Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Svanlaug Hann-esdóttir fæddist á Litlu Háeyri á Eyrar- bakka 20. apríl 1933. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands föstudaginn 31. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Hannes Andr- ésson frá Skúmstöð- um á Eyrarbakka og Jóhanna Bernharðs- dóttir frá Keldnakoti á Stokkseyri. Hún var næstyngst níu systkina. Systkini hennar eru Gunnlaug, Guðrún Fanney, Andrés, Bernharður, Jór- unn Ásta, Hannes, Haraldur Ár- mann og Garðar og þau eru öll á lífi. Svanlaug giftist 1961 Stefáni Gunnari Jónssyni frá Fagradals- tungu í Saurbæjarhreppi í Dala- sýslu en að mestu alinn upp í Flögu í Villingaholtshreppi. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Hafdís, f. 1950. Sonur hennar og Gunnars Þóris Þórmundssonar er Stefán Þór, sambýliskona hans er Elísa Rós Jónsdóttur, synir þeirra Ísak Breki og Daníel Máni. Börn Jó- hönnu og Þorsteins Eyvars Eyj- ólfssonar, f. 13. 6. 1950, d. 7.7 1994, eru Atli Rúnar, sonur hans er Sesar Jan, móðir Ósk Ágústsdóttir; og Andrea Hanna. 2) Kristín Birna, f. 1957, maki Erhard Richard Franz Marx. Börn þeirra eru Andri Erhard, Stefanía Erna og Alexandra. 3) Þór, f. 1961, maki Sigríður Waage. Börn þeirra eru Alexander, Tinna, Oliver og Nökkvi. Svanlaug ól upp son Jóhönnu, Stefán Þór, frá fæðingu og Andra, son Kristínar, frá 10 ára aldri. Kristín hefur búið í Þýskalandi frá 1987 en hin systk- inin eru búsett á Selfossi. Svanlaug var heimavinnandi húsmóðir allan sinn búskap. Stef- án og Svanlaug byggðu sér hús á Birkivöllum 11 og fluttu þangað 1966 og bjó hún þar til dauðadags. Fjölskyldan keypti bústað í Skorradal 1982. Svanlaug var starfsmaður í hlutastarfi í Selfoss Apóteki, síðar Lyf og heilsa, í rúm 30 ár. Útför Svanlaugar fór fram í kyrrþey frá Selfosskirkju 8. febr- úar. Svanlaug móðursystir mín dó 31. janúar sl. eftir erfið veikindi. Hlut- skipti allra manna er að missa, en mest um vert er þó að hafa átt sagði Byron eitt sinn. Við sem eftir lifum getum glaðst yfir því að hafa átt og kynnst Svönu. Hún var falleg og glæsileg kona sem alls staðar var eft- ir tekið. Svana var rólynd kona og fáguð í framkomu en samt föst fyrir og lét ekki aðra hafa áhrif á sig. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og setti skoðanir sínar óhikað fram en alltaf vel rökstuddar. Svana var vel gefin og hæfileikarík og alltaf ein af þeim hæstu í Barna- skóla Eyrarbakka. Á þessum árum voru ekki margir menntunarmögu- leikar og síst fyrir ungar stúlkur. Menntun var dýr og langt frá því að vera sjálfsögð hjá barnmörgum fjöl- skyldum, þar sem unglingar þurftu að fara að vinna og sjá sér farborða og urðu oft að leggja eitthvað til heimilisins til að létta undir þar. Ungar stúlkur höfðu því ekki mikið val um framtíðarstarfsvettvang. Hugur Svönu stóð til mennta og byrjaði hún að læra bókband í Reykjavík, en ástin breytir oft ýms- um áætlunum. Hún hafði alla tíð gaman af bókum og var ljóðelsk og reyndi að miðla þeim áhuga m.a. til mín. Hún var hrein og bein, vinur vina sinna og lét sér annt um fólk og var skilningsrík á aðstæður annarra. Svana fylgdist vel með mér á náms- árum mínum í Danmörku og sendi mér reglulega á fyrstu árum mínum þar köku í skókassa. Þetta var hvít lagkaka, stundum kölluð randalín, en við kölluðum hana skókassatertu og það er hún alltaf kölluð á mínu heim- ili og er bökuð fyrir jólin. Alltaf þeg- ar skókassaterta kom frá Íslandi hó- aði ég í vini mína og efnt var til tertukvölds. Oft hafði ég um svipað leyti fengið blaðasendingu að heiman og urðu þessi kvöld því oft löng og einkenndust af vangaveltum um ým- is málefni á Íslandi. Vinir mínir spurðu oft: „Hvar fær konan alla þessa skókassa? Er hún alltaf að kaupa sér skó?“ En Svana keypti ekki mikið á sjálfa sig, og þegar það var gert, þá var vandað til þess, því hún var ákaflega smekkleg. Hún var ein af þessum konum, sem eru fínar í öllu sem þær klæðast. Hún var list- ræn í sér og hafði næmt auga fyrir samræmi og saman innréttuðu hún og Stefán maðurinn hennar heimili sitt af smekkvísi. Þau hófu sinn bú- skap í húsi Jórunnar systur hennar á Selfossi, en byggðu sér húsið við Birkivelli 11 á Selfossi og bjuggu þar síðan. Vinum mínum fannst það mjög merkilegt og sérstakt að móðursyst- ir mín skyldi senda mér tertu reglu- lega til Danmerkur og skrifast á við mig öll námsárin. Þeir vildu gjarnan fá að hitta þessa trygglyndu konu, sem þeim fannst þeir standa í þakk- arskuld við. Í einu jólafríinu fjöl- menntum við á Birkivellina og var tekið þar með kostum og kynjum og slegið upp veislu. Vinir mínir höfðu orð á því á eftir, að þeim fannst eins og þeir hefðu komið þarna oft áður. Hjá Svönu var allt einhvern veginn svo sjálfsagt, og heimili hennar og Stefáns stóð alltaf opið vinum og vandamönnum. Að því leyti líktist Svana mjög móður sinni og Jarþrúði móðursystur sinni. Tvö barnabörn Svönu ólust upp hjá henni og Stefáni. Stefán Þór alfarið og Andri að hluta, og hefur Stefán litið á þá eins og syni sína. Tengsl Andra við Ísland voru sterk þegar fjölskylda hans fluttist til Þýskalands og var hann löng tíma- bil hjá ömmu sinni og afa á Selfossi og gekk þar í skóla. Hann og Stefán eru núna einir á Birkivöllunum. Kvæðið Kona eftir Davíð Stefánsson er mjög lýsandi fyrir Svönu, og síð- asta erindi kvæðisins lýsir vel skap- höfn hennar og betur en þessi fátæk- legu orð mín. Þú hatar hið glóandi glingur og skraut og girnist ei lönd eða borgir. Þú gengir til unnustans beinustu braut, þó biðu þín kvalir og sorgir. Þú bergir það vín, sem skín í hans skál, og skelfist ei dóma né sögur, því ást þín er villt, og þín valkyrjusál er voldug og auðmjúk og fögur. Ég votta Stefáni og fjölskyldu innilega samúð mína. Brynjólfur G. Brynjólfsson. „Að glæða og ala önn fyrir, að framleiða en safna ekki auði, að starfa en heimta ekki, að mega sín mikils án þess að láta til sín taka – það er æðsta dyggðin.“ Þessi orð Lao-tse sem hann sagði endur fyrir löngu ætla ég að tileinka Svanlaugu móðursystur minni því mér finnst þau lýsa henni svo vel og segja allt sem segja þarf í stuttu máli um þessa mætu frænku mína. Engu að síður ætla ég að láta hugann reika í upprifjun um æsku mína í minningu Svönu því hún var þar alltaf til staðar á sinn trausta og yfirlætislausa hátt. Fyrst dettur mér í hug svarti BMW 318 árgerð 1983 sem keyptur var á heimilið þegar Svana tók bíl- próf. Hún var orðin fimmtug þegar hún tók bílpróf og eftir það var BMW-inn alla tíð hennar bíll. Að fara að læra á bíl á fimmtugsaldri sýnir bæði kjark og þor og ekki síst ákveðni. Svana gat verið ansi ákveðin þegar hún ætlaði sér eitthvað og er ákveðni eitt af því sem einkenndi Svönu og hún lét engan vaða ofan í sig. Það gerði hún á hægan og hrein- skilinn hátt með rökfestu, en aldrei neinum látum. Hún lagði ekki eyrun við kjaftasögum og tók alla tíð mál- stað þeirra sem minna mega sín og þeirra sem henni fannst hafa verið beittir órétti. Hún lá ekkert á skoð- unum sínum en bar þær heldur ekk- ert á torg. Það var afskaplega gott að eiga Svönu að í sínum frændgarði. Hún sýndi ekki umhyggju sína með faðmlögum og kossum heldur í orð- um og öðru atlæti. Þegar ég fæddist bjuggu þau Svana og Stefán í kjall- aranum heima á Austurvegi 21b á Selfossi með Stínu Birnu á sjöunda ári og Þór nýorðinn tveggja ára. Stefán vann þá hörðum höndum við byggingu hússins þeirra á Birkivöll- um 11 þar sem þau áttu síðan eftir að búa alla sína búskapartíð og skapa sér þar sitt notalega og fallega heim- ili með Stínu og Þór og seinna Dísu sem Svana hafði eignast ung að ár- um. En Dísa ólst upp hjá afa og ömmu á Eyrarbakka fram á ung- lingsár og fermdist frá Eyrarbakka- kirkju um leið og ég var skírð. Síðar átti það líka eftir að verða uppvaxtarheimili Stefáns Þórs, son- ar Dísu, og að hluta til hans Andra hennar Stínu og öruggt athvarf fyrir öll hin barna- og barnabarnabörnin. Þannig var það líka fyrir mig. Á Birkivöllum 11 stóðu mér alltaf allar dyr opnar. Það var alltaf mikill sam- gangur á milli heimila systranna sem voru samrýndar og þótt við mamma værum bara tvær fannst mér ég vera hluti af stórri fjölskyldu og börnin á Birkivöllum voru mér sem systkini. Hjá Svönu átti ég athvarf á daginn þegar ég var ekki í leikskólanum og eftir að ég byrjaði í skóla, því móðir mín vann langan vinnudag. Og þau voru ófá kvöldin þar sem þær Svana og Dísa sátu við borðstofuborðið hjá mömmu á Austurveginum og hlógu mikið yfir svörtum kaffibollum, tal- andi undir rós. Meira að segja heim- ilishundinum á Birkivöllum, honum Vippa, þótti stundum gott að eiga án- ingarstað á Austurveginum, þegar hann var dauðuppgefinn á leiðinni heim af flandri sínu. Stundum voru allir af Birkivöllum í afmæliskaffi á Austurveginum ásamt fleira skyldfólki. Jól og áramót áttum við mamma alltaf með Svönu og fjölskyldu á Birkivöllum. Stefán reyndist mömmu liðtækur um jólin sem alltaf og færði okkur jólatréð sem hann setti upp fyrir mömmu, sem vann auðvitað mikið fyrir jólin, og við Þór ásamt Stefáni hjálpuðum svo mömmu við að skreyta. Stefán fór með okkur krakkana á aðfanga- dag í Selfosskirkju til að hlusta á aft- ansöng og mamma og Svana undir- bjuggu hátíðarmatinn heima á Birkivöllum á meðan. Mér eru sér- staklega minnisstæð jólin áður en ég varð sex ára. Svana hafði kennt mér á klukku og gefið mér armbandsúr í jólagjöf sem ég fékk þennan að- fangadag áður en við fórum í kirkju. Við messuna gat ég ekki haft augun af úrinu og horfði á vísana silast áfram mínútu eftir mínútu. Ó, hvað tíminn gat verið undarlegur og lengi að líða í þá daga þó að úrið gengi jafnt og þétt. Síðan hefur tíminn flog- ið áfram og er ennþá jafn óræður því skyndilega er tíma Svanlaugar frænku minnar lokið á jörðu hér. En eins og predikarinn Cypraníus sagði: „Hinir dánir eru ekki horfnir að fullu. Þeir eru aðeins komnir á undan.“ Það er auðvelt að hverfa aftur í tímann í huganum og rifja upp liðnar stundir með ástvinum sem eru farnir á undan. Þannig lifir hún Svana áfram í minningu okkar sem þekkt- um hana og elskuðum. Þó að Svönu sé sárt saknað er samt ofar í huga þakklætið fyrir allt sem við áttum með henni í þessari tilveru. Syni mín- um sýndi hún alltaf hlýju og sendi honum bæði afmælis- og jólagjafir eins og hann væri eitt af hennar barnabörnum og fyrir það eins og annað á Svana alltaf stað í hjörtum okkar. Hugur minn er hjá börnum Svönu, afkomendum og ástvinum öllum sem eru í sorg, og ekki síst hjá Stefáni sem nú hefur þurft að horfa á eftir lífsförunaut sínum fara á undan, svo allt of fljótt. Megi tíminn og Almætt- ið veita þeim huggun. Hanna Stefánsdóttir. SVANLAUG HANNESDÓTTIR Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN J. ÞORSTEINSDÓTTIR píanóleikari, Laugarásvegi 73, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 17. mars kl. 13.30. Elísabet Waage, Helgi Kristinsson, Benedikta G. Waage, Hallur Árnason, Jón Þorsteinn Gunnarsson, Margrét Birgisdóttir, María S. Gunnarsdóttir, Gérard Lemarquis, Guðmundur Óli Gunnarsson, Hörður Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar dóttur minnar, móður okkar, systur og ömmu, ÁSTU EDITHAR PÁLSDÓTTUR hárgreiðslumeistara, Skarðshlíð 9D, Akureyri. Þórhildur Skarphéðinsdóttir, Þórhildur Guðmundsdóttir, Freydís Ásta Friðriksdóttir, Jónína Pálsdóttir, Rósa Pálsdóttir og ömmubörn. Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og barnabarn, JÓNAS EINARSSON WALDORFF, Álsvöllum 4, Keflavík, sem lést af slysförum sunnudaginn 9. mars, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 18. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Regnbogabörn. Helle Alhof, Einar Þórðarson Waldorff, Ragnheiður Anna Georgsdóttir, Daníel Einarsson. Karin Alhof, Edda María Einarsdóttir, Haukur Árnason, Þórður Waldorff, Aðalfríður Stefánsdóttir. Þökkum öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og systur, ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Skólagerði 15, Kópavogi. Ingi Jónsson, Guðmundur Ingason, Sólfríður Guðmundsdóttir, Jón Ingi Ingason, Kristín Jónsdóttir, Markús Ingason, Oddný Hólmsteinsdóttir, Arnþrúður Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Alúðar kveðjur og þakkir sendum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS SIGURÐSSONAR, Háholti 18, Akranesi. Lifið heil. Valgerður Sigurjónsdóttir, Guðjóna Kristjánsdóttir, Björn Almar Sigurjónsson, Elísabet Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Huldarsson, Sigríkur Eiríksson, Magnfríður Þórðardóttir, Kristín Björk Viðarsdóttir, Sigurður Jóhannesson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.