Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 1
STOFNAB 1913 I 77. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 PRENTSMIÐJAÁRVAKURSHF. I mbl.is íraksdeilan: Mikil hætta sogð á að írakar beiti efnavopnum # rrÞeir munusprengja allt í t æ t l u r " ^ J-.i_^^iáaU|;-'*- -ji~-"- '"" "̂ *W ■*■•_,-*-* **:-íí'?i«- -z. _!_•*__ __!___ Stríð hafið í Irak George Bush ávarpaði þjóðina kl. 3.15 í nótt Ráðist á skotmörk í Bagdad með stýriflaugum GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá því klukkan 3.15 að íslenskum tíma í nótt að aðgerðir bandamanna væru hafnar í írak. „Á þessari stundu hófu sveitir Bandaríkjanna og bandamanna okkar hernaðaraðgerðir til að afvopna Irak, frelsa íbúa þess og verja heiminn fyrir alvarlegri hættu. Að minni skipan hafa sveitir bandamanna hafið árásir á valin skotmörk sem eru hernaðarlega mikilvæg, til að draga úr getu Saddams Husseins til að heyja stríð," sagði Bush. Hálftíma áður hafði talsmaður forset- ans, Ari Fleischer, greint frá því að Bush myndi ávarpa þjóðina með orðunum: „ Af- vopnun íraks er hafin." Þar með varð h'óst að stríð er hafið í Irak. Um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma í nótt tóku loftvarnarflautur að hbóma í Bagdad, höfuðborg íraks. Hleypt var af loftvarnarbyssum upp í loftið. Fréttamenn á staðnum sögðust ekki greina hvort þotur væru yfir borginni eða eldflaugum skotið að henni. Skömmu síðar skýrði talsmaður forset- ans frá því að aðgerðir væru hafnar. Ekki var ljóst hvert umfang aðgerðanna var þegar seinni prentun Morgunblaðsins hófst í nótt en CNN-sjónvarpsstöðin hafði eftir heimildum innan bandaríska herafl- ans að stýriflaugum hefði verið skotið á Bagdad og beint að leiðtogum ríkisins. Fyrr i gærkvöldi var frá því greint að Ibúar Bagdad UM þrjú hundruð þúsund banda- rísMr og breskir hermenn biðu í nótt gráir fyrir járnum við landa- mæri íraks, reiðubúnir að láta til skarar skríða. „Ég tel að andstæð- ingur okkar hafi enga hugmynd um hvað bíður hans," sagði Gary Crow- der, yfirherfræðingur bandaríska flughersins, seint í gær. Heitir að yfirgefa ekki land sitt Fresturinn sem Bandaríkjafor- seti hafði gefið Saddam Hussein íraksforseta og sonum hans til að hverfa í útlegð rann út klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Engin merki voru þá um að forseti íraks hefði farið að kröfu Bush. Saddam hefur heitið því að hann muni ekki yfirgefa land sitt og Tariq Aziz, að- stoðarforsætisráðherra íraks, sagði á fréttamannafundi að ekki kæmi til greina að verða við kröfum Bush. „Við erum reiðubúin til að berjast, tilbúin til að takast á við árásarað- ilann og erum fullviss um sigur," sagði hann. Aziz hafði boðað blaða- mannafundinn til að bera til baka orðróm, sem fór á sveim í gær, um að hann hefði flúið land. Margir írakar flúðu Bagdad í gær, af ótta við yfirvofandi sprengjuárásir á borgina. Aðrir voru í óða önn að birgja sig upp af nauðsynjavörum og hugðust koma sér fyrir á öruggum stað áður en hernaðaraðgerðir bandamanna hæfust. Þegar skyggja tók minnti Bagdad helst á draugaborg, að sögn fréttamanna Associated Press, því hvarvetna höfðu menn lokað öllum gluggahlerum, viðbúnir hinu versta. Víða gat að líta vopnaða liðs- menn öryggissveita stjórnvalda og báru sumir Kalashnikov-riffia en aðrir báru sprengjuvörpur og enn aðrir hríðskotabyssur. Sigur eina niðurstaðan „I þessum aðgerðum verða engin vettlingatök," sagði George Bush Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina f beinni útsendingu úr Hvfta húsinu klukkan 3.15 í nótt. „Eina niðurstaðan er sigur." Á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC var greint frá því að heyrst hefði í loftvarnarbyssum í Bagdad og sprengjugnýr heyrst í útjaðri borg- arinnar í dögun. Myndin er tekin af útsendingu CNN. Hlerað í höfuðstöðvum ESB Brussel. AFP. ÖRYGGISÞJÓNUSTUMENN í höfuðstöðvum Evrópusambandsins greindu frá því í gær, að ólöglegur símahlerunarbúnaður hefði fundizt í herbergjum nokkurra sendinefnda í aðalbyggingu ráðherraráðs sam- bandsins í Brussel, þ.á m. Frakk- lands og Þýzkalands. Sérboðaður leiðtogafundur ESB fer fram í byggingunni í dag og á morgun, þar sem íraksmálið verður efst á baugi. í franska blaðinu Le Figaro var fullyrt að Bandaríkjamenn stæðu að baki þessum hlerunartilraunum, en háttsettir embættismenn í Brussel sögðu ekkert hafa komið fram sem gæfi ástæðu til að fullyrða neitt um það. „Ég neita því að við höfum fundið út úr því hver sé ábyrgur fyrir þessu, hvort það voru Bandaríkja- menn, Rússar, Kínverjar, eða ein- hverjir aðrir. Við höfum sett rann- sókn í gang," hafði AFP eftir ónafngreindum embættismanni ráðherraráðsins. „Rannsóknin stendur enn yfir en svo virðist sem býsna fagmannlega hafi verið að verki staðið," sagði hann. Talsmaður brezku sendinefndar- innar hjá ráðherraráðinu greindi frá því að hlerunarbúnaðurinn hefði einnig beinzt að símum hennar. Staðfesti hann að búnaðurinn sem fannst hefði beinzt að símum alls um „hálfrar tylftar" sendinefnda. Áður höfðu embættismenn staðfest að símar frönsku og þýzku sendi- nefndanna hefðu verið hleraðir. breskar og bandarískar flugvélar hefðu gert loftárásir á nokkrar stöðv- ar Iraka í suður- og vesturhluta lands- ins. Ráðist hefði verið á stórskotalið, loftvarnarstöðvar og eldflaugakerfi. Þessi vopnakerfi voru sögð dgna inn- rásarliði bandamanna sem bíður handan landamæranna í Kúveit. Bush sagði 35 ríki hafa veitt „afger- andi stuðning" t.d. með því að leyfa af- not af herflugvöllum og flotahöfnum. Frakkar æfírút í Breta Osáttir við ummæli sem fellu í umræðum á breska þinginu París. AFP. FRAKKAR fóru í gær hörðum orðum um ráðamenn í Bretlandi, sem undanfarna daga hafa gagnrýnt afstöðu franskra stjórnvalda í Iraksmál- inu harkalega. Sögðust ráðamenn í París vera „leiðir og í miklu upp- námi" vegna ummæla ráðherra i bresku rikis- stjórninni, en Bretar kenna Frökkum um að ekki náðist samstaða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um nýja álykt- un í málinu. Dominique de Villep- in, utanríkisráðherra Frakklands, hringdi í starfsbróður sinn, Jack Straw, í gær til að lýsa óánægju með ummæli í umræðum í breska þinginu í fyrradag. Sagði Tony Blair forsætisráðherra þar að honum hefði þótt „sorglegt" að fylgjast með Jacques Chirac Frakklandsforseta hóta að beita neitunar- valdi í öryggisráðinu hvað sem tautaði og raulaði. Sagði Blair að hörð afstaða Frakka hefði lamað SÞ og gert það að verkum að diplómatískar lausnir á málinu reyndust ekki mögulegar. Virtist Blair gefa í skyn að hefðu Frakkar ekki hagað sér með þessum hætti hefði mátt komast hjá stríði. Chirac og Blair hittast í dag Franskir embættismenn sögðu ummæli Blairs og annarra ráðherra, sem tóku til máls í breska þinginu, ekki ýkja vinsamleg um vinaþjóð og samstarfsríki á vettvangi Evrópumála. Er lfklegt að þessi deila Frakka og Breta muni setja svip á fund Chi- racs og Blairs í dag, en þeir hittast þá á leið- togafundi Evrópusambandsins í Brussel. Ðominique de Villepin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.