Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá Sigurði Einarssyni, forstjóra Kaupþings banka: „Ungur maður ritar grein í Morgunblaðið í gær sem tæpast getur talist málefnaleg. Honum virðist í mun að sannfæra lesendur um að Kauping banki hafi þvingað SPRON til þess að kaupa Frjálsa fjárfestingarbankann of dýru verði. Staðreyndir málsins eru hinsvegar þessar: 1. Kaupþing banki seldi Frjálsa fjárfestingarbankann til þess að styrkja fjárhagslegan grunn sinn m.a. vegna fjárfestinga erlendis, og vegna þess að starfsemi hans féll ekki að kjarnasviðum Kaup- þings. Í skráningarlýsingu Kaup- þings vegna skráningar bankans í kauphöllinni í Stokkhólmi er sölu- hagnaður af eignum aðgreindur frá öðrum rekstrarþáttum, og sér- staklega gerð grein fyrir sölunni á Frjálsa fjárfestingarbankanum. Því er það röng ályktun að geng- ishagnaður sölunnar hafi haft áhrif á afstöðu hluthafa í JP Nord- iska bankanum til yfirtökutilboðs Kaupþings banka. 2. Kaupþing banki taldi að hæfi- legt verð fyrir Frjálsa fjárfesting- arbankann væri 4,5 til 5,0 millj- arðar króna, en ekki gekk saman á því verði, og var að lokum fallist á gagntilboð Jóns G. Tómassonar, stjórnarformanns SPRON, upp á 3,8 milljarða króna, enda fylgdi fasteign félagsins ekki með í kaup- unum. Samningana gerðu forstjóri Kaupþings og stjórnarformaður SPRON og var staðið að málum með sérstakri varfærni vegna þess að stjórnarformaður Kaupþings banka er jafnframt sparisjóðs- stjóri SPRON. Það leiðir af sjálfu sér að hann sem stjórnarformaður Kaupþings banka tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins inn- an stjórnar Kaupþings banka og er það staðfest í fundargerð. 3. Þegar í hlut eiga tvö fjármála- fyrirtæki á frjálsum markaði, sem daglega standa í viðskiptasamn- ingum og verðmati, er krafa um óháð verðmat sem undanfara kaupsamnings óþörf, að því gefnu að framkvæmdin sé með þeim hætti að komið sé í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra, eins og gert var í þessu tilfelli. Kaup- þing banki og SPRON eru hvor um sig fullfær um að meta við- skiptatækifæri, en auðvitað lítur hvor aðili sínum augum á silfrið. 4. Hlutabréf Kaupþings banka hf. hafa verið skráð á O-lista Kaup- hallarinnar í Stokkhólmi og lík- lega hefur ekkert íslenskt fyrir- tæki gengið í gegnum jafn- nákvæma skoðun og upplýs- ingagjöf eins og Kaupþing í tengslum við þessa skráningu. Fjármálaeftirlitið í Svíþjóð innti Kaupþing banka meðal annars eft- ir því hversvegna Frjálsi fjárfest- ingarbankinn hefði verið seldur út úr samstæðunni. Fram komu spurningar meðal hluthafa í JP Nordiska bankanum um það hvort stærsti hluthafinn í Kaupþingi banka, SPRON, hefði fengið að kaupa Frjálsa fjárfestingarbank- ann á of hagstæðu verði. Sú skoð- un var einnig sett fram að bankinn hefði verið seldur á of lágu verði miðað við öryggi tekna og gæði út- lána. Að lokinni yfirferð gagna voru engar athugasemdir gerðar, hvorki við framkvæmd né söluverð í þessum viðskiptum. Niðurstaða: Það er ætíð álitamál hvað er rétt verð í viðskiptum. Þegar litið er um öxl er það álit Kaupþings banka að það sé erfitt að halda því fram af nokkurri sanngirni að SPRON hafi keypt Frjálsa fjár- festingarbankann á of háu verði. Mál er því að linni ómálefnalegu sjónarspili vegna þessara við- skipta, sem að öllu leyti voru eðli- leg.“ Athugasemd frá Sigurði Einarssyni, forstjóra Kaupþings banka „Mál að sjónarspili linni“ ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Á dagskrá eru 40 þingmál. Að- allega þingmannamál. M.a. er fyr- irhugað að Guðmundur Árni Stef- ánsson, Samfylkingunni, mæli fyrir tillögu um starfslok fyrrverandi forstjóra Landssíma Íslands hf. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra fullyrti á Alþingi í gær að kaupmátt- ur bóta, atvinnuleysisbóta til að mynda, hefði vaxið um 13% á und- anförnum árum. Sagði hann það fagnaðarefni. Kom þetta fram í máli hans eftir að Jóhanna Sigurðardótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafði innt hann eftir upplýsingum um gerð samræmds neyslustaðals um framfærslukostnað heimilanna. Hún hefði flutt tillögu um gerð slíks staðals fyrir nokkrum árum. Forsætisráðherra sagði m.a. að verið væri að vinna að þessum mál- um í nefnd og að vænta mætti nið- urstaðna innan næstu mánaða. Í umræðunni var Pétur H. Blön- dal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, minntur á ummæli sín um lágmarks- bætur og Pétur sagði rétt að hann hefði verið spurður að því hvort hann gæti lifað á 90 þúsund kr. á mánuði. Eftir smá umhugsun hefði hann talið að hann gæti það. Það væri þó ekki létt. „Í mig hafa hringt þrír aðilar síðan þetta gerðist sem eru með 90 þúsund kr. og þaðan af lægra og segjast lifa góðu lífi af því. Einn er bóndi sem sagðist ekki hafa vanist þeirri eyðslu sem gengur hérna í bænum. Hann býr reyndar í bænum núna, er kominn á eftirlaun og telur sig geta lagt fyrir af þeim tekjum í hverjum mánuði,“ sagði Pétur. „Síð- an hafa hringt í mig þrír aðilar sem segjast vera fátækir. Einn er raun- verulega fátækur að mínu mati, það er forsjárfaðir sem á þrjú börn sem hann þarf að borga meðlag með og er á atvinnuleysisbótum.“ Kaup- máttur bóta vaxið um 13% Davíð Oddsson TVEIR varaþingmenn hafa tekið sæti á Alþingi í þessari viku. Annars vegar Páll Magnússon, varaþing- maður Framsóknarflokksins, en hann tekur sæti í fjarveru Sivjar Friðleifsdóttur. Hins vegar Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins, en hann tekur sæti í fjarveru Guðmundar Hallvarðssonar. Páll og Vilhjálmur hafa báðir áður tekið sæti á þingi. Varaþingmenn taka sæti JÓN Kristjánsson, settur umhverf- isráðherra, sagði á Alþingi í gær að svo virtist sem víðtæk sátt væri um nýlegan úrskurð sinn um Norðlinga- ölduveitu. „Það virðist vera víðtæk sátt um þennan úrskurð. Það hef ég fundið alveg greinilega. Ég hef fund- ið meiri viðbrögð við þessu máli heldur en ég hef nokkru sinni fundið áður frá því ég byrjaði í stjórnmál- um.“ Málið var rætt utan dagskrár á Alþingi í gær að frumkvæði Stein- gríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þingmenn hrósuðu marg- ir hverjir því hversu Jón Kristjáns- son hefði unnið vel að úrskurðinum. Steingrímur J. Sigfússon sagði m.a. í upphafi máls síns að úrskurð- ur ráðherra hefði valdið sér von- brigðum; hann hefði m.ö.o. bundið vonir við það að ráðherra hafnaði öll- um hugmyndum um miðlunar- eða veitulón á Þjórsársvæðinu. Stein- grímur tók þó fram að úrskurður ráðherra fæli í sér mun skárri fram- kvæmd en óbreytt niðurstaða Skipu- lagsstofnunar og Landsvirkjunar. Síðan sagði Steingrímur: „Ég vil taka það fram að ég tel að settur um- hverfisráðherra, Jón Kristjánsson, eigi hrós skilið fyrir þá miklu vinnu og alúð sem hann lagði í þetta verk- efni. Þegar ráðherra var að rök- styðja niðurstöðu sína m.a. með því að tiltekinni hagkvæmni væri fórnað í þágu náttúruverndar og til þess að unnt væri að virða friðlýsinguna og alþjóðlegar skuldbindingar skv. Ramsar-sáttmálanum, þá fannst mér um sinn eins og þjóðin hefði loksins eignast eiginlegan umhverf- isráðherra. En því miður aðeins tímabundið og í þessu eina máli.“ Steingrímur sagði einnig að enginn vafi léki á því að úrskurður ráðherra væri ákveðinn varnarsigur. Þá sýndi úrskurðurinn hversu mikilvægt væri að halda áfram varðstöðunni um há- lendið og náttúruperlurnar, því að þeim væri sótt úr ýmsum áttum. Ekki ráðherra að dæma Steingrímur spurði m.a. ráðherra að því hvort komið hafi til álita að fella hinn kærða úrskurð Skipulags- stofnunar úr gildi í heild sinni en benda framkvæmdaraðilum þess í stað á aðra möguleika á útfærslu framkvæmdarinnar. „Svarið við þessari spurningu er nei,“ sagði ráð- herra. „Ég sem settur umhverfisráð- herra hafði þrjá kosti; að segja nei, að segja já, eða skilyrða heimildina. Þetta var mitt hlutverk og mín nið- urstaða var sú að mér bæri skylda til að taka efnislega á kærunum.“ Steingrímur spurði ráðherra einn- ig að því hvort hann teldi úrskurðinn hafa fordæmisgildi hvað varðaði stöðu friðlýstra svæða. Ráðherra svaraði því til að það væri ekki hans að meta. „Í þessu máli erum við að tala um Þjórsárver sem er viðkvæmt friðland. Ég taldi miklu máli skipta að hafa úrskurðinn skýran og af- dráttarlausan hvað varðaði friðland- ið. Það var mitt hlutverk að gera það. Ég er þeirrar skoðunar að það verði að fara að öllu með gát þegar friðlönd eru annars vegar. Ég ætla þó ekki að túlka þennan úrskurð minn sem setts umhverfisráðherra frekar eða fara með hann inn í fram- tíðina.“ Margir þingmenn tóku til máls í umræðunni og sagði Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar- innar, m.a. að umræddur úrskurður hefði komið sér á óvart. „Hann kom mér á óvart fyrir þá hugvitssemi sem í honum var sýnd. Ég er þeirrar skoðunar að með honum hafi unnist ákaflega mikilvægur varnarsigur fyrir okkur umhverfissinna sem höfðum barist fyrir björgun Þjórs- árvera.“ Össur taldi að umhverfis- ráðherrar framtíðarinnar hlytu að fylgja honum eftir með því að skerða ekki mörk opinbers friðlands. Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaðst eins og Össur hafa búist við öðrum úrskurði. „Ég hafði búist við því að úrskurður Skipulagsstjóra yrði staðfestur.“ Sagðist hann þó vel skilja afstöðu setts umhverfisráðherra sem hefði lagt sig í líma við að finna leið sem sætti ólík sjónarmið í málinu. „Það sem skiptir meginmáli nú er að Landsvirkjun taki af skarið og til- kynni Norðuráli að fyrirtækið fái þá orku sem það þarf til stækkunar ál- versins. Það svar þarf að liggja fyrir sem fyrst þannig að Hitaveita Suð- urnesja og Orkuveita Reykjavíkur, sem einnig taka þátt í orkuöflun, geti hafið framkvæmdir.“ Þingmaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, sagði einnig eins og margir aðrir þingmenn að niðurstaða setts umhverfisráðherra væri vel viðunandi. Allir ættu að geta unað við þann úrskurð. Morgunblaðið/RAX Horft í norðaustur til Hofsjökuls. Votlendið er dæmigert fyrir það land, sem færi undir vatn, yrði ráðist í framkvæmdir og miðlunarlón myndað. Ráðherra segir víðtæka sátt um úrskurðinn Utandagskrárumræða um úrskurð ráðherra um Norðlingaölduveitu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.