Morgunblaðið - 18.03.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 18.03.2003, Síða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 23 Tryggðu þér síðustu sætin til Prag í mars og apríl á ótrúlegu verði. Nú getur þú kynnst þessari fegurstu borg Evrópu og tryggt þér farmiða frá aðeins 19.550 og upplifað fallegasta tíma ársins í Prag. Hér upplifir þú mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka. Í boði eru spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Síðustu sætin til Prag 31. mars frá kr. 19.550 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 Helgarferð til Prag, 3. apríl, 4 nætur. Flug, hótel og skattar. Verð á mann í tveggja manna herbergi m. morgunmat. Hotel Park, 4 stjörnur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Verð kr. 19.550 Flugsæti til Prag, út 24. eða 31. mars. Almennt verð með sköttum. M.v. heimkomu á fimmtudegi. Flug og skattar á mann miðað við að 2 ferðist saman, 2 fyrir 1. 3. apríl - Helgarferð frá 39.950 Glæsileg hótel í hjarta Prag Adria Park hótel Munið Mastercard ferðaávísunina Spennandi kynnisferðir GAMLI BÆRINN – 3 klst. Venceslas torg, Republiky torg, púðurturninn, Staromestské Námestí. Þaðan er farið í Gyðingahverfið og áfram niður á Karlsbrú þar sem ferðin endar. Verð kr. 1.900. Íslenskur fararstjóri. Kastalahverfið Laugardaga kl. 13.00. Ferðin hefst við Republiky og Venceslas torg kl. 13.00. Ekið upp að Strahov klaustri. Helgidómar og hallir, Loreta, Schwarzenberg höll, erkibiskupshöllin, Vitusarkirkja. Gullna gata og niður í Malá Strana. Verð kr. 1.900. Íslenskur fararstjóri. KARLSBAD Sunnudaga kl. 9.00. Ómissandi tækifæri til að kynnast „hinni hliðinni“ á Tékklandi, náttúru, landslagi og lífi. Ekið í um 2 klst. þar til komið er til Karlovy Vary sem er án efa einn frægasti heilsuræktarbær Evrópu. Verð kr. 2.900. Íslenskur fararstjóri. Helgarferð 3. apríl – sértilboð – aðeins 29 sæti Verð frá aðeins 2.900 M.v. 2 í herbergi á Parkhotel. Tryggðu þér síðustu sætin í vor 20. mars - 11 sæti 24. mars - laust 31. mars - síðustu sætin 3. apríl - 29 sæti 7. apríl - laust 10. apríl - 23 sæti 13. apríl - 19 sæti 17. apríl - Páskaferð SALA á lambakjöti jókst um 16,3% á síðasta ársfjórðungi. Salan í desember jókst um 20%, í janúar var aukningin 13,8% og í febrúar nam hún 16,9%. Heildarhlutdeild kindakjöts á kjötmarkaði síðastliðna 12 mánuði er 30,6%. Samkvæmt upplýsingum frá Landssam- bandi sauðfjárbænda selst eng- in kjöttegund því betur núna en lambakjöt. Sauðfjárbændur benda á að lambakjöt njóti mik- illar tryggðar hjá neytendum enda um hágæðavöru að ræða sem sloppið hefur að mestu við vandamál í framleiðslu. Sala á lambakjöti í uppsveiflu SAMTÖK breskra hnykkjara vara við meiðslum vegna sendingar SMS-skilaboða á heimasíðu sinni, www.chiropractic-uk.co.uk. Viðvar- andi ásláttur á stjórnborð farsíma vegna skilaboða er sagður með tímanum auka líkurnar á tognun og meiðslum. Hermt er að 45 milljónir SMS- boða séu sendar í Bretlandi á degi hverjum, tíu milljónir í Sviss og átta milljónir í Austurríki. Þjóð- verjar sendi 80 milljónir textaskila- boða á dag. „Farsímar verða sífellt minni og bil milli takka á stjórnborðinu minna sem því nemur. Því minni sem takkarnir eru því erfiðara er að nota þá, sem eykur líkurnar á hnjaski,“ er haft eftir Matthew Bennett, talsmanni breskra hnykkjara. Símafyrirtækið Virgin Mobile hefur brugðist við ábendingum fé- lagsins með því að kenna notend- um handaæfingar á Netinu. Æfingunum er ætlað að örva blóðrás í höndum og fingrum og eru þær jafnframt sagðar gagnast þeim sem eyða miklum tíma í tölvuleiki. Vara við SMS- meiðslum Morgunblaðið/Jóra Því minni sem takkarnir eru á símum því erfiðara er að nota þá sem eykur líkurnar á hnjaski. HAFINN er undirbúningur að framleiðslu á lífrænum ostum hér á landi. Það er starfsfólkið í Skaft- holti í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi sem er að undirbúa osta- gerðina og koma upp aðstöðu fyrir hana svo hægt sé að fara að framleiða og selja ostana. „Undanfarin tólf til þrettán ár höfum við framleitt osta hér á bænum fyrir heimilið en langar að færa út kvíarnar,“ segir Guð- finnur Jakobsson bóndi í Skaft- holti. Hann segir að um venjuleg- an heimilisost sé að ræða sem sé ekki ósvipaður hollenskum gouda- osti og osturinn í Skaftholti er al- farið búinn til úr lífrænni mjólk. Þegar hann er spurður hvort í Skaftholti hafi verið búnar til aðr- ar mjólkurafurðir segir hann að af og til hafi verið búin til kotasæla fyrir heimilisfólkið og svo strokk- að smjör og búið til skyr og jóg- úrt.. „Við munum þó til að byrja með einbeita okkur alfarið að þessari einu ostategund.“ Guðfinnur segir að í Skaftholti sé grænmeti ræktað bæði í gróð- urhúsum og úti en auk þess eru á bænum kýr, kindur og hænsni. Skaftholt er sjálfseignarstofnun og þar búa nú auk Guðfinns og hans fjölskyldu, nokkrir starfs- menn og átta þroskaheftir ein- staklingar sem starfa við bústörf- in og annað sem til fellur. Undirbúningur hafinn að framleiðslu lífrænna osta Íslenski, lífræni osturinn er sagður minna á hollenska goudaostinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.