Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það er sko óhætt að gefa mér 60 millu afslátt, Jón minn. Ég er ekki þessi alræmda Ingibjörg Sólrún eða hvað hún nú heitir. Prentsmiðjan Litróf sextug Fullburða prentsmiðja SEXTÍU ára samfelldstarfsemi í ólgusjóíslensks viðskipta- umhverfis er dágóður tími, ekki síst í prentgeiranum þar sem efnahagslegt harðæri og niðurdífur smella af ógnarþunga. Prentsmiðjan Litróf á sex- tíu ára afmæli um þessar mundir og hefur tekið miklum breytingum á allra síðustu árum. Einn af eig- endum og framkvæmda- stjóri Litrófs er Konráð I. Jónsson. – Segðu okkur fyrst eitt- hvað sögulegt um Litróf. „Litróf var stofnað árið 1943 af Eymundi Magnús- syni. Í þá daga var fyrir- tækið einkum í prent- myndagerð. Með árunum breyttist starfsemin í takt við breytingar í tæknivæðingu, farið var út í filmuvinnslu og litgrein- ingu. Þetta var þróun sem ekki varð stöðvuð, smátt og smátt bætti fyrirtækið við sig og segja má að frá og með 1999 megi tala um fullburða prentsmiðju og þá var Litróf komið með þær full- komnustu vélar sem völ var á.“ – Það hlýtur að vera fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með svona tækniþróun? „Það hefur verið sérstaklega gefandi og skemmtilegt allra síð- ustu árin, byrjandi á bilinu 1998 til 2000, en þá flutti fyrirtækið úr óhentugu húsnæði í Sóltúni og nú- verandi húsnæði í Vatnagörðum. Á þessum árum var nánast allt tekið nýtt inn, fyrst bættum við nýrri tveggja lita prentvél við aðra gamla og síðan stórri fjög- urra lita prentvél. Þá voru öll for- vinnslutæki endurnýjuð. Þetta var mikil fjárfesting, líklega alveg um 60 milljónir króna.“ – Það var ekkert sérstaklega traust efnahagslífið á þessum tíma, var þetta ekki talsverð áhætta? „Það má kannski segja það og það er rétt, að bæði var efnahags- lífið varhugavert á þessum árum og svo hitt, að við vorum að fara með fyrirtækið út á nýjar brautir og það þarf alltaf tíma til að fóta sig í nýju umhverfi. En við töldum að það verði ekki barist með ryðg- uðum sverðum. Þetta er búið að vera erfitt, en það hefur gengið upp. Efnahagsástandið virðist vera að batna aftur og við höfum stöðugt verið að bæta við verkefn- um, viðskiptavinum og þar með veltuna. Fjárfestingin er auk þess í þess háttar búnaði, að það er ekki tjaldað til skamms tíma, heldur munu þessi tæki lifa í ára- tugi og gera sitt gagn, hvort sem þau verða nú alla sína lífdaga í þessu fyrirtæki eða annars stað- ar.“ – Nefndu okkur dæmi um vax- andi velgengni. „Ég nefni bara veltutölur fyr- irtækisins í þeim efnum. Í fyrra velti Litróf 122 milljónum, 2001 var veltan 108 milljónir og árið 2000 voru þetta rétt rúmar 80 milljón- ir.“ – Er þetta viðvar- andi í greininni al- mennt? „Það er bara upp og ofan eftir því sem ég best veit, en hvað sem því líður, þá held ég að við höfum ákveðna sérstöðu sem gerir okkur viðskiptavæna. Við erum ekki stórt fyrirtæki og það er tilfinning okkar að mörgum þyki þægilegra að skipta við þannig aðila. Það sé meiri nálægð og samskipti per- sónulegri. Ég er ekki að hnýta í stærri fyrirtækin, þetta er bara það sem maður fær á tilfinn- inguna.“ – Hvað er nú skemmtilegast við þessa vinnu? „Fyrir mig er það að vera með kannski 5–7 verkefni í gangi í einu, verkefni sem þarf að vanda vel til og vinna á hraða og sjá í hendi sér að það gengur upp og allir fá sitt og eru sáttir og ánægð- ir. Skemmtilegt er líka að vinna með fólki sem er ævinlega reiðubúið að leggja sig allt fram, en ég hef verið afar heppinn í þeim efnum á þessum vinnustað.“ – Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur verið beðinn um að út- vega eða vinna? „Því er vandsvarað svona út í loftið. Það er margt skrýtið sem við erum beðnir um. Við vinnum t.d. mikið með auglýsingastofum sem lifa á því að vera með frum- legar hugmyndir og fyrirspurnir til okkar endurspegla það oft og tíðum. Ég gæti nefnt eitt dæmi, fyrir nokkrum mánuðum óskaði auglýsingastofa eftir því að við út- færðum hugmynd sem þeir voru með að boði í veislu umbjóðenda sinna. Bjóða átti 500 gestum til veislu undir slagorðunum „Sláðu til og komdu“. Stofan mætti svo til okkar með 500 pör af trommukj- uðum sem við þurftum að festa prentuðu boðskortin á. Það verð- ur líklega ekki mikið skrýtnara en það.“ – Hvað á svo að gera til hátíð- arbrigða? „Út á við ætlum við að efna til fyrirtækja- getraunar. Sendum út á næstu dögum gögn í öll fyrirtæki í landinu þar sem viðtakendum býðst að vera með. Það fyrirtæki sem vinnur fær að launum prent- un að verðmæti 250.000 krónur hjá Litrófi. Önnur tíu fá andvirði 25.000 króna í prentun og auk þess verða mörg smærri verðlaun. Inn á við er stefnt að því að starfs- fólkið fari saman í helgarferð til útlanda, líklega Þýskalands, og geri sér glaðan dag Konráð I. Jónsson  Konráð Ingi Jónsson, einn eig- enda og framkvæmdastjóri Prentsmiðjunnar Litróf, er fæddur í Reykjavík 14. janúar 1956. Hann lauk námi í prent- myndagerð við Iðnskólann í Reykjavík árið 1980 og verklega námið í greininni vann hann í Myndamótum. 1. janúar 1983 tók Konráð við rekstri prentsmiðj- unnar Litrófs og nokkru síðar keypti hann hlutafélagið. Eig- inkona Konráðs er Anna Sigurð- ardóttir og eiga þau þrjár dætur á bilinu tæplega 11 ára til 24 ára, Sesselju, Lilju og Eddu. Það er margt skrýtið sem við erum beðnir um EINAR Páll Tamimi, forstöðumaður og kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík, er afar ósáttur við fram- göngu þeirra aðila sem urðu til þess að breytingarfrumvarp Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra um lögmenn hafi ekki verið afgreitt á yf- irstandandi þingi. Frumvarpið var ekki afgreitt samkvæmt ákvörðun meirihluta allsherjarnefndar þingsins um að vísa því til umsagnar hags- munaaðila. Þar var lagt til að þeir nemendur hlytu réttindi sem héraðs- dómslögmenn, sem höfðu lokið fulln- aðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild há- skóla sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneytinu skv. lögum um háskóla. „Við gerum okkur alveg grein fyrir hvaða ástæður lágu á bakvið að tefja þetta mál. Ástæðurnar voru þær að á þessum umsóknarfresti sem nú er, er hægt að nota það gegn okkur í sam- keppni lagadeildanna, að við getum ekki útskrifað menn sem eru gjald- gengir til lögmannsréttinda. Þetta var gert í þeirri von að það myndi leiða til verulega minni aðsóknar í Há- skóla Reykjavíkur heldur en síðasta ár. Við höfum einfaldlega ekki trú á því að það gangi eftir. Það sem veldur okkur mestum vonbrigðum er það hvernig sumir aðilar hafa komið fram í þessu máli,“ sagði Einar Páll. Telur framgöngu Jónínu athyglisverða Einar Páll sagði athyglisvert að líta á hverjir það væru sem hefðu orðið til þess að frumvarpið fór ekki lengra. „Mér finnst einkar athyglisvert hvernig Jónína Bjartmarz hefur kom- ið fram í þessu máli. Hún hefur sagt í viðtölum að ástæða þess að ekki hafi verið hægt að afgreiða frumvarpið væri sú að það þyrfti að leita álits hjá ákveðnum aðilum er málið varðaði. Þá átti hún við Lögmannafélagið, Lög- fræðingafélagið, Dómarafélagið og svo framvegis og til þess hafi ekki unnist tími. Staðreyndin er hins vegar sú að allir þessir aðilar voru kallaðir fyrir nefndina síðastliðinn föstudag (fyrir rúmri viku) til að gefa álit sitt en þá gat Jónína ekki gefið sér tíma til að mæta á fund allsherjarnefndar og hlýða á þau mikilvægu álit sem hún nú telur að vanti. Svo staglast þing- maðurinn á því á ýmsum vettvangi að laganám við HR sé nám í viðskipta- lögfræði. Þar talar Jónína gegn betri vitund.“ Einar Páll sagði framgöngu laga- deildar Háskóla Íslands heldur ekki hafa verið til fyrirmyndar. „Forsvars- menn lagadeildar HÍ hafa sumir sagt að frumvarpið hafi verið svo seint fram komið að það hafi ekki verið hægt að klára það af þeim sökum. Þetta eru sömu menn og létu einskis ófreistað til að tefja málið í stjórnsýsl- unni mánuðum saman þannig að ekki var hægt að leggja það fyrr fram,“ sagði Einar Páll. Segir Einar Páll ennfremur að þá hafi forsvarsmenn deildarinnar komið fram fyrir alls- herjarnefnd Alþingis og lagt áherslu á að ekkert lægi á í þessu máli þar sem enginn ætti hagsmuni undir því að málinu yrði lokið á þessu þingi. Kveðst ósáttur við fram- göngu lagadeildar HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.