Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 23 „Það er oft þannig með mín sinfón- ísku verk, – maður verður oft svo innblásinn á ferðalögum. Sinfóníett- urnar sem ég hef verið að semja síð- ustu ár eru allar meira og minna innblásnar af ferðum mínum hér innanlands, – íslenska náttúran er kannski hvatinn að þessu. Þetta verk varð þannig til á ferðalagi norðan Vatnajökuls. Að öðru leyti er þetta ekki ferðalýsing eða neitt slíkt, – bara það sem mér datt í hug þarna. Best að fara ekkert nánar út í það, svo fólk fari kannski ekki að festa sig í einhverjum landslags- myndum. Ég vil að fólk hafi bara op- inn huga þegar það hlustar. En eftir á að hyggja er óneitanlega áhrifa- ríkt að ganga þarna um, vitandi það núna að þarna skildi ég eftir fótspor, sem sennilega verða horfin undir vatn áður en langt um líður.“ Jónas segir grunnhugmyndina í verkinu felast í andstæðum, sem eru auðheyrðar. „Það eru þessi læti, og svo óskapleg kyrrð inn á milli, en í rauninni er þetta afskaplega einfalt. En fólk í hljómsveitinni hefur verið að viðra alls konar hugmyndir um verkið. Sumum finnst kaflar í því vera bigband popp og fjör, en öðrum finnst þetta afskaplega rómantískt. Það er gaman ef fólk hlustar með opnum huga.“ Hróðmar segir að verk hans, Sin- fónía, sé að smella saman, en að þetta hafi þó verið nokkuð erfitt. „En það er gaman að koma hingað. Hljómsveitin er svo jákvæð. Þetta er búið að vera mjög ánægjulegur tími. Sinfónía er svolítið rómantískt hugtak; – þetta er heimur sem menn hafa búið til, og á að endurspegla lit- róf tilfinninga allt frá gleði niður í sorg og allt þar á milli. Fyrsti kafl- inn er því hraður rondókafli, annar hægur en í þeim þriðja reyni ég að blanda þessu tvennu saman, með hröðum danskafla í lokin.“ Hróðmar segir að þótt verk hans sé sinfónía sé innihald verksins ekki byggt upp eins og klassísk sinfónía, sem byggð er upp á stefjum og úrvinnslu þeirra. „Ég er að vinna miklu meira beint með rytma og hljóm. Auðvitað er þarna fullt af nótum, og vísir að einhvers konar línum og jafnvel stefjum hér og þar, en hugtakið er miklu víðara í dag en það var þá. Allur hljóðheimur sinfóníuhljóm- sveitarinnar er undir sem efnivið- ur.“ Hróðmar segir að fyrsta æfing á nýju verki sé alltaf erfið, þótt hann þekki það vel. „Smátt og smátt tek- ur maður það aftur í sátt. Maður verður að reyna að sjá fyrir vanda- málin sem kunna að koma upp á æf- ingum, – til dæmis það sem snýr að jafnvægi í styrk. Svo kemur auðvit- að fyrir að maður er ekki alveg viss með ákvarðanir sem maður hefur tekið, og þarf kannski að endur- skoða; – til dæmis hvort fiðlurnar eigi að leika ákveðna hluti með víbrató eða ekki, eða hvort kúabjall- an eigi að vera skær eða dimm. Það er margt að hugsa um í þetta löngu verki. En hljómsveitin er svo já- kvæð, og gaman að vinna með henni, – þannig að þessi tími hefur reynst vera mjög góður.“ Einleikari í trompetkonsert Jóns verður Ásgeir Hermann Stein- grímsson, en stjórnandi á tónleik- unum verður Bernharður Wilkin- son. Morgunblaðið/Golli Tónskáldin fjögur með Sinfóníuhljómsveitinni: Jónas Tómasson, Jón Ás- geirsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Atli Ingólfsson. I N T E R N A T I O N A L Sérfræðingur Kanebo mun kynna þessa nýjung ásamt því nýjasta í förðun í Andorru fimmtudag og föstudag kl. 13-18. Smooth Away Wrinkles Horfðu á línurnar hverfa! Strandgötu 32, Hafnarfirði Skilvirkar varnir gegn búðarhnupli og annarri skaðsemi fyrir verslanir Thor Martin Bjerke öryggissérfræðingur hjá norsku samtökunum Handels- og Servicenæringens Hovedorganisasjon Varnir gegn vágestum Emil B. Karlsson verkefnastjóri SVÞ Kaffihlé Samskipti starfsmanna verslana og lögreglu Guðmundur Gígja yfirmaður forvarnardeildar Lögreglunnar í Reykjavík Vernd eigna – vinnsla persónuupplýsinga Elsa S. Þorkelsdóttir lögfræðingur Persónuverndar Rýrnun í smásöluverslun - tæknibúnaður sem skilar mælanlegum árangri Andrew Hunter sérfræðingur öryggis- og þjófavarnabúnaðar hjá Sensormatic í Bretlandi Umræður og fyrirspurnir Markmið ráðstefnunnar er að stuðla að aukinni þekkingu lykilfólks í verslunum um hvernig hægt er að auka öryggi og lágmarka rýrnun. Verða þar m.a. kynntar aðferðir sem hafa skilað góðum árangri í verslun á hinum Norðurlöndunum. Erlendu fyrirlesararnir hafa getið sér gott orð fyrir sérhæfingu á þessu sviði. Þeir tala á ensku. Ráðstefna 10. febrúar kl. 13:00 á Grand Hótel Reykjavík ÖRYGGI Í VERSLUNUM Skilvirkar leiðir til að koma í veg fyrir rýrnun Engin þátttökugjöld eru en þátttakendur verða að skrá sig á svth@svth.is eða í síma 511 3000 Fundarstjóri: Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SVÞ Skráðu þig í tíma! Að ráðstefnunni standa:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.