Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það er nú jafnsatt og að ég væri ekki á leiðinni í landsmálin, að þennan mann hef ég aldrei séð eða heyrt, Hannes minn. Málstofa um stríð og konur Umræða er til alls fyrst Rannsóknarstofa íkvenna- og kynja-fræðum og UNI- FEM á Íslandi halda mál- stofu um stríð og konur nk. mánudag, 17. mars í stofu 101 í Lögbergi klukkan 16.15. M.a. verður kynnt nýútkomin skýrsla Sam- einuðu þjóðanna um kon- ur, stríð og frið. Einn fyr- irlesara er Kristín Ástgeirsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Mann- réttindaskrifstofu Íslands. – Hvert er efni málstof- unnar? „Hugmynd okkar er að fjalla um konur og stríð frá ýmsum sjónarhornum. Þannig er mál með vexti, að styrjaldirnar í Bosníu og Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar beindu sjónum kvenna- og mannréttindasamtaka að hörmulegum afleiðingum styrj- alda fyrir konur og stúlkubörn. Í báðum þessum styrjöldum gerðist það að þúsundir kvenna og stúlkna var nauðgað kerfisbundið til að brjóta þær, fjölskyldur þeirra og samfélag niður og mark- visst reynt að gera þær barnshaf- andi svo að afleiðingarnar yrðu enn verri. Þetta var auðvitað ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerðist í styrjöldum eða átökum en senni- lega hefur nauðgunum ekki verið beitt jafnskipulega áður þar sem konum var hreinlega smalað sam- an í nauðgunarbúðir. Hvað gerðist svo? Var leitað til kvenna þegar kom að friðarsamningum og upp- byggingu? Var spurt um þarfir kvenna og barna? Nei, ekki ald- eilis. Með friðargæslusveitum og alls konar samtökum komu upp ný vandamál, svo sem mansal og vændi, þótt það væru ekki endi- lega hermenn eða friðargæslulið- ar sem hlut áttu að máli við kaup á kynlífsþjónustu. Málefni kvenna á ófriðarsvæðum voru tekin upp á vettvangi Sameinuðu þjóðanna með þeim árangri að Öryggisráðið samþykkti sérstaka tillögu nr. 1325 um konur, friðarferli og frið- argæslu. Í kjölfar hennar var ákveðið að gera ítarlega rannsókn á starfi stofnana Sameinuðu þjóð- anna. UNIFEM ákvað að vinna sérstaka skýrslu þar sem raddir kvenna á ófriðarsvæðum fengju að hljóma. UNIFEM fékk þær Elisabeth Rehn frá Finnlandi og Ellen Sirleaf Johnson til að heim- sækja 14 svæði víðs vegar um heim, allt frá Bosníu til Austur- Tímor. Skýrsla þeirra kom út undir lok síðasta árs og er þannig að hún ætti að vera skyldulesning allra stjórnmálamanna og herfor- ingja. Eftir að hafa lesið hana finnst mér að ekkert, og ég end- urtek, ekkert geti réttlætt styrj- aldir. Auk þessarar skýrslu hafa verið gerðar alls konar rannsókn- ir á styrjaldarundirbúningi, hug- myndum að baki stríða og orð- ræðu þeirra sem stjórna styrjöldum, en hún er vægast sagt karllæg og felst oft í einhvers konar niður- lægjandi kynferðisleg- um samlíkingum.“ – Hvað er að segja um yfirskrift málstof- unnar? „Við erum að reyna að ná utan um efnið styrjaldir og konur. Við viljum skoða orsakir þeirra og af- leiðingar, með hvaða orðum þær eru rökstuddar og reyna að greina það kerfi sem að baki býr, karl- mennsku og hugmyndir um konur í því samhengi. Ástæðan er ein- faldlega sú mikla umræða sem átt hefur sér stað að undanförnu um réttmæti þess að ráðast á Írak. Er réttlætanlegt að beita stórfelldum árásum með öllum þeim áratuga hörmungum sem fylgja til að koma einræðisstjórn frá? Hvað tekur við? Hvað býr raunverulega að baki? Erum við virkilega ekki komin lengra en svo við lausn deilumála að styrjaldir séu eina úrræðið? Því hafna ég fyrir mitt leyti.“ – Hverjir eru fyrirlesarar og hverjar eru yfirskriftir erinda þeirra? „Ég ætla að ríða á vaðið og segja frá skýrslu UNIFEM, helstu niðurstöðum og tillögum skýrsluhöfunda til úrbóta. Síðan fjallar Steinunn Þóra Árnadóttir BA í mannfræði og nemi í kynja- fræðum um „Hörmungar í spari- fötum – herfræðileg orðræða um stríð“. Lilja Hjartardóttir stjórn- málafræðingur kallar sitt erindi „Geymt en ekki gleymt; nauðgan- ir á stríðstímum“. Þorlákur Ein- arsson nemi í sagnfræði fjallar um „Kvenímyndir þjóðríkja og notk- un þeirra í styrjöldum“. Birna Þórarinsdóttir nemi í stjórnmála- fræði tekur fyrir „Orðræða víg- vallarins – kyngerving hernaðar og hermennsku“. Á eftir erindun- um verður svo pallborðsumræða.“ – Hverjir eiga helst erindi á þessa málstofu? „Allir þeir sem áhuga hafa á að kynna sér afleiðingar styrjalda fyrir konur og umræðuna um styrjaldir almennt. Það fer ekki fram hjá neinum þeim sem fylgist með fréttum að það eru nánast eingöngu karlar sem taka ákvarðanir um stríð og frið, líf og dauða. Horfðu á Ör- yggisráðið, stjórn Bandaríkjanna, Bret- lands og Íraks, Evrópusamband- ið, NATO og Arababandalagið. Sjáðu herforingjana. Karlar og aftur karlar. Hvar eru konurnar? Hvers konar kerfi er þetta eigin- lega? Það er algjörlega óviðun- andi hvernig heiminum er stjórn- að og hvaða stefna er ríkjandi. Því þurfum við að breyta og umræða er til alls fyrst.“ Kristín Ástgeirsdóttir  Kristín Ástgeirsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum árið 1951. Stúdent frá MH 1971 og lauk BA prófi í bókmenntum og sagn- fræði frá HÍ 1977 og MA prófi í sagnfræði 2002. Var um árabil blaðamaður og framhaldsskóla- kennari. Á Alþingi fyrir Kvenna- listann 1991–1999, starfaði á vegum utanríkisþjónustunnar í Kosovo 2000–2001 hjá UNIFEM Þróunarsjóði Sameinuðu þjóð- anna fyrir konur. Er nú stað- gengill framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Sjáðu herfor- ingjana. Karlar og aftur karlar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.