Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍHUGUM flestra hringir nafnið AdrienBrody engum bjöllum. Þessi þrítugi NewYork-drengur hefur samt komið fram íeinum 20 myndum og unnið með stór- kanónum á borð við Francis Ford Coppola (New York Stories), Steve Soderbergh (King of the Hill), Terrence Malick (Thin Red Line), Spike Lee (Summer of Sam), Ken Loach (Bread and Roses) og Barry Levinson (Lib- erty Height). Ávallt hefur hann verið lofaður fyrir frammistöðu sína og honum verið spáð glæstri framtíð. En það er þó ekki nú fyrr en nú með hreint magnaðri túlkun sinni á Wlad- yslaw Szpilman í Píanistanum sem virðist ætla að rætast úr spádómum manna og Brody verð- ur loksins að þekktri stærð í heimi kvik- myndanna. Þegar hefur hann unnið til fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína í myndinni; þ.m.t. verðlaun gagnrýnenda í Boston, frönsku César-verðlaunin, verðlaun Landssamtaka gagnrýnenda í Bandaríkjunum og svo er hann auðvitað tilnefndur til Óskarsverðlauna. Átakanlega erfið ganga Fyrir tíð allra vegtyllna og lofsamlegra um- mæla um myndina og framlag hans þá sat þessi ungi leikari, með snyrtilega úfið svart hárið, dökkbrún augu, svolítið slánalegur vexti í stól andspænis íslenskum blaðamanni. Það var ekki laust við að greina mætti örlítið óör- yggi í fasi hans, enda kannski ekki nema von. Síðla sama dags átti að sýna í fyrsta sinn fyrir almenning myndina, verkefnið sem hann hafði gefið sig allan í, bæði líkama og sál, síðustu tvö árin. Þetta var á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí í fyrra, þar sem myndin og Polanski átti síðan eftir að standa uppi með Gullpálmann í höndum, fyrir að vera besta mynd aðalkeppn- innar í Cannes, að mati sérstaklega skipaðrar dómnefndar. Brody segist ekki geta neitað því að spenn- an sé svolítið yfirþyrmandi, hann sé orðinn það náinn þessu verkefni eins og Polanski að hann geti vart til þess hugsað að hún fái slæmar við- tökur. Það yrðu vonbrigði sem hann vart gæti höndlað. „Slíkar eru tilfinningarnar sem eru í spilinu. Ég skil allavega núna hvers vegna sumir leikarar kjósa að vinna frekar í leik- húsi,“ segir Brody grípandi en þó ögn hrjúfri röddu og kímir. Brody segir að sig hafi ekki órað fyrir því hversu erfið vinnan við Píanistann ætti eftir að verða þegar hann tók aðalhlutverkið. „Nú er komið ár síðan tökum lauk og á vissan hátt hef ég ekki enn náð mér. Myndin og viðfangsefni hennar hefur enn ákveðið tak á mér og fyrstu mánuðina eftir að ég hafði snúið heim til New York að tökum loknum átti ég satt að segja mjög erfitt með að komast inn í mitt eðlilega líf aftur. Þetta var átakanlega erfið píslarganga en um leið yndislega gefandi og hefur orðið til þess að maður er farinn að sjá sitt eigið líf í öðru og víðara samhengi. Ég öðlaðist tvímæla- laust dýpri skilning á mannlegri þjáningu. Þegar við leiðum hugann að helförinni í dag er afar erfitt að henda reiður á þeirri kvöl sem fórnarlömb hennar þurftu að líða. Ég geri það sannarlega ekki en eftir að hafa gengið í gegn- um gerð þessarar myndar og átt náin samtöl við fólk sem upplifði helförina, þ.á m. Polanski, þá er ég allavega einhverju nær, ekki síst þeg- ar maður fókusar svo mjög á raunir einnar manneskju.“ Hungraður píanisti Hinum 28 ára gamla Szpilman tókst með ótrúlegum hætti að komast undan löngum og hvössum klóm nasista, er þeir tóku sig til við að smala gyðingum í gettóunum skipulega í út- rýmingarbúðirnar. Fyrr en varði var píanist- inn ungi orðinn einn og yfirgefinn í rústum Varsjárborgar, umkringdur óvininum. Þar faldi hann sig svo árum skipti, matarlaus og allslaus, og naut aðstoðar úr óvæntri átt, frá góðhjörtuðum og tónelskum nasistaforingja sem færði honum reglulega helstu nauðsynjar. Brody segist hafa þurft að búa sig mjög mik- ið undir hlutverkið, andlega en þó einkum lík- amlega. „Það sem eftir situr ef ég lít yfir allan tökutímann er hungrið. Ég var hungraður all- an tímann því ég þurfti að svelta mig til að ná útliti Szpilmans eftir að hann hafði þurft að dúsa matarlaus í rústunum allan þennan tíma. En svelti þetta varð þó ekki einasta til þess að ég fékk sannfærandi útlit heldur er ég sann- færður um að það hafi auðveldað mér að skilja hann og setja mig í hans spor.“ Brody við- urkennir að sveltið hafi verið gríðarlega erfitt og kallað á meiri aga en hann er vanur að geta beitt sig. Eins og sveltið hafi ekki verið nóg, heldur þurfti hann í ofanálag að læra á píanó á methraða. „Á meðan ég var í sveltinu æfði ég mig allan daginn á píanóið, enda hafði ég ekki kraft til að gera neitt annað. Ég hékk því á hótelherberginu eða í tengivagninum og spil- aði. Það dreifði huganum.“ Brody spilaði því heilmikið af því sem skilaði sér í myndina og þykir hafa verið fljótur að læra enda kannski ekki nema von því tónlistin er hin ástríðan í lífi hans og þegar hann er ekki að leika fæst hann við lagasmíðar. „Þetta er hipphopp-skotin tón- list, mjög New York-leg. Eitthvað sem ég hef fengist við í 8–9 ár.“ Brody segist þess fullviss að enginn kvik- myndaleikstjóri í heiminum í dag hafi verið betur til þess fallinn en Polanski að fjalla um þetta erfiða viðfangsefni, sem lífið í Varsjá stríðsáranna er. „Það hefði t.d. enginn getað veitt leikurum sínum eins góða innsýn í sögu- sviðið og leitt þau eins náið í gegnum söguna eins og Roman. Persónuleg reynsla hans veg- ur það þungt. Roman miðlaði þannig af sinni reynslu og upplifun í gegnum Szpilman, gerði augu hans sumpartinn að sínum. Og þvílíkur styrkur sem þessi maður býr yfir að geta rifjað þessar hörmungar sem dundu á honum og hans nánustu svo nákvæmlega upp og sviðsett þær. Þvílíkur eldmóður og virðing fyrir við- fangsefninu. Þvílík lífsgleði, þvílík ástríða, því- lík geggjun. Mér er til efs um að ég eigi nokk- urn tímann eftir að verða vitni að öðru eins í kvikmyndagerð. Og ég sem einungis stend á þrítugu. Maður getur ekki annað en dáðst að vinnuorku og lífsviðhorfum þessa manns sem þurft hefur að þola svo mikið í lífinu. Szpilman þurfti einnig að þola ótrúlegar raunir og vann á þeim bug þannig að það er æði margt sam- merkt með þeim Roman og ég held að Roman hafi fundið það, þótt sjálfsagt muni hann sjálf- ur aldrei viðurkenna það, eins hógvær og hann nú er.“ Víðsýnn Brooklyn-búi Adrien Brody er borinn og barnfæddur Brooklyn-búi. Móðir hans, ljósmyndarinn Sylvia Plachy, innritaði hann 12 ára gamlan í leiklistarnám og ári síðar fékk hann sitt fyrsta hlutverk í sjónvarpsþætti. Um það leyti fékk 13 ára gamall Brody inngöngu í hinn virta listaskóla sem kenndur er við Lincoln Center og 15 ára fékk hann stóra tækifærið þegar hann fékk hlutverk tengdasonar Mary Tyler Moore í gamanþáttunum Annie McGuire. Það var ekki ónýtt fyrir 16 ára gutta að fá leiðsögn hjá sjálfum Francis Ford Coppola er hann steig steig sín fyrstu spor fyrir framan töku- vélar. Hlutverkið var líka býsna stórt en í lítilli mynd, og eiginlega ekkert merkilegri, þriðj- ungi Coppola í New York-þríleiknum sem Scorsese og Allen áttu ívið gæfulegri hlut að. Kvikmyndaferillinn var þar með hafinn og hægt en örugglega hefur orðstír Brody vaxið og er hann nú á óskalista margra af annáluð- ustu kvikmyndagerðarmönnum samtímans. Brody er hálfur gyðingur, faðir hans er gyð- ingur en móðir hans kaþólsk. Hann segir það vissulega hafa skipt einhverju máli fyrir nálg- un hans að myndinni að hann sé gyðingur, því hann hefði fundið fyrir sterkari tengslum við viðfangsefnið vegna uppruna síns. „En um leið var ég alinn upp við það að umburðarlyndi væri einhver mikilvægasta dyggð mannsins, að virða bæri náungann, óháð uppruna hans og trúarskoðunum. Því held ég að ég hefði ekki nálgast hlutverkið á annan hátt væri ég ekki gyðingur. Ég hefði samt gert mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgdi að leika hlutverkið á eins sannfærandi hátt og ég mögulega gæti.“ Og Brody segist sannarlega hafa tekið hlut- verk sitt alvarlega, sérstaklega vegna þess að þessi persóna var til með raun og sanni. Þessi sanna saga á tvímælalaust erindi við okkur í dag vill Brody meina og hann segir hana kenna okkur margt um hin mörgu andlit mannskepnunnar: „Dregin er upp mynd af illsku mannsins, gæsku hans, þrautseigju og lífsvilja.“ Ein mikilvægustu skilaboðin segir Brody þó vera þau að í stríðinu hafi tekið þátt einstaklingar með sjálfstæða hugsun, Þjóð- verjar sem bauð við ofbeldinu sem leiðtogar þeirra fyrirskipuðu og Pólverjar, meira að segja einstaka gyðingar, sem studdu málstað nasista. Polanski sá allra fremsti Eftir að hafa tekið sér kærkomið frí í hálft ár til að jafna sig gat Brody loksins snúið sér að næsta verkefni á eftir Píanistanum, en það var hlutverk í The Singing Detective, kvik- myndagerðinni á rómaðri sjónvarpsþáttaröð Dennis Potter, mynd sem frumsýnd var á Sundance-hátíðinni í janúar við góðar viðtökur en hefur enn ekki farið í almenna dreifingu. „Ég ætlaði varla að geta drifið mig af stað, vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því að glíma við annað verkefni. En þessi bransi er nú þannig, þessi leiklistarbaktería, að ef manni er boðið girnilegt hlutverk, þá getur maður ekki hafnað, sama hvernig maður er á sig kom- inn og ég gat ekki hafnað hlutverki í þessari spennandi mynd, The Singing Detective. En vissulega reyndist sú reynsla ólík vinnunni við Píanistann og kannski á einhvern hátt ekki eins „þýðingarmikil“. En hefði einhver boðið mér hlutverk í stríðsmynd hefði ég pottþétt af- þakkað. Ég hefði ekki höndlað það, og þá líka vegna Thin Red Line. Slík tökuskilyrði mun ég aldrei framar sætta mig við,“ segir Brody að lokum glottandi og er þar greinilega ekki ein- göngu að vísa til tökustaðarins í frumskógum Ástralíu heldur einnig þeirrar píslargöngu sem samstarf við hinn erfiða sérvitring Malick getur verið. En þótt vinnan við Píanistann hafi vissulega verið píslarganga þá segist Brody sannarlega ekki hafa viljað missa af þessu tækifæri til að vinna með þeim leikstjóra sem í dag er í mest- um metum hjá honum. „Ég hef unnið með mörgum frábærum leikstjórum þótt ungur sé, en í mínum huga jafnast enginn þeirrra á við Roman. Kannski er það vegna mikilvægis þessa verkefnis, en forréttindin að fá að fylgj- ast með þessum snillingi að verki eru hreint ómetanleg. Það hefur enginn kennt mér eins mikið um kvikmyndagerðina, agann og reynd- ar lífið í heild. Þessi maður er allt í öllu við gerð mynda sinna, finnur réttu sjónarhornin, saumar réttu sporin, sýnir réttu áhættu- atriðin, fer með réttu línurnar, klippir á rétta augnablikinu. Ef einhvern tímann á að vera hægt að segja að þessi hópverkefni sem kvik- myndir eru séu eftir einhvern einn einstakling þá er það í tilfellum myndanna hans Romans. Þær eru myndir eftir Roman Polanski, kvik- myndagerðarmann í víðustu merkingu.“ Píslarganga Píanistans Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Adrien Brody var á Cannes í þriðja sinn og sagðist hálfringlaður yfir allri athyglinni. ’ „Nú er komið ársíðan tökum lauk og á vissan hátt hef ég ekki enn náð mér.“ ‘ skarpi@mbl.is Ljósmynd/Guy Ferrandis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.