Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ RC húsin og sumarhúsin eru öll byggð úr KJÖRVIÐI, sem er sérvalin, hægvaxin og þurrkuð, norsk fura af 1. sorteringu. Það fylgir allt með, sem til þarf til að byggja RC húsin og þú þarft því aldrei út í búð á byggingartímanum. Efnið í RC húsin kemur tilsniðið. Teikningar koma númeraðar og með sömu númerum og efnispakkarnir. Það fylgja einnig frágangs-og smíðateikningar fyrir smiðina. „RC hús þar sem gæðin skipta máli“ RC Hús Sóltún 3, 105 Reykjavík Sími: 511 5550 Veffang: www.rchus.is Netfang: rchus@rchus.is Bjóðum RC íbúðarhús, sumarhús og fjölnotahús, stór og lítil „RC hús þegar gæðin skipta máli“ IDÉ HUS& TEGNING NÝTT Á ÍSLANDI RC Hús bjóða nú NÝJA „Royal“ þrýstifúavörn, þar sem allt útitimbur, er nú soðið í 4 tíma í olíum við undirþrýsing. Eftir þessa meðferð þarfnast timbrið ekki eftirmeðferðar fyrr en eftir 6-10 ár. OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 Tröllaborgir 11 - Opið hús í dag Mjög fallegt og bjart 164 fm raðhús á tveimur hæðum m. 4 svefnherbergjum og 27 fm bíl- skúr. Parket og flísar á gólf- um. Eldhús með fallegri birki- innrétt. og góðum tækjum. Tvö flísalögð baðherbergi. Norður- svalir með fráb. útsýni. Hátt til lofts á efri hæð með fallegum þakglugga. Stór suðurverönd með góðum garði. Húsið er í mjög góðu standi. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 13-17 - ARNAR OG GUÐRÚN MUNU TAKA VEL Á MÓTI YKKUR. Áhv. 10,7 millj. VERÐ: 20,9 MILLJ. (3611) Rjúpufell 31 - Opið hús í dag Virkilega góð 108 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð. 3 rúmgóð herb. Gott skipulag. Húsið er allt klætt að utan og sameign í mjög góðu ástandi. Opið hús í dag á milli kl. 14:00 og 17:00. Jónas tekur vel á móti ykkur. V. 11,2 millj. (3496) WWW.EIGNAVAL.IS Til sölu ein rótgrónasta og glæsilegasta blómabúðin í dag, sem selur fjölbreytta blómaflóru og mjög vandaða gjafavöru. Verslunin er sérlega vel staðsett. Traustur kúnnahópur. Góð velta. Föst verkefni. Starfsemin er í traustu ca 100 fm leigu- húsnæði. Fullkominn blómakælir. Allar innréttingar, tæki og tól til rekstursins fylgja í kaupunum, auk þess sem lager fæst keyptur með. Heildarverð m/lager 12,0 millj. Upplýsingar gefur Björgvin í síma 698 2567. Blómstrandi verslun Skúlagata 17 - Sími 595 9000 Hlíðarsmári 15 - Kópavogur - Sími 595 9090 holl@holl.is - www.holl.is Opið virka daga kl. 9-18 laugard. kl. 12-14 ALLAR goðsagnir um sköpun heimsins segja frá stórkostlegum náttúruhamförum. Fjöllin bylta sér og skjálfa og festingunni er svipt upp með tunglum og stjörnum. Frumkraft- arnir sprengja af sér fjötrana og jörð rís úr sæ með öllum sínum gersemum, gróðri, dýrum og mannskepnunni að lokum. Ekki vantar að náttúruhamfarirnar taka þátt í heimsslitum og dómsdegi með jarðskjálftum, eldum og flóð- um og skrímslið í iðrum jarðar gleypir á endanum sjálfa sólina. Náttúran er í senn hættuleg og aðlaðandi, ógnandi og yndisleg, hún hefur aldrei verið kyrr eða saklaus þar sem mannleg örlög eru annars vegar. Guð Ísr- aelsmanna setti sig yfir þessar hamfarir þegar hann gerði sátt- mála við þjóð sína og fól henni ráðsmennsku í víngarðinum þar sem hún skyldi ávaxta talentur, þ.e.a.s. hæfileika sína og þekkingu, sér og öðrum til farsældar. Ábyrg ráðsmennska mannsins gagnvart náttúrunni er forsendan fyrir langlífi hans í landinu. Vegna þessarar ráðsmennsku eigum við nú þjóðgarða og náttúruperlur sem við verndum og verjum. Við búum yfir þekkingu sem hreinsar menguð náttúrusvæði og færir líf aftur í vötn sem skólp hefur drep- ið. Slík þekking væri ekki til ef við græfum hæfileika okkar í jörðina og þyrðum ekki að snerta náttúr- una. Áveitur og álver Menn hafa frá því að menning tók að blómgast byggt stíflur, hall- ir, píramída og dómkirkjur bæði til að bæta kjör sín og til að lofa skaparann. Fyrir augliti Guðs er því viti borin manneskjan þátttakandi í sköpunarverkinu og getur aldrei skorast undan ábyrgð sinni gagn- vart náttúrunni. Mannkynssagan sýnir okkur að oft hefur skelfing og ótti verið svo ríkjandi í afstöðu mannsins til náttúruaflanna að hann hefur með engu móti getað lifað í sátt við hana. Nú er öldin önnur og úr grasi eru vaxnar kynslóðir sem aldrei hafa lifað í snertingu við náttúr- una, aldrei þurft að takast á við náttúruöflin upp á líf og dauða og halda því að náttúran sé fyrst og fremst viðkvæm, saklaus, eilíf og óumbreytanleg. Sú skoðun er al- geng að náttúran sé bara til að skemmta okkur og endurnæra þegar við erum þreytt eftir vinnu- daginn og hún geri þetta bara ef hún er ósnert og í jafnvægi. Sakleysi til eilífðar Við förum í flugferð með Ómari Ragnarssyni og upplifum hálendið í fallegum myndskeiðum af Kára- hnjúkum og komandi Hálslóni. Hvað eftir annað rennum við okk- ur eftir farvegi Jöklu, yfir Kring- ilsárrana, klettinn með mannshöfð- inu, Sandfellið, gljúfrin, sethjallana og stíflustæðið. Lands- lagið, birtan og litirnir bókstaflega springa út fyrir framan gluggann með þeim krafti og ferskleika sem íslenskum öræfum einum er gefið. Enginn getur varist þessari hugs- un: Á þetta virkilega allt að hverfa, allt lenda á kafi í skítugu jökulvatni sem fyllir allt þetta fal- lega landslag af ljótum leir sem svo fýkur út um allt? Má breyta þessu fallega landi í flag þar sem leirinn hylur allt, hraukana, gljúfr- in og sethjallana? Já, hina dásam- legu guðspjallabók sjálfrar náttúr- unnar, sethjallana sem geyma jarðsöguna sem enn hefur ekki verið skilin til fulls? Er þessi set- hjallabók ekki gjöf náttúrunnar með hennar eigin sögu, geymir hún ekki sáttmála lands og lýðs sem ber að varðveita og gæta um aldir alda? Nýr himinn og ný jörð Náttúruvísindin hafa fært okkur heim óræka sönnun þess að sam- band menningar, samfélags og náttúru er náið og margbrotið. Lönd byltast og brotna í sæ niður. Heilu höfin þorna og koma aftur. Hamfaraflóð skekja undirstöður landsins svo að heilu sethjallarnir geta horfið á tíu mínútum. Fjöllin molna og setjast í lög á sjávarbotni sem harðna og springa, umbyltast og koma síðan upp aftur sem ný fjöll. Náttúrulög- málin halda áfram að vinna sitt verk á landinu uns sólin gleypir jörðina og fellur svo saman í agn- arlítið svarthol sem sendir tifandi rafsegulbylgjur út í heiminn, ekk- ert meir. Einu sinni var vatn þar sem Hálslón á að koma. Náttúran varð leið á því, skar með plógi sínum gljúfur í gegnum landið og hleypti því út. Sethjallarnir urðu eftir. Stíflan við Kárahnjúka endurreisir vatnið nokkurn veginn í upphaflegri mynd. Jarðgöngin beina vatninu niður í næsta dal, þaðan leitar það út í sama ós og áður. Er þetta synd? Velmegun og sjálfstæði ís- lensku þjóðarinnar hófst um sama leyti og náttúruöflin voru beisluð í þágu efnahagsins. Álver hefur ver- ið starfrækt á Íslandi í áratugi og skilað drjúgum tekjum í þjóðarbú- ið. Þekkingu á lífríkinu fleygir fram og rannsóknir og kynning- arstarf hafa skilað árangri. Trúin á náttúruna Eftir Jónas Elíasson og Pétur Pétursson „Velmegun og sjálf- stæði hófst um sama leyti og náttúruöflin voru beisluð.“ Jónas Elíasson Pétur Pétursson SKYLDI hass vera meinhollt, gott fyrir heilsuna og enn betra fyrir sálartetrið? Það eru skila- boðin sem ung stúlka kom með í Kastljósið fimmtudaginn 6. mars og sagði svo: „Við erum bara að fræða fólk um kannabis – fólk verður að vita hið sanna.“ Það er nefnilega það. En það sem stúlkan gleymdi að segja frá, var að vefurinn sem hún hefur ver- ið fengin til að vera í forsvari fyrir er ekki „fræðsluvefur“ heldur er hann hreinn auglýsingavefur fyrir kannabis og sést það best ef skoð- aðir eru auglýsingaborðarnir á síð- unni. Að minnsta kosti er ekkert á síðunni sem segir frá skaðsemi kannabisefna og þannig bara önn- ur hliðin tíunduð. Það er ekki merki um góðan fræðsluvef. Síðast þegar ég vissi var bannað að auglýsa og selja fíkniefni á Ís- landi, líka kannabisefni. Það hefur ef til vill breyst? Máttlaus rök Og hver eru svo sterku rökin fyrir vefnum og lögleiðingu kann- abisefna? Jú, ríkið er nefnilega að selja voða, voða hættuleg efni. Áfengi og tóbak. Þau eru miklu hættulegri en hass! Því má hver sem er opna vef sem auglýsir kannabis – sem er ekkert hættu- legt, hreint ekki vanabindandi og þegar allt er tekið með í reikning- inn, þá er það eiginlega bara með- al og þar að auki er það svo ró- andi. En bíðum aðeins við. Ef kanna- bisefnin eru svona hættulaus og jafnvel gagnleg eins og þarna er verið að fullyrða, af hverju finnst okkur þá ekki í lagi að kennarar skreppi út í frímínútum og fái sér í pípu? Af hverju finnst okkur ekki í lagi að bifvélavirkinn okkar, lækn- irinn eða tannlæknirinn, fái sér kannabisefni og haldi áfram störf- um? Getur verið að áhrifin, sem að sögn þessara aðila eru engin og jafnvel jákvæð, séu ef til vill þau að dómgreind viðkomandi verði ekki treyst? Lesandi góður, spurðu sjálfan þig þessarar spurningar áður en þú ákveður hvort þú sért tilbúinn til að samþykkja auglýsinga- mennskuna og lögleiðingu fíkni- efna. Vont+vont=gott? Ég get ekki samþykkt að tvennt vont geri eitt gott. Það getur ekki orðið afsökun eða réttlæting á sölu annarra fíkniefna að ríkið selji tób- ak og áfengi. Og ekkert getur rétt- lætt þann mikla áróður sem þarna er fyrir allra augum. Það er að vísu forsíða þar sem spurt er um aldur. En hver fylgist með því að yngra fólk fari ekki þarna inn? Hvað gerist ef 12 ára styður á hnappinn og segist vera 18? Verð- ur skjárinn auður? Hverjir verða fyrir mestum áhrifum af áróðr- inum? Jú, þeir sem eru ungir og auðvelt að sannfæra. Lögleiðing fíkniefna Hann er lífseigur draugurinn „Lögleiðum fíkniefni – það virkar í Hollandi“. Viðbáran er: „Það nota hvort sem er allir kannabisefni og öll löndin í kring um okkur eru að lögleiða kannabis og allir glæpir Við mótmælum! Eftir Vigdísi Stefánsdóttur „Það getur ekki orðið afsökun eða réttlæting á sölu annarra fíkniefna að ríkið selji tóbak og áfengi.“ GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.