Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 43 Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2003 Tilnefningum ber að skila á sama stað eigi síðar en 11. apríl 2003 Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar mun óska eftir frekari upplýsingum frá tilnefndum fyrirtækjum eða stofnunum og frá þeim aðilum sem tilnefna. Skúlagötu 19, 108 Reykjavík, sími 563 2700. Frekari upplýsingar fást hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur Umhverfisviðurkenning Reykjavíkur- borgar er veitt fyrirtæki eða stofnun, sem leitast við að haga rekstri sínum eða einstökum rekstrarþáttum í sam- ræmi við grunnregluna um sjálfbæra þróun. Til greina koma fyrirtæki eða stofnanir í Reykjavík, sem á einhvern hátt hafa sýnt slíka viðleitni. Viður- kenningin verður veitt formlega á umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna þann 5. júní nk. Viðurkenningin kom í hlut Farfuglaheimilisins í Reykjavík 2002 og var það í sjötta sinn sem hún var veitt. Þeir, sem óska eftir að koma til greina í ár eða óska eftir að tilnefna fyrirtæki eða stofnun til Umhverfisviðurkenn- ingarinnar, eru vinsamlegast beðnir að fylla út sérstök eyðublöð, sem liggja frammi hjá Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur, Skúlagötu 19, og hjá Upplýsingaþjónustu Ráð- húss Reykjavíkur. Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. Er ferming framundan? Mikið úrval af drögtum, toppum og blússum fyrir mömmu, ömmu og langömmu. Opið frá kl. 10—18 laugardaga frá kl. 11—15 Föt fyrir alla frá tvítugu VÍKURBAKKI 32 - OPIÐ HÚS Í dag milli kl. 14:00 og 17:00 er til sýnis þetta fallega og mik- ið endurnýjaða endaraðhús á 2 hæðum með innbyggðum bílskúr og yfirbyggðum svölum. Stórar stofur og 3-4 góð herbergi. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Áhvílandi húsbréf 6,8 millj. Verð 21,9 millj. „ÞETTA er alveg dýrlegt fólk, þessir unglingar okkar,“ sagði Arndís Sig- urðardóttir í Miðfelli í Hrunamanna- hreppi er hún gaf skýrslu frá um- ræðuhópi sínum í Skálholti á fimmtudaginn var. Þar voru sam- ankomin um 60 manns, helmingurinn eldri borgarar úr uppsveitum Árnes- sýslu sem þar hittast ársfjórðungs- lega, hinn helmingurinn gestir þeirra, nemendur 10. bekkjar í Flúðaskóla og Reykholtsskóla. Kynslóðirnar áttu fjörugar og lær- dómsríkar samræður m.a. um sið- ferðileg álitamál og var gagnkvæm ánægja með samfundina. Eldri borgararnir höfðu rætt breytilegt gildismat á síðustu sam- fundum sínum í oktober sl., hvaða gildum þeir vildu miðla ungu kyn- slóðinni á nýrri öld, hvort gömlu gild- in væru enn í gildi. Þar kom fram að slík samræða, svo áhugaverð og skemmtileg sem hún var, væri eig- inlega eintal og spurt hvort ekki væri hægt að fá unga fólkið til viðræðu um þetta málefni. Stjórnendur skólanna í Reykholti og á Flúðum tóku fyrirspurn þar að lútandi mjög vel og sendu alla nem- endur sína í 10. bekk til samfunda við eldri kynslóðina í Skálholtsskóla. Þar var hópnum skipt niður í níu smá- hópa, með sex til átta þátttakendum af báðum aldursflokkum. Þau fengu í hendur sameiginleg umræðuefni: rímur og rapp, valið á lífsstarfi auk tilbúins siðferðilegs álitamáls sem svo hljóðaði: Hvor á að ráða? „Þið eruð stjórn styrktarfélags mállausra og þurfið að taka ákvörðun í eftirfarandi máli: Páll Pálsson hefur verið fram- kvæmdastjóri félagsins í 24 ár og gengið vel. Fjáröflunarleiðir hafa verið vinsælar og heppilegar, svo að félagið er vel stætt og vel metið af al- menningi. Fyrir rúmu ári fékk Páll slæmt taugaáfall og hefur verið í veik- indaleyfi síðan. Hann hefur þó fylgst vel með félaginu og tekið allar meiri- háttar ákvarðanir. Jóna Jónsdóttir, ungur viðskipta- fræðingur, hefur gegnt starfi Páls af miklum krafti á meðan. Hún hefur þegið boð Leikfélagsins Gleðibank- ans að styrktarfélagið fái ríflegan hluta af hagnaði félagsins af sýningu Gleðibankans á klámfengnum söng- leik, sem víða hefur verið bannaður. Þetta yrði auglýst opinberlega. Heilsa Páls er að verða góð. Hann er algjörlega mótfallinn því að taka þessu boði og getur ekki sætt sig við að vinna fyrir félag sem beitir slíkum vinnuaðferðum. Jóna er á allt öðru máli, þarna sé örugg fjáröflunarleið, sem er nauðsynleg þar sem útgjöld hafa aukist vegna vaxandi starfs. Verði boðinu hafnað af stjórninni, sé hún niðurlægð og hætti á stundinni. Stjórnin verður að taka ákvörðun. Hvort þeirra, Páll eða Jóna, á að vera framkvæmdastjóri Styrktarfélags mállausra í framtíðinni?“ Hóparnir kusu sér talsmenn sem gáfu skýrslu til heildarhópsins og það vakti athygli að fleiri unglingar en eldri borgarar voru í því hlutverki og voru þeir sannarlega jafnskilmerki- legir og hinir eldri. Í skýrslunum kom fram að meirihlutinn eða tveir þriðju hópanna völdu Pál Pálsson sem framkvæmdastjóra, enda væri hann farsæll stjórnandi, ekki væri rétt að henda út eldra fólki og klám myndi skaða félagið þegar til lengri tíma væri litið. Þrír hópar kusu Jónu Jónsdóttur, því að hennar væri fram- tíðin, með nýjar hugmyndir til fjár- öflunar. Það kom líka í ljós að niðurstöð- urnar fóru ekki eftir aldri, ýmsir eldri borgarar vildu heldur ráða Jónu Jónsdóttur. Það var almennt álit eldri borg- aranna að unglingarnir hefðu verið sjálfum sér, heimilum sínum og skól- um til mikils sóma. „Fordómarnir hrundu eins og fis,“ sagði einn bónd- inn á níræðisaldri, „þau voru sko með allt sitt á hreinu og svo almennileg.“ Eftir hádegið kom Sigurbjörn biskup Einarsson, 92 ára að aldri, og ræddi um ýmsar tilvistarspurningar sem blasa við eldri borgurum. Að lok- um var hraustlega tekið undir gömul og ný lög við undirleik Vilmundar Jónssonar í Skeiðháholti áður en þeg- ið var veislukaffi og síðan far- arblessun í Skálholtskirkju. Fordómarnir hrundu sem fis Beðið eftir að umræður hefjist í fræðslustofu Skálholtsskóla. DAGANA 19. og 20. september nk. verður haldin norræn ráðstefna um leikskólamál í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju. Yfirskrift ráðstefnunn- ar er „Að mæta barni nútímans“. Að ráðstefnunni standa Akureyr- arbær, Randers í Danmörku, Ála- sund í Noregi og Västerås í Svíþjóð. Fyrirlesarar verða: Guðrún Alda Harðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, Stig Broström, lektor við danska uppeldisháskólann, og Mara Westling Allodi, fil. dr. við kenn- araháskólann í Stokkhólmi. Auk þess verða vinnusmiðjur frá hverju landi: Arnar Ingvarsson frá leikskólanum Iðavelli á Akureyri fjallar um tölvur og börn. Frá Rand- ers kemur Vibra Svejstrup, hún fjallar um norræna frásagnarhefð í starfi með börnum. Morten Jahren frá Álasundi veltir fyrir sér hugtak- inu nýja foreldrakynslóðin og Anne- Christine Söderström frá Västerås fjallar um hæfileikaríka barnið og hvernig sýn hins fullorðna á barnið hefur áhrif. Ráðstefnan er opin öllum. Vakin er athygli á að allir fyrirlestrar fara fram á dönsku, norsku eða sænsku og ekki verður túlkað. Nánari upp- lýsingar er að finna á heimasíðu ráð- stefnunnar, þar fást einnig umsókn- areyðublöð: http://www.idavollur.akureyri.is/ radstefnanorraent.htm. Norræn ráðstefna um leikskólamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.