili. Systur Jóhönnu, þær Friðný Ármann og Jóna Ár- mann, fagna einnig slíkum tímamótum um þessar mundir. Friðný á Akranesi ásamt manni sínum Bjarna Aðalsteinssyni nú í haust og Jóna á Skorrastað ásamt manni sínum Júlíusi Þórðarsyni nú síðar í janúar. Morgunblaðið/ Sigurður Aðalsteins Hjónin ásamt svaramanninum. Gullbrúðkaup í Sigfúsarhúsi Norður-Héraði. Morgunblaðið. Kvikmyndaleikarinn Peter O’Toole hefur farið fram á það við bandarísku kvikmyndaakademíuna að því verði frestað að sæma hann heið- ursverðlaunum akademíunnar þar sem hann keppi enn að því að vinna til almennra ósk- arsverðlauna. O’Toole hefur sjö sinnum verið tilnefndur til ósk- arsverðlauna sem besti leikari í aðal- hlutverki en hann hefur þó aldrei unnið til verðlaunanna. Kvikmyndaakademían ákvað að sæma O’Toole heiðursverðlaunum að þessu sinni en leikarinn, sem er sjö- tugur, hefur nú skrifað henni bréf og beðið um að því verði frestað um tíu ár. Frank Pierson, forseti akademíunn- ar, segir aðstandendur hennar hrygga yfir viðbrögðum O’Tooles þar sem þeir telji tímabært að hann eign- ist sína eigin óskarsverðlaunastyttu og að þeir voni að honum snúist hug- ur. O’Toole hefur m.a. verið tilnefndur fyrir hlutverk sín í myndunum Lawr- ence of Arabia, Becket, Goodbye Mr Chips og My Favorite Year… Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest þann úrskurð undirréttar að lag dönsku hljómsveitarinnar Aqua, „Barbie Girl“, brjóti ekki gegn rétti Mattel-fyrirtækisins sem er einka- leyfishafi Barbie-dúkkunnar. Mattel stefndi MCA-útgáfufyrirtæk- inu og öðrum þeim sem stóðu að út- gáfu lagsins, vegna brota á einkaleyf- islögum. Þá sagði fyrirtækið lagið skaða ímynd dúkkunnar þar sem það lýsi henni sem heimskri og óraun- verulegri léttúðardrós. Lagið naut á sínum tíma mikilla vin- sælda og seldist í 1,4 milljónum ein- taka í Bandaríkjunum… Stjórar í höfuðstöðvum Columbia kvikmynda- framleiðandans eru komnir á skjálftavaktina vegna fregna af meintum brestum í ástarsambandi stórstjarnanna Ben Affleck og Jennifer Lopez. Ekki mun það vera sökum umhyggju fyrir velferð þeirra og hamingju heldur vegna þess að þau hafa samþykkt að leika saman í myndinni Gigli fyr- ir fyrirtækið. „Við erum æði hræddir um að fari svo að þau hætti saman þá muni þau heldur ekki geta unnið sam- an,“ segja talsmenn fyrirtækisins. Parið sjálft hefur samt ekkert tjáð sig eftir meint rifrildi sem á að hafa átt sér stað milli þeirra á Sundance- kvikmyndahátíðinni í síðustu viku… Britney Spears gekk út af heims- frumsýningu myndarinnar The Sing- ing Detective á Sundance-hátíðinni vegna þess að henni þótti myndin svo leiðinleg. Myndin skartar þeim Mel Gibson og Robert Downey yngri í aðalhlutverkum en söngkonunni var alveg sama og gafst upp eftir 45 mín- útur. „Mér fannst þessi mynd alltof furðuleg.“ Reyndar bar hún við að hún hefði þurft að fara vegna annarra skuldbindinga en viðurkenndi að henni hefði þótt myndin skrýtin, og ekki bara myndin heldur þessi Sun- dance-hátíð líka. „Myndirnar hérna eru allar skrýtnar, það þarf að hugsa svo mikið við að horfa á þær.“ FÓLK Ífréttum Himinn og jörð að farast (Sky is Falling) Drama/gaman Bandaríkin, 2000. Skífan VHS. (108 mín) Ekki við hæfi ungra barna. Leik- stjórn og handrit: Florrie Laurence. Aðal- hlutverk: Dedee Pfeiffer, Teri Garr, Bert Remsen, Laura Leighton. SKY is Falling er ein af þessum litlu myndum sem leyna á sér, byrja e.t.v. ekki of vel, en luma á fínum persónum og óvenjulegri at- burðarás. Þar leik- ur Dedee Pfeiffer, systir hinnar þekktu leikkonu Michelle Pfeiffer aðalhlutverkið og stendur sig ágæt- lega í hlutverki Emily, ungrar konu sem er að sigla inn í nokkurs konar þrítugskreppu. Hún og kærastinn ranka við sér þeg- ar staðið er frammi fyrir 10 ára út- skriftarafmæli úr framhaldsskóla. Þeim virðist lítið hafa áunnist á þess- um tíu árum og fer sambandið að losna í reipunum í kjölfarið. Og áfram halda vandræði Emily, starfs- ferillinn er enginn, hana langar að senda frá sér skáldskap en fær ekk- ert birt, fjölskyldumálin taka óvænta stefnu þegar Emily kemst að sann- leikanum um föður sinn, sem reynist á lífi en ekki fallinn frá, eins og hin annars indæla og bjartsýna móðir Emily vildi vera láta. Dregin er upp gráglettin mynd af lífsraunum Emily, sem málar stöð- ugt skrattann á vegginn, allt þar til að góðir hlutir taka að gerast eftir að starfsferill Emily tekur óvænta stefnu. Bráðskondin mynd á köflum, sem þó skilur mátulega lítið eftir sig.  Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Ung í sálarkreppu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.