Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 47 MEIÐSL þau sem Arnar Grétars- son varð fyrir í leik með Lokeren sl. laugardag eru ekki alvarlegri en svo að hann gat tekið þátt í æf- ingu með liðinu í gær. Hann varð að fara af leikvelli á 47. mínútu viðureignar Lokeren og Gent í belgísku 1. deildinni eftir að hafa skorað tvö mörk. Arnar ætti þess vegna að vera klár í slaginn þeg- ar íslenska landsliðið kemur sam- an í næstu viku vegna landsleiks- ins við Skota sem fram fer á Hampden Park um aðra helgi en Arnar var á ný kallaður inn í landsliðið, eftir nokkurt hlé, þeg- ar það var valið undir lok síðustu viku. Arnar á ról á nýjan leik  GUNNAR Berg Viktorsson skor- aði eitt mark fyrir Paris þegar liðið vann Ivry, 26:25, á útivelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær- kvöldi. Paris er fjórða sæti í deild- inni, 10 stigum á eftir Montpellier sem trónir á toppnum.  ARNAR Grétarsson var valinn í lið vikunnar í belgíska dagblaðinu Het Nieuwsblad eftir leiki síðustu helgar og var útnefndur maður leiks- ins í sigri Lokeren á Gent, 5:1, sl. laugardag.  ARNAR skoraði tvö mörk í leikn- um en lék aðeins í 47. mínútur vegna smávægilegra meiðsla. Hann fékk 4 í einkunn hjá dagblaðinu, Rúnar Kristinsson fékk 3, en Arnar Þór Viðarsson og Marel Baldvinsson 2. Het Laatste Nieuws fer mjög lof- samlegum orðum um frammistöðu Arnars í leiknum og segir hann hafa verið hjartað í leik Lokeren að þessu sinni.  VALERI Karpin gefur ekki kost á sér í rússneska landsliðið í knatt- spyrnu sem mætir Albaníu síðar í þessum mánuði í undankeppni EM. Karpin hefur leikið einkar vel með Real Sociedad í vetur. Hann segist alls ekki eiga von á að hann leiki oft- ar með rússneska landsliðinu. Karp- in er 34 ára gamall.  SVEN-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga í knattspyrnu, segir ekkert hæft í þeim yfirlýsing- um Sir Alex Fergusons, knatt- spyrnustjóra Manchester United, á dögunum að hann hafi verið búinn að handsala samning þess efnis að taka við Manchester-liðinu í fyrrasumar, en þá stóð til að Ferguson hætti. „Ég hef aldrei átt í samningaviðræðum við félagslið á þeim tíma sem ég hef stýrt enska landsliðinu,“ sagði Er- iksson í gær. Orð Erikssons styðja yfirlýsingar forráðamanna Man- chester United um sama efni.  SVETLANA Feofanova, stangar- stökkvari frá Rússlandi, fékk jafn- virði nærri 4 millj. króna frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu, IAAF, fyr- ir að setja heimsmet á heimsmeist- aramótinu í frjálsíþróttum í Birm- ingham síðasta sunnudag. IAAF hefur á nokkrum undanförnum heimsmeistaramótum greitt fyrir heimsmet sem sett eru á mótunum en met Feofanovu í stangarstökki kvenna, 4,80 metrar, var hið eina sem sett var að þessu sinni.  SERGEI Bubka, heimsmethafi í stangarstökki karla, afhenti Feof- anovu gullverðlaunin í Birmingham og um leið ávísun upp á 50.000 Bandaríkjadali.  BANDARÍKJAMENN unnu flest verðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum, alls 17, þar af voru tíu gullverðlaun. Rússar komu næstir með 12 verðlaunapeninga. Frændur vorir Svíar, unnu fern verðlaun, öll úr gulli. FÓLK „VIÐ lögðum okkur fram í þessum leik eins og í öllum þessum þrem- ur leikjum svo að fyrrverandi fall- kandídatar gerðu deildarmeist- urunum virkilega erfitt fyrir,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari og leikmaður Hamars eftir leikinn í Grindavík í gærkvöldi. „Ef við lít- um í heild á þessa þrjá leiki má sjá að Grindvíkingar þurftu virkilega að hafa fyrir sigrinum og voru ef- laust á einhverjum tímapunkti orðnir hræddir. Meira getur lið sem var lengi við fall varla gert. Við ætluðum að stöðva þá í vörn- inni en taka okkar tíma í sóknina og velja góð skotfæri, okkar áætl- anir voru ekki flóknari en það. Helsta vopn Grindvíkinga var því að halda uppi hraða gegn liði sem reynir að hægja á leiknum og þeim tókst að stjórna hraðanum góðan hluta af leiknum. Á meðan hraðinn er svona mikill erum við frekar líklegir til að tapa. Þegar þeir ná síðan góðu forskoti kemur í okkar hlut að elta og það hleypir upp hraðanum, sem hentar þeim mun betur og þeir kunna til hlít- ar,“ bætti Pétur við. Hann var ánægður með lokasprett sinna manna á mótinu en ekki í heildina. „Við fórum í þessa keppni án þess að eiga innstæðu fyrir henni og það var því engin pressa á okkur. Ég get verið sáttur við síðasta hlutann í mótinu og alveg fyrst en í heildina var veturinn frekar köfl- óttur. Við fórum svo sem í fjög- urra liða úrslit í bikar og velgdum deildarmeisturunum verulega undir uggum í úrslitakeppninni svo að þegar farið verður að skoða úrslit eftir tíu ár – ef einhver gerir það – þá man enginn eftir vetr- inum í heild. Við hljótum að hafa lært eitthvað í vetur. Hamar hefur verið fjögur ár í úrvalsdeildinni og jafnmörg ár í úrslitakeppninni en núna er eflaust ákveðið skref að vinna aftur leik í úrslitakeppninni á móti erfiðum mótherja. Næsta skref hlýtur að vera að komast í næstu umferð.“ Það var vel mætt í Röstina í gær-kveldi og Hvergerðingar sem heimamenn létu vel í sér heyra. Það mátti þó öllum ljóst vera sem voru á leiknum að heima- menn ætluðu að vinna þennan leik og voru gríðarlega einbeittir í öllum sín- um aðgerðum frá fyrstu sekúndu. Eftir fjórar mínútur var staðan orðin 18:7 og heimamenn líklegir til að kaf- færa gestina. Gestirnir náðu þó að vinna sig inn í leikinn en voru press- aðir hátt á vellinum frá fyrstu mín- útu og lengstum í leiknum. Þá vakti það athygli að við hverja körfu Grindvíkinga voru mikil fagnaðar- læti á bekk heimamanna sem spiluðu þennan leik út í gegn af mikilli ein- beitingu til síðustu mínútu. Fjörug- um fyrsta leikhluta lauk þannig að heimamenn voru með forustu 31:20. Svipaður munur var allan annan leikhluta og Hamarsmenn áttu ekki í teljandi vandræðum með að halda í við heimamenn þannig að þeir misstu þá ekki langt frá sér. Í hálf- leik var staðan 55:43 og svipuð staða og í síðasta leik þegar þessi tvö lið mættust í Röstinni á fimmtudags- kvöld. Nú voru það heimamenn sem bættu í og sigu enn meira fram úr en í síðasta leik syðra þegar gestirnir náðu að jafna í þriðja leikhluta. Áður en varði var staðan orðin 70:50 og ljóst að heimamenn voru að vinna leikinn. Hamarsmenn neituðu að gefast upp og héldu áfram að berj- ast, enda dyggilega studdir af áhorf- endum sínum sem fylgdu þeim, en máttu þola það að missa tvo leik- menn útaf með fimm villur fyrir miðjan síðasta leikhluta. Smátt og smátt var ljóst hvernig leikurinn myndi enda því heimamenn spiluðu leikinn til enda af krafti og einbeit- ingu sem aldrei fyrr og lönduðu öruggum sigri, 97:73. Bestur í liði gestanna var Marvin Valdimarsson en aðrir náðu ekki að skara framúr. Hjá heimamönnum var liðsheildin sterk og nú stigu menn fram í Grindavíkurliðinu en liðsheildin var gríðarlega sterk. Helgi Jónas Guðfinnsson, Páll Axel Vilbergsson og Guðmundur Braga- son áttu allir mjög góðan leik í ann- ars jafngóðu liði heimamanna. Dar- rel Lewis var á rólegu nótunum þetta kvöldið og gerði 11 af sínum nítján stigum í síðasta leikhlutanum en spilaði félaga sína oft vel uppi. Morgunblaðið/Golli Darrel Lewis fagnar sigri Grindvíkinga á Hamri með ungum stuðningsmanni eftir leikinn í gærkvöldi. Grindvíkingar tóku strax völdin ÞRIÐJI leikur Hamars og Grindvíkinga í átta liða úrslitum úrvals- deildar karla í körfuknattleik í Grindavík í gærkvöldi varð aldrei að neinum spennuleik. Heimamenn náðu snemma forustu og sigruðu sannfærandi 97:73, eftir að hafa verið 12 stigum yfir í hálfleik, 55:43. Grindvíkingar eru þar með komnir í undanúrslitin ásamt Njarðvík en í kvöld fæst úr því skorið hvaða tvö lið til viðbótar leika í undanúrslitum, þá mætast Keflavík og ÍR annars vegar og Haukar og Tindastóll hins vegar í oddaleikjum í Keflavík og í Hafnarfirði. Garðar Páll Vignisson skrifar Velgdu þeim undir uggum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.