Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KAUPÁS hf. rekur fjörutíumatvöruverslanir og ernæststærsta keðja mat-vöruverslana á Íslandi, áeftir Baugi. Kaupás hf.
var stofnað í maí 1999, við samruna
Nóatúns-verslana, KÁ-verslana og
11-11-verslana. Við sameininguna
mættust ólíkir menningarheimar.
„Jón Júlíusson og fjölskylda höfðu
stýrt Nóatúni í 32 ár og reksturinn
var í mjög góðu horfi,“ segir Ingimar
Jónsson, forstjóri Kaupáss. „Nóatún
var fjölskyldufyrirtæki, með þeirri
menningu sem fylgir slíkum fyrir-
tækjum. Fyrirtækið var nátengt eig-
endum sínum í huga almennings,
enda er enn talað um Nóatúnsfjöl-
skylduna, þótt hún hafi selt allan hlut
sinn í fyrirtækinu um mitt ár 2000.
Bakgrunnur KÁ-verslana á Selfossi,
Suðurlandi og í Vestmannaeyjum var
annar, þær voru upphaflega kaup-
félagsverslanir og svo bættust við 11-
11-verslanir, sem var enn eitt vöru-
merkið og frábrugðið hinum á ýmsan
hátt. Að auki bættust við verslanir á
Höfn í Hornafirði og Djúpavogi.“
Ingimar segir að sameining ólíkra
fyrirtækja taki alltaf töluverðan tíma
og hafa þurfi þennan ólíka bakgrunn
verslananna í huga. „Um áramótin
2000/2001 keypti Kaupás Húsgagna-
höllina og Intersport. Húsgagnahöll-
in var stofnuð 1965 af Jóni Hjartar-
syni og fjölskyldu og hefur alla tíð
gengið ágætlega. Bakgrunnur fyrir-
tækisins er að mörgu leyti svipaður
og Nóatúns. Intersport er mun
yngra fyrirtæki, stofnað 1998 af Her-
dísi, dóttur Jóns Hjartarsonar, og
eiginmanni hennar, Sverri Þor-
steinssyni. Intersport, sem rekur
verslanir í Húsgagnahöllinni, Smára-
lind og á Selfossi, hefur gengið vel frá
upphafi og áætluð velta fyrirtækisins
á þessu ári er um 600 milljónir króna.
Það hlýtur að teljast gott á fimmta
starfsári.“
Þurfti að ná stjórn á skipinu
Ingimar segir að rekstur Kaupáss
hafi ekki gengið nægilega vel frá
stofnun. „Félagið hefur skilað 180–
220 milljónum króna á ári í fjármuna-
myndun þau þrjú heilu ár sem það
hefur verið í rekstri. Reksturinn hef-
ur því ekki náð sér á strik enn sem
komið er og í raun verið tap af reglu-
legri starfsemi öll árin.“
Ingimar tók við forstjórastarfinu
fyrir fimmtán mánuðum. „Fljótlega
eftir að ég tók við var ráðist í að
breyta stjórnskipulaginu og skipta
fyrirtækinu í matvörusvið og sér-
vörusvið. Sérvörusviðið rekur Hús-
gagnahöllina, Intersport og Bílds-
höfða 20, sem er 14 þúsund fermetra
hús Húsgagnahallarinnar. Matvöru-
sviðið rekur Nóatún, 11-11-verslanir
og Krónuverslanir. Á síðasta ári opn-
uðum við Nóatúns-verslun á Selfossi,
í stað KÁ-verslunar og í dag eru Nóa-
túns-verslanir 13 talsins, frá Kefla-
vík, á höfuðborgarsvæðinu og á Sel-
fossi. Í fyrra breyttum við
11-11-verslunum einnig. Við höfðum
verið með Kjarval-verslanir á Eyr-
arbakka, Stokkseyri og Hveragerði
og 11-11-verslun á Selfossi, en lok-
uðum þeim. Í dag eru reknar tuttugu
11-11-verslanir og sjö Krónu-versl-
anir. Fjórar Krónu-verslanir eru á
höfuðborgarsvæðinu og þrjár úti á
landi, á Selfossi, í Vestmannaeyjum
og á Höfn í Hornafirði.“
Ingimar segir að hann hafi lagt
mikla áherslu á aðhald og sparnað í
rekstri Kaupáss. „Við þurftum að ná
stjórn á þessu skipi, svo við gætum
ákveðið framtíðarstefnuna. Okkur
hefur sóst það ætlunarverk vel. Með
nýrri tækni, uppstokkun á vinnuferl-
um og umbótum á skipulagi höfum
við náð að lækka rekstrarkostnað.
Þannig hefur stöðugildum hjá fyrir-
tækinu fækkað úr 666 í febrúar í
fyrra í 576, eða um 90 stöðugildi á
einu ári. Þessi fækkun lækkar auð-
vitað kostnað og gerir okkur þar með
samkeppnisfærari. Annar liður í hag-
ræðingunni var að taka í notkun
kerfi, sem við köllum rafrænan
sparnað. Það er nýtt upplýsinga-
kerfi, sem Kaupás tók fyrst í notkun í
ársbyrjun 2000, en við settum mikinn
kraft í það á síðasta ári og nú eru 85–
90% af öllum vörureikningum tekin
beint inn í vörugrunna einstakra
verslana. Það þýðir mikið aðhald í
vörumeðhöndlun, móttöku og eftir-
fylgni með því að verslanir fylgist
með hvað berst til þeirra. Þetta
skráningarkerfi hefur þegar skilað
verulegum árangri. Upplýsingagjöf
hefur stórbatnað og nú getum við séð
hverju hvert einstakt vörunúmer
skilar í framlegð. Stöðugildi við þessa
skráningu voru 7–8 í byrjun síðasta
árs, en hefur fækkað um 3–4. Á næst-
unni ætlum við að bæta Húsgagna-
höllinni og Intersport inn í kerfið.“
Ingimar segir að allur kostnaður
hafi verið skoðaður ofan í kjölinn.
„Við höfum reynt að taka sérstaklega
á rýrnun og þessi rafræna upplýs-
ingavinnsla gerir okkur kleift að
rekja allar vörur og átta okkur enn
betur á rýrnuninni og sjá hvar hún á
sér stað. Eins og fólk veit af fréttum
er rýrnun í verslun gríðarleg og
skiptir milljörðum króna á hverju
ári.“
Samkeppnin aldrei verið harðari
Ingimar segir ljóst að gríðarleg
samkeppni ríki á matvörumarkaði og
hafi sjaldan verið harðari en undan-
farna mánuði. „Við höfum átt okkar
þátt í því, sem skiptir verulegu máli
þegar einn aðili er með 55–60%
markaðshlutdeild á höfuðborgar-
svæðinu. Það er hins vegar ekki hægt
að horfa framhjá þeirri staðreynd að
þegar einn aðili er svo sterkur getur
verið vandlifað fyrir hina. Hlutur lág-
vöruverðsverslananna í heildarsölu
matvæla hefur aukist verulega síð-
ustu ár og við treystum okkur núna
til að halda áfram uppbyggingu lág-
vöruverðsverslana okkar, Krónunn-
ar. Það er ekkert launungarmál að
Krónan tapaði umtalsverðum pen-
ingum árið 2001 og framan af ári
2002, en á undanförnum mánuðum
höfum við náð jafnvægi í rekstrinum.
Í ársbyrjun í fyrra var komin önnur
mynd á verslanirnar en upphaflega.
Vöruúrval var aukið og útliti, merk-
ingum og auglýsingum breytt. Sem
dæmi má nefna, að KÁ-verslunin í
Vestmannaeyjum tapaði 25–30 millj-
ónum árið 2001, en henni var breytt í
Krónuverslun í mars í fyrra með
þeim árangri að undanfarna mánuði
hefur staðan þar snúist við. Á næstu
mánuðum munum við opna þrjár
Krónu-verslanir. Í maí verður ný
Krónu-verslun opnuð í húsi Hús-
gagnahallarinnar við Bíldshöfða, en
jafnframt breytum við 11-11-versl-
unum okkar í Mosfellsbæ og Þor-
lákshöfn í Krónu-verslanir. Í lok maí
verða Krónu-verslanir því orðnar 10
talsins. Við erum einnig að velta fyrir
okkur fleiri möguleikum.“
Hlúa enn betur að Nóatúni
Hvað Nóatún varðar þá stendur til
að stækka og breyta tveimur versl-
unum. „Við teljum okkur búin að ná
þeirri mynd á Kaupás sem við viljum
og nú sé færi til markaðssóknar,“
segir Ingimar. „Nóatún hefur staðið
af sér þann samdrátt sem verið hefur
í þjóðfélaginu og er í raun eina versl-
unarkeðjan í dag sem býður fulla
þjónustu, þ.e. mikið vöruúrval, glæsi-
legt kjötborð, heitan mat, nýbakað
brauð, salatbar og er þar að auki með
langan opnunartíma. Það kostar
töluvert að halda úti verslunum eins
og Nóatúni, þar sem á bakvið kjöt-
borðið er mikil fagmennska og 2–3
kjötiðnaðarmenn í hverri verslun. Sú
þjónusta víkur alltaf fyrst þegar farið
er að huga að lágvöruverðsverslun-
um. En það þarf að vera gott jafn-
vægi í valkostum, að mínu mati.
Krafa neytenda um lægra vöruverð
leiðir til minni þjónustu. Við ætlum
hins vegar að hlúa enn betur að Nóa-
túns-verslununum á ýmsan hátt,
bæta þær allar og stækka tvær
þeirra sérstaklega, verslanirnar í
Hafnarfirði og Rofabæ. Auk þess
verður bryddað upp á ýmsum nýj-
ungum sem verður hrint í fram-
kvæmt á næstu mánuðum.“
Aðspurður segir Ingimar að nýtt
sóknarfæri hafi vissulega skapast
fyrir Nóatúns-verslanirnar þegar
rekstri Nýkaups-verslana var hætt,
en þær lögðu einnig áherslu á mikið
vöruúrval og þjónustu. „Ég er mjög
bjartsýnn á gengi Nóatúns og hef trú
á því að almenningur vilji í auknum
mæli eiga þess kost að sækja í þá
verslunarmenningu sem Nóatún
stendur fyrir. Ferðin í verslunina til
að kaupa inn þarf ekki að vera hluti
af neikvæðu amstri dagsins, heldur
ánægjuleg upplifun. Í Nóatúni höfum
við að vísu þurft að taka á erfiðum
málum. Eins og fram kom í fréttum á
síðasta ári komu upp þjófnaðar- og
rýrnunarmál, sem þýddi að við þurft-
um að breyta starfsmannahaldi um-
talsvert. Við komumst vel frá þeirri
endurskipulagningu og erum vel í
stakk búin að leggja í nýja sókn, þar
sem við leggjum eftir sem áður
áherslu á þjónustu og gæði.“
Rekstur nýjustu Nóatúns-verslun-
arinnar, í Smáralind, hefur verið
þungur. „Verslunin hefur fengið
mjög góðar viðtökur, en uppbygging
hennar var dýr og það kostar sitt að
leigja húsnæði í Smáralind. Þarna
hjálpaðist allt að, en ég er bærilega
bjartsýnn á reksturinn þar á næstu
misserum. Grunnhugmynd Jóns Júl-
íussonar stendur enn fyrir sínu og
það kemur ekki annað til greina en að
Nóatúns-merkinu verði áfram haldið
hátt á lofti.“
Krónan samkeppnisfær við Bónus
Rekstur 11-11-verslana hefur
gengið vel á undanförnum árum, að
sögn Ingimars, sérstaklega þó síð-
ustu tvö árin. „Þetta eru hverfis-
verslanir með langan opnunartíma
og eru markaðssettar sem slíkar. Við
munum að mestu leyti halda þeim
rekstri óbreyttum á næstu misser-
um, en erum að taka inn í þær ýmsa
viðbótarþjónustu, svo sem sölu lottó-
miða og símkorta og útleigu á DVD-
myndum.“
Skipið á siglingu og hægt
Verslanakeðjan Kaupás hf. rekur þrettán Nóatúns-
verslanir, tuttugu 11–11-verslanir og sjö Krónu-
verslanir og er með 22–24% markaðshlutdeild á
íslenskum matvörumarkaði. Auk matvöruverslana
rekur fyrirtækið Húsgagnahöllina við Bíldshöfða
og þrjár Intersport-verslanir. Ragnhildur Sverr-
isdóttir ræddi við Ingimar Jónsson forstjóra um
harða samkeppni á matvörumarkaði og framtíð-
aráform Kaupáss.
Morgunblaðið/Golli
Ingimar Jónsson forstjóri segir Kaupás ætla að halda áfram uppbyggingu lágvöruverðsverslana Krónunnar.