Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 15
allt að 65% tekna svo stórs fyrirtækis verður
til á þremur mánuðum en hin 35% á níu mán-
uðum – þurfi að skipuleggja starfsemina af
kostgæfni, og það hafi alltaf gengið mjög vel.
Höldur um…
Höldur um Höldur frá… Nei, Höldur um
Höld… Hvað er með þetta nafn? spyr blaða-
maður. Fólk hefur átt í erfiðleikum með að
fallbeygja orðið.
Já, ekki draga þeir dul á það að mörgum
hafi reynst nafnið óþjált. „Við vorum sjálfir
lengi í mestu vandræðum með að böggla
þessu út úr okkur. Við leituðum meðal annars
til hans Gísla heitins okkar Jónssonar magist-
ers í Menntaskólanum til að fá rétta beyg-
ingu,“ segir Skúli. Það var Edda, eiginkona
Vilhelms, sem fann nafn á fyrirtækið „og
Gísli sagði okkur að þetta væri stytting úr
orðinu búhöldur, sem hefði verið nafn yfir
góða bændur; nýtna og hagsýna bændur,“
segir Skúli ennfremur.
Vilhelm bætir við: „Og þá bændur sem
voru góðir við sín hjú.“ Sem þeir segja ein-
mitt að hafi alltaf skipt þá sjálfa miklu máli.
Nafnið var svolítið stirt í byrjun, segir
Skúli „og er kannski að þvælast fyrir mönn-
um enn þann dag í dag,“ segir hann – en Villi
vitnar aftur í Gísla Jónsson: „Hvað sagði
Gísli? Já, það beygist eins og hestur…“ Þá er
það á hreinu.
Og hvað sem fallbeygingum Hölds líður
segja þeir að margir þekki þá einfaldlega sem
bræðurna í Bílaleigu Akureyrar.
„Okkur þótti einmitt vænt um það fyrir
nokkrum árum þegar Vestnorrænu kaup-
stefnurnar byrjuðu, að margir sögðu hvort
sem við hétum Hertz, Eurocar eða hvað þá
væru þeir að skipta við Bílaleigu Akureyrar,“
segir Birgir. „Á Íslandi viljum við skipta við
Bílaleigu Akureyrar. Þið spriklið eins og þið
getið við að halda bílunum gangandi og veita
góða þjónustu tímanlega og það er mikið at-
riði fyrir ferðamanninn að geta treyst á það,“
hefur hann eftir ánægðum viðskiptavinum og
bætir við: „Ef eitthvað bjátaði á var það okk-
ar aðalsmerki að vera fljótir til að hjálpa og
síðustu árin höfum við varla fengið eina ein-
ustu kvörtun frá erlendum ferðaskrifstofum.
Því viljum við halda.“
Skúli segir að þeir hafi ætíð lagt meira upp
úr gæðum en magni. „Það hefur verið rauði
þráðurinn; okkur finnst það skipta meginmáli
að sá sem kaupir af okkur þjónustu fái góða
þjónustu þó við þurfum að kosta einhverju til.
Okkur finnst það hafa skilað sér; ég held að
Bílaleiga Akureyrar sé fyrst og fremst þekkt
fyrir það.“
Hvað með lífið fyrir utan vinnuna? Blaða-
manni leikur forvitni á því hvort bræðurnir
hafi svipuð áhugamál og séu jafnvel mikið
saman í frístundum.
Skúli svarar því til að þeir hafi alltaf verið
mikið saman en knattspyrnan er líklega það
áhugamál sem þeir eiga mest sameiginlegt.
Og þar með er komið að því að rifja upp fyr-
irbærið Early Sunrise!
Blaðamaður man eftir því knattspyrnuliði
og spyr hvort það hafi ekki verið í eigu
bræðranna. „Ja, það hafði höfuðstöðvar hér,“
svarar þá Birgir kíminn.
Um var að ræða nokkurs konar Old boys
lið, en það skipuðu margir sem mikið höfðu
verið í íþróttum gegnum tíðina. „Þarna voru
gamlir knattspyrnumenn eins og Jón heitinn
Stefánsson, Guðni heitinn Jónsson, Magnús
Jónatansson, Kóki sem hér var frægur Doddi
í Sjóvá, Þormóður [Einarsson] og Kári [Árna-
son].“ Þeir nefna líka Hilmar Gíslason, fyrr-
verandi bæjarverkstjóra, þann mikla keppn-
ismann, og fleiri og fleiri.
„Okkur var ekkert óviðkomandi austan frá
Eskifirði og vestur á Hólmavík þegar knatt-
spyrnan var annars vegar. Það var alltaf
byrjað á vorin með leik í Mývatnssveit og
endað þar líka,“ segir Birgir þegar þessi
skemmtilegi tími er rifjaður upp.
Liðið var upphaflega stofnað vegna þess að
leitað var til þeirra félaga til að spila við
starfsmannalið á skemmtiferðaskipum sem
komu til Akureyrar. Svo vatt það upp á sig
og þeir léku víðs vegar um Norðurland, við
hin og þessi lið. „Við kepptum hér á Mennta-
skólavellinum, inni í firði, fórum til Hólmavík-
ur, og út á Dalvík og margar ferðir á Mý-
vatnssveit, og Húsavík og Lauga…“ segir
Birgir.
„Og Grenivík,“ skýtur Vilhelm þá inn í.
„Það var djöfullegt að eiga við Grenvík-
ingana, þeir voru svo góðir!“
En hvers vegna Early Sunrise? Skúli svar-
ar því: „Við vorum einu sinni fengnir til að
keppa inni í firði, þar sem er ungmenna-
félagið Árroðinn. Við vorum boðaðir þangað á
laugardegi klukkan þrjú og þegar þangað
kemur er múgur og margmenni á staðnum;
fánar og veisluhöld. Þá er afmæli hjá Árroð-
anum, hreppsnefndin kom og vildi fá að taka í
hendina á öllum leikmönnum; þetta var eins
og menn sjá í sjónvarpinu í dag; þeir voru svo
langt á undan sinni samtíð frammi í firði.
Okkur er afhentur fáni Árroðans og þegar
hreppstjórinn spyr hvað okkar lið heiti átta
menn sig á því að það hefur aldrei verið
skýrt. En það kemur í hlut fyrirliðans að
svara; það var Herbert Ólason, Kóki sem Ak-
ureyringar þekkja, og hann svaraði í grænum
hvelli: Early Sunrise, sem er auðvitað bara
bein þýðing á Árroðanum. Og nafnið festist
við liðið.“
Þetta merka knattspyrnulið liggur í dvala
um þessar mundir, en bræðurnir taka skýrt
fram að það hafi ekki verið selt með Höldi.
„Hlutabréfin í því eru óseld! Þetta er nokkuð
sem við ætlum að eiga í minningunni,“ segir
Birgir.
Hluti af hópnum
Bræðurnir þykja alþýðlegir og blaðamaður
leyfir sér að slá fram þeirri fullyrðingu að
þeir hafi aldrei verið jakkafataforstjórar…
„Nei, við erum lítið fyrir það. Það hefur
alltaf pirrað okkur að þurfa að setja upp
bindi og við gerum það helst ekki nema við
sérstök tilefni. Við viljum vera opnir og al-
þýðlegir. Það klæðir okkur betur að vera svo-
leiðis,“ segir Skúli.
Birgir bætir við: „Við erum bara hluti af
hópnum sem vinnur í fyrirtækinu og höfum
staðið vel saman. Menn koma inn til okkur
þegar þeir þurfa.“
Að síðustu er spurt um Kennedy-nafnið;
hvernig kom til að það festist við þá Ágústs-
syni úr Innbænum?
Eldri bræðurnir benda á Skúla; segja hann
kunna söguna best og útskýringin er þessi:
„Við vorum að brölta eitthvað á sjöunda ára-
tugnum og Kristjáni heitnum P. Guðmunds-
syni, umboðsmanni Sjóvá sem við skiptum
mikið við þá, fannst við vera samhentir.
Þannig hafði líklega verið skrifað um þessa
frægu Kennedy-fjölskyldu í Bandaríkjunum
og hann fór að kalla okkur Kennedy-bræður.“
Þeir segjast ætíð hafa litið á þetta uppnefni
sem gamanmál og varla hafi það skemmt fyr-
ir þeim. „Okkur fannst þetta nú alltaf frekar
hól en hitt,“ segir Birgir.
skapti@mbl.is