Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10 b.i. 14 ára. / Sýnd kl. 10 b.i. 14 ára. / ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI KRINGLAN KEFLAVÍK / / / ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 5.50. B.i. 12. Ein umdeildasta og djarfasta kvikmynd ársins er komin í bíó. Stranglega bönnuð innan 16 ára Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. Monica Bellucci Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 14. Sýnd kl. 10. B.i. 14. Sýnd kl. 10.40. B.i.16. 2 vinsælustu myndir frönsku kvikmyndahátíðarinar DV MBL SV MBL Radíó X DV MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 8.. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 9 og 11. Enskur texti H.K DV Kvikmyndir.is Misstu ekki af vin- sælustu mynd síðasta árs í bíó Tilboð 2 fyrir 1 H.L MBL Ísl. texti Ísl. texti Íslenska fjölskyldumyndin Didda og dauði kötturinn frumsýnd á morgun „KOMDU um jólin“. Margræður titill sem lítill vandi er að stökkva á sem bagalegt, freudískt mismæli. Alltént er hér á ferðinni safnplata með jólalögum, fluttum af mörgum af okkar helstu poppstjörnum um þessar mundir. Sum lögin voru tekin upp sérstak- lega fyrir þessa útgáfu en mörg lag- anna hafa einungis verið fáanleg á safnplötum, verið aukalög á breið- skífum eða einfaldlega flotið um á öldum ljósvakans, þessar vikur sem blessuð jólin fylla líf okkar litum og ljósi. Það er því fengur að plötunni sem slíkri, gott að mörg illfáanleg lög séu nú komin í eina og sömu höfn. Hér er til dæmis fimm ára gamalt jólalag með Landi og sonum! („Jólasynir“). Og tóneyrað kemst líka vel frá plötunni því hún rúllar ágætlega í gegn. Það er ekki laust við að það sé „drífum þetta af“ bragur yfir útgáf- unni. Vanda hefði mátt betur til um- slags og diskurinn hefði ábyggilega getað verið eigulegri. En hvað um það, skoðum inni- haldið, sem ber lög eins og „Komdu um jólin“, „Jólin eru að koma“ og „Þegar jólin koma“ ;o) Af nýju lögunum stendur flutn- ingur Birgittu Haukdal á gamla Brunaliðslaginu „Eitt lítið jólalag“ hiklaust upp úr. Gefur hún stöllu sinni Röggu Gísla ekkert eftir í töff- araheitum. Stuðlög Jólasveinanna eru þá hæfilega fíflaleg, þar sem „Jólasósan“ stendur upp úr. Lagið er íslenskun á einu eftirminnilegasta lagi síðasta árs, „The Ketchup Song“ með Las Ketchup. Best að njóta þess meðan hægt er því þetta lag á líkast til eftir að verða óþolandi eftir skamman tíma. Það er merki- leg staðreynd að Skerjafjarðar- skáldið Kristján Hreinsson átti tvo mismunandi texta við þetta lag fyrir þessi jól. Einnig hristi hann fram texta fyrir ungsöngkonuna Kötu, en hjá henni heitir lagið „Tómatsósu- lagið“. Þungavigtarböndin Land og syn- ir, Í svörtum fötum og Á móti sól eiga allar sterk innlegg. Lag þeirra fyrstnefndu er hressilega hressilegt, Á móti sól eiga glettilega dramatískt lag en bestir eru þó Í svörtum fötum sem komast næst Slade að gæðum, er gera á kröftugt jólalag. Þetta lag er sennilega það besta sem þeir hafa gert. Lítt þekktari sveitir eins og Spútnik og Stóri Björn (Hvílíkt nafn!) eiga þá innslög vel yfir með- allagi, bæði eru lögin áferðarfalleg og heillandi. Ég er ekki jafnsáttur við um- breytingu ítalska Evróvisjónsmells- ins „Gente di Mare“ í jólalag. Hálf- tilgangslaust finnst manni. Einar Bárðarson á tvö lög hér og er mis- tækur. „Þar sem jólin bíða þín“ í flutningi Bergsveins Arilíussonar er kauðslegt, betra er „Handa þér“ í flutningi Einars Ágústs og Gunnars Ólasonar. Þannig var nú það. Og þó febrúar sé nú nýhafinn ætla ég að nota tæki- færið og óska landsmönnum gleði- legra jóla! Poppjól Jólasveinarnir og gestir Komdu um jólin Skífan Komdu um jólin, jólaplata með ýmsum flytjendum. Þeir eru: Jólasveinarnir, Birg- itta Haukdal, Gunnar Ólason, Land og synir, Í svörtum fötum, Bergsveinn Arilíusson, Á móti sól, Einar Ágúst, Ragn- heiður Gröndal, Spútnik, Stóri Björn og Brooklyn fæv. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Árni Torfason Birgitta Haukdal gæðir gamla smellinn „Eitt lítið jólalag“ nýju lífi á Komdu um jólin, lag sem Brunaliðið flutti upprunalega.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Hljómsveit Vilhelms Guðmundssonar og Þorvald- ar Björnssonar spilar gömlu- og nýju dansana laugardagskvöld. Dansleikur Caprí-tríó leikur fyrir dansi sunnu- dagskvöld kl. 20:00 til 00:00.  ÁSLÁKUR, Mosfellsbæ: Opið föstu- dagskvöld til 03:00. 20 ára aldurstak- mark. Geir Ólasson og Furstarnir laugardagskvöld til 03:00 opið sunnu- dagskvöld til 01:00.  BÍÓHÖLLIN, Akranesi: Tónleikar með Ensími og Brainpolice fimmtu- dagskvöld.  BROADWAY: Geir Ólafsson og Big band föstudagskvöld. Ásamt Geir koma þau Ragnheiður Gröndal og Harald Burr fram. Þorrahlaðborð og skemmtunin „Hent’í mig hamrinum!“ með kaffibrúsakörlunum laugardags- kvöld. Hljómsveitin BSG leikur fyrir dansi. Tónleikar með Brandi Enni sunnudagskvöld kl. 17:00. Gesta- söngvari Jóhanna Guðrún.  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Þotuliðið laugardagskvöld.  CAFÉ CATALÍNA: Trúbadúrinn Sváfnir Sigurðarson spilar fimmtu- dags- og laugardagskvöld.  CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mette Gudmundsen fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Bjarni Tryggva þriðju- dagskvöld.  CATALÍNA: Hljómsveitin Upplyft- ing spilar fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld.  CELTIC CROSS: Garðar Garðars trúbardor að spilar fyrir gesti fimmtu- dagskvöld. Trúbadorinn Ómar Hlyns- son mun halda uppi skemmtun föstu- dags- og laugardagskvöld. Garðar Garðars trúbardor spilar fyrir gesti sunnudagskvöld.  CHAMPIONS CAFÉ: Hljómsveitin Drifter spilar rokktónlist föstudags- kvöld. Hljómsveitin Hafrót skemmtir laugardagskvöld.  DUBLINER: Hljómsveitin Spila- fíklar leikur föstudags- og laugardags- kvöld.  DYNHEIMAR, Akureyri: Tónleikar með Ensími og Brainpolice föstudags- kvöld. 16 ára ball.  FLAUEL VIÐ GRENSÁSVEG: Frí- mann & Arnar föstudagskvöld. Hug- arástand – Frímann & Arnar í bana- stuði á lokakvöldi Flauels, laugar- dagskvöld.  GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitin 17 vélar leikur fimmtudagskvöld. Smack spilar föstudagskvöld. Á móti sól sjá um laugardagskvöldið  GERÐUBERG: Hljómsveitin Sín spilar föstudagskvöld kl. 20:00 til 23:30. Hjördís Geirsdóttir og hljóm- sveit sjá um fjörið. Gömlu og nýju dansarnir. Húsið opnað kl. 19:30.  GLAUMBAR: Atli skemmtanalögga fimmtudagskvöld. Þór Bæring í búrinu föstudags- og laugardagskvöld.  GRANDROKK: Einóma, Dikta Laguz og Adron laugardagskvöld kl. 23:59. 20 ára aldurstakmark.  GULLÖLDIN: Sælusveitin þeir Hermann Arason og Niels Ragnars- son sem skemmta föstudags- og laug- ardagskvöld til 3:00.  HITT HÚSIÐ: Rokktónleikar á fimmtudagskvöld kl. 20:00 til 22:30. Hljómsveitirnar sem koma fram eru: Royal Dirt Denver Bob I. Q. B. A. L. Allir 16 ára og eldri velkomnir og ókeypis inn.  HÓTEL HÚSAVÍK: Tónleikar með Ensími og Brainpolice laugardags- kvöld.  HVERFISBARINN: Dj Ísi og fé- lagar föstudags- og laugardagskvöld.  KAFFI-LÆKUR, Hafnargötu 30, Hafn. : Njáll með létta tónlist á fón- inum föstudags- og laugardagskvöld.  KAFFI-STRÆTÓ, Módd: Færeysk tónlist og gamlir dansar föstudags- kvöld hjá Njalla úr Víkingabandinu. Grétar „Presley“ stjórnar „jam session“, öllum velkomið að reyna. Færeysk tónlist og gamlir dansar laugardagskvöld hjá Njalla úr Vík- ingabandinu.  KRINGLUKRÁIN: Diskóhelgi föstudags- og laugardagskvöld. Gestir helgarinnar Helga Möller og Jóhann Helgason sem skipuðu diskódúettinn Þú og ég koma fram um kl. 00:30, Hljómsveit hússins Cadillac leikur á undan og á milli þess sem þau Helga og Jóhann koma fram.  LEIKHÚSKJALLARINN: Johnny dee sér um fjörið föstudagskvöld. Gullfoss & Geysir í syngjandi-disco- danssveiflu laugardagskvöld.  LUNDINN, Vestmannaeyjum: Hot ’N Sweet og Hermann Ingi föstudags- og laugardagskvöld.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Papar spila föstudags- og laug- ardagskvöld.  RÁIN, Reykjanesbæ: Hljómsveitin Sín spilar föstudags- og laugardags- kvöld.  SALURINN, Kópavogi: Að gefnu tilefni skal það tekið fram að uppselt er á tónleika Guðrúnar Gunnarsdóttur söngkonu „Óður til Ellýjar“ í kvöld. 20.30. Ekki verða haldnir fleiri tón- leikar að sinni.  SJALLINN, Akureyri: Jet Black Joe. Tónleikar föstudagskvöld. 14 ára aldurstakmark, húsið opnað kl 21. 00 til kl 23. 00-- Jet Black Joe tónleikar 18 ára aldurstakmark frá kl. 01:00 Hljómsveitin Von hitar upp. Miðasal- an opnuð kl 11:00. Mannakorn með Pálma Gunnars laugardagskvöld. Hljómsveitin mætir á svið kl 01:00.  SJALLINN, Ísafirði: Hljómsveitin Ber spilar föstudags- og laugardags- kvöld.  SPOTLIGHT: Opið fimmtudags- kvöld kl. 21:00 til 01:00. Dj Grétar, Dj Baddi Rugl, Dj Ýmir, Dj Ingvi spila á báðum hæðum föstudagskvöld kl. 21:00 til 05:30. Dj Baddi Rugl laug- ardagskvöld kl. 21:00 til 05:30.  VEITINGAHÚSIÐ 22: Benni held- ur uppi fjörinu á efri hæð föstudags- kvöld. Atli verður niðri. Andrea rokk- amma er mætt á efri hæðina laugardagskvöld. Nonni litli verður niðri.  VÍDALÍN: Dj. Dabbi heldur uppi stuðinu fimmtudagskvöld kl. 20:00. Jón Mýrdal og Hemmi feiti halda uppi skemmtidagskrá föstudagskvöld. Stuðkvöld laugardagskvöld. FráAtilÖ Smack ætlar að trylla lýðinn á Gauknum á föstudagskvöldið. Morgunblaðið/Jim Smart Brain Police-liðarnir Gulli og Hörður þeysast nú um landið ásamt fé- lögum sínum en Brain Police og Ensími eru saman á tónleikaferða- lagi nú um stundir, þar sem þeir hossast í rútu um velli víða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.