Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚT er komið lítið og handhægt kver ætlað þeim, sem ferðast um Mývatnssveit og næsta nágrenni. Áherzla er lögð á náttúrufar og ekki sízt lífríki Mývatns, sem er löngu landsþekkt eða jafnvel heimsþekkt sem sælustaður margra andfugla. Einnig er brugð- ið upp myndum af mannlífi í sveit- inni, helztu örnefna getið og bent á hnýsilega staði, sem hægur vandi er að sækja heim á einum degi. Víða hefur verið leitað fanga, en sýnilega hefur höfundur sótt meg- inhluta efnisins í ritgerðasafnið Náttúra Mývatns, sem kom út á vegum Hins íslenzka Náttúru- fræðifélags fyrir rúmum áratug. Í þá bók skrifa tíu náttúrufræðingar um náttúrufar sveitarinnar. Vitnað er í bókina sem heild, en betur hefði farið á því að geta höfunda að einstökum greinum. Sums stað- ar er texti sóttur í það rit lítið sem ekkert breyttur, en annars staðar má að því finna, að höfundur þess- arar samantektar hefur bútað hann um of. Nýútkominni Íslenskri orðabók hefur verið lagt til lasts að geta allra handa málblóma. Bókinni til hróss má þó telja, að orðskrípið »regnskuggi« hefur ekki ratað þar inn, en höfundur orðar það svo, að Mývatnssvæðið sé »í regnskugga af Vatnajökli«, það er í vari af jökli. Þá má minnast á, að ekki er gerður greinarmunur á hugtökun- um flóru og gróðri, og blágerlar eru kallaðir bláþörungar. Í síðasta kafla bókar er gefin upp fjarlægð frá Reykjahlíð til nokkurra staða í nágrenninu. Þar er sagt að miðað sé við akstur um Hólasand, en greinilega er átt við veg um Hóls- sand (eða Hólsfjöll). Þeir, sem eru ókunnugir á þessum slóðum, rugla þessum örnefnum iðulega saman. Sé á heildina litið, kemur höf- undur þó nytsömum fróðleik þokkalega til skila. Bókin hentar þeim vel, sem vilja vita mátulega mikið (eða lítið) og sennilega gæti hún nýtzt útlend- ingum mjög vel, ef hún yrði þýdd á erlend mál. Þá er hún prýdd æði mörgum myndum og er einkar snotur. Sá ágalli er þó á, að letrið er helzt til smátt og texti þéttur. Að baki hönnun og myndrænni útfærslu stendur Jón Ásgeir í Að- aldal eins og hann er kynntur á titilsíðu. Þykir mér hlutur hans áhugaverður. BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: Helgi Guðmundsson. 72 bls. Útgefandi er Forlagið, Reykjavík 2002. LEIÐSÖGN UM MÝVATN OG MÝVATNSSVEIT Náttúra og mannlíf í Mývatns- sveit Ágúst H. Bjarnason FYRRVERANDI sendi-herra Dana hér á Íslandi,Klaus Otto Kappel, leitarum þessar mundir að verk- um íslenskra listmálara í einkaeigu í Danmörku. Markmiðið með leit hans er fyrirhuguð sýning í Gerðarsafni snemma á næsta ári, þar sem verk ís- lenskra listamanna sem aldrei hafa komið fyrir sjónir landans áður verða sýnd. „Hugmyndin að sýningunni og þessu verkefni er upphaflega komin frá mér. Dansk-íslenska sambandið (Dansk-Islandsk Samfund) bauð mér á sínum tíma sæti í stjórn sinni, sem ég þáði með þökkum, enda vildi ég gjarnan gera eitthvað fyrir Ísland eftir fimm góð ár þar í landi sem sendiherra. Þeir báðu mig að koma með hugmyndir að verkefnum, og þá datt mér þessi sýning í hug, en árið 1994 var einmitt haldin svipuð sýning á verkum íslenskra listamanna í Gerðarsafni, fengin að láni úr dönsk- um söfnum. Sú sýning var haldin í til- efni 50 ára afmælis lýðveldisins. Núna verður sýningin hins vegar byggð á verkum í einkaeign, og má því búast við að þar sé um miklu fleiri myndir að ræða sem hægt er að sýna,“ segir Kappel í samtali við Morgunblaðið. Hann segir verkin sem fundist hafa nú vera að nálgast 200, en búast megi við að mun fleiri geti komið í leitirnar. Umfangsmikil auglýsingastarfsemi sé viðhöfð við leit að verkunum, og nú sé m.a. fyrirhugað að koma leitinni á framfæri í dönskum sjónvarpsþætti sem nefnist Hvers virði er það?, þar sem sjónum er beint að hlutum í fór- um fólks sem kynnu að vera mikils virði og hugsanlegt að koma í verð. „Margar myndanna sem við leitum að hafa e.t.v. komið í eigu fjölskyldna fyrir nokkrum kynslóðum. Eigendur vita því í sumum tilfellum ekki hvað þeir hafa í höndunum og hvers virði það er. Við vonumst til að með þessari aðferð fáum við ýmislegt fram í dags- ljósið, sem verðskuldar það.“ Að sögn Kappels verður sýning- arstjóri fenginn til að velja úr þeim verkum sem fást á sýninguna og er vonast til að um hundrað myndir prýði sýninguna að lokum. „Gróflega reiknað voru um 26 þekktir málarar við nám í Danmörku, hver um sig í fjögur ár að meðaltali. Samtals hafa þeir því eytt hundrað árum hér í Dan- mörku! Geri maður ráð fyrir að hver hafi málað a.m.k. eina mynd á mánuði gera það 1.200 myndir. Við ættum því að geta fundið nokkurn fjölda mynda til að velja úr.“ Telja að mörg málverk leynist í Danmörku Myndirnar sem leitað er að í tilefni sýningarinnar eru frá öllum tímabil- um íslenskrar myndlistarsögu, allt frá frumkvöðlum málaralistarinnar hérlendis, Kjarval og félögum, til málara dagsins í dag. „Við teljum að hér í Danmörku sé að finna mikinn fjársjóð myndlistar, skapaðan af ís- lenskum listamönnum, sem íslenska þjóðin hefur aldrei séð. Okkur finnst mikilvægt að Íslendingum sé gert kleift að kynnast þessum fjársjóði og finnst verkefnið mjög spennandi,“ segir Kappel. „Í mörgum tilfellum voru umræddir listamenn ungir og óþekktir og urðu að vinna fyrir lifi- brauði sínu. Margar sögur af þeim eru vel þekktar, til dæmis um Svavar Guðnason, sem var svo fátækur að hann hafði einungis efni á að borða hálft brauð og drekka hálfan mjólk- urpott á dag! Í kjölfarið var hann lagður inn á spítala, vannærður. Það varð honum til björgunar að vinur hans keypti af honum mynd á 125 danskar krónur, en í þá daga kostaði góð máltíð 1 danska krónu. Þetta er dæmigerð saga um ís- lensku málarana í Danmörku, sem oft greiddu ýmsa reikninga og leigu með málverkum sínum.“ Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hefur tekið jákvætt í þá beiðni Dansk-íslenska sambands- ins að vera verndari sýningarinnar og segir Kappel það mikið gleðiefni fyrir sýninguna að Vigdís ljái henni nafn sitt. „Vandi okkar liggur ekki bara í að finna nægilega mörg góð verk hér í Danmörku á sýninguna, heldur einnig í fjármögnun. Mikill kostnaður fylgir því að flytja verkin, sem og út- gáfu sýningarskrár, tryggingum og þar frameftir götum,“ segir hann. „Dansk-íslenska sambandið hefur ekki nægilegt fé milli handanna til þess að fjármagna þetta upp á eigin spýtur, og leitar því þessa dagana að styrkjum. Við höfum hlotið nokkra styrki hér í Danmörku, þar á meðal frá konungsfjölskyldunni, og biðlum nú til íslenskra fyrirtækja og ein- staklinga um styrki til sýningar.“ Kappel segist einnig biðla til Ís- lendinga um að koma á framfæri til stofnunarinnar upplýsingum um verk íslenskra málara í einkaeigu í Dan- mörku. Um þessar mundir er helst leitað að myndum eftir Nínu Tryggvadóttur, Júlíönu Sveinsdóttur og Louisu Matthíasdóttur. Hægt er að nálgast upplýsingar um Dansk- íslenska sambandið og hvernig má hafa samband við það á heimasíðu þess, www.dansk-islandsk.dk. Íslendingum gert kleift að kynnast fjársjóði Málverk eftir Jóhannes Kjarval, sem fannst í einkasafni í Danmörku. Til stendur að sýna verk íslenskra málara, sem eru í einkaeigu í Danmörku og hafa því ekki komið fyrir sjónir Íslendinga áður, í Gerðarsafni á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.