Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 31 SR. JÓN Steingrímsson skrifaði ævisögu sína sem nokkurs konar varnarrit og ætlaði hana afkomend- um sínum til aflestrar. Jón hafði lent í miklum hremmingum, m.a. mála- ferlum sökum hjálparstarfs vegna Skaftárelda. Þá hafði stjúpsonur hans tekið upp iðju hins glataða son- ar í útlöndum og sótti að móður sinni og eiginmanni hennar með offorsi. Urðu mikil mál af. Vegna þessa taldi Jón rétt að fjölskylda hans hefði að- gang að hans útgáfu almæltrar og al- ræmdrar sögu. Bókin var ekki rituð til prentunar og höfundur leyfði sér meiri bersögli en annars hefði verið að vænta. Því er hægt að halda fram að ævisagan sé fyrsta nútímaævisag- an á Íslandi. Ævisaga Jóns Stein- grímssonar er merkileg heimild um mikinn átakatíma í sögu íslenskrar þjóðar, en veitir einnig innsýn í fjöl- marga þætti í þjóðmenningu, en einnig í lífi og afstöðu einstaklings á 18. öld. Það er því vel að þessi saga skuli nú vera gefin út á ensku. Með þýðingunni birtist ítarlegur inngangur Fell um kristnilíf á Ís- landi, sögu þess, þjóðfélagsaðstæður og skýringar á ævi Jóns Steingríms- sonar. Þá hefur þýðandi ennfremur tekið saman í viðauka ítarlegar skýr- ingar á kirkjulífi, ýmsum mikilvæg- um stofnunum, persónum og aðstæð- um í sögu Íslendinga og samtíð Jóns, sem máli skipta fyrir skilning á ævi- sögunni. Mælieiningar eru skýrðar, mynt, brennivínsnotkun, draugatrú, eldvirkni á Íslandi og í einstökum fjöllum, eignamál klaustra, saga píetismans svo fátt eitt sé nefnt. Allt þetta efni er afar fræðandi og blasir við að það er nákvæmur fræðimaður, sem færir á blað. Fell var háskóla- kennari í stærðfræði við bandarísk- an háskóla áður en hann og kona hans settust að á Íslandi og breiddu út faðm gagnvart íslenskri sögu og kirkjulífi. Fell hefur áður gefið út á ensku úrval predikana Jóns Vídalíns og einnig skrifað kirkjusögu Íslend- inga og hefur því reynst Íslending- um góður stjúpsonur. Bókin er glæsileg, þýðingin á vönduðu máli, ítarefnið vel unnið og þýðanda og útgefanda, Peter Lang, til sóma. Einar Sigurbjörnsson, pró- fessor, hefur ritað ágætan inngang að ritinu og skýrt stöðu þess og verk þýðandans. Guðfræðideild HÍ gerði Fell að heiðursdoktor í guðfræði á hátíðarárinu 2000. Ritið er tileinkað öflugum Skaftfellingum, hjónunum Magneu Þorkelsdóttur og Sigurbirni Einarssyni biskupi. Hægt er að mæla með þessari bók gagnvart öllum þeim, sem vilja skoða 18. öldina í sögu Íslendinga, áhrif náttúruhamfara á líf og trú, hafa gaman af góðum bókmenntum og þykir mikilvægt að skoða eðli og áhrif trúar á líf og hamingju einstak- linga og samfélags. Svo er bókin afar gagnleg við hlið Eldritisins, sem Kenneva Kuntz hefur nýlega þýtt á ensku. Þegar leitað er góðrar bókar til að gefa vinum erlendis eða erlend- um gestum, sem hafa áhuga á ís- lenskri sögu og trúariðkun, er ævi- saga Jóns Steingrímssonar á ensku frábær kostur. Lof sé Fell. Bókfræðilegar upplýsingar: A very present help in trouble: The autobiography of the fire-priest. Peter Lang, New York, 2002. Am- erican University Studies, Series VII, Theology and Religion, vol. 215. ISBN 0-8204-5206-8 Eldklerkurinn á ensku BÆKUR Ævisaga Ævisaga sr. Jóns Steingrímssonar. Dr. Michael Fell hefur þýtt söguna og ritað ítarefni. A VERY PRESENT HELP IN TROUBLE: THE AUTOBIOGRAPHY OF THE FIRE-PRIEST Sigurður Árni Þórðarson Öldin þrettánda – Minnisverð tíðindi 1201–1250 og 1251–1300 hefur Óskar Guðmunds- son skráð. Bækurnar eru í bókaflokknum um minnisverð tíðindi aldanna. Á fyrri hluta aldarinnar geisaði harðvítug borgarastyrjöld í landinu. Styrjöldin er stundum kennd er við þá Sturlunga, afkomendur Sturlu Þórðarsonar í Hvammi á tólftu öld. Þeir vígsnörpu og pennaglöðu menn voru bæði þátttak- endur í styrjöldinni og skrásetjarar viðburða aldarinnar. Í fyrra bindi eru kynntir til sögunnar ógleymanlegir menn, eins og Guð- mundur góði biskup og þeir bræður, Þórður, Sighvatur og Snorri Sturlusyn- ir. Magnþrungin spenna þrumir undir niðri og brýst öðru hverju fram í sam- særi eða mannskæðum orrustum, eins og Flóabardaga og Örlygsstaða- bardaga. Á þrettándu öld ná íslenskar bók- menntir hæstum hæðum. Helstu sagnfræðiverk okkar eru skrifuð á þessari öld, langflestar Íslendinga sögur og síðan samtímafrásögnin í Sturlungu. Við fylgjumst með afdrifum ýmissa kappa þrettándu aldar í seinna bindinu og sagt er frá Gissuri jarli Þorvaldssyni, Árna biskupi, Stein- vöru á Keldum, Solveigu Sæmunds- dóttur, Þórði kakala, Þorgils skarða og mörgum öðrum persónum sem flestir Íslendingar þekkja. Á seinni hluta aldarinnar lauk borg- arastyrjöldinni, friður var tryggður og Ísland gerðist hluti af norska kon- ungsríkinu. Þjóðveldið leið undir lok. Jafnframt sótti norræna og kaþólska kirkjan í sig veðrið. Höfundur er Óskar Guðmundsson og dregur hann saman margvísleg atriði og áhugaverða þætti í sögu þrettándu aldar í eftirmála seinna bindis. Þessar tvær bækur um tíðindasömustu öld Íslandssögunnar eru prýddar miklum fjölda litmynda frá sögutíma, þrettándu öldinni. Útgefandi er Iðunn. Bækurnar eru 203 og 204 bls. Verð: 5.800 kr. hvor bók. Saga Námskeið í LHÍ NÁMSKEIÐ í módelteikningu hefst 18. mars í LHÍ. Lögð er áhersla á stöðu, hlut- föll og líkamsbyggingu. Unnið verður með blýanti, krítum og bleki. Kennari er Hafdís Ólafsdóttir myndlistarmaður. Þá hefst námskeið í gler- steypu, 1. hluti, 27. mars. Kennd verður grunnaðferð við að ofn- steypa gler og er námskeiðið ætlað byrjendum. Kennsla fer fram á vinnustofu Brynhildar Þorgeirsdóttur myndhöggvara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.