Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞRÁTT fyrir að eiginleg sala á íbúðum í 101 Skuggahverfi í Reykjavík hefjist ekki form- lega fyrr en í næsta mánuði hafa verið tekn- ar frá þrjátíu íbúðir fyrir tilvonandi kaup- endur af þeim 93 íbúðum, sem byggðar verða í fyrsta áfanga og tilbúnar verða til afhend- ingar í júlí á næsta ári. Auk þess hafa þrjár af fimm þakíbúðum, sem hver um sig verður yfir 200 fermetrar að stærð í fimm turnhýs- um, verið teknar frá. Gera má ráð fyrir að þær verði seldar á um 50 milljónir króna, að sögn Einars I. Halldórssonar, framkvæmda- stjóra 101 Skuggahverfis. „Verð á íbúðarhúsnæði í miðborginni, sér- staklega í Þingholtunum, undanfarin misseri segir til um ákveðna þróun, sem er að verða í öllum miðborgum alls staðar í veröldinni. Eftir því sem nær dregur miðborg er hús- næði einfaldlega dýrara,“ segir Einar. Birta og útsýni léku lykilhlutverk við hönnun húsanna og verða íbúðirnar verð- lagðar eftir því. Það þýðir, að sögn Einars, að íbúðirnar eru dýrari eftir því sem ofar dregur í byggingunum og getur munað allt að einni milljón króna á milli hæða þótt um sams konar íbúðir sé að ræða. Fyrstu skóflustunguna tók Þorkell Sigur- laugsson, stjórnarmaður í 101 Reykjavík, í gær. 101 Skuggahverfi byggir 250 íbúðir í Reykjavík fyrir 2006 Yfir 30 íbúð- ir fráteknar  Glæsiíbúðir/B2 ÞUNGBÚINN bergbúi gægist út úr þessu tröllafjalli í nágrenni Reyðarfjarðar. Snjó- inn skóf af tindum líkt og bergbúanum hnjúka vakið hann af værum svefni en í öllu falli fylgist hann með mannlífinu í firð- inum og lítur trúlega á það með velþóknun. væri heitt í hamsi, en þvert á móti var kuldaboli að angra hann. Kannski hefur titringur í jörð vegna sprenginga við Kára- Morgunblaðið/RAX Fýkur yfir tröllafjall ALGENGT er að börn með geðrask- anir þurfi að bíða mánuðum saman eftir sértækum stuðningi í grunn- skólum vegna þess að greining frá barna- og unglingageðdeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss (BUGL) hefur verið sett sem skilyrði fyrir fjárstuðningi. Á BUGL er hins vegar sex mánaða bið eftir slíkri greiningu. „Eins og gefur að skilja getur löng bið eftir greiningu hjá BUGL reynt mjög á barnið og valdið því að vandi þess vex á meðan beðið er eftir fjár- magni til að kosta sértækan stuðn- ing. Einnig reynir biðin mjög á fjöl- skylduna,“ segir Sigþrúður Guð- mundsdóttir, sviðsstjóri sérfræði- sviðs í Miðgarði, fjölskylduþjónustu Grafarvogs. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlækn- ir á BUGL, segir að sveitarfélögum beri að veita börnum sértækan stuðning, óháð því hvort þau hafi fengið greiningu hjá BUGL eða öðr- um stofnunum. „Sveitarfélögin hafa því ekki lagalegar forsendur til að segja við foreldra þessara barna: við erum að bíða eftir greiningu frá barna- og unglingageðdeild til að fá fjármagn til að geta sinnt barninu ykkar í skólanum.“ Greining skilyrði fjárveitingar  Fjárstuðningurinn/18 Börn þurfa að bíða lengi eftir greiningu hjá BUGL TÍÐARFAR getur gripið inn í og haft veruleg áhrif á varp fálkans. Ef snjóa fer á vorin, þegar fálkinn er í tilhugalífi og byrjar að verpa, á hann mjög erfitt með að finna rjúpuna þótt mik- ið sé af henni og getur varpið misheppnast. Þetta kom fram í erindi Ólafs K. Nielsen, vist- fræðings hjá Náttúrufræðistofnun, á Hrafna- þingi í vikunni. Ólafur hefur um árabil stundað rannsóknir á samspili fálka- og rjúpnastofnsins. Í erindi sínu fjallaði hann um varptíma fálka og varpárangur. Fálkastofninn er algerlega háður rjúpnastofninum sem stendur höllum fæti á þessu ári. Um 3–400 fálkapör eru í landinu að því að talið er. Ólafur segir fyrirsjáanlegt að fálkum muni fækka á næstu árum eftir nokkur mögur rjúpnaár að undanförnu. Hversu mikil fækkunin verði ráðist af því hvaða breytingar verði í rjúpnastofninum, hvort rjúpunni fjölgi á nýjan leik eða ekki. „Munurinn eins og við höfum séð hann á síð- ustu áratugum hefur verið u.þ.b. 40% frá því sem mest hefur verið í kjölfar rjúpnahámarks og því sem minnst hefur verið í kjölfar lægðar.“ Ólafur segir að þróunin gerist hægt og með nokkru árabili, ef til vill 5–6 árum. Hann giskar á að nokkur hundruð þúsund rjúpur séu á land- inu á haustin en rjúpan er talin á vorin. Hann bendir á að topparnir í rjúpnastofninum fari sí- lækkandi og toppurinn 1998 sé ekki nema helm- ingur af toppnum áratuginn á undan. „Með öðr- um orðum þá nær fálkinn ekki að lyfta sér upp í sömu hæðir og hann gerði á níunda áratugn- um,“ segir Ólafur. Stefnir í fækkun fálka Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson KAUPÁS hf. ætlar að fjölga lágvöru- verðsverslunum sínum, kenndum við Krónuna, á næstunni. Í maí verður ný Krónu-verslun opnuð í húsi Hús- gagnahallarinnar við Bíldshöfða og jafnframt verður tveimur 11–11- verslunum, í Mosfellsbæ og Þorláks- höfn, breytt í Krónuverslanir. Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, segir að samkeppni á mat- vörumarkaði verði að vera öflug. „Ég hef spurt mig að því hvort það sé eðlilegt að markaðsráðandi aðili, í krafti stærðar sinnar, geti svarað öll- um tilboðum sem koma fram á mark- aðnum. Það torveldar öðrum aðgang að markaðnum. En Krónan hefur alla burði til að vera samkeppnisfær við Bónus.“ Kaupás fjölgar lág- vöruverðs- verslunum  Skipið á siglingu/10 „ÞETTA er algert hunang fyrir klippara og eins gott að ég klúðri ekki myndinni í klipp- ingunni,“ segir Valdís Óskarsdóttir sem þessa dagana starfar í Bandaríkjunum við að klippa nýja mynd hins Óskarstilnefnda hand- ritshöfundar Charlies Kaufmans (Adaptat- ion, Being John Malkovich) í leikstjórn Frakkans Michels Gondry. Myndin heitir Eternal Sunshine of the Spotless Mind og í aðalhlutverkum eru Jim Carrey, Kate Winslet, Elijah Wood, Kirsten Dunst og Tom Wilkinson. Þetta er önnur bíómynd Gondrys, sem þekktur er fyrir myndbönd sín fyrir Björk Guðmundsdóttur, t.d. Human Behaviour, Army of Me og Jóga. Myndin er jafnframt önnur bíómyndin sem Valdís klippir í Bandaríkjunum en fyrir tveimur árum klippti hún Finding Forrester með Sean Connery í aðalhlutverki. Síðast lauk Valdís við klippingu bíómyndarinnar Skagerrak eftir danska leikstjórann Sören Kragh Jac- obsen. Klippir mynd með Jim Carrey og Kate Winslet  Ég þarf íslenskan/B20 Valdís: Eins gott að klúðra engu… ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.