Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nudd og aðhalds sokkabuxur Apótek, lyfjaverslanir og fríhöfnin GREEN ww w. for va l.is Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. mbl.isFRÉTTIR MÉR verður oft hugsaðtil áranna fyrir stríð.Það voru árin, semkennd eru við krepp-una miklu. Halldór Laxness var um þær mundir svo upp- tendraður og gagntekinn af rafvæð- ingu og stóriðju að naumast komst annað að í huga hans en rafstöðvar á við Dnépropetrovsk og verkamenn á borð við Stakhanovitsj. Rafvæðing sveitanna var honum einkar hugleik- in á þriðja áratugnum og áhugi hans jókst enn, hvað sem líður kaldhæðni Bjarts í Sumarhúsum um að líklega sé rafmagnið „mest í rassinum“ á Rauðsmýrar-feðgum. Í grein þeirri, sem Halldór ritar í 50 ára afmælisrit Leikfélags Reykja- víkur er hann uppá kant við Guð með einhverjum hætti, eins og títt var á þeim árum og þóttist þurfa á stór- yrðum að halda, sem stundum minntu á Jón sterka „sáuð þið hvernig ég lagði hann“. Það kemur fram í orðum hans um vanmátt Guðs í leikritagerð. „Óðar en tjaldið var dregið frá og baðstofuþátturinn hófst, eins og allir muna úr Fjallaeyvindi, greip mig í senn undrun og fögnuður yfir því nýja mannlífi, sem þarna birtist, þessu hreinsaða, niðurskipaða og til- viljunarlausa lífi, sem listin hefur um fram mannlíf það, sem guð hefur skapað; – ég vona, að enginn, sem les þetta, sé svo skyldur guði, að hann móðgist fyrir hans hönd, þó ég taki þannig til orða; því allir vita, að guð getur ekki skapað leikrit, þó hann gefi ef til vill efni í sum, alveg eins og guð getur ekki skapað rafmagnssam- stæðu, og ekki einu sinni túrbínu,“ segir í grein Halldórs. „Þetta líf, sem gerðist uppi á pallinum, var að vísu mannlíf, og þó ofar mannlífinu eins og líf guðanna, gerðist á öðru sviði en mannlífið, vitrænu sviði, hreinu af sora tilviljunar og aukaatriða, lögmál og tilgangur var eitt, lögmál og örlög. Þó ekki væri nema talið á leiksviðinu, frjálst af ófullkomleik daglegs tals, nokkurskonar vizkuþrunginn kjarni alls baðstofuhjals á Íslandi, þá nægði það til að koma mér á þá skoðun, að þarna væri hið rétta mannlíf, og okk- ar hversdagsmannlíf væri hégóm- inn.“ Ég er svo heppinn að eiga afmæl- isrit Leikfélags Reykjavíkur. Af 100 tölusettum eintökum er mitt eintak númer 53. Það er undirritað af Brynjólfi Jóhannessyni, Val Gíslasyni og Þóru Borg Einarsson. Þegar við Halldór skiptumst á fá- einum orðum í fatageymslunni í Iðnó vissi ég ekki hið latneska heiti hrökkálsins, sem Örnólfur Thorlacius nefnir í pistli sínum. Það er býsna þungt lóð á vogarskál röksemda. Hvað sem því líður er fróðlegt að hyggja að staðhæfingum Halldórs Laxness á ýmsum tímum rithöf- undarferils hans.Kvöldið sem Leik- félag Reykjavíkur minntist 50 ára af- mælis síns með leiksýningu í Iðnó vildi þannig til að við Halldór komum samtímis að afgreiðsluborði fata- geymslu og afhentum Þórdísi Eyj- ólfsdóttur afgreiðslukonu þar yfir- hafnir; frakka okkar. Ég hafði þá nýverið lesið grein Halldórs í hátíð- arriti félagsins. Segi honum frá því að ég hafi lesið ummæli hans um getuleysi Guðs við leikritasmíð og vanþekkingu hans á leyndardómum raforkunnar. Mér kom til hugar að spyrja Halldór um hrökkálinn. Spyr: Hvað um hrökkál- inn? Er hann ekki þrunginn spennu? Ha, hrökkállinn? Ja. Samtal okkar Halldórs varð ekki lengra en það sem til var vitnað. Leik- sýningin var að hefjast. Löngu seinna, það liðu áratugir, kom mér til hugar að biðja Örnólf Thorlacius ásjár. Hann brá við skjótt og sendi mér greinargóða skýrslu. Í blaða- bunka á skrifborði duldist grein Örn- ólfs. Ég bað hann ásjár að nýju. Svar hans var svohljóðandi: Feðgarnir Einar og Halldór Laxness á tröppum Gljúfrasteins árið 1946. Hrökkáll getur veitt 600 volta rafhögg. Víst þekkir Guð rafmagnssamstæðu Hrökkállinn er spennu þrunginn skrifar Pétur Pét- ursson og rifjar upp orðaskipti sín við Halldór Laxness í tilefni af skrifum hins síðarnefnda um vanþekkingu Guðs á leyndardómum raforkunnar í 50 á́ra afmælisriti Leikfélags Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.