Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTA Árnadóttir var kjörin íþrótta- maður Þórs fyrir árið 2002 en út- nefningin fór fram í Hamri, félags- heimili Þórs. Ásta var jafnframt kjörin knattspyrnumaður ársins og er þetta annað árið í röð sem hún hlýtur þá nafnbót. Ásta hefur leikið lykilhlutverk í kvennaliði Þórs síð- ustu ár og hún er vel að þessum titl- um komin. Ásta lék með U-21 árs landsliði Ís- lands á síðasta ári og á að baki 10 leiki með liðinu. Þá hefur hún á und- anförnum árum verið leikmaður í U-19 ára landsliði og á 13 leiki að baki með því liði. Þá var Ásta valin til æfinga með A-landsliði kvenna en náði ekki að leika með liðinu. Aigars Lazdins var kjörinn handknattleiks- maður ársins, Hermann Daði Her- mannsson körfuknattleiksmaður ársins og Rut Sigurðardóttir tae- kwondomaður ársins. Alls voru átta íþróttamenn til- nefndir að þessu sinni, tveir frá hverri deild. Aðrir sem fengu til- nefningu voru Óðinn Ásgeirsson, Helgi Þór Leifsson, Jóhann Þór- hallsson og Páll Viðar Gíslason, sem kjörinn var íþróttamaður félagsins fyrir árið 2001. Sem fyrr var það Ragnar Sverr- isson kaupmaður í JMJ sem gaf öll verðlaunin í kjörinu og hann bauð jafnframt gestum til kaffisamsætis að verðlaunaafhendingu lokinni. Morgunblaðið/Kristján Ásta Árnadóttir, íþróttamaður Þórs 2002 og knattspyrnumaður ársins. Ásta Árnadóttir íþróttamaður Þórs KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mán- aða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem var 14 ára er brot- ið var framið. Viðurkenndi maður- inn að hafa snert kynfæri hennar í eitt skipti. Stúlkan bjó á heimili mannsins og fjölskyldu hans haust- ið 2000, en kona mannsins var móð- ursystir stúlkunnar. Maðurinn hafði m.a. starfað sem nuddari og var að nudda stúlkuna vegna eymsla í baki þegar umræddur at- burður gerðist. Maðurinn var sýknaður af ákæru um að hafa þuklað brjóst stúlk- unnar utanklæða, en hann neitaði staðfastlega sök. Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, en fullnustu refs- ingar frestað haldi maðurinn skil- orð í þrjú ár. Manninum var gert að greiða helming sakarkostnaðar, þar með talinn réttargæslu- og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Benedikts Ólafssonar hdl, 150 þús- und krónur og 35 þúsund krónur til réttargæslumanns síns, Berglindar Svavarsdóttur. Helmingur sakar- kostnaðar greiðist úr ríkissjóði. Ragnheiður Harðardóttir saksókn- ari sótti málið. Ólafur Ólafsson hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Skilorðsbundið fangelsi vegna kynferðisbrots Guðbjörg Gissurardóttir flytur fyr- irlestur sem hún kallar „Skapandi hugsun í eldhúsinu“ í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. febrúar kl. 20.30. Mun hún skoða elda- mennsku út frá skapandi ferli lista- mannsins og hvernig hægt er að nota eldhúsið í skapandi þroska. Einnig kynnir hún nýútkomna bók sína „Hristist fyrir notkun – skap- andi matargerð með því sem til er í eldhúsinu.“ Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Bogi Pálsson formaður Versl- unarráðs Íslands hafa framsögu á hádegisverðarfundi Verslunarráðs Íslands í dag, fimmtudaginn 6. febr- úar. Á fundinum verður fjallað um skattamál atvinnulífsins – stöðu og stefnu og stendur hann frá kl. 12 til 13.30. Fundurinn er öllum opinn en tilkynna þarf þátttöku til ráðsins. Í DAG www.nowfoods.com VAGNHJÓL ALLAR GERÐIR OG STÆRÐIR w w w .d es ig n. is © 20 02 Skeifunni 2 108 Reykjavík Sími 530 5900 www.poulsen.is w w w .d es ig n. is © 20 02 Nýr listi www.freemans.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.