Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10. Skemmtilegasta rómantíska gamanmyndin síðan Pretty Woman! Rómantík, grín og góð tónlist í frábærri mynd! Sýnd kl. 5.45Sýnd kl. 10. B. i. 16Sýnd kl. 7. B.i. 16.  HJ MBL Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Sýnd kl. 4. B.i.12 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20. B.i. 16Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. kl. 8 og 10.20 Einnig sýnd í LÚXUSSAL kl. 4. B. i. 12. Skemmtilegasta rómantíska gamanmyndin síðan Pretty Woman! Rómantík, grín og góð tónlist í frábærri mynd!  HJ MBL ARTIMUS Pyle er sjálfsþurft- arrokksveit frá San Francisco skipuð þremur strákum sem eiga ekki bót fyrir brók. Hins vegar lifa þeir fyrir tónlistina, eitthvað sem rekur þá í ferðalög um heimsins höf til að breiða út fagnaðarerind- ið. Hingaðkomnir léku þeir á tvennum tónleikum og segir hér frá þeim fyrri. Þetta var ekki kvöld Snafu. Sig- urður söngvari raddlaus og hljóm- ur til vansa. Sigurður gaf sig þó allan og fær hann algjöra „virð- ingu“ fyrir það. En settið fór svona fyrir ofan garð og neðan, að- allega vegna hljóms. Inn á milli mátti glitta í fullt af hugmyndum; Snafu eru að pæla og tveir hlutir eru þeirra: flókið taktskipt rokk, á stundum sinfónískt – alltént hvað lengd varðar og „grúvið“ er oft fantagott. En illu heilli heyrðist þetta báglega þetta kvöldið. Geng- ur betur næst. I Adapt er mesta stemningssveit Harðkjarnans. Og þótt ótrúlegt megi virðast sú eina sinnar teg- undar hér á landi. Sveitin spilar sí- gilt, melódískt harðkjarnarokk af gamla skólanum og tónleikar þeirra koma róti á skanka fólks og hugsanir. Það geislar ávallt af söngvaranum Birki sem, eins og bandið allt reyndar, leggur sig ávallt 110% fram. Fólk syngur með í viðlögum og slík var stemn- ingin að sveitin átti hreinlega erf- itt með að hætta. Nýr trommuleik- ari, Elli (sem leikur og með mulningsrokkurunum í Molesting Mr. Bob) barði sig þá inn með glans. Fín frammistaða hjá I Adapt. Vá. Artimus Pyle stóðu sann- arlega undir væntingum sem há- vær – og hreinlega brjáluð – rokk- hljómsveit. Rokk með risastóru R-i, risastóru O-i, risastóru K-I, já og öðru, risastóru K-I. Ég hafði forðast það vísvitandi að nálgast tóndæmi með sveitinni fyrir tón- leikana í þeirri von að hárin myndu rísa af furðu við fyrsta tón. Svo varð og raunin því Artimus umbreyttust í tónlistarleg drápstól strax í fyrsta lagi. Algjör sprengja. Skemmtilegt líka hversu erfitt er að negla bandið niður stíllega, en nálgun þess við hart rokk er um margt fersk og nýstárleg. Farið var úr hefðbundnu mulningsrokki („grindcore“) yfir í Black Sabbath- legt sorarokk („sludge“) og svo aftur í „einn, tveir, þrír“ harð- kjarnastuð. Hljómurinn var rosa- legur, bandið þétt og rokksködd- unin væn og góð. Allt í allt fínasta eyrnabomba. Tónlist Bomba í Breið- holtinu Hljómleikar Undirheimar FB Artimus Pyle og fleiri Tónleikar bandarísku rokksveitarinnar Artimus Pyle. Einnig léku I Adapt og Snafu. Föstudagurinn 14. mars, 2003. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Árni Sæberg Rokk var það heillin! Artimus Pyle lét verkin tala. SÝNING Diddu Leaman og Ingu Þóreyjar Jó- hannsdóttur var opnuð í Gallerí Skugga við Hverfisgötu um helgina. Þar mátti sjá nýja sýn á borgarkort af London og dýnur í óhefð- bundnu formi. „Í verkum sínum fjalla þær um samband hugtakanna yfirborð og umhverfi. Rúmdýnur/ týpógrafía og borgarskipulag eru hluti inn- setningar listamannanna sem vísar til hins lík- amlega og andlega; hugrenningatengsla sem kvikna við sjónræna upplifun og samspil texta og mynda,“ segir í tilkynningu. Niðri mátti síðan hlusta á upptöku úr neð- anjarðarlest í London, loka augunum og fara í ferðalag milli Kings Cross og Knights Bridge. Opnun í Galleríi Skugga Listakonurnar Didda Leaman og Inga Þórey Jóhannsdóttir opnuðu sýningu í Galleríi Skugga um helgina. Ferðast í neðanjarðarlest Sýning Diddu og Ingu Þóreyjar stendur til 30. mars. Gallerí Skuggi er opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MARGT var um manninn á sýningu fagfólks í hárgreiðslu og förðun, Tískunni 2003, sem haldin var á Broadway á dögunum. Keppt var í eftirtöldum flokkum: Frístælkeppni, tískulínukeppni, litakeppni, fantasíuförðun, leik- húsförðun, ljósmyndaförðun, tísku- og samkvæmisförðun, dagförðun, ásetningu gervinagla, fant- asíunöglum, kvöld- og samkvæm- isklæðnaði, tískuráðgjöf, tísku- skartgripum og frjálsum stíl. Slagorð keppninnar var að þessu sinni: „Sýnum samúð og sanngirni í mannlegum samskiptum og þjóða á milli.“ Tískan 2003 á Broadway Keppt í förðun og hárgreiðslu Keppt var í ýmsum flokk- um förðunar, m.a. fant- asíu- og leikhúsförðun. Meðal annars var keppt í ásetningu gervinagla og fantasíunöglum. Holdgervingur frelsisstyttunnar á Íslandi? Morgunblaðið/Gollialltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.