Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÓLARHRINGSFRESTUR George W. Bush Bandaríkja- forseti gaf í gær Sameinuðu þjóð- unum sólarhringsfrest til að ákveða hvort þær styðji stríð á hendur Saddam Hussein Íraksforseta undir forystu Bandaríkjamanna. Ekkert stöðvar Alcoa Stríð stöðvar ekki áform Alcoa á Íslandi, að sögn Alain J. Belda, for- stjóra Alcoa. Hann segist ekki sjá neitt í stöðunni sem gæti stöðvað áform fyrirtækisins hér á landi. Hálfíslensk kona myrt Hálfíslensk kona, sem var íslensk- ur ríkisborgari, var myrt á heimili sínu í Bandaríkjunum á föstudag. Fyrrverandi eiginmaður hennar hef- ur verið kærður fyrir morðið. 16 ára sonur hennar var skotinn í bakið. Morðingi sagður á leiðinni Eftirlit á Keflavíkurflugvelli var hert verulega á miðvikudag þar sem tilkynning barst frá Interpol um að einn af meintum morðingjum serbn- eska forsætisráðherrans Zoran Djindjic væri á leið til landsins. Faraldurinn áhyggjuefni Íslensk heilbrigðisyfirvöld eru á varðbergi vegna bráðrar lungna- bólgu sem greinst hefur víða í Asíu og Kanada. Haraldur Briem sótt- varnalæknir segir faraldurinn áhyggjuefni. Miðflokkur vann í Finnlandi Miðflokkurinn sigraði í þingkosn- ingum í Finnlandi í gær. Allar líkur eru á að Anneli Jäättenmäki, for- manni flokksins, verði fyrst veitt umboð til stjórnarmyndunar. Hún yrði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins en kona gegnir nú embætti forseta. Júlía tognaði Nína Dögg Filippusdóttir leik- kona datt af sviðinu á sýningu á Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöld. Leikritið fór á annan veg en venjulega, Rómeó og Júlía enduðu kvöldið á slysavarð- stofunni. 2003  MÁNUDAGUR 17. MARS BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A JÓN ARNAR RÉTT MISSTI AF VERÐLAUNUM Á HM / C2 Öll mörkin voru skoruð í fyrrihálfleik. Sverrir Sverrisson kom bikarmeisturum Fylkis yfir strax á 8. mínútu. KR-ingar jöfnuðu um miðjan hálfleikinn þegar einn Árbæinganna sendi boltann í eigið mark og Einar Þór Daníelsson skor- aði sigurmark þeirra skömmu fyrir leikhlé. Leikurinn var jafn og hraður og lofaði góðu fyrir framhaldið hjá liðunum. „Ég er virkilega ánægður með þennan sigur. Við KR-ingar lögðum mikinn metnað í leikinn, enda um að ræða bikar sem er á margan hátt eft- irsóknarverður og það er erfiðara að vinna sér rétt til að leika um hann en nokkurn annan. Þetta var jafn leikur og sigurinn gat lent hvorum megin sem var og mér finnst hann sýna að liðin eru mun nær því að vera komin í góða leikæfingu fyrir sumarið en áð- ur hefur þekkst á þessum árstíma. Það getum við þakkað knattspyrnu- húsunum, liðin hafa leikið mikið fleiri leiki að vetrarlagi en áður og það getur ekki annað en skilað sér þegar fram í sækir,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, við Morgun- blaðið eftir leikinn. Morgunblaðið/Árni Torfason Einar Þór Daníelsson, fyrirliði KR, lyftir meistarabikarnum í Egilshöllinni í gærkvöld en það var einmitt hann sem skoraði sigurmark Íslandsmeistaranna gegn bikarmeisturunum. Þriðji sigur KR-inga í meistarakeppninni KR-INGAR eru meistarar meistaranna í knattspyrnunni eftir sigur á Fylki, 2:1, í Egilshöll í gærkvöld. Þeir tóku þar með við Sigurðarbik- arnum, sem ekki hafði verið afhentur frá árinu 1998 þegar keppnin fór síðast fram. Þetta er þriðji sigur KR í Meistarakeppni KSÍ en áð- ur fögnuðu Vesturbæingar sigri í henni árin 1969 og 1996. LANDSLIÐSMENNIRNIR í knatt- spyrnu Jóhannes Karl Guðjónsson hjá Aston Villa og Arnar Grétars- son hjá Lokeren urðu báðir fyrir meiðslum fyrir og um helgina. Þeir telja þó báðir að þau komi ekki til með að setja strik í reikn- inginn hjá sér fyrir landsleikinn gegn Skotum á Hampden Park 29. mars. Jóhannes Karl meiddist á æfingu hjá Aston Villa á fimmtudag og var því ekki í leikmannahópnum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. „Ég sneri mig bæði á ökkla og hné en sem betur fer er ekki um alvarlega tognun að ræða,“ sagði Jóhannes við Morgunblaðið í gær. Arnar Grétarsson fór meiddur af velli á laugardagskvöldið eftir að hafa skorað tvívegis þegar Lokeren sigraði Gent, 5:1, í belg- ísku knattspyrnunni. „Ég fékk spark aftan í hælinn og var aumur þar fyrir vegna álagsmeiðsla. Þetta tekur sennilega nokkra daga að jafna sig, en þar sem hvorki er um tognun né slit að ræða, er ég viss um að ég geti spilað með Lokeren næsta laugardag,“ sagði Arnar. Komast til Glasgow LEE Sharpe hefur ákveðið að ganga að tilboði því sem Grindvík- ingar gerðu honum og ætlar að leika með þeim í sumar. Sharpe kom hingað til lands fyr- ir stuttu og leit á aðstæður og seg- ir að sér hafi líkað vel það sem hann sá og ákvað kappinn í kjöl- farið að slá til. Sharpe hefur með- al annars leikið með Manchester United, Leeds United, Bradfrod, Exeter og Sampdoria á Ítalíu. Hann hefur ekkert leikið síðan hann var á mála hjá Exeter í þriðju deildinni ensku síðasta haust. Grindvíkingar eru ánægðir með að fá kappann og segja að þó svo hann hafi ekki leikið mikið að und- anförnu muni hann styrkja liðið mikið og telja hann verða mikla lyftistöng fyrir íslenska knatt- spyrnu. Sharpe með Grindavík í sumar Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 30 Viðskipti 12/13 Kirkjustarf 31 Erlent 14/15 Dagbók 32/33 Listir 16/18 Leikhús 34 Umræðan 19/23 Fólk 34/37 Forystugrein 20 Bíó 34/37 Minningar 25/27 Ljósvakar 38 Þjónusta 27 Veður 39 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir Z-viðauki. Blaðinu er dreift um allt land. TÆPLEGA fertug kona, Lucille Yvette Mosco, sem átti íslenska móður og var íslenskur ríkisborgari, var myrt á heimili sínu í Flórída í Bandaríkjunum á föstudagsmorg- un. Fyrrverandi eiginmaður hennar, 35 ára gamall Bandaríkjamaður, hefur verið kærður fyrir morðið og fyrir að skjóta 16 ára gamlan son hennar í bakið. Hann slapp undan morðingjanum og greindi lögreglu frá því að fyrrum stjúpfaðir hans hefði verið að verki. Aðstandendum Lucille hefur verið tjáð að saksóknari muni væntanlega fara fram á dauðarefsingu yfir mann- inum. Þeir hafa gagnrýnt lögreglu fyrir að taka hótanir hans ekki alvarlega en hann hafði áður verið kærður fyrir ofbeldi gegn henni og brotið gegn nálgunarbanni. Lucille Yvette Mosco fæddist í Bandaríkjunum 28. september 1965. Samkvæmt upplýsingum frá ættingjum hennar fluttist hún til Íslands 1976 og var búsett í Reykja- vík og á Akureyri auk þess sem hún dvaldi tímabundið í Bandaríkjunum. Árið 1989 giftist hún íslenskum manni, Júlíusi Hafsteinssyni, og eignaðist með honum son, Jón Atla Júlíusson. Þau skildu og árið 1995 flutti hún til Pensacola í Flórída þar sem hún vann við verslunarstörf. Hún giftist síðar manninum sem nú er í haldi vegna morðsins en þau slitu samvistum fyrir um ári. Lucille læt- ur eftir sig tvo syni, 16 og 17 ára gamla. Faðir Jóns var væntanlegur til Flórída í gær ásamt eldri syninum. Slapp naumlega Samkvæmt fréttum á vefsíðu Pensacola News Journal (PNJ) ruddist fyrrverandi eiginmaður Lucille, Sebastian Edward Young, 35 ára gamall, inn á heimili hennar í Pensacola snemma á föstudagsmorgun. Hann er sagður hafa skotið hana með haglabyssu í höfuðið og síðan skotið Jón í bakið þegar pilturinn hljóp út um bakdyr hússins. Í samtali við Morgunblaðið sagði Róbert Mosco, bróðir Lucille, að Young hafi elt piltinn út. Byssan hafi verið tví- hleypt og því ekki fleiri skot í byssunni en Young hafi stungið piltinn fimm sinnum með hnífi. Hlaut hann m.a. djúpan skurð á bakið og annan í andlit. Young hafi einnig dregið hann á hárinu niður brekku og slegið hann í höf- uðið með byssuskeftinu. Pilturinn hafi varið sig eftir mætti og loks tekist að sleppa. Hann leitaði síðan skjóls inni í matvöruverslun. Hann var aðeins klæddur í stutt- buxur og á baki hans voru fjölmörg kúlnaför eftir hagla- skotið. Afgreiðslustúlka faldi hann inni á skrifstofu versl- unarinnar og gætti þess að hann missti ekki meðvitund þar til aðstoð barst. Líðan Jóns er eftir atvikum góð og er ekki útlit fyrir að hann bíði varanlegt líkamlegt tjón af. Mörg brot gegn nálgunarbanni Young komst undan en var handtekinn í Baton Rouge í Louisiana á föstudagskvöld. Farið hefur verið fram á að hann verði framseldur til Flórída. Að sögn Róberts hefur saksóknarinn í Pensacola tjáð ættingjum að væntanlega verði farið fram á dauðarefsingu fyrir morð og tilraun til morðs. Í PNJ segir að morðið hafi vakið spurningar um hvernig lögregla verndi konur sem verði fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrum maka en Young mun hafa ofsótt Lucille und- anfarið ár. Haft er eftir Sue Hand, framkvæmdastjóra kvennaathvarfs, að Lucille hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til að vernda sig og son sinn. Í samtali við Morgunblaðið gagnrýndi Róbert Mosco lögregluna harðlega fyrir að- gerðarleysi. Segir hann Young hafa ofsótt systur sína með ýmsum hætti í heilt ár, m.a. brotist inn og haldið hníf að hálsi hennar, skorið á öll dekk á bifreið hennar og margoft komið á vinnustað hennar og haft í frammi hót- anir. Lögregluyfirvöld hafi á hinn bóginn ekki lagt trúnað á allar frásagnir systur sinnar og ekki brugðist við með fullnægjandi hætti. „Hún sagði að lögreglan myndi ekki skipta sér af þessu fyrr en hún hefði verið myrt,“ sagði hann. Fulltrúar lögreglu hafa vísað gagnrýni á bug. Í PNJ er greint frá því að Young hafi verið handtekinn fyrir heimilisofbeldi 25. janúar 2002. Í kjölfarið var hann úrskurðaður í nálgunarbann. Það braut hann fimm sinn- um. Á föstudagsmorgun er talið að hann hafi ekið frá Bat- on Rouge til Pensacola og klukkan 5:15 hafi hann gengið inn á heimili Lucille og hleypt af. Talið er að hún hafi þá verið í þann mund að fara til vinnu. Róbert segir að Luc- ille verði jarðsett á Íslandi í samræmi við óskir hennar. Hálfíslensk kona myrt í Flórída Morðinginn skaut son hennar í bakið þegar hann hljóp út um bakdyr – Ættingjar gagnrýna lögregluna Jón Atli Júlíusson hlaut alvarleg sár og slapp naumlega undan morðingjanum. Gert var ráð fyrir að hann yrði útskrifaður af gjörgæslu í gær. Með honum á myndinni er Oddrún Hulda Einarsdóttir. Lucille Yvette Mosco EFTIRLIT á Keflavíkurflug- velli var hert til muna sl. mið- vikudag eftir að tilkynning barst frá Interpol um að einn af meintum morðingjum serbn- eska forsætisráðherrans Zoran Djindjic væri á leið til landsins. Rúmum sólarhring síðar var til- kynnt að viðkomandi lægi ekki lengur undir grun og var við- búnaði því aflétt. Á miðvikudagsmorgun barst ríkislögreglustjóra tilkynning frá landsskrifstofu Interpol í Belgrad um að maður að nafni Borek Krojez, sem talinn var einn af launmorðingjum for- sætisráðherrans, væri á leið til Íslands. Þórir Oddsson vararík- islögreglustjóri segir að lögregl- unni á Keflavíkurflugvelli, Reykjavík, Akureyri og Egils- stöðum hafi verið gert viðvart en eðli málsins samkvæmt var við- búnaður mestur á Keflavíkur- flugvelli. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, var sam- dægurs tekið upp strangt landa- mæraeftirlit á landamærum Ís- lands að Schengen-ríkjunum en að öllu jöfnu þurfa farþegar frá Schengen-ríkjum ekki að gang- ast undir vegabréfaeftirlit. Snemma á fimmtudagskvöld bárust upplýsingar frá Interpol um að maðurinn væri ekki leng- ur grunaður um morðið og var viðbúnaði því aflétt. Í sænskum og norskum dag- blöðum var í gær greint frá því að maðurinn hefði sést á flug- vellinum í Sarajevo með farmiða í fórum sínum þar sem Ísland var tilgreint sem lokaáfanga- staður. Þessar upplýsingar komu ekki fram í tilkynningunni frá Interpol, að sögn Þóris Oddssonar. Lögreglan í Svíþjóð taldi þó allt eins líklegt að hann myndi reyna að leynast í Svíþjóð eða Noregi. Í Svíþjóð gæti hann leynst um alllanga hríð með hjálp serbneskra og sænskra glæpasamtaka. Meintur launmorð- ingi sagð- ur á leið til Íslands LÖGREGLAN í Reykjavík telur góðar líkur á að henni takist að handsama mann sem rændi lyfjum úr lyfjaverslun Lyfju við Lágmúla skömmu fyrir klukkan 9 í gærmorg- un. Talið er að öryggismyndavél hafi náð góðri mynd af manninum auk þess sem starfsfólk gat gefið grein- argóða lýsingu á honum. Lögregla kveðst hafa góðar vísbendingar um hver hafi verið að verki. Lyfjaverslunin er opin kl. 8-24 alla daga. Þar er ekki öryggisvörður en lögregla var komin á vettvang um tveimur mínútum eftir að starfs- menn ýttu á neyðarhnapp. Maðurinn kom að versluninni á bíl sem hann hafði stolið um nóttina. Hann skildi bílinn eftir í gangi á meðan hann rændi verslunina en bíllinn fannst síðar á bifreiðastæði í Ármúla. Guðrún Björg Elíasdóttir lyfja- fræðingur segir að maðurinn hafi gengið inn í verslunina og for- málalaust ruðst inn fyrir afgreiðslu- borð og ógnað henni og lyfjatækni sem var þar við störf með barefli. Hann hafi spurt eftir því hvar ákveð- in lyf voru geymd en þær ekki svar- að því. Hann virðist á hinn bóginn hafa vitað hvar lyfin voru geymd því hann gekk rakleitt inn að lyfja- geymslu og hrifsaði með sér talsvert af lyfjum. Aðspurð sagði Guðrún Björg ekki tímabært að greina frá hversu mikið hann tók eða af hvaða tegund. Um væri að ræða sterkt verkjalyf sem gengi talsvert kaup- um og sölum á svörtum markaði. Guðrún Björg telur að maðurinn hafi varla verið meira en eina mín- útu inni í lyfjaversluninni. Um leið og hann ruddist inn í lyfjaafgreiðsl- una hafi hún ýtt á neyðarhnapp og lögregla verið komin á staðinn eftir um tvær mínútur. Hún og lyfja- tæknirinn voru einar í versluninni en ræninginn mætti viðskiptavini sem var á leiðinni út. Telur hún ekki ólíklegt að maðurinn, sem er á þrí- tugsaldri, hafi setið um verslunina og beðið færis. Hann var ekki grímuklæddur en með sólgleraugu og segir Guðrún Björg að hann hafi virst vera í annarlegu ástandi. Hún segir að vissulega hafi henni brugðið en verið fljót að jafna sig. Aðspurð segir Guðrún Björg að viðbúið sé að umbúnaður um lyf í versluninni verði tekinn til endurskoðunar í kjöl- far ránsins. Þegar ránið var framið voru aðeins tveir dagar liðnir frá því nýtt öryggismyndavélakerfi var sett upp í lyfjaversluninni. Jónas Halls- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að verið væri að skerpa mynd sem náðist af mann- inum og bjóst hann fastlega við að gæði myndarinnar yrðu fullnægj- andi. Lögregla með vísbending- ar eftir rán úr lyfjaverslun Morgunblaðið/Júlíus Sérfræðingur frá tæknideild og annar lögreglumaður við bíl sem ræninginn stal og notaði við ránið. LÆKJARTORG í Reykjavík hálf- fylltist í gærkvöldi þegar yfirvof- andi stríði í Írak var mótmælt með kertaljósum og þögn. Aðstand- endur mótmælanna telja að á milli 500 og 700 manns hafi verið á Lækjartorgi um sjöleytið í gær. Mótmælin fóru auk þess fram á Ak- ureyri, Ísafirði og í Snæfellsbæ. Mótmælin hafa þegar farið fram á rúmlega 6.000 stöðum í 136 lönd- um víðs vegar um heiminn. Átakið er nefnt Global Vigil for Peace og er skipulagt af MoveOn.org í sam- vinnu við Win Without War, trúar- leiðtogann og friðarverðlaunahaf- ann Desmond Tutu ásamt fjölmörg- um trúarsamtökum. Morgunblaðið/Kristinn Þögul mótmæli við kertaljós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.