Morgunblaðið - 18.03.2003, Side 44

Morgunblaðið - 18.03.2003, Side 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Sigfússon, fyrrverandi leikmaður KA-liðsins í handknatt- leik, skoraði 6 mörk og lék einn sinn besta leik fyrir Friesenheim þegar liðið sigraði Melsungen, 21:20, í suðurriðli þýsku 2. deild- arinnar í handknattleik um helgina. „Þetta var geysilega mikilvægur sigur og við höldum þar með enn í smávon um að ná öðru sætinu í riðl- inum. Halldór var virkilega góður og var kannski heilt yfir okkar besti maður í leiknum,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Friesenheim, í samtali við Morgunblaðið. Friesenheim er í þriðja sæti rið- ilsins með 33 stig, tíu stigum á eftir Düsseldorf og 14 á eftir toppliði Kronau/Östringen, en lærisveinar Atla eiga þrjá leiki til góða. „Við eigum eftir að mæta Düssel- dorf á heimavelli og Düsseldorf á einnig eftir að leika við Kronau, en það er ekki öll von úti enn um að ná öðru sætinu. Við eigum tíu leiki eft- ir og megum varla við því að missa mörg stig út úr þeim leikjum til að eiga möguleika á öðru sætinu,“ sagði Atli. Liðin sem verða í öðru sæti í suður- og norðurriðli eigast við í tveimur leikjum og sigurveg- arinn í þeim leikjum mætir liðinu sem hafnar í þriðja neðsta sæti Bundesligunnar um laust sæti í deildinni. Atli og Halldór eru samnings- bundnir Frisenheim til júní á næsta ári. Besti leikur Halldórs með Friesenheim Halldór Sigfússon lék vel og setti sex mörk. ALLY McCoist, fyrrverandi landsliðsmiðherji Skota í knattspyrnu, hefur hvatt Berti Vogts, landsliðsþjálf- ara Skota, til að velja Datten Fletcher, hinn 19 ára gamla miðjumann Manchester United, í landsliðshóp- inn sem mætir Íslendingum á Hampden Park í Glas- gow um aðra helgi. Vogts tilkynnir landsliðshóp sinn á morgun. Flecther er nýjasta ungstirnið hjá United en hann fékk að spreyta sig í fyrsta skipti í byrjunarliði liðsins í 1:1 jafnteflinu á móti Basel í Meistaradeildinni í síð- ustu viku. Fletcher er af mörgum kallaður „litli Beck- ham“ og bindur Alex Ferguson, stjóri Manchester United, miklar vonir við leikmanninn í framtíðinni. McCoist segir engan skaða fyrir Vogts að velja Fletcher og hann eigi ekki að hika við að kalla strák- inn inn í hópinn. Vill sjá Fletcher gegn Íslendingum  STEVE Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, segir að leikmenn Aston Villa hafi gert í því að espa Frakkann Christoph Dugarry upp í grannaslag liðanna á dögunum. Dug- arry á yfir höfði sér leikbann vegna atviks sem átti sér stað í leiknum en Frakkinn hrækti að Jóhannesi Karli Guðjónssyni.  BRUCE segir að Jóhannes Karl hafi láti ýmis orð falla í garð Dug- arrys sem og fleiri leikmenn Aston Villa gerðu í leiknum. Með því hafi þeir verið að æsa leikmanninn upp. Hann segir að Dugarry hafi misst stjórn á sér og hrækt en það hafi ekki verið með ráðum gert að beina hrákanum að leikmanninum.  NOEL Whelan framherji Middles- brough valdi frekar að fara sem lánsmaður til Crystal Palace heldur en Stoke en Íslendingaliðið gerði til- raun til að fá leikmanninn að láni. Whelan, sem fá tækifæri hefur feng- ið hjá Middlesbrough á leiktíðinni, verður hjá Palace til loka leiktíðar.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, hefur ákveðið að Senegalinn El-Hadji Diouf spili ekki síðari leik Liverpool og Celtic í 8-liða úrslitum UEFA-keppninnar á An- field á fimmtudaginn. Diouf varð á í messunni í fyrri leik liðanna í Glas- gow í síðustu viku þegar hann hrækti á stuðningsmenn Celtic. Aga- nefnd UEFA á eftir að taka málið fyrir og verður hann væntanlega úr- skurðaður í leikbann.  HOULLIER var mjög óhress með framkomu Senegalans og svipti hann tveggja vikna launum.  ALEX Ferguson ætlar að tefla fram hálfgerðu drengjaliði þegar Manchester United mætir Deport- ivo La Coruna í Meistaradeildinni í kvöld. Sjö af þeim leikmönnum sem léku á móti Aston Villa um helgina verða ekki með en það eru Barthez, Gary Neville, Beckham, Nistelrooy, Ferdinand, Scholes og Silvestre. Að auki eru Roy Keane og Juan Sebast- ian Veron meiddir. United hefur þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslit- um og vonir Deportivo um að kom- ast áfram eru nær engar.  JOHN Gregory, hinn skapstóri knattspyrnustjóri Derby, hefur ver- ið dæmdur í fimm leikja bann og til að greiða rúmlega millj. kr. í sekt fyrir að ráðast að varadómara í leik Derby og Portsmouth 8. febrúar. Gregory getur ekki stjórnað liði sínu í fimm leikjum – verður að vera á meðal áhorfenda.  MASSIMO Moratti, forseti Inter, ítrekaði það í gær stuðning sinn við argentínska þjálfarann Hector Cup- er, sem hefur mátt þola ádeilur í vet- ur. Inter fagnaði sigri á Como á sunnudaginn, 4:0, og er í öðru sæti 1. deildar á Ítalíu. FÓLK Forráðamenn Chelsea eru hinsvegar reiðubúnir að gera nýjan samning við Zola og eiga þá von heitasta að Chelsea nái Meistara- deildarsætinu en fjögur efstu liðin í úrvalsdeildinni vinna sér sæti í Meistaradeildinni og þegar átta umferðum er ólokið er Chelsea í fjórða sætinu og í harðri baráttu við Everton og Liverpool um það sæti. Zola, sem verður 37 ára gamall á þessu ári, sýndi enn og aftur snilli sína þegar hann tryggði Chelsea sigurinn á WBA í fyrradag. Zola skoraði síðara mark þeirra blá- klæddu með frábærum hætti – 14. mark hans á leiktíðinni. Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, hrósaði Zola í hástert eftir leikinn. „Zola er hreinn snillingur í mínum augum. Hann er töframaður með knöttinn og ég held hreinlega að þetta sé hans besta tímabil,“ sagði Ranieri, sem breytti hefðbundinni leikaðferð síns liðs. Í stað þess að tefla fram 4:4:2 lék Chelsea-liðið 3:5:2 með Eið Smára Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink í fremstu víglínu og í holunni fyrir aftan þá var Zola í frjálsu hlutverki. „Ég vil bara ekki hugsa um fram- tíðina á þessari stundu. Það eina sem kemst í kollinn á mér hvað knattspyrnuna varðar er að reyna að spila eins vel og ég get og síðan verðum við bara að sjá til með framhaldið. Það sem skiptir mestu í lífinu er að hafa gaman af því sem þú gerir og það hef ég svo sann- arlega. Ég vil ekki hugsa um annað þessa stundina en að spila góðan fótbolta, skora mörk og safna stig- um fyrir Chelsea,“ segir Zola sem tókst að gera alla þessa hluti í leiknum við WBA. Reuters Ítalski leikmaðurinn Gianfranco Zola og Eiður Smári Guðjohn- sen fagna marki í leik gegn Manchester City á dögunum. GIANFRANCO Zola, litli töframaðurinn í liði Chelsea, segir við enska fjölmiðla að svo geti farið að hann endurskoði ákvörðun sína að leggja knattspyrnuskóna á hilluna takist liðinu að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Samningur Zola við Lundúnaliðið rennur út í sumar og allt fram að þessu hefur Ítalinn sagt að þar með væru dagar hans á knattspyrnu- vellinum taldir. Zola íhugar að halda áfram Ummæli Shearers vöktu gríðarlega athygli íknattspyrnuheiminum en í gær sló framherj- inn skæði á allan vafa í þessu sambandi. Shearer sendi frá sér fréttatilkynningu og greindi þar frá að dagar hans með enska landsliðinu væru taldir. „Eftir að hafa íhugað málið vel og vandlega og þá aðallega með eiginkonu minni, fjölskyldu og nánum vinum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég óska ekki eftir því að verða valinn í enska landsliðið. Ég þakka þeim fjölmörgum sem hafa farið lofsamlegum orðum um mig og ég vill óska landsliðinu góðs gengis í komandi verkefnum,“ sagði meðal annars í fréttatilkynningunni sem Shearer sendi frá sér. Shearer hætti með landsliðinu eftir Evrópu- keppnina árið 2000 og vildi eftir það einbeita sér að því að spila með Newcastle. Það hefur hann gert með frábærum árangri og er enn einn hættuleg- asti framherji ensku úrvalsdeildarinnar. Shearer, sem er 32 ára gamall, hefur skoraði 24 mörk á leik- tíðinni en í þeim 63 leikjum sem hann klæddist ensku landsliðstreyjunni skoraði hann 30 mörk. Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Eng- lendinga, hefur ekki farið dult með áhuga sinn á að fá Shearer í lið sitt og fylgdist með honum skora bæði mörkin gegn Inter í meistaradeild Evrópu í síðustu viku. „Ég ber mikla virðingu fyrir Shearer sem er frábær knattspyrnumaður. Ef hann mun einhvern tíma gefa kost á sér á ný, mun ég skoða þann möguleika gaumgæfilega,“ sagði Eriksson við Sunday Times fyrir skömmu. Alan Shearer snýr ekki til baka ALAN Shearer, fyrirliði Newcastle, sagði eftir að hafa skorað gegn Charlton í úrvals- deildinni á laugardaginn við blaðið Observ- er: „Ég færi ekki rétt með ef ég segði að ég saknaði ekki þess að leika fyrir Englands hönd. Mér finnst að ég gæti enn staðið mig vel í ensku landsliðstreyjunni, er reyndar handviss um það,“ sagði Shearer. Reuters Alan Shearer, fyrirliði Newcastle og fyrrverandi fyrirliði Englands, hefur fagnað mörgum sigrum og mörkum með Newcastle að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.