Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Otti Gíslasonfæddist í Reykja- vík 15. apríl 1955. Hann lést á heimili sínu 26. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gísli Ein- arsson hæstaréttar- lögmaður, f. 26. des- ember 1922, d. 25. janúar 1992, og Sig- ríður Jónsdóttir hús- móðir og verslunar- kona, f. 22. desember 1925, d. 5. mars 1989. Þau skildu. Bræður Jóns Otta eru Einar, f. 29. apríl 1946, kennari í Hafnar- firði, kvæntur Halldóru Jóhanns- dóttur handavinnuleiðbeinanda og eiga þau dæturnar Kristínu, f. 1967, Brynju, f. 1970, og Þóru, f. 1973; Ragnar, f. 24. október 1951, skóla- stjóri í Garðabæ, kvæntur Ingi- björgu Gunnarsdóttur leikskóla- stjóra og eiga þau Gunnar Bjarna, f. 1969, Sigríði Elísabetu, f. 1974, og Ragnheiði Þórdísi, f. 1977. Hálf- Jóns Otta og Helgu er Þorsteinn Otti, f. 10. október 1980. Jón Otti kvæntist hinn 15. apríl 1995 Berglindi Eyjólfsdóttur, rann- sóknarlögreglukonu, f. 26. desem- ber 1957. Berglind er dóttir Jóns Eyjólfs Jónssonar, lögreglumanns og sundkappa, f. 1925, og Katrínar Dagmar Einarsdóttur húsmóður, f. 1930, d. 1996. Berglind er einka- dóttir þeirra hjóna. Börn Jóns Otta og Berglindar eru Katrín Dagmar, menntaskólanemi, f. 16. september 1983, og Jón Eyjólfur, grunnskóla- nemi, f. 23. mars 1989, bæði búsett í foreldrahúsum. Jón Otti ólst upp til fimmtán ára aldurs í Reykjavík og nokkur næstu ár á Eskifirði. Hann var til sjós og í verslunarstörfum og gekk til liðs við lögregluna í Reykjavík 1976. Jón Otti var lengi í umferðardeild, en nú síðast í rannsóknarlögregl- unni, í forvarna- og fræðsludeild. Jón Otti var afreksmaður í flokki sjósundsmanna og átti að baki mörg Viðeyjarsund og eitt Engeyj- arsund. Hann var formaður Íþróttafélags lögreglunnar og for- maður Sjósundfélags lögreglunnar frá stofnun þess. Útför Jóns Otta verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. bróðir samfeðra er Gísli Þór, f. 1. júní 1969, búsettur erlend- is. Jón Otti kvæntist hinn 21. febrúar 1976 Ástríði Einarsdóttur frá Vík í Mýrdal, f. 5. maí 1955. Foreldrar hennar eru Einar Bárðarson, f. 1918, og Guðlaug Sigurlaug Guðlaugsdóttir, f. 1926, búsett í Vík í Mýrdal. Jón Otti og Ástríður skildu. Dóttir þeirra er Birna Dögg, f. 7. mars 1976, hársnyrtir, búsett á Akureyri. Sambýlismaður hennar er Halldór Gunnlaugur Hauksson, hljómlistarmaður, f. 1966. Þeirra synir eru Ívar Már, f. 1995, og Kristófer Logi, f. 1998. Barnsmóðir Jóns Otta er Helga Þ. Egilsson, f. 7. febrúar 1958. For- eldrar hennar eru Þorsteinn Egils- son, f. 1910, d. 1987, og Þóra Ósk- arsdóttir, f. 1919, d. 2001. Sonur Deyr fé deyja deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Þetta erindi úr Hávamálum lýsir vel lífshlaupi þínu. Heiðarleiki, tryggð og vinátta voru þitt aðal. Við- kvæm sál sem hafði svo töfrandi út- geislun. Þú hreifst aðra með þér til dáða er þú stofnaðir Sjósundfélag lögregl- unnar og endurvaktir nýárssund frumherjanna frá 1910. Þú komst á árlegu sjósundi lögreglunnar frá Viðey til Sundahafnar. Sjálfur syntir þú frá Engey og inn í Reykjavík- urhöfn til að heiðra minningu for- feðranna er voru ábúendur í Engey, en þú varst af elstu reykvísku ætt- inni. Þú varst frábær sundkappi, eins og móðir þín Sigríður og móð- urbróðir Sigurður KR-ingur, börn Jóns Otta Jónssonar skipstjóra á Vesturgötu 36 og Gyðu Sigurðar- dóttur konu hans. Starf þitt innan lögreglunnar var þér hugleikið og samvinnan við Björn Sigurðsson varðstjóra til fyr- irmyndar, við að hjálpa þeim og styðja er urðu áfenginu að bráð og skipbrota í lífinu. Þú veittir SÁÁ mikinn stuðning og sóttirmjög oft fundi SÁÁ og talaðir við og hug- hreystir þurfandi brotnar sálir. Ávallt varstu tilbúinn að hlusta á og hughreysta þá er hringdu heim til þín í neyð, en það var nánast daglega og stundum oft á dag. Fjölskylda þín var þér allt. Þú elskaðir eiginkonu þína og börn og barst mikla virðingu fyrir þeim og það var gagnkvæmt. Enda var fjöl- skyldulífið til fyrirmyndar, sam- heldni og innri friður ríkjandi. Mikil vinátta og traust ríkti á milli ykkar bræðranna og fjölskyldur ykkar tengdar miklum vináttuböndum. Sama var að segja um vini þína. Gagnkvæm hjálpsemi og tíðar heim- sóknir styrktu þessi vináttubönd. Þú hvattir mig til að skrifa ævi- sögu mína og varst óþreytandi við það. Eingöngu vegna hvatningar þinnar hóf ég að skrifa endurminn- ingar mínar hér úti í Ástralíu og tók það mig þrjú ár. Elsku tengdasonur og vinur. Ég veit að þú hefur beðið almættið að styrkja Berglindi, dóttur mína og konu þína, og börn ykkar Kallýju og Eyjólf, einnig son þinn Þorstein Otta og dóttur Birnu Dögg og syni henn- ar Ívar Má og Kristófer Loga og Halldór mann hennar. Ennfremur bræður þína og vini. Minningin um hjartahreinan og elskulegan tengdason og vin mun lifa. Eyjólfur Jónsson. Nú er hann tengdapabbi allur og hefur lokið sínu lífsferðalagi. Ég kynntist honum fyrir nærri níu árum og var hann þá starfandi hjá lögregl- unni eins og hann hefur gert alla tíð síðan. Ég veit að hann var ekki hrif- inn af að fá tónlistarmann sem tengdason, hvað þá að hann væri nærri tíu árum eldri en dóttir hans. En eftir ítarlegar rannsóknir og nokkra viðtalstíma tók hann mig í sátt og kallaði mig uppáhalds- tengdasoninn og bætti yfirleitt við á eftir – „en að vísu sá eini“. Fyrir mér var Jón Otti ekki bara tengdapabbi heldur líka góður vinur. Húmorinn hjá honum var mjög sér- stakur og hann gerði oft grín að sjálfum sér. Það verður að segjast að hann var mjög fyndinn og hrókur alls fagn- aðar þegar í veislur var komið, hvort sem það voru barnaafmæli, ferming- arveislur eða eitthvað annað. Jón átti sína dökku daga um æv- ina og hefur þurft að ganga í gegn- um ýmislegt á lífsgöngunni sem hann hefur fært í sinn reynslupoka og miðlað öðrum. Hann hefur verið mikið í að hjálpa öðrum í gegnum tíðina með sín vandamál, hvort sem það var vegna óreglu hjá fólki eða vegna annarra vandamála. Hann gerði mikið fyrir okkur Birnu og strákana og mun ég alltaf þakka honum það. Duglegur var hann að vera í sam- bandi við okkur eftir að við fluttum til Akureyrar og hringdi hann nokkrum sinnum í viku og kynnti sig stundum sem heimilispláguna. Þessi símtöl voru stundum stutt því hann vildi bara athuga hvort allt væri í góðu lagi og hvort við værum ekki góð hvort við annað. Góður var hann við afastrákana sína og þykir þeim afskaplega vænt um afa sinn. Það var alltaf tekið á móti þeim á stigapallinum með orðunum „afa- strákar“ þegar þeir komu í Rauða- gerði til hans og Berglindar og þá kepptust þeir við að hlaupa upp stig- ann í fangið á honum. Það var líka einkennilegt að heyra ekki lengur þessa kveðju þegar við komum í Rauðagerðið fyrst eftir að hann dó. Alltaf var hann boðinn og búinn að passa þá Ívar og Kristófer og hafði alltaf eitthvað með sér til að gefa þeim. Þegar foreldrarnir komu síðan heim var íbúðin eins og eftir stórt partý. En svona var hann Jón bara, hann lagði mesta áherslu á að það væri gaman hjá sér og strákunum. Eins og Ívar og Kristófer sögðu: „Afi var svo góður við okkur, hann gaf okkur alltaf nammi, leyfði okkur að vaka fram eftir og skammaði okk- ur aldrei.“ Mikið vorum við heppin öll að fá þessi ár með honum, þó að alltaf vilji maður lengri tíma með sínum nán- ustu, en við þökkum þann góða tíma sem hann gaf okkur. Við feðgarnir, Ívar, Kristófer og ég, kveðjum Jón Otta með miklum söknuði, og við munum öll reyna áfram að vera góð hvert við annað. JÓN OTTI GÍSLASON Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐNI HALLDÓRSSON fv. heilbrigðisfulltrúi, Kirkjubraut 52, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstu- daginn 7. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness. Lilja Guðrún Pétursdóttir, Halldór Gísli Guðnason, Guðmundur Smári Guðnason, Kristín Guðjónsdóttir, Eufemía Berglind Guðnadóttir, Kjartan Björnsson, Júlíus Víðir Guðnason Fanney Björnsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi. GEIR SÆMUNDSSON, Gullsmára 7, Kópavogi, áður Helgamagrastræti 27, Akureyri, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu- daginn 7. febrúar kl. 10.30. Elín Sveinsdóttir, Gréta Geirsdóttir, Þórir H. Jóhannsson, Erla H. Ásmundsdóttir, Harpa, Elfa Björt og Gylfi Gylfabörn, Rúnar Sigurpálsson, Jóngeir, Grétar, Þórir Elías og Elín Anna Þórisbörn og barnabarnabörn. Okkar elskulegi maður, faðir og afi, SIGURÐUR ALBERTSSON, Brúsholti, Reykholtsdalshreppi, lést á hjúkrunardeild Sjúkrahúss Akraness föstudaginn 31. janúar. Jarðarförin fer fram frá Reykholtskirkju laugar- daginn 8. febrúar kl. 14.00. Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Gunnar Þ. Sigurðsson, Theodór Kr. Gunnarsson, Ingi Steinn Gunnarsson. Við þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegu eigin- konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÞÓREYJAR EIRÍKSDÓTTUR, Ofanleiti 25, Reykjavík. Jón Fr. Jónsson, Anna Lind Jónsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Arnfríður Jónsdóttir, Soffía Rut Jónsdóttir, Agnar Jónsson og barnabörn. EINAR SIGURJÓNSSON fyrrum vegaverkstjóri, Grænumörk 5, Selfossi, sem lést þriðjudaginn 28. janúar sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 8. febrúar nk. kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Kristín Helgadóttir, Hildur Einarsdóttir, Guðmundur P. Arnoldsson, Gunnar Einarsson, Hulda Gunnlaugsdóttir, Garðar Einarsson, Dýrfinna Jónsdóttir, Karolína Hulda Guðmundsdóttir, Helga Einarsdóttir, Sigge Lindkvist, Anna Þóra Einarsdóttir, Halldór Ingi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærs bróður okkar og mágs, SIGFÚSAR ARNARS ÓLAFSSONAR heimilislæknis, frá Gröf á Höfðaströnd, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 30. janúar, verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 7. febrúar kl. 16.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi. Jón Ólafsson, Inga Svava Ingólfsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Hjálmarsson, Edda Jónína Ólafsdóttir, Hafliði Hafliðason. Systir okkar, DAGNÝ HANSEN, Hátúni 10b, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti þriðjudaginn 4. febrúar. Systkini og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.