Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 25 TILBOÐSDAGAR FORCE C PREMIUM - og húðin ljómar HYDRO URGENCY - rakafyllt húð COLLAGENIST - „áhrif Collagens án sprautunnar“ FACE SCULPTOR - andlitslyfting án skurðaðgerðar Við bjóðum þér nú vinsælustu kremin frá Helena Rubinstein á 10% lægra verði. Að auki færð þú snyrtibuddu og 3 aðrar vörur sem passa með kreminu þínu. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Útsölustaðir: Gullbrá Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Libia Mjódd, Mist Spönginni, Sara Bankastræti 8, Sigurboginn Laugavegi 80, Andorra Strandgötu Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Hygea Smáralind, Fína Háholti Mosfellsbæ. Landið: Hjá Maríu Glerártorgi Akureyri, Jara Hafnarstræti 104 Akureyri, Bjarg Stillholti 14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 18 Húsavík, Konur og menn Hafnarstræti 9 Ísafirði, Myrra Austurvegi 4 Selfossi, Miðbær Miðstræti 14 Vestmannaeyjum. Galtalind – Kópavogi Hörku góð og vel skipulögð 117,6 fm 4ra herbergja íbúð með sérinngangi og sérgarði. Þrjú stór herbergi og stofa, glæsilegt baðherbergi og fal- legt eldhús, þvottahús og geymsla innan íbúðar. Þetta er vel staðsett eign á þessum vin- sæla stað. Áhv. ca 7,4 millj. húsbr. Verð 16,9 millj. Opið virka daga kl. 9-18 laugardaga kl. 12-14 Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is www.holl.is Í MORGUNBLAÐINU í gær birtist grein eftir Jón Steinar Gunn- laugsson um frumvarp til breytinga á lögum um lögmenn. Þar er gert ráð fyrir að þeir, sem lokið hafa „fulln- aðarnámi í lögfræði“, hvað sem það þýðir, „með embættis- eða meistara- prófi frá lagadeild háskóla sem við- urkenndur er hér á landi“, geti, að öðrum skilyrðum uppfylltum, öðlast réttindi sem héraðsdómslögmenn. Þessi breyting á lögunum er með öllu óþörf, eins og fram kemur í grein Jakobs Möller hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu í fyrradag. Löngum hefur verið gerður grein- armunur á rökræðu og kappræðu. Það sem einkennir rökræðu er að þar er lýst rökum með og á móti til- tekinni niðurstöðu á málefnalegan hátt. Í grein minni um kosti og galla, sem fylgja samkeppni milli háskóla og birtist í Morgunblaðinu á mánu- dag, er leitast við að gera þetta. Það sem setur hins vegar svip sinn á kappræðuna er einhliða málflutning- ur þar sem hlutirnir eru gjarnan ein- faldaðir og veist að mönnum per- sónulega. Grein Jóns Steinars er í dæmigerðum kappræðustíl þar sem hann segir m.a. um okkur Jakob: „Það er eins og allur fróðleikur og vísindaleg hlutlægni hverfi þeim úr augsýn, þegar þeir taka til við að vernda hagsmuni, sem hugnast þeim.“ Málflutningur af þessu tagi getur verið árangursríkur, en hann sæmir að mínum dómi ekki háskólamönn- um. Það sem ég fer fram á er að mál það, sem hér er til umfjöllunar, fái vandlega skoðun áður en lögum verður breytt. Hingað til hefur nán- ast engin opinber umræða verið um það, hvorki meðal lögfræðinga né há- skólamanna. Ég vil ekki elta ólar við að svara kappræðumanninum Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Þó vísa ég því á bug að Háskóli Íslands sé að krefjast „forréttinda“ sér til handa. Það vill svo til að Háskólinn í Reykjavík, þar sem Jón Steinar starfar sem prófess- or, nýtur forréttinda í samanburði við Háskóla Íslands, vegna þess að sá skóli fær fullt fjárframlag úr rík- issjóði til kennslu hvers nemanda og getur að auki krafið nemandann um skólagjöld. Þetta þýðir að Háskólinn í Reykjavík fær í sinn hlut u.þ.b. 500 þúsund krónur á ári til að annast kennslu fyrir hvern laganema meðan Háskóli Íslands, sem lögum sam- kvæmt má aðeins innheimta tak- markað innritunargjald af hverjum nemanda, fær u.þ.b. 300 þúsund krónur fyrir hvern laganema. Hér er að sjálfsögðu um að ræða hróplega mismunun sem brýnt er að lagfæra og tengist að sjálfsögðu umræðunni um jafnræði milli skóla á háskóla- stigi sem Jón Steinar kýs að gera að umtalsefni í grein sinni. Að þessu atriði og mörgum fleiri þarf að hyggja áður en tekin verður ákvörðun um að breyta lögum um lögmenn í þá veru sem að framan greinir. Rökræða hæfir háskóla- mönnum, ekki kappræða Eftir Eirík Tómasson „Ég vísa því á bug að Há- skóli Íslands sé að krefj- ast „forrétt- inda“ sér til handa.“ Höfundur er prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands. GÍSLI S. Einarsson alþingismað- ur skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið sl. laugardag. Greinin er svar við grein undirritaðs í sama blaði þriðjudaginn 28. janúar sl. At- hyglisverð er grein Gísla fyrir þeirra hluta sakir að þrátt fyrir yfirlýstan tilgang er innihald hennar svo óra- langt sem hugsast getur frá því að vera efnislegt svar við grein minni. Hún er því svargrein án innihalds. Í grein minni var fjallað um vega- mál á Vestfjörðum að gefnu tilefni úr fyrri skrifum þingmannsins. Rakti ég efnislega hvernig á síðustu árum hefðu orðið gríðarlegar breyt- ingar á þeim sviðum. Var vakin at- hygli á því að 10,6 milljörðum króna hefði verið varið til vegamála í kjör- dæminu frá 1991 sem eru mikið fé. Þar af um 5,5 milljarðar vegna Vest- fjarðaganganna. Eigi að síður lýsti ég þeirri skoðun minni að við þyrft- um meira fé á næstu árum til þess að koma þéttbýlisstöðunum í viðunandi akvegasamband með uppbyggðum og malbikuðum vegum. Þegar Gísli víkur að þessum mál- flutningi mínum í grein sinni talar hann um tittlingaskít. Það var og. Þessir ríflegu tíu milljarðar eru þá sennilega orðnir stærsti tittlinga- skítur í sögu lýðveldisins, að minnsta kosti. Um greinina þarf því í rauninni ekki að fara fleiri orðum. Hún er sérstæð fyrir að vera meint svar við málflutningi, án þess að tæpa á efn- isatriðum. Slíkar greinar eru ekki algengar í blöðum landsins og verð- skulda fyrir vikið sérstakan sess – í gleymskunnar dái. Um svargrein án innihalds Eftir Einar K. Guðfinnsson „Stærsti tittlinga- skítur í sögu lýðveld- isins.“ Höfundur er alþingismaður. MIKIL umræða hefur verið í þjóð- félaginu um mikla fátækt á Íslandi og hefur Jóhanna Sigurðardóttir farið þar fremst í flokki. Eðlilega reynir stjórnarandstaðan að gera þjóð- félagsstöðuna svartari en hún er í raun og því tilvalið að gera mikið úr fátækt enda grafalvarlegt mál. En veltum fyrir okkur orðinu „fátækt“, í mínum huga kemur fyrst upp Afr- íkuríki eins og Sómalía sem lengi hef- ur barist við fátækt í miklum mæli. Ósanngjarnt væri að bera Ísland við Sómalíu og í raun ekkert sameigin- legt með þessum þjóðum, eða hvað? Er ekki svo mikil fátækt á Íslandi? Svo segir Jóhanna, en ég efast um að hún væri sammála því að við ætt- um við eins mikla fátækt að etja líkt og Sómalía. Enda allt öðruvísi fátækt hér á landi og þar, hér er fólk fátækt vegna uppáskrifta, óskynsamlegra lána, áfengisneyslu og spilafíknar, þ.e.a.s. fátækt sem hver og einn ein- staklingur hefur skapað sér sjálfur ólíkt því sem gerist í Afríkulöndun- um. Réttast væri að skilgreina orðið „fátækt“ upp á nýtt, því að það er ósanngjarnt gagnvart mannkyninu, Íslandi og þeim er stjórna landinu að nota orðið fátækt yfir þá sem ekki ráða við t.d. afborganir á bílnum sín- um á meðan fólk er deyjandi af völd- um fátæktar. Ræða þarf um vandann með réttu hugarfari og ósjálfrátt blekkir orðið fátækt okkur vegna þess hve víðtækur skilningur er á orðinu „fátækt“. Nú eru ráðuneyti að skoða þetta vandamál sem stjórnarandstaðan telur að sé í vaxandi mæli og því væri það hollráð að skilgreina orðið að nýju og kalla það t.d. nauðsynja- skort. Það er því mitt mat að fátækt á Ís- landi sé óraunveruleg en hugsanlega er um einhvern nauðsynjaskort að ræða. Fátækt! Eftir Ragnar Sigurðsson „Réttast væri að skil- greina orðið „fátækt“ upp á nýtt.“ Höfundur er formaður ungra sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.