Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR
42 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
FH – Haukar 25:30
Kaplakriki, Hafnarfirði, bikarkeppni
kvenna, SS-bikarinn, undanúrslit, miðviku-
daginn 5. febrúar 2003.
Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:1, 4:2, 5:3, 5:6,
6:9, 7:10, 9:10, 10:11, 10:15, 10:16, 12:16,
12:23, 15:23, 15:25, 18:26, 19:28, 25:30.
Mörk FH: Björk Ægisdóttir 9/3, Harpa Víf-
ilsdóttir 6/2, Dröfn Sæmundsdóttir 4, Sig-
rún Gilsdóttir 3, Sigurlaug Jónsdóttir 2,
Berglind Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Jolanta Slapikiene 10/1 (þar af
fóru 4 til mótherja), Kristín María Guðjóns-
dóttir 6 (þar af fóru 2 aftur til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur. Þar af fékk Dröfn
Sæmundsdóttir rautt spjald fyrir þrjár
brottvísanir.
Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 12/4,
Harpa Melsteð 8, Tinna Halldórsdóttir 3,
Inga F. Tryggvadóttir 2, Nína K. Björns-
dóttir 2, Sonja Jónsdóttir 2, Brynja Stein-
sen 1.
Varin skot: Lukresija Bokan 19/2 (þar af
fóru 9/1 aftur til mótherja), Bryndís Jóns-
dóttir 1 (þar af fór 1 aftur til mótherja).
Utan vallar: 12 mínútur. Inga Fríða rautt
spjald fyrir þrjár brottvísanir.
Dómarar: Anton Pálsson, Hlynur Leifsson.
Áhorfendur: Um 700.
ÍBV – Stjarnan Frestað
Ekki var flogið til Vestmannaeyja í gær.
SKÍÐAGANGA
Íslensku skíðagöngupiltarnir, sem taka
þátt í heimsmeistaramóti unglinga í Sollef-
teå í Svíþjóð, voru aftarlega í 30 km göngu
með frjálsri aðferð. Markús Þ. Björnsson
varð í 58. sæti af 60 keppendum á 1.40,29
klst. og var hann 17 mínútum á eftir sig-
urvegaranum Chris Jesperesen frá Noregi.
Jakob E. Jakobsson gekk á 1.42,23 klst. og
endaði í 60. og síðasta sæti. Andri Stein-
dórsson hætti keppni.
KNATTSPYRNA
England
Bikarkeppnin, 4. umferð:
Liverpool – Crystal Palace..................... 0:2
Julian Gray 55., Stephen Henchoz sjálfs-
mark 79. Rautt spjald: Dougie Freedman
(Palace) 70.
Millwall – Southampton ..........................1:2
Stephen Reid 37. – Matt Oakley 21., 102.
Sunderland – Blackburn ........................ 2:2
Kevin Phillips 10., Gavin McCann 79. –
Gary Flitcroft 50., 90.
Sunderland hafði betur í vítakeppni, 3:0.
Ítalía
Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikur:
Lazio – Roma ............................................ 1:2
Spánn
Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikur:
Deportivo La Coruna – Mallorca............ 2:3
Þýskaland
Bikarkeppnin, 8 liða úrslit:
Bochum – Kaiserslautern........................ 3:3
Kaiserslautern vann í vítakeppni, 4:3.
Staðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma og
3:3 eftir framlengingu.
Unterhaching – Leverkusen ................... 2:2
Leverkusen sigraði í vítakeppni, 3:2.
1860 München – Werder Bremen............1:4
Eftir framlengingu
Frakkland
Bastia – París SG ......................................1:0
Lens – Bordeaux .......................................3:3
Marseille – Le Havre ................................2:0
Montpellier – Strasbourg.........................2:1
Nantes – Rennes .......................................1:0
Troyes – Nice.............................................1:0
Sedan – Auxerre........................................1:2
Belgía
Bikarkeppnin, 8 liða úrslit:
Sint-Truiden – Anderlecht ............................
La Louviere – Standard Liege................ 2:0
Lommel – Club Brugge ........................... 2:0
Germinal Beerschot – Antwerpen.......... 3:0
Vináttulandsleikur
Mexíkó – Argentína................................. 0:1
Gonzalo Rodriguez 14.
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Indiana – LA Lakers............................ 94:97
Washington – Cleveland...................... 93:84
Milwaukee – Toronto ........................... 95:98
Dallas – Sacramento ........................ 109:110
Orlando – Portland............................... 89:96
New York – LA Clippers ................... 105:92
Minnesota – Houston ......................... 103:89
Denver – Chicago ............................. 102:100
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Intersportdeild:
DHL-höllin: KR - Tindastóll ................19.15
HANDKNATTLEIKUR
Bikarkeppni kvenna
SS-bikarinn, undanúrslit:
Vestmannaeyjar: ÍBV - Stjarnan ........19.30
Í KVÖLD
MAGNÚS Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr Breiðabliki,
verður á meðal keppenda í árlegri vetrarkeppni í köstum,
svokallaðri European Winter Throwing Challenge sem fram
fer í smábænum Gioia Tauro á suðurhluta Ítalíu um helgina
1. og 2. mars. Þetta er þriðja árið sem mótið fer fram en í
fyrsta sinn sem Magnús Aron getur tekið þátt í því sökum
meiðsla. Á þetta mót mæta flestir bestu Evrópubúar í
kringlukasti, kúluvarpi, spjótkasti og sleggjukasti í karla- og
kvennaflokki og reyna með sér.
„Ég hlakka til mótsins enda hafa æfingar gengið vel og ég
hef aldrei verið í eins góðu líkamlegu formi á þessum tíma
árs,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær en hann
vonast til þess að geta kastað yfir 60 metra á mótinu.
Í apríl stefnir Magnús á að fara í þriggja vikna æfingabúðir
til Spánar með þjálfara sínum, Vésteini Hafsteinssyni, og
fleiri kringlukösturum. Reiknar hann með að taka einnig þátt
í einhverjum mótum í tengslum við æfingabúðirnar. „Síðan
hefst keppnistímabilið þegar líður á maí og þá horfir maður
til þess að ná lágmarkinu fyrir HM utanhúss sem fram fer í
París í ágúst,“ segir Magnús, sem býr og æfir í Svíþjóð.
A-lágmarkið í kringlukasti fyrir HM í París er 64,60 m en
B-lágmarkið er 63,50. Magnús hefur lengst kastað 63,09.
HLAUPADROTTNINGIN Marion Jones hefur
rift samkomulagi sínu við hinn umdeilda þjálfara
Charlie Francis, en hann var m.a. þjálfari Kan-
adamannsins Bens Johnsons. Fréttir herma að
íþróttavöruframleiðandinn Nike hafi sett Jones
stólinn fyrir dyrnar og óskað eftir því að hún
fyndi sér annan þjálfara.
Francis hefur ekki legið á skoðunum sínum í
gegnum tíðina og þar á meðal vill hann að ekki
verði lyfjaprófað í íþróttum en undir hans stjórn
féll Johnson á lyfjaprófi árið 1988 í Seoul eftir að
hafa komið fyrstur í mark í 100 metra hlaupi.
Var þetta í fyrsta sinn sem Johnson féll á lyfja-
prófi en hann féll í sömu gryfju nokkrum árum
síðar. Charlie Francis var úrskurðaður í ævi-
langt keppnisbann sem þjálfari og höfðu skötu-
hjúin bandarísku, Jones og Tim Montgommery,
notað hann sem þjálfara án þess að greina form-
lega frá því. Nike er aðalstyrktaraðili Jones og
hefur hug á því að setja af stað mikla auglýsinga-
herferð fram að Ólympíuleikunum í Aþenu árið
2004 en Jones fær um 60 milljónir ísl. kr. á ári í
grunnlaun frá Nike næstu fjögur árin.
Jones skiptir
um þjálfara
Taugar voru þandar til að byrjameð eins og vera ber í bik-
arleik og nágrannaslag. FH-stúlkur
stóðu vörnina ágæt-
lega enda sóknartil-
burðir Hauka fálm-
kenndir, en Jolanta
Slapikiene í marki
FH þurfti samt þrívegis að láta til
sín taka fyrstu tvær mínúturnar.
Hinum megin var Dröfn Sæmunds-
dóttir ákveðin þegar hún skoraði
eitt mark sjálf og gaf tvisvar á lín-
una á Sigrúnu Gilsdóttur sem skil-
aði FH 3:1 forystu. Engar breyt-
ingar urðu fram undir miðjan fyrri
hálfleik og Kaplakrikaliðið hafði þá
5:3 forystu. Þá tók að brá af gest-
unum af Ásvöllum og þegar Harpa
Melsteð og Hanna G. Stefánsdóttir
skoruðu sitthvort markið úr hraða-
upphlaupi virtist liðið losna úr fjötr-
um spennunnar. Að sama skapi virt-
ist það slá FH-stúlkur aðeins útaf
laginu enda höfðu þær lagt mikla
áherslu á að koma í veg fyrir hraða-
upphlaup gestanna. Í stöðunni 9:6
fyrir Hauka á 22. mínútu tók þjálf-
ari FH leikhlé og rétti kúrsinn, sem
skilaði fjórum mörkum úr næstu
fjórum sóknum og staðan 10:9 fyrir
Hauka. Þá tók þjálfari Hauka
leikhlé er tæpar þrjár mínútur voru
eftir til leikhlés og það dugði til að
stilla strengina hjá liði hans. Á síð-
ustu mínútunum voru FH-stúlkum
mislagðar hendur sem Haukar
nýttu sér til hins ítrasta og eftir að
hraðaupphlaup FH snerist við í
höndunum á þeim kom Harpa
Haukum í 15:10 forystu áður en
blásið var til leikhlés.
FH-stúlkur hófu síðari hálfleik af
krafti og gerðu sig líklegar til að
saxa á forskotið en Haukastúlkur
voru búnar að finna fjölina, slógu
hvergi af og eftir 7 mörk úr sjö
sóknum án þess að FH gæti svarað
fyrir sig náðu þær 11 marka for-
skoti, 23:12. Þetta sló á baráttuþrek
FH-inga en dugði þó ekki til að slá
þá útaf laginu, þær reyndu að
skerpa á sóknarleiknum og varð
nokkuð ágengt en það var of seint.
Bilið var of mikið til að brúa og í
lokin leyfði þjálfari Hauka minna
reyndum leikmönnum að spreyta
sig.
FH-stúlkur byrjuðu vel enda ein-
beittar og sáu að verkefnið að sigra
yrði þeim jafnvel ekki ofviða.
Greinilega var búið að fara vandlega
yfir sóknarfléttur mótherjanna og
það gekk ágætlega framan af að
lesa þær út. En þegar mótspyrnan
jókst reyndist þeim erfitt að halda
sínu striki. Sóknarleikurinn var
ágætur til að byrja með en fljótlega
náðu mótherjarnir að stoppa í götin
í vörninni og þá var fátt um fína
drætti. Jolanta Slapikiene mark-
vörður byrjaði vel en þegar vörnin
brást tókst henni ekki að bjarga því.
Dröfn Sæmundsdóttir var drjúg til
að byrja með en þá var lögð áhersla
á að stöðva hana. Sama má segja
um Sigrúnu á línunni, hún skoraði
þrjú af fyrstu fjórum mörkum FH
en sást minna eftir það, fór þá í
hlutverk leikstjórnanda.
Haukastúlkur voru lengi að ná
sér á strik, tóku heilar fimmtán
mínútur til að ná tökum á tauga-
spennunni og hæpið að þær geti
leyft sér slíkt þegar kemur að úr-
slitum. Vörnin var samt ágæt og
fljót að lesa út sókn mótherjanna.
Lukresija Bokan markvörður sá til
þess að halda þeim inni í leiknum til
að byrja með. Hanna Guðrún Stef-
ánsdóttir var að venju í ham og
skoraði af öryggi hvort sem var í
hraðaupphlaupum eða úr horni sínu.
Fyrirliðinn Harpa Melsteð var einn-
ig atkvæðamikil og tók oft af skarið.
Brynja Steinsen stjórnaði að mestu
sóknarleiknum og fórst vel úr hendi,
sannarlega gott fyrir Hauka að
njóta krafta hennar þegar kemur að
lokasprettinum í bikarkeppninni.
Inga Fríða Tryggvadóttir var einn-
ig drjúg, stóð vörnina vel og alltaf á
ferðinni á línunni svo að vörn FH
þufti að hafa á henni góðar gætur
og þá losnaði um aðra leikmenn.
Mikil taugaspenna í Hafnarfjarðarorrustu í gærkvöldi í Kaplakrika
Haukar lengi í gang
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haukar höfðu ríka ástæðu til að fagna eftir sigur á FH í Kapla-
krika í gærkvöldi. Með sigrinum eru Haukarnir komnir í bikar-
úrslit þar sem andstæðingarnir verða ÍBV eða Stjarnan.
FYRSTU fjórtán mínúturnar
stóðu FH-stúlkur uppi í hárinu á
Íslandsmeisturum Hauka þegar
liðin tókust á í undanúrslitum
bikarkeppninnar í Kaplakrika í
gærkvöld. Þá loks hristu Hauka-
stúlkur af sér slenið og eftir tvö
hraðaupphlaupsmörk í röð var
ísinn brotinn – sjálfstraustið
kom en um leið fjaraði undan
því hjá FH-stúlkum. Haukar
þurftu samt tvo góða spretti til
að skilja FH eftir og 30:25 sigur
var aldrei í hættu. Það kemur
hins vegar í ljós á morgun hvort
það verður ÍBV eða Stjarnan
sem leika til úrslita við Hauka.
Stefán
Stefánsson
skrifar
#$%&'
(%$) '
#*#)+,#)
'$
-$#
-.
.$
/ /
0
1
2
!
2
0
0
0
3
0
!
0
.$
/ /
#)&#
)
24
51
5!
+
+
,,
)
05
53
0
Magnús Aron
keppir á Ítalíu
Magnús Aron
Hallgrímsson