Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 31 ✝ Gísli Ingvar Jóns-son fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1943. Hann lést á líknardeild Landspít- ala í Kópavogi 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Ingv- arsdóttir og Jón Ósk- ar Guðmundsson. Systur Gísla eru Ragnheiður, Þórunn, Vilborg, Pálína og Jóna Borg. Gísli kvæntist Mar- gréti Fjeldsted árið 1970. Synir þeirra eru Daníel, kvæntur Steinunni Jónasdóttur, og eiga þau soninn Jónas Orra, og Snorri, unnusta hans er Guðrún Lára Skarphéðinsdóttir. Gísli nam bifreiða- smíði hjá Agli Vil- hjálmssyni og rak réttingaverkstæði um árabil. Hann varð síðar tjóna- matsmaður hjá Sjóvá-Almennum og starfaði þar til dauðadags. Gísli var félagi í Flugbjörgun- arsveitinni í Reykja- vík. Útför Gísla fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag er til hinstu hvílu borinn Gísli Ingvar Jónsson. Með söknuði biðjum við góðan Guð að varðveita og vaka yfir elsku Gísla sem horfinn er alltof fljótt. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingr. Thorst.) Elsku Margrét, Snorri, Guðrún Lára, Daníel, Steinunn og Jónas Orri, Guð blessi ykkur og styrki. Þið eruð í okkar bænum. Uppspretta kærleikans er í dýpstu fylgsnum vorum og við getum hjálpað öðrum að njóta hennar. Eitt orð, ein gjörð eða ein hugsun getur dregið úr þjáningum manns og fært honum fögnuð. (Thich Nhat Hanh.) Kristín, Sigurjón, Ásdís og Ívar. Í dag kveðjum við Gísla Ingvar Jónsson. Vinátta okkar hófst fyrir hartnær 40 árum og síðar tengd- umst við fjölskylduböndum. Margs er að minnast frá þessum árum, hálendisferðir á gönguskíðum þegar landið okkar skartaði sínu fegursta og sýndi okkur líka óblíða veðráttu. Saman byggðum við sum- arhús og veiðihús, fórum í óteljandi veiðiferðir og ferðalög, bæði með og án fjölskyldunnar. Með Gísla er genginn traustur og góður vinur sem sárt er saknað. Elsku mágkona, synir, tengda- dætur og litli Jónas Orri, ykkar er missirinn mestur og ég votta ykkur innilega samúð um leið og ég þakka Gísla samfylgdina. Óttar. Með sorg í hjarta kveðjum við í dag kæran vin, Gísla Ingvar Jóns- son. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Margrét, Daníel, Steinunn, Jónas Orri, Snorri og Guðrún Lára, Guð gefi ykkur styrk og blessi minn- inguna um góðan dreng. Sigrún og Geirarður (Díú og Geiri). Í dag kveðjum við góðan vinnu- félaga og vin, Gísla Ingvar Jónsson. Gísli var rólegur í fasi og allri framkomu og hann vann einhvern veginn svo áreynslulaust þrátt fyrir mikinn eril og álag oft og tíðum. Okkur fannst alltaf mjög gott að leita til Gísla og hann var alltaf til í að leggja okkur lið þrátt fyrir að hann hefði í mörg horn að líta. Hann var líka maður fastur fyrir þegar hann vildi það við hafa. Það raskaði aldrei neitt jafnaðargeði hans. Aldr- ei skipti hann skapi eða heyrðist segja styggðaryrði um nokkurn mann. Svo var ávallt stutt í glensið og gamanið og oft kom Gísli með spaugilegar athugasemdir um mál- efni líðandi stundar og gat gert góð- látlegt grín að sjálfum sér og öðrum. Það var auðvelt að bera virðingu fyr- ir Gísla. „Ljúfur og þægilegur maður inn við gluggann,“ var einhverju sinni sagt þegar spurt var um Gísla í sím- anum. Þetta lýsir honum kannski betur en nokkuð annað. Stórt skarð er höggvið í vinnu- félagahópinn okkar í stöðinni. Það vantar fjallamanninn okkar prúða sem féll frá svo allt, alltof snemma eftir erfið veikindi. Í þeim sýndi hann mikið æðruleysi og enn frekar hvaða mann hann hafði að geyma. Við komum til með að muna góðan dreng. Við sendum Margréti og fjöl- skyldu innilegustu samúðarkveðjur okkar. Samstarfsfólk í Tjónaskoðunarstöðinni. GÍSLI INGVAR JÓNSSON  Fleiri minningargreinar um Gísla Ingvar Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SOFFÍA EINARSDÓTTIR, Þrúðvangi 26, Hellu, lést á Heilbrigðisstofnuninni Selfossi mánudaginn 3. febrúar. Útför hennar fer fram frá Oddakirkju, Rangárvöllum, laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, MÍLE KRSTA STANOJEV þjálfari, Leifsgötu 24, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt 2. febrúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Sigfríður Vilhjálmsdóttir, Miroslav Stanojev, Sóley Erla Stanojev, Boris Jóhann Stanojev, Eva Christina Bernhardsdottir, Ziva Stanojev, Mirjana Stanojev, barnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HREIÐAR EGILSSON, Reyðarfirði, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar mánudaginn 3. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00. Sigmar Jónsson, Fríða Eyjólfsdóttir, Pálmi Þór Jónsson, Guðrún Guðjónsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Jóna Hrund Jónsdóttir, Egill Jónsson og barnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, dóttur, systur og barnabarns, HJÖRDÍSAR LEIFSDÓTTUR, Arnarheiði 22, Hveragerði. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Kristín Björnsdóttir, Leifur Reynir Björnsson, Sigurbjörg Erna Halldórsdóttir, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, Leifur Kristinn Guðmundsson, Runólfur Birgir Leifsson, Sveinbjörg Pálína Vigfúsdóttir. ✝ GuðmundurKristjánsson fæddist á Bíldudal 25. júní 1908. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristján Jónsson, bóndi á Bræðra- minni á Bíldudal, f. 27. september 1863, d. 4. ágúst 1943 og Rannveig Árnadótt- ir húsfreyja, f. 19. maí 1873, d. 22. des- ember 1918. Systkini Guðmundar voru Eggert Bjarni, f. 1892, d. 1962, Jón Kristján, f. 1894, d. 1929, Sigrún Benedikta, f. 1896, d. 1969, Gísli, f. 1899, d. 1974, Árni, f. 1901, d. 1966, Magn- ús, f. 1904, d, 1922, Málfríður, f. 1905, d. 1999, Gunnlaugur, f. 1911, d. 1962, og Jón Pétur Arn- fjörð, f. 1913, d. 1987. Guðmundur kvæntist 18. sept- ember 1933 eftirlifandi eiginkonu f. 11. október 1964, sambýliskona Ásta Hauksdóttir, þau eiga eitt barn og eitt fósturbarn. e) Líney Björk, f. 26. apríl 1966, eiginmað- ur Ólafur E. Ólafsson, f. 5. apríl 1966, þau eiga þrjú börn. f) Dagný, f. 30. nóvember 1967, hún á tvö börn. 3) Rafn trésmiður, f. 16. mars 1940, eiginkona hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir. Dóttir þeirra er Guðlaug, f. 22. maí 1966, eiginmaður Baldur Baldursson, f. 21. ágúst 1967, þau eiga tvö börn. Einnig á Rafn börnin, a) Hafdísi Ingu, f. 21. september 1973, sam- býlismaður Tómas Ágústsson, f. 18. febrúar 1974, þau eiga eitt barn, b) Inga Frey, f. 14. sept- ember 1976, og c) Rafn Stefán, f. 13. október 1978. 4) Svanberg blikksmíðameistari, f. 4. maí 1949, eiginkona Eygló Benediktsdóttir, f. 7. maí 1952, börn þeirra eru Guðmundur Þór, f. 5. september 1978, og Helga Rut, f. 29. desem- ber 1982, fyrir átti Eygló dótt- urina Sigríði Dögg Guðjónsdóttur, f. 21. desember 1973, sambýlis- maður Gunnar Magnússon, f. 22. nóvember 1973, þau eiga eitt barn. Útför Guðmundar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. sinni Jónu Karítas Eggertsdóttur, f. 18. nóvember 1913. For- eldrar hennar voru Eggert Bjarnason vél- stjóri, f. 6. ágúst 1887, d. 2. október 1966, og Ólafía Þóra Jónsdótt- ir húsfreyja, f. 21. október 1892, d. 9. ágúst 1955. Börn Guð- mundar og Jónu Kar- ítasar eru: 1) Randver Svanberg, f. 28. októ- ber 1932, d. 22. októ- ber 1936, 2) Ívar Svanberg vélstjóri, f. 29. júní 1937, eiginkona hans var Lovísa Tómasdóttir, f. 13. júní 1938. Börn þeirra eru: a) Jóna Karítas, f. 4. janúar 1958, eigin- maður Árni Harðarson, f. 29. október 1956, þau eiga fjögur börn. b) Tómas, f. 6. ágúst 1959. c) Aldís, f. 9. október 1961, eigin- maður Flosi Karlsson, f. 26. mars 1960, þau eiga fimm börn og tvö barnabörn. d) Guðmundur Birgir, Elsku afi, nú ertu lagður af stað í ferðina miklu, og veit ég í mínu hjarta að nú ertu búinn að öðlast friðinn sem þú hefur þráð í nokkurn tíma. Þú varst búinn að lifa lífinu vel og lifandi og má með sanni segja að þú hafir verið mjög góð fyrirmynd okkar sem erum rétt að hefja lífið. Þú varst alltaf svo duglegur og kvartaðir aldrei. Þú hugsaðir alltaf svo vel um okkur barnabörnin, og passaðir að okkur vanhagaði ekki um neitt, varst alltaf viljugur að hjálpa okkur og hafðir svo mikinn áhuga á að heyra hvernig okkur gengi í lífinu. Þú varst alltaf að spyrja um skól- ann og reyndir að fylgjast með öllu sem við gerðum, þú hafðir svo mik- inn metnað til að okkur gengi vel í því sem við vorum að gera. Það var alltaf svo yndislegt að koma í heimsókn á sunnudögum til ykkar ömmu í Hamraborgina, því þar gleymdi maður stað og stund, og var andrúmsloftið alltaf svo ró- legt og notalegt. Þessar sunnu- dagsstundir og allar okkar yndis- legu stundir í gegnum árin mun ég geyma í hjarta mínu alla tíð. Ég vissi alltaf að þessi stund myndi að lokum koma, en innst inni vonaði ég að við fengjum alltaf að njóta samvista við þig, enginn getur búið sig undir það að missa ástvin. Elsku afi minn, með söknuði og þökk fyrir allt kveð ég þig og bið Guð að geyma þig og styðja hana ömmu. Ég veit að þú munt alltaf halda verndarhendi yfir okkur öll- um. Þín Helga Rut. Þegar ég hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, elsku afi, fyll- ist hugur minn miklum söknuði, því þú varst mér svo mikils virði. Þú varst svo einstaklega góður og hjartahlýr afi. Þegar ég kom í heimsókn til þín og ömmu í Hamra- borgina, og síðari ár á Hrafnistu, þá var ætíð tekið vel á móti okkur systkinunum því aðalmálið hjá ykk- ur ömmu var að við færum frá ykk- ur södd og sælleg á svip. Þú hafðir ætíð brennandi áhuga á því að vita hvað ég var að gera hverju sinni. Hvernig mér gekk í skólanum og hvort ég væri ekki ánægður með lífið og tilveruna og ekki síst hvort ég ætlaði nú ekki að fara að skipta um bíl og fá mér kannski Renault. Þú varst mikill bíladellukall og reyndist Renaultinn þér afskaplega vel og þess vegna vildir þú að ég nyti góðs af því. Þú varst alltaf hörkuduglegur og gafst ekki tommu eftir. Þótt kominn værir á efri ár stóðst þú alltaf þína plikt. Þegar þú varst að vinna í fiskverk- uninni hjá pabba, rúmlega áttræð- ur að aldri, horfði ég stundum á þig flaka fiskinn af einskærri snilld og alltaf kom það upp í huga minn hvað ég væri stoltur af því að þetta væri afi minn. Ég vissi innra með mér, síðast- liðnar vikur, að það var orðið nokk- uð ljóst að fljótlega myndi líða að kveðjustund, það er alltaf erfitt að missa ástvin þegar kallið kemur. Ég veit, afi minn, að þú varst orð- inn lúinn og sáttur við þau mörgu og góðu ár sem þú varst hér á jörð meðal vor. Einnig er ég viss um að það er eitthvað miklu betra sem bíður þín handan við móðuna miklu. Ég þakka allan stuðninginn og samverustundirnar sem við áttum saman, elsku afi, þær munu aldrei falla mér úr minni. Megi guð geyma þig að eilífu. Þinn afastrákur Guðmundur Þór. GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.