Morgunblaðið - 18.03.2003, Side 25

Morgunblaðið - 18.03.2003, Side 25
ur að kynna mér hlutina jafnvel, og það er mjög skemmtileg vinna. Ég er auðvitað leikmyndateiknari, en þessi vinna er unnin alveg eins og leikrit er unnið í leikhúsi. Leikmyndateikn- arinn byrjar auðvitað á því að lesa leikritið, spjalla við leikstjórann og finna út úr því um hvað viðfangsefnið snýst. Sýningarhönnuðurinn tekur nákvæmlega eins á sinni vinnu. Hann þarf að þekkja viðfangsefnið: um hvað það snýst, hvert innihaldið er, hvert andrúmsloftið er og hvaða stemmning á að ríkja; hvort viðfangs- efnið er létt eða alvarlegt, hver boð- skapurinn er og skilaboðin sem koma þarf á framfæri. Þetta ræðst allt af efniviðnum, og því sem hægt er að sýna. Austur á Skógum var til hafsjór af safngripum, þannig að það var aldrei vandamál hvað ætti að sýna. Þar var verkefnið fyrst og fremst að finna út hvernig mætti skapa þeim umgjörð þannig að þeir nytu sín og hægt væri að segja sögu þeirra á lif- andi hátt.“ Leitað í krók og kima Björn nefndi að lítið hafi verið til að sýna, þegar hafist var handa við Njálusýninguna, og blaðamaður velt- ir því líka fyrir sér hvað sé hægt að sýna á Saltfisksetri – saltfisk? „Það var mjög sérstakt með Saltfisksetrið í Grindavík. Þar var stórhuga fólk sem réðst í það að láta sérhanna og sér- byggja sýningarhús á besta stað í bænum, við höfnina. Ég hafði auðvit- að í huga, að í Grindavík hefur aldrei verið til neitt safn – ekkert byggða- safn eða slíkt, þannig að þeirra munir höfðu kannski farið annað. En Grind- víkingum þótti tími til kominn að í bænum væri eins konar menningar- hús, þar sem hægt væri að halda ým- iss konar móttökur og svo segja sögu saltfisksins, því Grindavík hefur í ára- tugi verið stærst útgerðarbæjanna á Íslandi í saltfiskvinnslu. Ákvörðunin var stórhuga, en lítið var af munum. Við fórum því í mjög skemmtilegt samstarf; fengum lánaða muni hjá Þjóðminjasafninu, Byggðasafni Suð- urnesja, Árbæjarsafni og Byggða- safni Hafnarfjarðar, og fólk tók okk- ur með opnum huga, og var fúst til að lána okkur það sem til þurfti. Við leit- uðum líka að munum í bænum, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, og það var bókstaflega farið í hvern krók og kima, sem endaði með því að það tíndist til býsna gott úrval af munum. Við fengum líka lánaðan góðan gaml- an árabát með seglabúnaði og öllu saman, og svo komu saltfiskbörur, vogir, alls kyns áhöld og umbúðir og fleira. Við gátum skipt þessu upp í þætti sem snerust um veiðarnar, þá verkunina, og loks pökkun, vinnslu og sölu og dreifingu. Síðast en ekki síst eru aðferðir leikmyndahönnunar- innar notaðar til að skapa rétta and- rúmsloftið. Við erum með litlar leik- myndir, framhliðar á húsum frá ýmsum tímum, pakkhús, fiski- geymslur og þess háttar. Við erum með gínur í vinnufötum við verk sín, þannig að útkoman er mjög lifandi sýning með blöndu af ekta safn- gripum, og leikmyndum sem skapa þeim réttu umgjörðina. Þarna er líka mikið af stækkuðum ljósmyndum og kvikmyndum frá saltfiskvinnslu er varpað upp, og hljóðið er mikilvægt líka; mávagarg, sjávarhljóð og önnur umhverfishljóð. Á staðnum er auðvit- að líka lykt af saltfiski og tjöru, þann- ig að öllum meðulum sýning- artækninnar er beitt til að upplifunin verði sem mest fyrir gesti. Það var heilmikil ögrun að mæta óskum þeirra sem vildu gera þetta vel og moða úr þeim þrönga efnivið sem var til staðar í upphafi. En þetta tókst.“ Björn G. Björnsson talar um sýn- ingarnar sínar af miklum ákafa og ljóst að áhugi hans á þeim fjölbreyttu verkefnum sem hann hefur tekist á hendur er heill og óskiptur. Það er líka ljóst að margt hefur breyst á liðnum árum, og sýningar í dag allt annar hlutur en var fyrir fáeinum áratugum. Í dag er ekki nóg að hengja upp myndir og stilla munum undir gler – sýning á safni þarf aug- ljóslega að hafa miklu fleira til að bera, og það er leiðin til að laða að gesti. Leikmyndahönnuður með ódrepandi áhuga á sögu hlýtur að vera á réttri hillu í slíku starfi. begga@mbl.is LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 25 ast að spila skemmtilegustu og bestu verkin frá hverju tímabili, – þau verk sem manni þykir vænst um, og þá fór ég á stúfana og valdi þau verk sem mér þykir skemmtilegust. Þetta eru Sónata eftir Händel, salonverk eftir rómantískt tónskáld, Tékka, sem MATTHÍAS Birgir Nardeau óbó- leikari og Snorri Sigfús Birgisson pí- anóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Saln- um í kvöld kl. 20.00. Tónleikarnir eru seinni hluti einleikaraprófs Matth- íasar Birgis Nardeau frá skólanum, en hann lék einleik með Sinfóníu- hljómsveit Íslands á fyrri hluta ein- leikaraprófsins fyrir skömmu. „Þeir tónleikar gengu rosalega vel, og þetta var gífurleg reynsla fyr- ir mig, að spila með Sinfóníuhljóm- sveitinni,“ segir Matthías Birgir um fyrri hluta lokaprófsins. „Þetta var reynsla fyrir lífið, og maður sér hlut- ina svolítið í öðru samhengi eftir á. Upplifunin var svolítið öðruvísi en ég bjóst við. Það var skrýtið, því ég reyndi að undirbúa mig þannig að sem minnst kæmi á óvart. En ég fór inn í eitthvert ferli á tónleikunum sjálfum, sem er skrýtið að rifja upp eftir á. Þegar ég var nýbúinn að spila og var að ganga niður tröppurnar baksviðs skildi ég ekki alveg að þetta hefði gerst.“ Á einleikstónleikunum í kvöld leikur Matthías Birgir verk sem hann valdi í samvinnu við kennara sinn, Kristján Stephensen. „Niður- staðan varð sú að það væri mikilvæg- heitir Johann Kalliwoda, – gaman að vera með eitthvað sem færri þekkja. Svo spila ég í Óbókvartett Mozarts sem er mjög frægur. Eftir hlé frum- flyt ég verk eftir Snorra Sigfús Birg- isson móðurbróður minn, sem er líka píanistinn minn á tónleikunum, og enda svo á Sónötu eftir Henri Dutill- eux.“ Verk Snorra Sigfúsar er samið sérstaklega fyrir Matthías Birgi í til- efni af lokaprófinu og segir Matthías frábært að geta frumflutt nýtt verk á tónleikunum. Hann segir að það hafi verið mikið álag að spila með Sinfón- íuhljómsveitinni en þessir tónleikar verði meira eins og hátíð. „Maður er að kveðja kennarann sinn og um- hverfi sitt, og þetta verður vonandi svolítið eins og kvöldið mitt, meira en hinir tónleikarnir. Þó er þetta líka erfitt, af því að maður stendur einn, fólk kemur að hlusta, og maður verð- ur að sjá til þess að þetta gangi upp. Það er erfitt að koma orðum að því, – en ég held að fyrir mig verði þessir tónleikar allt öðruvísi.“ Sem fyrr segir leikur Snorri Sig- fús með Matthíasi í nokkrum verk- anna, en með honum í Óbókvartett Mozarts leika samnemendur úr Tón- listarskólanum í Reykjavík. „Þessir tónleikar verða meira eins og hátíð“ Morgunblaðið/Sverrir Matthías Birgir Nardeau óbóleikari. „ÁSTIN og afbrýðin“ var yfir- skrift á tónleikum Margrétar Bóas- dóttur og Miklósar Dalmay í Salnum á sunnudag. Skýringin fólst í viðfangsefninu. Fyrst í tólf völdum ást- arvísum úr miklum ljóðasöngvasjóði Schu- berts, en eftir hlé í sönglögum Hugos Wolf við fjögur ljóð eftir Goethe og ellefu þýzk- þýdd ljóð úr spænsku og loks Ítölsku ljóða- bókunum svokölluðu. M.ö.o. mikil og metnað- arfull dagskrá eftir tvö fremstu tónskáld greinarinnar þar sem vandað var til eftir föngum, enda allt sung- ið blaðlaust. Því miður er ekki al- veg óþarft að taka slíkt fram, enda þónokkuð um að hérlendir ljóða- söngvarar stytti sér leið með aðstoð nótnapúlts. Þó e.t.v. skiljanlegra í landi þar sem nýting tiltekinnar dag- skrár verður aldrei nema smábrot af því sem gerist í fjölmennari löndum. Þar geta hljómlistarmenn auðveld- lega treinað sér sama verkefnið svo mánuðum og misserum skiptir. Má í því sambandi kalla undrunarefni hvað íslenzkir hljómlistarmenn leggja oft mikinn undirbúning á sig fyrir örfá eða jafnvel aðeins eitt flutningstækifæri. Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona las upp viðkomandi ljóðaþýðingu Kristjáns Vals Ingólfssonar á undan hverju lagi, og var það skemmtileg tilbreyting frá venjulegum frágangi söngtexta í tónleikaskrá. Byrjað var í léttasta Schubertenda með Lachen und Weinen, Heimliches Lieben, Klärchens Lied og Seligkeit, þar sem síðasttalda tókst bezt. Liebhab- er in allen Gestalten, Das Mädchen, Vergebliche Liebe og Die Männer sind mechant komu næst, og þótti undirrituðum textatúlkunin þar frekar litarýr, m.a.s. í jafnþakklátu og „píköntu“ lagi og karlakveinstöf- um Seidls. Hæga ballaðan Blondel zu Marien hóf síðustu Schuberthrin- una og fylgdu Du liebst mich nicht, Daß sie hier gewesen og Bei Dir (Með þér – minnti í textaúrvinnslu Seidls óneitanlega á samnefndan söngtexta Jónasar Árnasonar) í kjöl- farið. Píanóleikur Dalmays var lauf- léttur við hæfi, en inn- tónunaröryggi söngv- arans mátti stöku sinnum vera meira. Einkum úr því að tölu- vert var um slétta raddbeitingu, sjálf- sagðan tjáningarþátt í ljóðasöng enda þótt ætti sízt við á efstu og kraftmestu nótum, sem fyrir vikið áttu til að skorta fyllingu og hlýju. Söngtúlkunin varð viðameiri í hinum blóð- heitu suðrænu ástar- söngvum meistara Wolfs, og var forvitni- legt að upplifa muninn á þjóðarskapgerð Spánverja og Ítala eins og þar kom fram. Afkomendur Íbera virtust mun jarðnærri og skapheitari en ítölsku stúlkurnar, sem báru aftur meira innra með sér þótt héldust þóttafyllri og kenjóttari hið ytra. Hér reyndi meira á píanist- ann en í Schubert. Stundum raunar svo mjög að sönglínan virtist auka- atriði. Samt féll hvergi skuggi á meistaralegan leik Miklósar, mótað- an ýmist af markvissum skapþunga eða munaðarfullum þokka, en ávallt tandurskýran. Meðal hápunkta hjá Margréti mætti í Goetheljóðunum nefna hið gáskafulla Philine (texta- frösunin hefði að vísu mátt vera frjálslegri í takti, nær „kabaretti“) og hið seiðandi Die Bekehrte, en inn- tónuninni skjátlaðist aftur á klímöx- um hins stormandi Hoch beglückt in deiner Liebe. Í spænsku ljóðunum var snareyg- ur telpusvipur yfir kastaníettudans- inum In dem Schatten meiner Lock- en, en áköfustu veiin og sveiin í Wehe der[…] hljómuðu frekar skræk. Kankvísi fyrstu tveggja ítölsku laganna skilaði sér hins vegar ágætlega með geisladoppóttum stuðningi Miklósar (Du denkst[…]) og Nein, junger Herr, og töluverður næmleiki var einnig yfir Wir haben beide lange Zeit geschwiegen. Radd- fyllingarskortur efra hlaut hins veg- ar að hrjá nokkuð hin krefjandi og ástríðufullu lokalög Man sagt mir[…] og Wenn du mein Liebster steigst zum Himmel auf. Suðrænar ástir TÓNLIST Salurinn Ljóðasöngvar eftir Schubert og Wolf. Margrét Bóasdóttir sópran, Miklós Dalmay píanó. Upplestur söngtexta: Tinna Gunnlaugsdóttir. Sunnudaginn 15. marz kl. 16. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Margrét Bóasdóttir Ríkarður Ö. Pálsson ÞÓRBERGSVEFURINN hefur verið uppfærður og bætt á hann nýju efni í tilefni af afmælisdegi skáldsins, sem var 12. mars. Þar eru meðal annars upp- lýsingar um málþing um Þór- berg Þórðarson sem haldið verður á Hrollaugsstöðum 29. maí næstkomandi og myndir af munum úr eigu Þórbergs. Þá eru á vefnum fjöldi greina um Þórberg og verk hans, ritaskrá og tilvitnanir í höf- undinn. Slóðin er www.thorberg- ur.is/ Þórbergs- vefurinn uppfærður ÆTLA mætti að miklar and- stæður væri að finna í kammer- tónlist frá 17. öld og þeirri sem samin var um miðja tuttugustu öldina. Á tónleikunum í Hafn- arborg sl. sunnudags- kvöld gat að heyra leikið á ýmsar gerðir af blokkflautum og einnig lútur og þótt nokkuð hafi verið gert af því að kynna þessi hljóðfæri eru þau tónleikagestum enn töluverð nýjung, að ekki sé talað um tónlistina. Tónleikarnir hófust á Tanzen und sprin- gen eftir Hassler, sem Marta Guðrún söng af þokka, og þar næst komu tvö lög, eftir ókunna höfunda, skemmtilega leikin á blokkflautur og lútu. Fontana átti næsta lag, Madonna mia, pietá, og Marta Guðrún söng síðan Blíðskapur frá mér flýði, sérkennilegt lag eftir van Eyck, og voru þessi lög frá 16. og 17. öld sérlega fallega sungin. Þrjú lög eftir ókunna höfunda voru mjög vel flutt af Camillu og Snorra Erni. Á milli atriða flutti Aðalsteinn Ingólfsson nokkrar náttúrustemmningar, eftir ýmis íslensk ljóðskáld, sem hann telur að falli vel að myndasýningu Louisu Matthíasdóttur, sem stendur yfir þessa dagana í Hafn- arborg. Síðustu lögin fyrir hlé sem Marta Guðrún söng voru fimm þjóðlagaútsetningar eftir Ben- jamin Britten. Ekki er þess getið hvort um er að ræða umritanir, en Britten raddsetti nokkur bresk þjóðlög fyrir söng með píanóund- irleik og einnig fyrir hörpu og pí- anó. Þessar fallegu útsetningar voru sérlega vel fluttar af Mörtu Guðrúnu en einnig var leikur Snorra einstaklega lifandi og fal- lega mótaður. Eftir hlé var tvíleikur á blokk- flautur og lútu í verki frá tilrauna- tímabilinu 1950 til 70, eftir þýska blokkflautuleikarann og hljóm- sveitarstjórann Hans-Martin Linde (f. 1930), en hann gaf út stuttar leiðbeiningar um skreyt- ingar á gamalli tónlist (1958) og handbók í blokk- flautuleik (1962). Þetta var skemmti- legt verk, sérstak- lega annar þátturinn, Duetto, en í þeim þriðja, Cadenze, var nokkuð lagt í lútu- leikinn, sem Snorri lék mjög vel. Síðasti kaflinn, Sernata, var með tilvitnunum í Kaspar Fürstenau (1772–1819), þýskan flautuleikara, en fjöl- skylda hans var fræg fyrir flautuleik og af- komendur hans störfuðu m.a. í Dres- den með Weber og til er frásögn af tónlistarlífinu þar í borg eftir Moritz Fürstenau (1824–89). Sequneza, mjög frægt söng- hljóðatilraunaverk (1966) eftir Luciano Berio, var listilega vel flutt af Mörtu Guðrúnu. Tveir söngvar eftir ókunn tónskáld komu næst og síðasta verkið var kantatan Er é pur dunque vero eftir Monteverdi, samin 1632. Samkvæmt tímanum er hér um að ræða einsöngsverk með „ritorn- ello“-hljóðfæraþáttum, hér leikn- um á blokkflautu, en undirleikur söngsins var framinn á lútu. Flutningurinn í heild var frá- bærlega vel útfærður og stílviss. Marta Guðrún Halldórsdóttir söng öll verkin mjög vel og af- burða vel Sequensuna eftir Berio, sem ekki er allra að leika sér að, eins og Marta Guðrún gerði með eftirminnilegum hætti. Frábær flutningur Marta Guðrún Halldórsdóttir Jón Ásgeirsson TÓNLIST Hafnarborg Flutt var gömul og nýleg tónlist fyrir blokkflautur, lútur og söngrödd. Flytj- endur voru Marta Guðrún Halldórs- dóttir, Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason. Sunnudaginn 16. mars. KAMMERTÓNLEIKAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.