Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 28
FRÉTTIR 28 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur hefur gefið út bækling fyrir erlenda foreldra grunnskólabarna á 12 tungumálum. Bæklingurinn er liður í að bæta þjónustu við erlenda nem- endur í grunnskólum og foreldra þeirra en í Reykjavík eru tæp 600 börn í grunnskólum sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Friðbjörg Ingimarsdóttir, kennsluráðgjafi nýbúafræðslu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, sagði afar mikilvægt að taka vel á móti þessum börnum. Oft hafi þau ólíkan bakgrunn. Þar af leiðandi eru foreldrar þeirra oft óöryggir á mörgum sviðum. Til dæmis vita þeir oft á tíðum ekki hvort börnin þurfa að koma með nesti í skólann eða hvort þau eigi að fara út í frímín- útur. Finnst nánd milli kennara og nemenda oft óþægileg „Það kemur foreldrunum oft á óvart hversu ólíkt skólakerfið er því sem þau þekkja,“ sagði Friðbjörg. Hún sagði að mörgum þætti sú nánd sem ríkir milli nemenda og kennara á Íslandi óþægileg í fyrstu en þegar foreldrar kynnast henni betur verða þeir mjög ánægðir. Friðbjörg sagði einnig að áherslur í náminu hér væru oft aðrar en þær sem þeir eru vanir. Auk þess væri mikilvægt fyr- ir foreldrana að læra íslensku til að geta stutt við börn sín. „Öll börn á aldrinum 9–15 ára fara í móttöku- deildir sem eru við þrjá skóla í Reykjavík,“ sagði Friðbjörg. Hún sagði 6–8 ára nemendur fara beint í venjulega bekki þar sem þau fá sér- stakan stuðning og aukna íslensku- fræðslu. „Það skiptir einnig ótrú- lega miklu máli að börnin komist í lengda skólavist því þar læra þau leikmálið og líkamsmálið. Það er svo mikilvægt upp á alla félags- og tungumálafærni að þau komist sem fyrst í félagsskap og byggi upp tengslanet.“ Upplýsingabæklingurinn fékk styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga auk þess sem haft var samráð við ýmsa aðila sem koma að málefnum útlendinga og túlkaþjónustu Al- þjóðahúss. Einnig var gefið út ritið Innritun og móttaka erlendra barna í grunnskóla Reykjavíkur. Telur Fræðslumiðstöð lykil að farsælu samstarfi vera góða móttöku er- lendra nemenda, sem felur í sér gagnvirkt upplýsingastreymi. Ritið er gefið út til að styðja skóla í sam- starfi við erlenda foreldra. Bæklingur fyrir foreldra á 12 tungumálum Morgunblaðið/Jim Smart Friðbjörg Ingimarsdóttir, kennslu- ráðgjafi nýbúafræðslu Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, kynnti nýjan kynningarbækling sem kem- ur út á 12 tungumálum. TENGLAR .............................................. www.grunnskolar.is www.ahus.is HALDIN verður í Reykjavík á morgun, þriðjudag, námstefna um kvennaheilsu. Verða þar fluttir fyr- irlestrar um efni eins og konur og kransæðasjúkdómar, beinvernd, um hormóna og um sjúkdóma kvenna í bókmenntum. Í næsta mánuði verður keimlík námstefna um karlaheilsu. Lionshreyfingin á Íslandi stend- ur fyrir námstefnunum sem ætl- aðar eru almenningi. Í fyrra hélt hreyfingin námstefnu um karla- heilsu sem var vel sótt og var því ákveðið að efna til annarrar um það efni. Námstefnan á morgun fer fram í Norræna húsinu og á að standa milli kl. 16.30 og 18.15. Þórunn Gestsdóttir, varaumdæmisstjóri Lions, setur hana en fundarstjóri er Katrín Fjeldsted alþingismaður og heimilislæknir. Fyrsta erindið flytur Halldóra Björnsdóttir hjartalæknir og nefn- ist erindi hennar konur og krans- æðasjúkdómar. Hildur Thors heim- ilislæknir fjallar um beinvernd og forvarnir og Bryndís Benedikts- dóttir heimilislæknir fjallar um kosti og galla hormónameðferðar á breytingaskeiði. Lokaerindið flytur Katrín Fjeldsted og ræðir hún um sjúkdóma kvenna í bókmenntum. Námstefnan um karlaheilsu verður haldin þriðjudaginn 8. apríl í Norræna húsinu. Námstefna um kvenna- heilsu HEIMIR Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri og einn stofnenda Hinsegin daga í Reykjavík, hefur verið valinn varaforseti InterPride en það eru heimssamtök borga sem halda hinsegin hátíðir (Gay Pride). Á hverju ári sækja um 20 milljónir manna þær 120 Pride-hátíðir sem eiga aðild að InterPride og eru borgirnar í 24 löndum í sex heims- álfum. Hinsegin dagar í Reykjavík hafa verið aðilar að InterPride frá árinu 1999 og í fyrra sóttu yfir 30 þúsund manns hátíðina. Á heimsþingi Int- erPride, síðasta haust var sam- þykkt að heimsþing samtakanna ár- ið 2004 færi fram í Reykjavík. Heimir Már varaforseti InterPride STÆRÐFRÆÐIKEPPNI Mennta- skólans við Sund fór fram í fimmta sinn fyrir stuttu. Menntaskólinn við Sund hefur staðið að þessari keppni undanfarin 5 ár í samvinnu við Flens- borgarskóla og grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu. Skráðir til keppni voru 390 grunnskólanemendur í 8., 9. og 10. bekk úr 12 grunnskólum. Verðlaunaafhending fór fram við hátíðlega athöfn í Menntaskólanum við Sund miðvikudagskvöldið 12. mars síðastliðinn. Úrslit keppninnar urðu sem hér segir: 8. bekkur: 1.–3. Arna Pálsdóttir Árbæjarskóla, 1.–3. Kolbrún Þor- finnsdóttir, Laugalækjarskóla, 1.–3. Viktor Orri Valgarðsson Seljaskóla, 4. Bjarni Þór Árnason Varmárskóla, 5. Brynja Xiang Jóhannsdóttir Voga- skóla, 6. Ásgeir Jónasson; Árbæjar- skóla, 7. Ragna Sigríður Bjarnadótt- ir Laugalækjarskóla, 8.–9. Arnar Freyr Aðalsteinsson Árbæjarskóla, 8.–9. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Varmárskóla, 10. Olga Rún Krist- jánsdóttir Varmárskóla. 9. bekkur: 1. Bryndís Bjarkadóttir Laugalækjarskóla, 2. Hlynur Páls- son Varmárskóla, 3. Kristleifur Guð- jónsson Réttarholtsskóla, 4. Jón Benediktsson Háteigsskóla, 5. Bald- vin Ingi Gunnarsson Réttarholts- skóla, 6.–7. Hafsteinn Einarsson Foldaskóla, 6.–7. Mikkjel T. Trönnes Háteigsskóla, 8. Hanna Valdís Halls- dóttir Árbæjarskóla, 9.–10. Elísabet Kemp Stefánsdóttir Árbæjarskóla, 9.–10. Lilja Kjartansdóttir Varmár- skóla. 10. bekkur: 1. Hilmar Jónsson Réttarholtsskóla, 2. Kristín Magnús- dóttir Árbæjarskóla, 3. Bryndís Björk Ásmundsdóttir Hólabrekku- skóla, 4.–5. Jóhanna Sigmundsdóttir Árbæjarskóla, 4.–5. Miriam Laufey Gerhardsdóttir Hólabrekkuskóla, 6. Helga Kristjana Bjarnadóttir Laugalækjarskóla, 7. Hrafnhildur Héðinsdóttir Háteigsskóla, 8. Kjart- an Þór Birgisson Varmárskóla, 9. Guttormur Þorsteinsson Laugalækj- arskóla, 10.–11. Máni Bernharðsson Varmárskóla, 10.–11. Þóra Sigurðar- dóttir Háteigsskóla. Verðlaunahafarnir í 10 efstu sæt- unum í hverjum aldursflokki fengu viðurkenningarskjöl frá skólanum og glæsilegar Casio-reiknivélar. Þá voru vegleg peningaverðlaun veitt fyrir efstu þrjú sætin í hverjum ald- ursflokki auk þess sem skólinn veitti þremur efstu nemendunum í 10. bekk sérstök verðlaun. Fjölmargir nemendur sem tóku þátt í keppninni voru að taka þátt í annað og þriðja sinn. Níu af verð- launahöfum þessa árs hafa áður ver- ið á verðlaunapalli í þessari keppni og af því tilefni voru þeir kallaðir fram til að veita móttöku sérstökum verðlaunum, segir í fréttatilkynn- ingu. Stærðfræðikeppni Menntaskólans við Sund fyrir grunnskólanemendur. Nærri 400 nemendur í stærðfræðikeppni Í TENGSLUM við brúðkaupssýn- inguna Já, sem haldin var í Smára- lind dagana 7.–9. mars sl., var efnt til brúðkaupsleiks fyrir verðandi brúðhjón. Hægt var að skrá nöfn brúðhjóna á sérstaka þátttöku- seðla sem birtir voru í blaðinu Brúðkaup, sem fylgdi Morgun- blaðinu, og skila þeim á sýning- unni. Vinningarnir voru fjölmargir og voru dregin út nöfn níu hepp- inna para sem fyrirhuga brúðkaup á næstunni: Ein nótt á Icelandair-hóteli að eigin vali fyrir tvo í tveggja manna herbergi með morgunverðarhlað- borði, í boði Icelandair Hotels: Linda G. Sigurjónsdóttir og Ingv- ar Guðjónsson, Fljótaseli 24, 109 Reykjavík. Borðbúnaður að eigin vali fyrir 25.000 krónur frá versluninni Lífi og list: Guðrún Hafliðadóttir og Edgar Smári Atlason, Akurgerði 10, 108 Reykjavík. Ávísun sem gildir sem 25% af- sláttur af veisluföngum frá veislu- þjónustunni Kokkunum: Bryndís Rut Jónsdóttir og Jón Brynjar Birgisson, Stigahlíð 30, 105 Reykjavík. Fjögurra manna Imperial Flair Platinum-matar- og kaffistell frá versluninni Kristal og postulíni: Ásta Svandís Jónsdóttir og Þór- arinn Ásmundsson, Mánatröð 14, 700 Egilsstöðum. Allur búnaður og hráefni sem þarf í eina lögun af rauðvíni, frá Ámunni: Svava Skaftadóttir og Abi Giddings, 21/1 Lily Avenue Jayanthipura, Battaramulla, Sri Lanka. Merktur hringapúði, áletrað kerti og slaufur á bílinn, frá versl- uninni Völusteini: Inga Birna Bernburg og Troy Vickers, Aust- urbergi 18, 111 Reykjavík. Áletruð glös með slaufuskreyt- ingu og „hjónabandi“, frá Merkt ehf.: Linda Rós Magnúsdóttir og Guðmundur Árni Sigfússon, Frostafold 6, 112 Reykjavík. Tveir englar að verðmæti 10.500, frá IESS Járngalleríi: Hulda Sif Þorsteinsdóttir og Er- lendur Þór Gunnarsson, Laufás- vegi 18a, 101 Reykjavík. Pilgrim-skartgripir fyrir brúð- ina að verðmæti 5.000 kr., frá IS- IS: Þóra Kristín Steinarsdóttir og Daði Júlíus Agnarsson, Rauða- gerði 10, 108 Reykjavík. Morgunblaðið þakkar öllum þeim sem tóku þátt í leiknum um leið og við óskum hinum heppnu til hamingju og vonum að vinning- arnir komi sér vel þegar kemur að stóra deginum. Gjafabréf verða send til vinningshafa. Vinnings- hafar í brúð- kaupsleik Á LANDSPÍTALA–háskóla- sjúkrahúsi hefur verið skipuð nefnd um þróun verkjameð- ferðar, í samræmi við tillögur nefndar á vegum fram- kvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar um að stofnuð verði þverfagleg verkjamiðstöð á sjúkrahúsinu. Ætlunin er að verkjamiðstöðin verði staðsett á göngudeildinni G-3 í Foss- vogi. Í fréttatilkynningu segir að verkefni nefndarinnar séu m.a. að móta framtíðarsýn fyrir starfsemi tengda verkjameð- ferð sjúklinga á spítalanum, vinna að auknu samstarfi þeirra sem annast verkjameð- ferð innan spítalans sem utan, vinna að bættu skipulagi og þjónustu við verkjameðferð á LSH og setja fram tillögur um kennslu- og rannsóknarhlut- verk þessa sérsviðs innan sjúkrahússins. Nefndinni er ætlað að starfa a.m.k. til áramóta 2004–2005 en þá munu störf hennar og framtíð verða endurmetin. Beðið er um áfangaupplýsing- ar frá nefndinni 1. nóvember 2003 og 1. júní 2004. Segir að verkjameðferð sé vaxandi þjónustugrein innan nútíma heilbrigðiskerfis. Margir sjúklingar með lang- vinna verki verði best með- höndlaðir af teymi sérfræðinga þar sem mikilvægi líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta verði best nálgast. Í mörgum rannsóknum hafi verið sýnt fram á að þverfagleg verkja- meðferð gefi mun betri árang- ur til lengri tíma litið þegar um sjúklinga með flókna verki er að ræða. Verkjamið- stöð verði stofnuð á LSH ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.