Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 33 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Persóna þín er skapgóð og gædd fágætum persónutöfr- um. Hún er fæddur leiðtogi og á auðvelt með að fá fólk til liðs við sig. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Fjármál þín eru ekki með besta móti í dag og því telur þú rétt að staldra aðeins við og bíða þar til betur árar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vertu ekkert að ræða fram- tíðaráætlanir þínar við aðra, því þú munt ekki fá þá hvatningu sem þú þarft á að halda. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki lenda í deilum við vini eða starfsmenn stofnana, því margt fólk er kröftugt í mál- flutningi sínum og hefur sterkar skoðanir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Persóna þín er blíð og við- kvæm gagnvart fólki, eink- um samstarfsmönnum og fjölskyldu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt þú sinnir nú mikilvægu ábyrgðarstarfi er óþarfi að taka sjálfan sig of hátíðlega. Gefðu þér líka tíma til þess að slaka á. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það borgar sig að sýna sam- starfsfélögum skilning og aðstoð þegar svo ber undir, slíkt margborgar sig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er eitthvað sem vefst fyrir þér sem þú átt erfitt með að fá á hreint. Gefðu þér tíma til þess að hugsa málið vandlega og leysa það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú verður að sætta þig við að fólk hefur aðrar skoðanir en þú og því skiptir máli að reyna að ná samkomulagi til þess að sætta ólík sjónarmið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Skoðanir sem þú hefur lengi haldið fram fá nú allt í einu hljómgrunn víðar en þig hafði nokkurn tíma órað fyr- ir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Persóna þín er staðföst og er áköf í því að sannfæra aðra um ágæti hugmynda þinna. Hróp og köll munu hins veg- ar ekki veita skoðunum þín- um brautargengi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert í skapi til þess að deila við einhvern í starfi. Fjármál virðast skipta þig máli og því er þetta ekki besti dagurinn til þess að taka afstöðu með því sem þú hefur trú á. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú gætir lent í kröftugum deilum vegna trúmála, stjórnmála eða málefna er- lendra ríkja. Nú skiptir máli að halda ró sinni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÉG BIÐ AÐ HEILSA Nú andar suðrið sæla vindum þýðum. Á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu. Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 17. mars, er áttræð Laufey Magnúsdóttir, Enni, Við- víkursveit, Skagafirði. 60 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 17. mars, er sextugur Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri, Laugarásvegi 19, Reykjavík. Hann og kona hans, Auðbjörg Steinbach, taka á móti gestum í Félags- heimili Kópavogs, Fann- borg 2, kl. 20-23 í kvöld, af- mælisdaginn. Kristján óskar ekki eftir gjöfum á þessum tímamótum en bið- ur þess í staðinn að Um- hyggja, félag til stuðnings langveikum börnum, Laugavegi 7, njóti þess. FYRSTA opna Evr- ópumótið verður haldið í Menton í Frakklandi í júní næstkomandi og er hug- myndin að halda slík mót annað hvert ár í framtíðinni. Í boði er mikil fjölbreytni, bæði tvímenningur og sveitakeppni, og spilað verð- ur í öllum helstu flokkum: paraflokki, opnum flokki, kvennaflokki og flokki eldri spilara. Þá eru engar höml- ur á þátttökurétti. Þannig er leyfilegt að spila í fjölþjóð- legum sveitum (og pörum) og ekki er einu sinni nauð- synlegt að vera Evrópubúi til að spila með! Fyrstu Evr- ópumeistararnir gætu því hæglega verið frá Kína eða Bandaríkjunum. Þetta kem- ur einkennilega fyrir sjónir, en hugsun mótshaldara er að búa til öfluga bridshátíð í Evrópu sem svipar til þjóð- arleikanna í Bandaríkj- unum, sem einnig eru gal- opnir. Bridssamband Íslands veitir nánari upplýs- ingar um mótið, en skrán- ingarfrestur er til 30. apríl. Norður ♠ G85 ♥ 532 ♦ D64 ♣KD105 Vestur Austur ♠ -- ♠ KD6 ♥ 9864 ♥ KD107 ♦ G972 ♦ K105 ♣G9642 ♣Á87 Suður ♠ Á1097432 ♥ ÁG ♦ Á83 ♣3 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 hjarta Dobl 4 hjörtu Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Bridssasmband Evrópu hef- ur allar klær úti til að kynna mótið í Menton. Liður í því átaki er greinaflokkur sem dreift er til blaðamanna um allan heim, þar sem þekktir spilarar segja frá spilum sem eru þeim hjartfólgin. Heimsmaðurinn Zia Mahmood mun auðvitað spila í Menotn. Zia er fag- urkeri og hann valdi spilið að ofan úr „ævintýrabók“ Géza Ottliks (Adventures in Card Play): „Mig langar til að deila þessari fegurð með bridsheiminum,“ segir Zia og við skulum sjá hvað hann á við. Útspil vesturs er hjarta- átta og sagnhafi tekur drottningu austurs með ás. Spilar svo laufi á tíuna. Nú er eina vörnin sem til er að spila hjartaTÍU og gefa suðri slag á gosann!! Lítum fyrst á hvað gæti gerst ef austur tæki á hjartadrottn- ingu og spilaði meira hjarta. Suður myndi trompa og spila spaða á áttu blinds og drottningu austurs. Nú kemst austur ekki hjá því að hleypa blindum inn. Það er ekki nóg að spila hjartasjöu til baka – það verður að vera tían. Ástæð- an er þessi: Suður fær á hjartagosa og spilar litlu trompi á áttuna. Ef austur á hjartatíuna eftir og spilar henni, getur suður hent tígli heima og austur situr í súp- unni. Því er nauðsynlegt að geyma sjöuna, svo makker geti tekið slaginn með átt- unni og spilað tígli um hæl. Þetta er ævintýri líkast. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. Be2 Rbd7 5. d3 e6 6. O-O a6 7. He1 b5 8. Bf1 Bb7 9. Rbd2 Be7 10. d4 Dc7 11. Bd3 c4 12. Bf1 O-O 13. h3 e5 14. d5 g6 15. b3 cxb3 16. Dxb3 Hac8 17. Bb2 Rc5 18. Dc2 Rh5 19. c4 b4 20. Hac1 Hb8 21. Rb3 Bc8 22. g4 Rf4 23. Dd2 Bf6 24. Hb1 h5 25. g5 Bg7 26. h4 Dd7 27. He3 Dg4+ 28. Kh1 Staðan kom upp í seinni hluta Íslands- móts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Guð- fríður Lilja Grét- arsdóttir (1825) hafði svart gegn Pétri Atla Lárussyni (1960). 28...Rxe4! 29. De1 Rc3 30. Bxc3 bxc3 31. Hxc3 e4 32. Rh2 Dxh4 33. Hg3 Be5 34. De3 Bg4 35. Kg1 Rd3 36. Rd2 Bf4 37. Dxe4 Bxg3 38. fxg3 Dxg3+ 39. Bg2 Df2+ 40. Kh1 Dxd2 41. Rxg4 og hvít- ur gafst upp um leið. 3. um- ferð Meistaramóts Tafl- félagsins Hellis hefst kl. 19.30 í kvöld. Teflt verður í húsakynnum félagsins, Álfabakka 14a. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Tölvuþjálfun Windows Word Internet Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 5671466 MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. . Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MEÐ MORGUNKAFFINU Tókstu eftir hvað bíllinn var snöggur í 100 kílómetrana…? FRÉTTIR EFTIRFARANDI áskorun hefur borist frá Sambandi ungra framsókn- armanna: „Stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna skorar á dómsmálaráð- herra að lækka aldursmörk vegna áfengiskaupa á léttvíni og bjór í 18 ár. Einkennilegt er að einstaklingum sem er treystandi til að aka bifreið, eignast húsnæði, setja á fót atvinnu- rekstur, bjóða sig fram til Alþingis, ganga í vígða sambúð o.s.frv. skuli ekki vera heimilt að kaupa sér áfengi. Lækkun áfengiskaupaaldurs úr 20 árum í 18 ár, einkum hvað varðar létt- vín og bjór, er í samræmi við löggjöf á Norðurlöndunum og öðrum ná- grannaþjóðum.“ Vilja lækka áfengiskaupaaldur STJÓRN Höfuðborgarsamtakanna harmar að kjörnir fulltrúar Reykvík- inga og Reyknesinga á Alþingi og borgarfulltrúar og aðrir sveitar- stjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki beitt sér fyrir hagsmunum höfuðborgarbúa vegna skiptingar fjár til nýframkvæmda í Samgöngu- áætlun fyrir árin 2003–2006. Í ályktun segir: „Stjórn Höfuð- borgarsamtakanna skorar á alla frambjóðendur í báðum Reykjavík- urkjördæmum og í Suðvesturkjör- dæmi að vinna af alefli fyrir al- mannahagsmunum 180.000 höfuðborgarbúa og annarra vegfar- enda með arðsemi og öryggi vegfar- enda að leiðarljósi og beita sér fyrir réttlátum breytingum á Samgöngu- áætlun á 129. löggjafaþingi.“ Lýsa óánægju vegna samgönguáætlunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.