Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 9 Gjafakort Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Fyrir ferminguna falleg undirföt Sportlegur ferðafatnaður Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 11-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Tilboðsdagar Snorrabraut 38, sími 562 4362 RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM SELJUM ALLAR KÁPUR MEÐ VERULEGUM AFSLÆTTI! Ullar tweed kápur áður 30.900 nú 5.900. Ullar stutt kápur áður 17.900 nú 6.900. Meðan birgðir endast seljum við kjóla á 500, úlpur á 1.000, veski á 500, flíspeysur á 1.000, silkijakka á 2.000. SÍÐASTA VIKA OG NÚ MÁ PRÚTTA! Laugavegi 66, sími 552 5980 Síðustu dagar Lækkað verð Stærðir 32—40 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Ný sending af buxum ÁFRÝJA á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði landbún- aðarráðuneytið af kröfu bónda um beingreiðslur vegna mjólfurfram- leiðslu, til Hæstaréttar. Samkvæmt dómnum er bændum óheimilt að fá aðra bændur til að leggja inn mjólk á sínu nafni og þiggja sjálfir fyrir það beingreiðslur. „Bændur eru ekki sáttir við dóm- inn,“ segir Ólafur Björnsson, lög- maður bóndans, sem hafði stefnt landbúnaðarráðuneytinu fyrir að krefjast endurgreiðslu á um 805 þús- und krónum sem hann fékk í bein- greiðslur af mjólk sem annar fram- leiddi fyrir hann. Vegna áfalla sem bóndinn varð fyr- ir gat hann ekki framleitt upp í fullt greiðslumark sitt fyrir mjólkurfram- leiðslu. Mjólkurbú Flóamanna hafði milligöngu um að bændur semdu sín á milli um að sá sem væri búinn með mjólkurkvótann gæti lagt inn um- frammjólk á nafni annars bónda sem ekki gæti framleitt fullan kvóta. Bændasamtökin sögðu í bréfi til bóndans að aðeins mjólk sem fram- leidd sé á viðkomandi lögbýli veiti rétt til beingreiðslu og verði þær miðaðar við það framleiðslumagn á verðlagsárinu 2000 og 2001. Land- búnaðarráðuneytið sendir Ólafi Björnssyni, lögmanni bóndans, bréf nokkru síðar um sama efni og segir ráðuneytið taka við meðferð allra mála um beingreiðslur sem ágrein- ingur sé um. Hnýtt í framkvæmdina Rök Ólafs snúa meðal annars að því að ekki hafi verið rétt að þessari ákvörðun staðið. Réttra formreglna samkvæmt stjórnsýslulögum hafi ekki verið gætt og ákvörðunina hafi einnig skort lagastoð. „Það er hnýtt verulega í fram- kvæmdina í dómnum og dómarinn tekur undir það að ákvörðunin sé bæði afturvirk og íþyngjandi en ekki nægjanlega til að ógilda hana,“ segir Ólafur. Hann segir að betra hefði verið að taka þessa ákvörðun í upp- hafi verðlagsársins í stað loka þess eins og gert var. Dómarinn taki undir þau sjónarmið og gerir athugasemd við þessa framkvæmd. Aðspurður segir hann stóran hóp bænda í sömu stöðu. „Það eru tugir manna sem eru í þeirri stöðu að hafa verið sviptir beingreiðslum af því þeir létu aðra framleiða fyrir sig sem hefur tíðkast um árabil og aldrei ver- ið gerð athugasemd fyrr en núna.“ Um ástæður þess segir hann að einn aðili hafi kært þessa fram- kvæmd og þá var þetta tekið fyrir. Þá hafi sú niðurstaða verið fengin að þetta væri ekki í samræmi við lögin en um það eru menn ekki sammála. „Það á að láta reyna á þetta fyrir dómi,“ segir Ólafur. Tugir bænda hafa verið sviptir beingreiðslum Áfrýja dómi um mjólkur- framleiðslu til Hæstaréttar SAMHÆFT árangurs- mat (Balanced Scorecard) á mikið erindi til aðila í op- inberum rekstri, að mati Kristínar Kalmansdóttur, verkefnastjóra stýrihóps vegna innleiðingar á sam- hæfðu árangursmati hjá Reykjavíkurborg. Endur- menntunarstofnun Há- skóla Íslands stendur fyr- ir námskeiði um samhæft árangursmat á fimmtudag og föstu- dag. Námskeiðið er einkum ætlað stjórnendum og starfsmönnum sveit- arfélaga og opinberra stofnana sem stefna að innleiðingu samhæfðs ár- angursmats. Samhæft árangursmat er að sögn Kristínar verkfæri í árangursstjórn- un, nokkurs konar samskipta- og stjórntæki „sem hrindir stefnu í fram- kvæmd og miðlar henni jafnframt til allra starfsmanna þannig að allir geti samræmt áralagið í vinnunni. Öllum sé þannig ljóst hver stefnan er og geti þá sett sér sín markmið í samræmi við stefnu fyrirtækisins,“ segir Kristín. Aðferðin var upprunalega þróuð af Bandaríkjamönnunum Robert S. Kaplan og David P. Norton. „Áður horfðu menn mikið á árangur í fjár- hagslegu tilliti og studdust við ýmsar fjárhagsmælingar. Þarna er verið að horfa á heildina, heild- stæða mynd af rekstrinum og horft á fleira en fjár- hagslegar mælingar, t.d. ýmislegt er lýtur að starfs- mönnum, viðskiptavinum og innri ferlum,“ segir Kristín. Reykjavíkurborg byrj- aði að tileinka sér árang- ursstjórnun árið 1996 og hóf innleiðingu samhæfðs ár- angursmats árið 2001 og verður því ferli lokið árið 2004 þótt Kristín segi að samhæft árangursmat sé í raun ferli sem aldrei lýkur. Mun hún m.a. halda fyrirlestur um reynslu Reykja- víkurborgar á námskeiðinu. Kristín segir að mörg önnur sveit- arfélög hafi hafið innleiðingu sam- hæfðs árangursmats. Einnig hafi nokkrar stofnanir t.d. Tollstjórinn í Reykjavík og Landmælingar tekið aðferðina upp sem og mörg fyrirtæki. Markmið námskeiðsins er að þátt- takendur öðlist þekkingu sem nýtist við innleiðingu samhæfðs árangurs- mats í eigin vinnuumhverfi. Sérstak- lega verður fjallað um efnið út frá rekstrarumhverfi sveitarfélaga og ríkis. Þá verður leitast við að sýna fram á með innlendum dæmum hvernig aðlaga megi aðferðafræðina mismunandi rekstrarumhverfi. Auk Kristínar hafa Magna Fríður Birnir, starfsþróunarstjóri Skýrr, og Arnar Þór Másson, stjórnmálafræð- ingur á fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, umsjón með námskeiðinu. Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands heldur námskeið um samhæft árangursmat Á mikið erindi til aðila í opinberum rekstri Kristín Kalmansdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.