Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ✝ Eyjólfur ÓskarÞorsteinsson fæddist í Garðakoti í Mýrdal 4. nóvember 1920. Hann andaðist á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Hjallat- úni í Vík 27. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin og bændurnir í Garðakoti, þau Þor- steinn Bjarnason, f. 17. apríl 1879 í Holti í Álftaveri, d. 9. des- ember 1970, og kona hans Sigurlín Er- lendsdóttir, f. 1. september 1885 á Syðsta-Hvoli í Mýrdal, d. 27. nóv- ember 1967. Systkini Óskars sem látist hafa eru: Marta, f. 9. október 1910, d. 2. ágúst 1998, Jón, f. 17. febrúar 1912, d. 15. júlí 1998, Sig- ríður, f. 10. ágúst 1913, d. 3. febr- úar 2003, Elísabet, f. 29. júlí 1915, d. 10. apríl 2001, Kristín Magnea, f. 6. desember 1925, d. 1. desember 1926, og Kristján Magnús, f. 3. febrúar 1929, d. 10. júlí 1931. Systkini Óskars sem lifa eru: Gróa Ragnhildur, f. 15. janúar 1917, Sigríður Jónína, f. 2. október 1919, og Guðjón, f. 15. júní 1924. Óskar ólst upp í Garðakoti og undir styrkri handleiðslu foreldra sinna nam hann þau störf sem þá tíðkuðust til sveita í Mýrdalnum. Hann hlaut hefð- bundna barnaskóla- menntun, en starfaði alla ævi við búið í Garðakoti, fyrst með foreldrum sínum, en við fráfafall þeirra með Guðjóni bróður sínum. Óskar þótti fjárglöggur og sinnti sauðfé sínu af alúð. Þá er öruggt að afrétti og upprekstrar- lönd Mýrdælinga þekkti hann eins og fingur sína. Meðan róið var á árabátum til fiskjar frá strönd Mýrdalsins átti hann sitt pláss í bátnum og þótti fengsæll sjómað- ur. Óskar hafði góða tenórrödd og söng um árabil í kór Skeiðflatar- kirkju. Síðustu árin dvaldist hann á Hjallatúni í Vík. Útför Óskars var gerð frá Skeið- flatarkirkju í Mýrdal 8. mars. Góður vinur minn, Eyjólfur Ósk- ar Þorsteinsson, eða Óskar í Garðakoti, eins og hann var jafnan nefndur, er fallinn frá. Andlát hans kom okkur þó ekki á óvart, þar sem hann hafði háð harða glímu við krabbamein um nokkurt skeið, einn þeirra vágesta sem marga leggur að velli og það þótt yngri séu. Barátta hans einkennd- ist öðru fremur af æðruleysi, ósér- hlífni og meðfæddum dugnaði. Fundum okkar Óskars bar fyrst saman þegar ég flutti á dvalar- heimilið Hjallatún í Vík haustið 1999. Óskar hafði þá átt þar heim- ili frá því snemma árs 1996. Fljót- lega veitti ég því athygli að leið hans lá oft og tíðum í föndurstof- una í kjallaranum, þar sem hann sat gjarnan í stól og tálgaði tré. Tré, sem síðar urðu að jólatrjám eins og við höfðum báðir alist upp við í okkar bernsku. Heimagerð, úr timbri og skreytt eftir efnum og smekk hvers og eins. Öll voru þessi jólatré Óskars gefin vinum og vandamönnum. Ég dáðist að elju hans við þessa smíði. Óskar einangraðist töluvert á efri árum, vegna heyrnarleysis sem komið hafði skyndilega og hrjáði hann til dánardægurs. Vissulega var það merkilegt og einstakt að maður, sem alla ævi hafði unnið hörðum höndum, skyldi geta fundið sér slíka dægra- styttingu í ellinni. Vafalaust stytti þetta langa, erfiða og oft einangr- aða daga. Þegar menn missa heyrnina verður maður stundum svo utanveltu í samskiptum við fólk, það þekki ég vel. Í raun hafði ég sjálfur lítið af honum að segja fyrr en hann tók að smíða eft- irmyndir ýmissa báta og skipa. Á sínum yngri árum hafði hann sótt sjóinn á árabátum frá sandinum í Mýrdalnum og þótt fengsæll. Hann þekkti því vel til árabáta, en hann vissi að ég var lærður vél- virki og rennismiður og hafði á yngri árum sótt sjóinn á margs- konar mótorbátum og skipum. Hann fór því að leita ráða og álits hjá mér um eitt og annað er laut að smíði þeirra og fyrr en varði myndaðist einlæg vinátta milli okkar. Og svo merkilegt sem það er, gekk okkur alltaf vel að tala saman, enda gáfum við okkur góð- an tíma og höfðum nóg af honum. Sjálfsagt hafa þeir ekki komið landkröbbunum kunnuglega fyrir sjónir, Norðursjávar-snurvoðar- bátarnir gömlu, eða togararnir sem hann kallaði svo og smíðaði. Sumir gerðu grín að bátslaginu, en ég fullvissaði hann um að þessir bátar voru til. Ég hafði margoft séð þá sjálfur og staðfesti það sem hann mundi. Trúlega hefur hann séð einn slíkan á ljósmynd. Jöfnum höndum með smíðinni, saumaði hann púða eða veggmynd- ir og málaði aðeins á gler en þó mest á dúka. Þeir urðu fjölmargir og skreyta mörg borðin. Einhvern tíma taldi ég púðana hans Óskars og þá voru þeir komnir á sjöunda tuginn, auk alls annars sem hann gerði, sem er meira en svo að ég hafi tölu á því öllu. Afköstin voru því feikna mikil og þessir hand- unnu munir, hverju nafni sem nefnast, vitna um einlægan dugnað og framúrskarandi gjafmildi, því allt sem hann gerði, hversu stórt eða smátt sem það var, var gefið öðrum af mikilli óeigingirni. Ég veit að þeir eru fjölmargir sem minnast nú Óskars fyrir hans mörgu og fallegu muni. Muni sem prýða ótal heimili, jafnt hér á landi, sem erlendis. Starfsstúlkurnar á Hjallatúni litu til með vinnubrögðum hans við saumaskapinn og gáfu honum oft góð ráð. Og Óskari þótti mjög vænt um allt sem gert var fyrir hann og talaði oft um það hvað starfsstúlkurnar væru sér góðar, og undir það get ég tekið. Eftir að heilsu hans tók að hraka verulega síðustu mánuði, hjálpuðu þær hon- um mikið. Ég er þess viss að ég má fyrir hönd okkar beggja, þakka þeim alla hjálpsemina og vinsemd- ina í garð Óskars meðan hann átti heimili hér á Hjallatúni. En þeir voru fleiri sem litu til með honum og sérstaklega var gott vinfengi milli hans og Ásmundar á Hryggj- um, sem alltaf var boðinn og búinn að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Sama má segja um bræðurna Sæ- mund og Einar Þorsteinssyni og marga fleiri, ættingja og vini Ósk- ars sem ekki verða nefndir hér. Engum sem þekkti Óskar, gat dulist sú virðing sem hann bar ávallt fyrir foreldrum sínum, systkinum og fjölskyldum þeirra. Áhugi Óskars og þekking á sauðfé var honum í blóð borin. Hann sleppti ekki fjárréttum ef hann gat og leitaði oft og iðulega fregna af sprettu á túnum og beitarhögum sem og á upprekstrarlöndum. Hann bar þó sérstaklega fjárstofn- inn í Garðakoti fyrir brjósti í smáu sem stóru. En hann vissi sem var að kindurnar voru í góðum hönd- um Guðjóns bróður hans. Óskar var viðkvæmur maður sem mátti ekkert aumt vita og var stöðugt að reyna að hjálpa þar sem hann taldi þörf. Hann var dagfarsprúður í umgengni og var vanur því að þegar eitthvað sér- stakt stóð til hér á Hjallatúni, sem og á helgidögum og hátíðum, þá klæddist hann sínu besta. En Ósk- ar var líka fastur fyrir og það sem hann ætlaði sér, framkvæmdi hann einhvern veginn og hvað sem hver sagði. Það segja sumir að sé þrjóska, en ég held að það sé miklu fremur meðfædd skapgerð. Og það er ekki okkar að breyta henni, í neinum tilvikum. Það kom mér þægilega á óvart að ég skyldi, kominn á aldur okkar Óskars, eignast jafnraungóðan og einlægan vin sem hann var. Fyrir það þakka ég nú af heilum hug og kveð góðan vin sem ég sakna inni- lega. Aldrei var svo gengið til náða að hann kæmi ekki inn til mín stutta stund, eða ég til hans þegar hann lá veikur, til að spjalla lít- illega og bjóða hvor öðrum góða nótt. Nú ætla ég að taka til í smíða- horninu hans og klára kannski einn eða tvo hluti, sem ég vissi að hann vildi helst ná að klára og það geri ég fyrst og fremst til minn- ingar um minn góða og einlæga vin. Systkinum hans, fjölskyldu allri og vinum, votta ég hjartans sam- úð. Guð blessi minningu míns góða vinar, Óskars í Garðakoti. Kristján S. Guðmundsson, Hjallatúni. EYJÓLFUR ÓSKAR ÞORSTEINSSON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.