Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingar- innar, skoraði á Davíð Oddsson for- sætisráðherra að mæta sér í kapp- ræðum um skattamál, á fundi flokksins í Salnum í Kópavogi í gær. Sagði hún bilið milli fátækra og ríkra hafa aukist stöðugt á valda- tíma núverandi ríkisstjórnar. Skatt- byrði hefði aukist á þá tekjulægstu en minnkað á þá sem mestar tekjur hafa, þvert á loforð ríkisstjórnar- flokkanna. Vel á annað hundrað manns sótti fund Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi í gærkvöld þar sem Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og Ingibjörg Sól- rún fóru fyrir þremur af efstu fram- bjóðendum flokksins í kjördæminu. Ingibjörg sagði tíma til kominn að leiða til öndvegis „lýðræðislegri, frjálslyndari, gegnsærri og umburð- arlyndari stjórnarhætti“ en nú tíðk- uðust. Sagðist hún ekki síst vilja sjá breytingar í skatta- og velferðarmál- um og rifjaði upp loforð ríkisstjórn- arflokkanna tveggja fyrir síðustu kosningar um að lækka skatta. „Efndirnar birtast í því að stærra hlutfall af landsframleiðslu okkar fer nú í skatta en raunin var fyrir rúm- um áratug. Skattbyrði á Íslandi hef- ur þyngst meira á þessum tíma en annars staðar í OECD ríkjum. Bóta- þegar, sem ekki greiddu neina skatta þegar ríkisstjórnin tók við, greiða nú milljarð í skatta á ári.“ Hún sagði persónuafslátt ekki hafa haldið í við þróun verðlags. Skatt- leysismörk væru nú 69.575 krónur á mánuði en væru ríflega 94.000 ef rík- isstjórnin hefði ekki afnumið með lögum viðmiðun persónuafsláttar við verðlagsþróun. Þó álagningarhlut- fall tekjuskatts hefði verið lækkað vægi það ekki upp á móti því hve skattleysismörkin væru lág. Skattbyrði hefði þyngst hjá öllum nema þeim sem lægstar hefðu tekj- urnar. Þannig hefði skattbyrði hjóna með 2,5 milljóna króna árstekjur þyngst um 10%. Skattbyrði hjóna með 18 milljóna árstekjur hefði aftur á móti minnkað um 8%. Sagði Ingi- björg ríkisstjórnina benda á, í þessu sambandi, að einnig yrði að horfa á kaupmáttaraukninguna. „Það blasir við að 18 milljóna króna hjónin hafa fengið talsvert meiri kaupmáttar- aukningu en hjónin sem hafa hálfa þriðju milljón í árstekjur. Hluti af kaupmáttaraukningu þeirra hefur farið í skatta, en ekki hinna,“ sagði Ingibjörg. Bilið milli ríkra og fátækra eykst Hún sagði bilið milli ríkra og fá- tækra hafa aukist stöðugt. Tekjur þeirra 10% sem lægstar hefðu tekj- urnar á Íslandi hefðu hækkað um 60% frá árinu 1995, en tekjur þeirra 5% sem mestar tekjur hafa hefðu aukist um 134%. „Munurinn á hóp- unum árið 1995 var sjöfaldur, hann er tífaldur í dag.“ Ingibjörg sagði að ríkisstjórnin hefði frá árinu 1995 skert barnabæt- ur um ríflega 8 milljarða króna. Rík- isstjórnin skýrði þetta með því að tekjur fólks hefðu aukist mikið og þannig hefði dregið úr tekjutengd- um bótagreiðslum. „En hverju lof- uðu þeir fyrir síðustu kosningar? Þeir lofuðu að draga úr tekjuteng- ingu í barnabótakerfinu, sem þeir höfðu reyndar sjálfir ákveðið að tekjutengja tveimur árum áður,“ sagði Ingibjörg. Efndirnar hefðu fal- ist í að taka upp ótekjutengdar barnabætur, 3.000 krónur á mánuði, fyrir börn upp að sjö ára aldri. Allar aðrar barnabætur væru tekjutengd- ar og byrjuðu að skerðast við 58 þús- und króna laun á mánuði hjá ein- stæðri móður og 116 þúsund króna laun hjá hjónum. „Þær byrja með öðrum orðum að skerðast við laun sem eru undir fátækramörkum,“ sagði Ingibjörg. Á þenslutíma gætu verið rök fyrir því að hækka skatta, en þá ættu yf- irvöld að gangast við þeirri ákvörð- un en ekki afneita henni. „En rík- isstjórnin er í afneitun. Við hin viljum gagnsæjar ákvarðanir og sanngjarnar leikreglur en ekki blekkingarvef. Við viljum stjórnvöld sem standa og falla með ákvörðun- um sínum en væna ekki aðra um misskilning og heimsku. Við erum ekki öll asnar, Guðjón! Stjórnarand- stæðingar, hagfræðingar, frétta- menn, eldri borgarar, verkalýðs- hreyfingin og aðrir sem hafa vogað sér að benda á hvernig skattbyrðin hefur þróast, við erum ekki öll asn- ar. Er ekki kominn tími til að for- sætisráðherra stígi niður af stalli sínum og ræði þessi mál við okkur dauðlega frambjóðendur á opinber- um vettvangi? Ég er til, hvað með hann?“ spurði Ingibjörg. Vilja uppræta fátækt í íslensku samfélagi Hún sagði Samfylkinguna vilja fara aðra leið í skatta- og velferð- armálum en ríkisstjórnin hefði farið og hefði boðað á næsta kjörtímabili. Flöt lækkun á álagningarhlutfalli tekjuskattsins myndi enn og aftur skila meiri fjármunum í vasa há- tekjufólks en lágtekju- og millitekju- fólks. „Við viljum skoða af alvöru fjölþrepa skattkerfi sem hefur þá kosti að það dregur úr skattbyrði þeirra sem hafa meðaltekjur og þar undir og það dregur úr áhrifum jað- arskatta.“ Hún sagði að einnig vildi Samfylk- ingin taka upp viðræður við samtök öryrkja og aldraðra um afkomu- tryggingu svo enginn þyrfti að una fátækt eða óvissu um kjör sín. Þá vildi Samfylking að teknar yrðu upp ótekjutengdar barnabætur með öll- um börnum upp að átján ára aldri. „Enda vita allir sem eiga börn að það er síst ódýrara að vera með ung- ling á framfæri en sjö ára krakka. Það eru önnur útgjöld en ekki minni. [...] Með þessum aðgerðum viljum við vinna að því að uppræta fátækt í íslensku samfélagi. Það er ekki sam- boðið okkar ríku íslensku þjóð að 10 þúsund einstaklingar búi við kjör sem komi í veg fyrir að þeir geti lifað í samfélaginu til jafns við aðra.“ Ingibjörg skorar á Davíð í kappræður Segir bilið milli ríkra og fátækra hafa aukist stöðugt á kjör- tímabilinu Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjörg Sólrún sagði Samfylkinguna vilja fara aðra leið í skatta- og vel- ferðarmálum en ríkisstjórnin. Samfylkingin vilji skoða af alvöru fjölþrepa skattkerfi og samhliða taka upp viðræður við aldraða og öryrkja um af- komutryggingu „svo enginn þurfi að una fátækt eða óvissu um kjör sín“. Þá verði greiddar ótekjutengdar barnabætur upp að átján ára aldri. „ÍSLENDINGAR þurfa að ákveða, þann 10. maí, hvort þeir halda áfram á þeirri öruggu framfara- braut, sem þeir hafa verið á und- anfarin ár,“ sagði Sólveig Péturs- dóttir dóms- og kirkjumálaráðherra í ræðu á fundi sem konur í Sjálf- stæðisflokknum héldu í Valhöll í gærkvöldi. Um 50 gestir voru á fundinum. Sólveig ræddi m.a. um þann árang- ur sem náðst hefur í baráttunni gegn fíkniefnum. Hún sagði að harðari refsingar við fíkniefnabrot- um skiluðu nú góðum árangri í bar- áttunni. Einnig ræddi hún þann ár- angur sem hún sagði að náðst hefði í betri löggæslu, aðgerðum til að sporna við umferðarslysum og vernd fyrir þolendur ofbeldis. Í lok- in kom hún að því hversu fram- arlega Ísland væri á mörgum svið- um á alþjóðlegan mælikvarða. Hún nefndi til að mynda að Ísland væri í 7. sæti af 174 löndum á lista SÞ yfir það hvar best var að búa árið 2001. Ásta Möller alþingismaður tók til máls og ræddi um þann árangur sem hún sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði náð í efnahagsmálum. „Það er ekki til meiri móðgun fyrir sjálfstæðismenn en að segja að við höfum hækkað skatta. Við höfum nefnilega, þvert á móti, lækkað skatta,“ sagði Ásta. Lagði hún einn- ig áherslu á að verðbólga hefði lækkað stórlega síðan 1984. Hún sagði einnig að ef vinstri flokkarnir kæmust til valda yrði óreiða í efna- hagsmálum landsins algjör. Katrín Fjeldsted og Lára Mar- grét Ragnarsdóttir ræddu m.a. um velferðarmál, menntun, menningu og umhverfismál. Guðrún Inga Ing- ólfsdóttir ræddi svo m.a. um einka- væðingu ríkisfyrirtækja, en hún benti á að ríkið hefði selt 30 fyr- irtæki frá árinu 1992. Fundaherferð sjálfstæðiskvenna Sjálfstæðiskonur eru nú á funda- herferð um landið sem hófst norðan heiða á bóndadag. „Við viljum sýna það að það eru mjög margar fram- bærilegar konur í forystusveit Sjálf- stæðisflokksins. Við teljum okkur vera með skilaboð, ekki síst fyrir konur, sem við viljum koma á fram- færi,“ sagði Sólveig. Hún bætti við að áhersla væri lögð á að kynna ár- angur ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar á þessu kjörtímabili og fjalla um þau málefni sem þeim finnst að skipti máli og eigi erindi við kjós- endur. „Við teljum að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi náð mjög góðum ár- angri í ríkisstjórn. Við teljum að framtíðin sé björt,“ sagði Sólveig. Konur í Sjálfstæðisflokknum á fundi í Valhöll í gær Ísland framarlega á alþjóðamælikvarða Morgunblaðið/Jim Smart Sjálfstæðiskonurnar Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, Ásta Möller alþingismaður og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi ræddu um árangur Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum. Össur Skarphéðinsson segir stríð án samþykkis SÞ ekki koma til greina Grimmara stríð en nokkru sinni fyrr gæti hafist ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á fundi Samfylkingarinnar í Salnum í Kópa- vogi í gærkvöld að stríð á hendur Íraks án samþykkis Sameinuðu þjóð- anna kæmi ekki til greina. Össur sagði veður í alþjóðamálum nú vá- lyndari en verið hefði um langt skeið. Margt benti til að Bandaríkin ætluðu í árásarstríð við Írak og þá virtist einu gilda hvort það væri með eða án full- tingis alþjóðasamfélagsins og Sam- einuðu þjóðanna. „Engin þjóð á eða má fara með ófriði á hendur annarri þjóð án þess að alþjóðasamfélagið standi gervallt á bak við slíka ákvörðun. Slíkt á að vera útilokað og það er alveg ljóst að slíkt setur heimsfriðinn í bráða hættu. Slíka áhættu má ekki og á ekki að taka. Stríð í Írak án Sameinuðu þjóð- anna getur kveikt í því púðri sem við vitum að er í púðurtunnunni fyrir botni Miðjarðarhafs með skelfilegum afleiðingum. Ný víðtæk styrjöld kynni í kjölfarið að bresta á og lang- vinnt stríð gæti hafist. Það er hugs- anlegt að það yrði grimmara og mannskæðara en nokkru sinni fyrr þar sem skelfilegum vopnum á borð við glasasprengjur, sýklavopn, eitur- efnavopn og jafnvel eitthvað enn verra getur verið beitt. Ég segi við ykkur á þessu kvöldi: Þessa áhættu hefur enginn þjóðarleiðtogi leyfi til að taka einn síns liðs,“ sagði Össur og uppskar mikinn fögnuð þeirra tæp- lega 200 áhorfenda sem í salnum voru. „Það er okkar skoðun í Samfylk- ingunni að vilji Sameinuðu þjóðanna eigi að ráða för og verði að ráða för. Ég segi við ykkur á þessu kvöldi: Stríð við Írak á ekki að koma til greina án þess að samþykki Samein- uðu þjóðanna liggi fyrir,“ sagði Össur. FEÐGARNIR Borgþór Kjærnested og Pétur Friðfinnur Kjærnested hafa bæst í þann hóp Íslendinga sem haldið hafa sem sjálfboðaliðar á vegum félagsins Ísland-Palestína til hinnar herteknu Palestínu. Alls hafa nú 15 manns farið frá Íslandi á tæpu ári til eftirlits- og hjálp- arstarfa í samvinnu við Sameinuðu palestínsku læknishjálparnefndina (UPMRC) og Grasrótar alþjóða- vernd fyrir Palestínu. Feðgarnir komu til Austur Jerúsalem 6. mars og héldu þaðan til Ramallah. Þar hittu þeir dr. Mustafa Barghouthi, forseta UPMRC, ásamt því að þeir fóru til höfuðstöðva Yassir Arafat, forseta Palestínu. Þeir munu dvelj- ast í hertekinni Palestínu í mán- aðartíma þar sem þeir munu taka þátt í hjálparstarfinu og flytja frá- sagnir þaðan. Tveir nýir sjálfboðaliðar eru farnir til Palestínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.