Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 17 Tækifæri hf - Strandgata 3 - 600 Akureyri - Sími 460 4700 - Fax 460 4717 - www.iv.is/taekifaeri Aðalfundur Tækifæris hf. verður haldinn miðvikudaginn 26. mars n.k. að 3. hæð Strandgötu 3, Akureyri, og hefst kl. 14. Dagskrá er skv. 4.04 grein samþykkta félagsins. Á fundinum verða m.a. lagðar fram eftirfarandi tillögur: • Tillaga um breytingar á samþykktum sem heimilar félaginu að sækja um rafræna skráningu hlutabréfa félagsins. • Tillaga um að heimild stjórnar til að auka hlutafé um kr. 400.000.000 að nafnvirði verði framlengd. • Tillaga sem gerir félaginu kleift að eignast eigin bréf verði framlengd. Endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund og samhliða því birtast í fréttakerfi Kauphallar Íslands. AÐ minnsta kosti níu manns hafa látist í lungnabólgufaraldrinum, sem nú geisar aðallega í Suðaustur- Asíu en hugsanlega eru fyrstu til- fellin komin upp í Evrópu. Hefur WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, varað við sjúkdómnum um allan heim. Vitað var um 500 sjúkdómstilfelli í gær en einkennin minna á inflú- ensu, hár hiti og þreyta, en auk þess veldur sjúkdómurinn bráðri sýkingu í öndunarfærum. Af þeim sökum er hann flokkaður sem afar skæð lungnabólga. Í viðvörunum WHO síðastliðinn laugardag sagði, að sjúkdómurinn, sem er auðkenndur með skamm- stöfuninni „Sars“, hefði komið upp í Kína, Hong Kong, Indónesíu, Singapore, Taílandi, Taívan, Víet- nam og Kanada en auk þess eru heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Slóveníu að kanna hvort sjö ferðamenn frá Suð- austur-Asíu séu haldnir honum. Vegna faraldursins er mikill við- búnaður hjá flugfélögum og í flug- höfnum og alveg sérstaklega þegar um er að ræða flugvélar, sem koma frá Asíu. Varað við skelfingu Í gær var vitað um 83 tilfelli í Hong Kong og hafði þeim fjölgað um helming frá deginum áður. Yf- irvöld fullyrtu þó, að engin ástæða væri til mikils ótta og sögðu, að ekkert benti til, að um eiginlegan faraldur væri að ræða. Í Singapore, Víetnam, Malasíu og víðar hafa ver- ið skipaðar sérstakar nefndir til að fást við sjúkdóminn og eiga þær að stjórna aðgerðum til að kveða far- aldurinn niður. Innan WHO leikur grunur á, að um sé að ræða sama sjúkdóminn og kom upp í Guangdong-héraði í Kína í síðasta mánuði en þá veiktust 305 og fimm létust. Kínversk yfirvöld vilja þó ekki staðfesta það. Lungnabólgan hugsan- lega komin til Evrópu Mikill viðbúnaður hjá flugfélögum og í flughöfnum París. AFP. Reuters Kona mátar sóttvarnargrímu í lyfjaverslun í Hanoi. Mikið hefur dregið úr ferðalögum til Víetnams vegna faraldursins og sum lyf eru uppseld. ROBIN Cook, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bretlands, sagði af sér í gær sem leiðtogi stjórnarinn- ar í neðri deild breska þingsins til að mótmæla þeirri stefnu hennar að hefja hernað í Írak án stuðn- ings öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna eða bresku þjóðarinnar. Gerði hann grein fyrir ákvörðun sinni í neðri deildinni í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði Cook, að her- styrkur Íraka væri nú helmingi minni en hann hefði verið á tímum síðasta Persaflóastríðs. Með það í huga væri undarlegt að halda því fram, að mikil hætta stafaði af stjórnvöldum í Írak, hvað þá, að hún réttlætti hernaðaraðgerðir. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Efast um að Írakar eigi gereyðingarvopn Cook sagði ennfremur, að Írak- ar réðu ekki yfir gereyðingarvopn- um í þeim skilningi, að af þeim stafaði raunveruleg hætta, það er að segja, að þeir hefðu til dæmis bolmagn til beita þeim gegn borg- um. Þá lýsti hann furðu sinni á því, að Bandaríkjastjórn virtist hafa meiri áhuga á stjórnarskiptum í landinu en raunverulegri afvopn- un. „Það, sem hefur valdið mér nokkru hugarangri á síðustu vik- um, er sá grunur, að hefðu flip- arnir á kjörseðlunum í Flórída verið túlkaðir með öðrum hætti og Al Gore náð kjöri í forsetakosning- unum, þá værum við ekki nú að búa breska hermenn út í stríð,“ sagði Cook. Cook kvaðst einnig hafa furðað sig á því, að þeir, sem hefðu barist mest fyrir hernaði í Írak, skyldu ekki hafa fagnað fréttum um vax- andi árangur af starfi vopnaeft- irlitsmanna í landinu. Því hefði raunar verið alveg öfugt farið og hann spurði hvað það væri, sem ræki á eftir stríði nú, helst í þess- ari viku. Þá sagði hann, að því færi fjarri, að Frakkar væru einir um að vilja gefa vopnaeftirlitinu meiri tíma. Þvert á móti væri það krafa flestra ríkja. Afsögn Cooks er áfall fyrir Tony Blair forsætisáðherra enda má nú kalla Cook ókrýndan leiðtoga þeirra þingmanna Verkamanna- flokksins, sem eru andvígir hern- aðaraðgerðum í Írak. Robin Cook í ræðu á breska þinginu í gærkvöld Telur litla hættu stafa af Íraksher AP Cook á breska þinginu í gærkvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.