Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 39
Alþingi hefur fjallað um málið
og áralöng vinna að undirbúningi
er að baki.
Þá rísa upp aðilar í samfélaginu
sem heimta að byrjað verði upp á
nýtt, aftur verði rannsakað og öllu
slegið á frest. Er þetta ábyrg um-
ræða spyrjum við? Er þetta ekki
vantraust á lýðræðislegar stjórn-
arstofnanir og skynsamlega breyt-
ingu rannsókna og þekkingar?
Holtasóleyjar og pardusdýr
Trúin á hreina ósnerta náttúru
getur komið að góðum notum því
hún er drifkrafturinn í svo mörgu
öðru. Í nafni náttúruverndar höld-
um við uppi strangri umhverfislög-
gjöf. Öllum finnst þetta nauðsyn-
legt, en hin náttúrufræðilega
orsök er flestum mönnum hulin.
Þegar til kastanna kemur er trúin
helsta umhverfisaflið, án trúarinn-
ar á nauðsyn þess að vernda nátt-
úruna mundu menn setja stórt
spurningarmerki við alla þá fjár-
muni sem til þessa málaflokks
fara.
Hundruðum milljóna er varið til
þess að tína til náttúrufræðileg
rök handa því fólki sem vill vernda
Kárahnjúka. En til hvers? Er
þetta fólk að sækjast eftir meiri og
öruggari þekkingu á skordýratöfl-
um, grasfræðigreinum og jarðlaga-
fræðum? Öllu þessu viti og vís-
indum, sem látið er í að rannsaka
lífríki þeirrar eyðimerkur sem ís-
lenska hálendið er í raun og veru,
er á glæ kastað þegar tilgangurinn
er sá eini að finna eitthvað á móti
virkjunum.
Eyðimörkin á hálendi Íslands er
sú stærsta í Evrópu og merkilegt
rannsóknarefni sem slík, en þar
eru hvorki pardusdýr, krókódílar,
15.000 ára gömul hellamálverk né
innfæddir þjóðflokkar í tugþús-
undatali, en þetta hefur verið það
helsta sem styr hefur staðið um
vegna virkjunaráforma erlendis.
Af hverju þarf að þröngva öllum
þessum vísindum upp á fólk sem
ekki er að biðja um neitt nema að
náttúran sé látin ósnert vegna
þess að það trúir að svo eigi það
að vera? Hvað er rangt við að hafa
svona trú?
Jónas er prófessor í verkfræði við HÍ
og Pétur er prófessor í guðfræði.
vegna fíkniefna falla niður ef þau
eru lögleidd.“
Jæja? Minnir þetta ekki á eitt-
hvað? Eins og:
„Það mega ALLIR krakkarnir
vera úti lengur. Þá má ég vera það
líka,“ en við nánari skoðun kemur í
ljós að „ALLIR“ eru tveir af tutt-
ugu. Ætlum við að falla fyrir þessu
bragði? Mér er hreint alveg sama
þótt „allir“ noti hass. Ég veit
nefnilega að það er ekki rétt. Og í
Hollandi, þar sem kannabisefni
eru leyfð, hafa vandmálin ekki
minnkað heldur breyst. Skráðum
smáglæpum hefur reyndar fækkað
í Hollandi. En af hverju? Jú, þegar
búið er að taka meirihluta smág-
læpanna og þeir eru ekki lengur
glæpir heldur eitthvað sem má
gera, þá hlýtur þeim að fækka í
bókunum!
Glæpum hefur þó ekki fækkað –
um það getur lögreglan á Íslandi
(sjá einnig vefinn www.dea.gov)
sem fær reglulega skýrslur frá
Hollandi sagt til um og landið er
miðstöð fíkniefnaflutninga í Evr-
ópu og þangað koma eiturlyfja-
neytendur allstaðar að úr veröld-
inni. Þar er miðstöð
fíkniefnasölunnar, ekki bara kann-
abisefna. En viljum við gera Ís-
land að áfangastað fíkniefnaneyt-
enda? Það fylgir.
Ég mótmæli!
Fyrir hönd allra foreldra og
hugsandi fólks mótmæli ég því að
slík auglýsingamennska sé viðhöfð
og krefst þess að þessari síðu sé
lokað. Ég vil sjá lögum landsins
framfylgt.
Höfundur er blaðamaður
og foreldri, situr í stjórn
Íbúasamtaka Grafarvogs.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 39
FYRIR stuttu fögnuðu nokkrir
Austfirðingar samningum Lands-
virkjunar við Alcoa með því að
draga fána auðhringsins að húni.
Framkvæmdin er mjög umdeild
því miklar líkur eru á að Kára-
hnjúkavirkjun verði baggi á þjóð-
inni þegar til lengri tíma er litið,
en auk þess veldur hún miklum
náttúruspjöllum.
Verði af álversframkvæmdum í
Reyðarfirði verður Alcoa stærsti
vinnuveitandi á Austfjörðum. Fyr-
irtækið hefur vafasamt orð á sér
fyrir ósvífni í viðskiptum og tillits-
lausa umgengni við náttúruna. Ís-
lendingar munu standa höllum
fæti gagnvart Alcoa því erfitt
verður að koma orkunni frá Kára-
hnjúkum í gagnið ef Alcoa hættir
við. Fyrirtækið er ekki góðgerða-
stofnun sem ætlar að efla atvinnu-
líf í dreifbýli á Íslandi, eina mark-
mið þess er að græða, sama hvað
kostar og hefur nú séð vænlega
leið til þess á állandinu góða.
Frá dögum Fjölnismanna og
Jóns Sigurðssonar var talið affara-
sælast að hafa yfirstjórn í atvinnu-
lífi og stjórnmálum í landinu
sjálfu. Út af fyrir sig eru menn svo
sem ekki að gera það að gamni
sínu að opna landið fyrir ítökum
erlendra auðrisa, heldur telja
þetta nauðsyn til að laða aukið
fjármagn inn í landið. Á sama tíma
eru raunar litlir viðskiptadrengir
að braska með fjármuni þjóðarinn-
ar í útlöndum, en það er önnur
saga.
Maður skyldi þó ekki hneykslast
á Austfirðingum þótt þeir fagni ál-
samningnum, enda er varað við því
í gamalli bók: „Hvorki munu
skurðgoðadýrkendur, né mann-
bleyður, né mannhórar, né þjófar,
né ásælnir, né drykkjumenn, né
lastmálir (þ.e. hneykslarar), né
ræningar guðsríki erfa“ (1. Kor-
intubréf, 6, 10.) Austfirðingum er
ekki of maklegt að koma saman,
drekka dálítið kaffi og halda ræður
ef þá langar til, jafnvel draga fána
að húni, en:
Fáninn okkar er tákn fyrir þjóð-
ina, landið, söguna, náttúruna og
tunguna, allt það besta sem býr í
íslenskri þjóðarsál. Þá er Bleik illa
brugðið ef Austfirðingum þykir ís-
lenski fáninn úreltur. Vonandi áttu
aðeins fáeinir óhlutvandir öfga-
menn hlut að máli, sem flögguðu
fána auðhringins í stundaræsingi.
Landið var svo sem ekki selt að
þessu sinni, aðeins nokkrum há-
lendisperlum spillt til að selja orku
fallvatna á útsöluprís fyrir stund-
argróða. Það hefði verið nær að
flagga í hálfa stöng þennan dag.
Í hálfa stöng
Eftir Jón
Torfason
Höfundur er
íslenskufræðingur.
„Vonandi
áttu aðeins
fáeinir óhlut-
vandir öfga-
menn hlut að máli, sem
flögguðu fána auð-
hringsins í stundar-
æsingi.“
Klapparstígur 1 - opið hús
Til sölu er glæsileg 3ja-4ra herb. 109 fm
íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. 2 svefnherbergi,
samliggjandi stofur, parket, suðursvalir,
þvottahús á hæðinni, stæði í bílgeymslu, fal-
legt útsýni, laus strax. Verð 18,2 millj.
Opið hús í dag milli kl. 14—17, íbúð 24
Upplýsingar gefur
Agnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4,
símar 551 2600 og 552 1750.
Sjá slóð: www.simnet.is/sj
EINBÝLI
Laufás - Gbæ.
Vorum að fá í sölu mjög fallegt 88 fm
einbýlishús á einni hæð. Húsið skiptist
m.a. í tvö herbergi og tvær stofur. Stór
gróin afgirt lóð. V. 13,5 m. 3146
PARHÚS
Nesbali
Gott og vel viðhaldið 202 fm raðhús á
tveimur hæðum með innbyggðum bíl-
skúr á frábærum stað Seltjarnarnesinu.
Eignin skiptist þannig.1. hæð: Forstofa,
baðherbergi, tvö herbergi, geymsla og
innbyggður bílskúr. 2. hæð: Hol, þrjú
herbergi, eldhús, baðherbergi stofa og
borðstofa. Stórar sólríkar svalir og fal-
legur og gróinn garður. Skipt hefur verið
um járn á þaki, gler að mestum hluta og
húsið var málað fyrir tveimur árum. V.
23,9 m. 3168
Bergstaðastræti - Þingholtin
Vorum að fá í einkasölu vandað 204 fm
parhús teiknað af Ingimundi Sveinssyni.
Húsið er byggt 1978. Húsið skiptist m.a.
í tvær stofur, fjögur herbergi og fleira.
Sérbílastæði. Glæsilegt útsýni. Eign í
sérflokki. V. 31 m. 3145
Einbýlishús á sunnanverðu
Seltjarnarnesi óskast
Trausturkaupandi hefur beðið okkur að útvega 200-250 fm einbýlishús á einni
hæð ásunnanverðu Seltjarnarnesi. Sterkar greiðslu í boði. Nánari uppl. veita-
Magnea og Sverrir.
Sérhæð í gamla bænum óskast
Traustur kaupandi óskar eftir130-160 fm sérhæð í gamla bænum, t.d. Þingholt-
um eða vesturborginni. Ekki þarf að rýma eignina strax. Góðar greiðslur í boði.
Nánari uppl. veitir Sverrir.
Einbýlishús í Garðabæ óskast
Traustur kaupandi óskar eftir200-300 fm einbýlishúsi í Garðabæ. Nánari uppl.
veita Magnea og Sverrir.
HÆÐIR
Bústaðavegur
Vorum að fá í einkasölu 95 fm 4ra herb.
hæð (efri hæð) í tvíbýli. Parket. Endur-
nýjað eldhús. V. 13,5 m. 2560
3JA HERB.
Maríubakki
Snyrtileg og björt 3ja herb. 81 fm íbúð á
2. hæð. Íb. skiptist í hol, eldhús, sér-
þvhús í íbúð, geymslu, stofu, baðher-
bergi og 2 herb. Í kjallara er sérgeymsla
og sam. þurrkherb. V. 10,7 m. 3169
Rjúpnasalir
Sérlega glæsileg 92 fm þriggja herbergja
íbúð í litlu fjölbýlishúsi við Rjúpnasali.
Eignin skiptist í forstofu, hol, tvö her-
bergi, stofu, eldhús, geymslu, baðher-
bergi og þvottahús. Sérgeymsla er í
sameign. Eikarparket á gólfum. Verönd.
Hagstæð áhvílandi lán eru á eigninni
þ.m.t. viðbótarlán. V. 13,9 m. 3070
ATVINNUHÚSNÆÐI
Suðurhraun
Nýtt og vandað 530 atvhúsn. sem skipt-
ist í 400 fm góðan iðnaðar- og verk-
stæðissal með góðri lofth. og 2 innk-
eyrsludyrum. Á 2. hæð er vönduð 130
fm skrifstofuhæð í fyrsta flokks ástandi
með parket á gólfum og tölvulögnum
o.fl. Gott verð í boði. Laust fljótl. 3173
GSM 896-8232
Mjög góð um 200 fm raðhús á tveimur hæðum með
tvöföldum bílskúr. 4 svefnherbergi, góðar stofur. Tvö
hús eftir, (endi og millihús). Skilast fokheld að innan
og tilbúin að utan. Teikningar hjá Garðatorgi.
Hringdu núna.
KLETTÁS 13 OG 15 - GARÐABÆ
Mjög góð og skemmtileg um 160 fm raðhús á
frábærum stað í Ásahverfi í Garðabæ. 3-4
svefnherbergi, 30 fm suðursvalir. Tilbúin til
afhendingar; fullbúin að utan - fokheld innan.
Verð aðeins 14,5 millj.
BIRKIÁS 21-25 - GARÐABÆ
Glæsilegt 163,8 fm einbýli með 25,3 fm
innbyggðum. bílskúr. 4 svefnherbergi. Húsið sem er
allt á einni hæð er vel staðsett í þessu
framtíðarhverfi. Skilast fullbúið að utan (steinað) og
fokhelt að innan. Verð 16,6 millj. (loft einangruð)
21,5 millj. tilbúin til innréttinga. Húsið er fokhelt.
GVENDARGEISLI 106 - GRAFARHOLTI
Nýbyggingar
SIGURÐUR ÖRN SIGURÐARSON, LÖGGILTUR FASTEIGNASALI
Til sýnis í dag mjög góð og björt
íbúð 128,7 fm Íbúðin skiptist á
1. hæð í tvö svefnh. eldhús, baðh.
og stofu. Á neðri hæð íbúð með sér
inngang og skiptist í opið rými með
eldhúskrók og baðherbergi. Hring-
stigi milli hæða. Húsið er byggt 1991
og er mjög vel hannað. Geymsla,
þurkherbergi og hjólageymsla í kjall-
ara. Hægt að nota sem eina eða
tvær íbúðir. V 15,9 millj. Áhv. 8 m. Brunabótamat 17,7millj.
Eggert og Anna Guðrún taka á móti ykkur í dag, sunnudag.
Verið velkomin.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
BERJARIMI 11 - M/AUKAÍBÚÐ
www.eigna.is eigna@eigna.is Sími 530 4600