Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 47 Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU FRIÐRIKSDÓTTUR, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunnar Suðurnesja. Guð blessi ykkur öll. Friðrik Georgsson, Anna Jónsdóttir, Vilborg Georgsdóttir, Guðmundur Björnsson, Lovísa Georgsdóttir, Brynjar Hafdal, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir til þeirra mörgu, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður og mágs, MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR verkfræðings, Álfheimum 22. Einnig færum við þakkir til lækna og annars hjúkrunarfólks, sem önnuðust hann í veikindum hans. Herdís Heiðdal, Ingibjörg Magnúsdóttir, Örvar Arnarson, Ólafur Magnússon, Íris Baldursdóttir, Ingibjörg Sturludóttir, Sigríður P. Ólafsdóttir, Ingimar Halldórsson. Ég hitt Alízu og Grétar fyrst í landi þeirra, Kersholti við Birtru í Árnessýslu, nokkrum dögum eftir Suðurlandsskjálftann hinn 21. júní árið 2000. Sumarhús þeirra skemmdist í skjálftanum og mikil sprunga hafði opnast nánast undir sumarhúsinu. Ég fór þangað sem jarðfræðingur, til að skoða sprungurnar eftir skjálftann. Líkt og ég er ávallt vön þegar ég er við vinnu mína á vettvangi, bið ég ávallt um leyfi landeigenda til að fá að athafna mig á landareignum. Grétar kom fyrstur út úr sumar- húsinu og eftir að hafa heyrt ósk mína, sagðist hann vilja ráðfæra sig við eiginkonu sína. Ég efaðist um að fá leyfi þennan dag, vegna þess gríðarlega fjölda ferðamanna sem þarna var að skoða ummerkin eftir skjálftann. Svo kom Alíza út úr sumarhúsinu og það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar voru hin stóru dökku augu hennar, full af hlýju og gáfum. Hún hlustaði á mig í rólegheitum og strax og hún komst að því að ég væri þarna vegna starfa minna sýndi hún mér mikla gestrisni. Þrátt fyrir mikla áfallið eftir jarðskjálftan og þreytu vegna mikils gestagangs, fóru þau hjónin með mér og sýndu mér öll ummerkin og sögðu mér allt sem þau vissu um það sem hafði gerst. Þau gáfu mér einnig leyfi til að koma aftur hvenær sem væri. Í hvert skipti sem ég var við störf á vettvangi á sama tíma og þau gistu í sumarhúsi sínu, bauð Alíza mér inn í kaffi og suma daga, þegar kalt var í veðri, hafði Alíza einnig miklar áhyggjur af því að ég væri úti að vinna í kuldanum. Smátt og smátt stóð ég mig að því að gera mér ferðir í sumarhús þeirra, ekki bara vegna vinnu ALÍZA KJARTANSSON ✝ Alíza Haya LífKjartansson fæddist 12. júlí 1947 í Túnis. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 9. febrúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð í Jerú- salem 12. febrúar. minnar, heldur einnig vegna þess að ég von- aðist til að hitta Alízu og spjalla við hana. Vinátta okkar óx hratt þaðan í frá og varð mjög sterk. Sem persóna var Alíza einlæg, heiðar- leg, með sterkar skoð- anir og mjög hugrökk. Hún varð mjög áhuga- söm um jarðskjálfta og sprungumyndanir. Þannig varð hún fljót- lega verndari þessar- ar sprungu sem hafði opnast í umræddum skjálfta. Allir vissu hve Alíza var um- hyggjusöm, það var í eðli hennar að hjálpa þeim sem á hjálp þurftu að halda og gerði það af einlægni og án væntinga. Alíza hafði marga aðra kosti, hún kunni m.a. fjölda tungumála, hafði mikinn áhuga á garðyrkju og ekki síst næringar-, lyfja- og læknisfræðum. Vegna persónuleika hennar og gæða, öðlaðist Alíza viðurkenningu og aðdáun margra. Skoðanir henn- ar skiptu fólk máli og návist henn- ar skapaði ávallt jákvæðan anda. Alíza þurfti ávallt að glíma við heilsufarsvandamál: Aðeins eitt af heilsufarsvandamálum hennar hefðu dugað til að buga venjulegan einstakling. Líf hennar hefur ekki verið dans á rósum, ekki síst undir það síðasta, hún þjáðist mikið eftir fyrstu heilablæðinguna. Þrátt fyrir þær kvalir sem hún þurfti að þola undir það síðasta, hugsaði hún um það á spítalanum hvernig hún ætti að hjálpa öðrum. Ég dáðist að fjölskyldu Alizu sem kom til Íslands til að styðja við hana í veikindum hennar. Því mið- ur, þurfti ég að kynnast móður hennar, systur, bróður og dóttur hennar við þessar erfiðu aðstæður, en það gleður mig samt mikið að hafa kynnst þeim, því þau, rétt eins og Alíza, eru fólk með mikla hlýju og hugrekki. Ég var ein af þeim heppnu sem fengu tækifæri til að kveðja Alízu á gjörgæsludeildinni rétt áður en hún lést. Það síðasta sem ég man eftir að hafa tekið eftir voru stóru, gáfuðu og hlýju dökku augun henn- ar. Það var mjög erfitt að horfa upp á hana þjást, en ég, rétt eins og fjölskylda hennar, vonaðist til að Alíza myndi í þetta skipti, rétt eins og svo oft áður, koma á óvart og ná sér aftur. Lífið ákvað að þetta myndi fara á annan veg, Alíza lést og hún skildi eftir sig margt sorgmætt fólk. Við hugsum öll hlýtt til Alízu og vonum, hvar sem hún er núna, að hún sé í friði. Við hugsum einnig til Grétars og barna þeirra hjóna, móður Alízu og allra annarra fjölskyldumeðlima sem finna fyrir svo miklum sökn- uði. Ég votta þeim samúð mína og segi að lokum, að þótt fólk eins og Alíza kveðji okkur líkamlega, mun minningin um það og sál þess aldr- ei deyja. Maryam Khodayar. Lát Hildar Kristín- ar eftir löng og ströng veikindi kom víst eng- um á óvart, sem til þekkti. Kynni okkar voru náin og mann- bætandi. Ég þakka af heilum hug allan þann góða vitnisburð, sem hún maklega hefur fengið í minn- ingagreinum. Það sem fær mig svo löngu seinna til að bæta við er sú hugsun sem lætur mig ekki í friði, að ég eigi óþakkað og enn sé nokk- uð ósagt, eða þá gömlu sannindin: „Aldrei er góð vísa of oft kveðin“. Ég nefni starfið sem hún ólaunað vann fyrir vistfólk elliheimilisins á Hvammstanga. Heimsóknir sínar þangað festi hún í tíma án happa og glappa og fólkið beið þeirra í eft- irvæntingu. Hún blandaði geði við fólkið, spjallaði við það, las upp eða jafnvel lék á hljóðfæri og söng. Starfsfólk heimilisins vitnar um merkjanlegan mun og hvíldar- HILDUR KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR ✝ Hildur KristínJakobsdóttir fæddist á Svalbarði á Svalbarðsströnd 7. mars 1935. Hún lést á Seli, hjúkrunar- deild Fjórðungs- sjúkrahússins á Ak- ureyri 23. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 31. janúar. stundir sem urðu með- an Hildur stóð við. Gamla fólkið gleymdi kvabbinu, bjölluhring- ingum fækkaði stór- lega. Hún skrifaði niður óskir hvers og eins. Fór í banka eða versl- un og rak erindi s.k. þessum óskalistum. Þegar hún svo sakir heilsubrests gat ekki sinnt þessu lengur var það skarð fyrir skildi, sem fylla þurfti. Þjón- ustan sem hún hafði rekið af eigin hvötum launalaust var orðin að starfi við sjúkrahúsið og í það var ráðin manneskja. Mér fór sjálfri sem gamla fólkinu og beið full eftirvæntingar fundanna við hana. Hún færði heimili mínu alltaf fangið fullt af gleði og upplífgun. Margt var skrafað og oft tekið lagið við gít- arinn. Við vorum nánar og börnin okkar ekki síður. Langt út fyrir þennan hóp voru raðir barna sem töluðu um „Hildi ömmu“ eða „Hildi mömmu“. Handmennt sína sótti hún til Danmerkur. Sem handavinnukenn- ari og stúkuleiðtogi mun hún marg- an Hvammstangaunglinginn hafa mótað. Vonandi bera þeir merki hennar hvar sem fara. Merki slíkr- ar manneskju ber að hefja. Ég sá hana fyrst þegar ég ung kom í heimsókn að Hvammstanga. Strax vakti athygli mína þessi fal- lega og alúðlega unga kona í Kaup- félaginu. Hún afgreiddi þar í ára- tugi. Lipur og ráðgefandi átti hún hug viðskiptavinanna. Hún vann að þeirra hag jafnt sem fyrirtækisins. Að lokum: Hafi nokkurn tíma verið uppi fólk sem unnið hefur til þeirrar himnaríkisvistar sem krist- indómur kennir okkur um, þá er þar Hildur Kristín og hennar líkar. Þar hlýtur hún að búa nú. Guð blessi minningu hennar. Kristbjörg Inga Magnúsdóttir. Okkur systurnar langar til að minnast Hildar Kristínar í nokkr- um orðum. Þegar við vorum litlar þá passaði hún okkur stundum. Við kölluðum hana „Hildi mömmu“ og Gunnar mann hennar kölluðum við „Gunn- ar pabba“. Það var alltaf svo gaman að vera hjá þeim. Hildur var vön að koma á heimili okkar á fimmtu- dagsmorgnum kl. 10. Þá sátu þær mamma í góðu yfirlæti og spjölluðu um heima og geima. Við lögðum allt kapp á að vera vaknaðar þegar hún kom, því oft hafði hún eitthvað smálegt meðferðis og einnig fannst okkur svo gaman að tala við hana. Hún hafði alltaf tíma til að hlusta á okkur. Við vorum heppnar að fá að kynnast svona einstakri konu. Við þökkum af alhug þá hlýju og gæsku sem við urðum aðnjótandi, bæði frá Hildi mömmu og Gunnari pabba. Rósa Jóhannesdóttir og Hulda Björg Jóhannesdóttir. Okkar ástkæra, MARGRÉT ÞORBJÖRG THORS, Eiðistorgi 15, Seltjarnarnesi, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 5. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Páll Þormóðsson, Anna F. Jónsson, Paul Masselter, Margrét Þ. Þorsteinsdóttir, Aðalgeir Arason, Ólafur Tr. Þorsteinsson, Auður Sigr. Kristinsdóttir, Ingibjörg Thors, barnabörn og barnabarnabörn. Í dag kveðjum við ömmu, konu sem lifði tímana tvenna. Hún ólst ekki upp í ríki- dæmi peninganna. Lifði látlausu lífi og hennar auður var barnalán, stórfjölskyldan, allir hennar afkomendur og afkomendur Árna sem henni þótti svo vænt um. Öllum reyndist hún vel og það var gott að koma til hennar og Árna, hvort sem var á Hringbrautina eða í sumarbústaðinn á Vatnsenda. Hún var amma í bestu og falleg- ustu merkingu þess orðs. Ég og mín fjölskylda minnumst hennar með hlýhug og söknuði. Við vottum Árna afa og fjölskyldunni dýpstu samúð. Megi hún amma hvíla í guðs friði. Sigurður Þorsteinsson. Elsku amma. Mikið var erfitt að kveðja þig, þig þessa yndislegu hlýju konu með stóra hjartað. Öll áttum við hluta af hjarta þínu þótt mörg við værum orðin. Mín fyrstu ár bjóstu í Ólafsvík svo að ég kynntist þér ekki vel fyrr en þú fluttir til Reykjavíkur. En meðan þú bjóst þar komum við mamma stundum að heimsækja ykk- ur og það var alltaf svo spennandi ferð. Mér fannst þú nefnilega svo spennandi amma. Ekkert jafnaðist á UNNUR JÚLÍUSDÓTTIR ✝ Unnur Júlíus-dóttir fæddist í Reykjavík 17. sept. 1917. Hún lést á Landakotsspítala í Reykjavík föstudag- inn 7. mars síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 13. mars. við sendibréfin sem ég fékk frá þér þegar ég var lítil. Þú þurftir ekki að segja neitt mikið í bréfinu heldur var bara svo gaman að fá bréf í pósti „alla“ leið frá ömmu í Ólafsvík. Svona varstu, vildir alla gleðja og þér var í mun um að við vissum að þú hugs- aðir til okkar, ávallt. Ég mun alltaf varð- veita þessi bréf. Þú sýndir mér hversu stórt hjarta þú áttir þegar ég missti föður- ömmu mína þegar ég var 13 ára gömul. Það var mikill missir fyrir mig og erfiður dagur þegar við bár- um hana til hennar hinstu hvílu. Ég var niðurbrotin á kirkjutröppunum og þú komst til mín og faðmaðir mig fast að þér og sagðir við mig að ég ætti aðra ömmu hérna og hún væri sko ekki að fara neitt. Þú stóðst svo sannarlega við það. Ég átti þig að í tæp 27 ár og það var alltaf jafngam- an að heimsækja þig og afa. Þegar þú last, sagðir sögur eða söngst var þetta ekkert venjulegur atburður, heldur eins og við værum komin í leikhús, tilþrifin voru svo mikil hjá þér. Ég er glöð yfir því að strákurinn minn fékk að kynnast þér. Hann spyr oft um langömmu sína því að hann vill kenna þér fleiri lög að syngja, því að það gekk svo vel að kenna þér matarlagið. Nú syngur þú á öðrum og betri stað og ég veit að þér líður vel og ert glöð með ástvin- um þínum. Það voru sönn forréttindi að eiga þig fyrir ömmu. Bless elsku besta amma og langamma. Hanna Jóna og Daði Freyr. AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.