Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRASILÍSKU borgirnar Ríó de Janeiro og Sao Paulo eru ekki nándar nærri
eins þekktar borgir í heimi tískunnar og París og Mílanó. Þrátt fyrir það
eru haldnar þar tískuvikur tvisvar á ári. Sýningum á tískunni fyrir næsta
vetur er lokið í Sao Paulo og lýkur tískuvikunni í Ríó í dag.
Brasilía er ekki leiðandi land í tískunni en hönnun þaðan hefur notið sí-
fellt meiri athygli síðustu ár. Er það ekki síst vegna þeirrar athygli sem
brasilískar fyrirsætur hafa notið en þar er hin leggjalanga Gisele Bundchen
í fararbroddi.
Hún lét sig ekki vanta í
sýningarnar í heimaland-
inu en hún tók þátt í sýn-
ingu Ricardos Almeidas í Sao Paulo. Hönnuðurinn er þekktastur fyrir að
klæða forsetann Luiz Inacio Lula da Silva. Fyrir þátttökuna fékk hún á
milli átta og tólf milljónir króna. Gisele gaf peningana í sjóð forsetans, sem
ætlað er að koma í veg fyrir fátækt og hungur í landinu.
Brasilísku hönnuðirnir voru margir með tilvísanir í tískuhús á borð við
Dior og Balenciaga. Hönnun þeirra á þó meira upp á pallborðið nú en áður því litagleðin og kynþokk-
inn virðast þeim oftar en ekki í blóð borin. Engin naumhyggja er við lýði þar, enda fengu flestir nóg
af henni í lok tíunda áratugar síðustu aldar. Að minnsta kosti í bili því tískan er umfram allt hverfult
og duttlungafullt fyrirbæri.
Tískan fyrir næsta vetur í Brasilíu
Kynþokki og litagleði
Lino Villaventura Rosa Cha Marcelo Quadros Lino Villaventura Reuters
Coven
Rosa Cha
Ricardo Almeida
Coven
Suma vini losnar þú ekki
við...hvort sem þér líkar betur
eða verr
GRÚPPÍURNAR
Sýnd kl. 8 og 10.
Frábær ævintýra og
spennumynd
fyrir alla fjölskylduna.
Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6 og 10.
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
kl. 5.30 og 9.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i.16 áraSýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Hrikalega flottur
spennutryllir með
rapparanum
Ja Rule og
Steven Seagal
Frábær ævintýra og spennumynd
fyrir alla fjölskylduna
Sýnd kl. 5 og 8. B.i 12 ára
YFIR 86.000 GESTIR
Sýnd kl. 4 og 8. Bi. 12.