Morgunblaðið - 20.03.2003, Síða 3

Morgunblaðið - 20.03.2003, Síða 3
SAMFYLKINGIN og Vinstri- hreyfingin – grænt framboð hafa óskað eftir því að sérstakur fundur verði haldinn án tafar í utanríkis- málanefnd Alþingis vegna stuðn- ings Íslendinga við fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak og segja að þingsköp hafi verið brotin þar sem nefndin hafi ekki verið kölluð saman. Slíkt eigi að gera þegar um meiriháttar utanríkismál er að ræða. Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður utanríkismálanefndar, seg- ir að fundur verði væntanlega haldinn í nefndinni í þessari viku. Hún segir að engin stefnubreyting hafi orðið í utanríkismálastefnu ríkisstjórnarinnar og því sé af og frá að þingsköp hafi verið brotin. Í bréfum sem Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingar- innar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hafa hvor um sig sent Sigríði Önnu segir að þrátt fyrir skýr fyrirmæli í þingsköpum um samráð við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál, hvort sem er á þingtíma eða í þing- hléum, hafi ekkert slíkt samráð átt sér stað í málinu. Steingrímur segir í bréfi sínu að niðurlæging utanríkismálanefndar og Alþingis fullkomnist í því að fréttir af stuðningi Íslands verði opinberar þegar Bandaríkjastjórn birti lista yfir þau lönd sem fylgi þeim að málum. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra hafi upplýst að samráð hafi verið haft við bandaríska sendiherrann á Ís- landi. „Með öðrum orðum afstaða Íslands er mótuð með bandaríska sendiherranum en lögskipað sam- ráð við utanríkismálanefnd er hundsað,“ segir Steingrímur í bréfi sínu. Sigríður Anna vísar því algjör- lega á bug að þingsköp hafi verið brotin eða óeðlilega hafi verið að málinu staðið. „Það er engin stefnubreyting af hálfu íslenskra stjórnvalda hvað þessi mál varðar. Við erum fyrst og fremst að fylgja eftir ályktunum Sameinuðu þjóð- anna og við höfum alltaf gert það. Það náðist hins vegar ekki sam- staða um nýja ályktun innan Sam- einuðu þjóðanna.“ Sigríður Anna segist ekki telja að það hefði átt að kalla nefndina saman þar sem ágreiningur sé um hvort ályktanir Sameinuðu þjóð- anna, sem fyrir liggja, nægi sem lagaleg stoð fyrir stríði. Það hafi margsinnis verið farið yfir þessi mál í utanríkismálanefnd. „Mér finnst að það hafi verið staðið mjög eðlilega að málum gagnvart nefnd- inni. Ég vísa því algjörlega á bug að það hafi verið brotin einhver lög og þingsköp hvað þetta mál snert- ir. Það eru ekki nema rúmlega tvær vikur síðan [utanríkis]ráð- herrann var hjá okkur síðast að ræða þessi mál og farið var mjög vandlega yfir þau,“ segir Sigríður Anna. Segja þingsköp brotin Eðlilega að mál- um staðið, segir formaður utan- ríkismálanefndar FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 18 HERMENN GÁFUST UPP Um 300.000 bandarískir og bresk- ir hermenn biðu átekta í gær eftir fyrirskipun frá George W. Bush um að hefja innrás í Írak. Talsmenn Bandaríkjahers sögðu að 18 íraskir hermenn hefðu þegar gefist upp við landamæri Íraks og Kúveit í gær- kvöldi. Stærsti hluti bandaríska hersins er í Kúveit. Mannbjörg er trilla sökk Mannbjörg varð í gær þegar trilla sökk um eina sjómílu frá landi út af Snæfellsnesi. Áhöfn grænlensk- íslenska loðnuskipsins Siku bjargaði tveimur mönnum þegar trillan fyllt- ist af sjó á svipstundu og sökk. Mennirnir voru á leið til Reykjavík- ur þar sem búið var að selja trilluna. Margir Írakar flúðu Fjölmargir Írakar flúðu höfuð- borgina Bagdad í gær af ótta við yf- irvofandi stríð. Aðrir birgðu sig upp af nauðsynjavörum og komu sér fyr- ir á öruggum stað áður en sprengju- árásir hæfust. Há skattleysismörk Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í gær að skattleysismörk væru óvíða hærri en á Íslandi. Hann sagði skattleysismörk á Íslandi mun hærri en á hinum Norðurlöndunum, Bret- landi og flestum Evrópulöndum. Aukið húsnæði lykilatriði ASÍ kynnti ítarlegar tillögur í vel- ferðarmálum á ráðstefnu í gær. Þor- björn Guðmundsson, formaður nefndar á vegum ASÍ, sagði aukið framboð á félagslegu húsnæði lykil- atriði í að hjálpa fátækum á Íslandi. Markmið væri að eyða biðlistum eft- ir húsnæði á þremur árum. Listakosning hjá SPRON Krafa um hlutbundna kosningu, það er að segja listakosningu, barst stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í gær. Þetta mun vera í fyrsta skiptið í rúmlega 70 ára sögu sparisjóðsins sem þetta gerist. Saddam bauðst skjól Hamad, konungur Bahrein, bauðst til að veita Saddam Hussein öruggt skjól svo hægt væri að koma í veg fyrir hernaðarátök í gær. Sadd- am hefur hins vegar heitið því fyrir löngu að hann muni ekki yfirgefa land sitt. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 34/36 Erlent 16/21 Minningar 37/41 Höfuðborgin 22 Skák 45 Akureyri 21/23 Bréf 48/45 Suðurnes 24 Kirkjustarf 45 Landið 25 Dagbók 46/47 Neytendur 26 Íþróttir 48/51 Listir 27/28 Fólk 52/57 Menntun 29 Bíó 54/57 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58 Viðhorf 34 Veður 59 * * * HRAFNHILDUR Stefánsdóttir, yf- irlögfræðingur Samtaka atvinnulífs- ins, segir að túlkun félagsmálaráðu- neytisins á fæðingarorlofslögunum komi Samtökum atvinnulífsins mjög á óvart en ráðuneytið telur að Fæðing- arorlofssjóður eigi að greiða orlofs- laun. Hrafnhildur bendir á að þessi túlkun kalli á aukin útgjöld sjóðsins sem aftur hljóti að leiða til hækkunar á tryggingagjaldi sem atvinnurek- endur greiði. „Orlofslögin hafa aldrei verið túlk- uð með þessum hætti og við höfum ekki tekið undir þessa túlkun,“ sagði Hrafnhildur. Ekkert samráð Hún sagði að ekkert samráð hefði verið haft við Samtök atvinnulífsins um þetta mál. Þetta sé stórt mál sem nauðsynlegt sé að skoða vel í heild sinni. „Áður en lögin voru sett höfðu Samtök atvinnulífsins og ASÍ með sér samstarf um þetta mál og lögðu fram sameiginlega skýrslu sem send var stjórnvöldum. Þar var m.a. reiknaður út kostnaður við breytt fyrirkomulag og aldrei gert ráð fyrir að orlof yrði greitt ofan á fæðingarorlof.“ Hrafnhildur sagði að til marks um þennan skilning væri einnig samning- ur ríkisins um orlofsgreiðslur við op- inbera starfsmenn. Hrafnhildur sagði að ef þessi túlk- un félagsmálaráðuneytisins ætti að gilda fæli það í sér veruleg útgjöld fyrir Fæðingarorlofssjóð. Sjóðurinn væri fjármagnaður með trygginga- gjaldi og aukin útgjöld kölluðu beint á skattahækkun á atvinnulífið. Félagsmálaráðherra hefur bent á að opinberir starfsmenn í fæðingaror- lofi fái greidd orlofslaun. Hrafnhildur sagði að opinberir starfsmenn fengju orlofslaun greidd frá sínum vinnuveit- anda en ekki frá Fæðingarorlofssjóði. Þeir hefðu átt þann rétt samkvæmt lögum áður en fæðingarorlofslögin voru sett. Það hefði því ekkert með sjóðinn að gera. Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, sagði að ASÍ væri sátt við þá túlkun sem félagsmálaráðuneytið hefði sett fram í þessu máli. SA er ósammála túlkun félagsmálaráðuneytisins á fæðingarorlofslögunum Aukin útgjöld gætu hækkað tryggingagjald NÚ STANDA yfir opnir dagar eða „öðruvísi dagar“ í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Heiti þeirra, „FÁ-rdagar, ekk’ alltaf hamborgara“, er til komið vegna áherslu á framandi menningarheima eins Helga Þórarinsdóttir, 76 ára, sýndi í gær þar sem hún var að kenna þeim Helgu Völu og Elfu rúss- neska dansa. Markmið daganna er aukinn skiln- ingur og umburðarlyndi gagnvart því sem við fyrstu sýn virðist fjarlægt og öðruvísi. Fjölbreytt dagskrá er í FÁ og má nefna kennslu í undir- stöðuatriðum afró, salsa, grískra og rússneskra þjóðdansa, magadans og línudans. Þá verður kynnt tælensk, indversk og kóresk matargerð, ástralska hljóðfærið didgeridoo og margt fleira. Morgunblaðið/Kristinn „Öðruvísi dagar“ í FÁ Pharmaco stefnir að fjölgun skrif- stofa erlendis PHARMACO vinnur að því að opna skrif- stofur víðar í heiminum en fyrirtækið er nú með starfsemi í 14 löndum. Verksmiðja fyrirtækisins í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af yfirvöldum í Sádí-Arabíu og segir Róbert Wessman, annar forstjóri fyrirtækisins, að gert sé ráð fyrir að sala á lyfjum þar í landi hefj- ist í lok þessa árs. Einnig sé verið að vinna í því að finna umboðs- og samstarfs- aðila í Jemen, Óman og í öðrum löndum þar í kring. Þá segir Róbert að Pharmaco sé að fikra sig inn í Bandaríkin í kjölfar samstarfssamnings við lyfjafyrirtækið Purepac frá því í nóvember síðastliðnum. Auk þess sé verið að athuga um sölu á lyfjum í Brasilíu og annars staðar í Suður- Ameríku í gegnum viðskiptavini fyrirtæk- isins í Evrópu. Í Evrópu vantar helst að lyf Pharmaco séu seld í Rúmeníu, Tékklandi, Ungverja- landi, Slóvakíu og Póllandi.  Ævintýralegar/B6 GRÁSLEPPUVERTÍÐIN hefst í dag, á svæðinu frá Skagatá í vestri úti fyrir Norð- urlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Garðskaga. Grásleppukarlar eru bjartsýnir fyrir vertíðina, horfur eru á góðri veiði og er stefnt að því að auka aflann frá síðustu vertíð um 30%, en í fyrra veiddust um 10.300 tunn- ur af hrognum. Góðar horfur eru sömuleiðis á sölu hrognanna á grásleppuvertíðinni og verða greiddar 70 þúsund krónur fyrir tunn- una, sem er talsvert hærra verð en grá- sleppusjómenn í Noregi fá fyrir sín hrogn. Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppu- hrogna og fullunnins kavíars nam á síðasta ári tæplega 936 milljónum króna. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsvískir grásleppusjómenn gera klárt fyrir veiðarnar í gær; Trausti Sverrisson og Jón Óli Sigfússon skipstjóri greiða nið- ur netin um borð í Fleyg ÞH. Útlit fyrir góða vertíð  Milljarður/B9 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F FYRIRTÆKI VIÐSKIPTI FISKVINNSLA Samkeppni olíufélaga á Íslandi er miklu meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Fá fyrirtæki hafa vaxið eins hratt hér á landi og lyfjafyrirtækin Delta og Pharmaco. Tæknivæddasta hausa- þurrkun í heimi hefur hafið störf hjá Lauga- fiski á Akranesi. ÆTLUM/4 ÆVINTÝRALEGAR/6 HÁTÆKNI/11 SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES- ríkjum var 112,3 stig í febrúar sl. og hækk- aði um 0,4% frá janúar. Á sama tíma var samræmda vísitalan fyrir Ísland 124,0 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Frá febrúar 2002 til jafnlengdar árið 2003 var verðbólgan, mæld með sam- ræmdri vísitölu neysluverðs, 2,3% að með- altali í ríkjum EES, 2,4% á evrusvæðinu og 1,1% á Íslandi. Mesta verðbólga á evrópska efnahags- svæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var á Írlandi, 5,1%, og 4,2% í Grikklandi. Verð- bólgan var minnst á Íslandi, 1,1%, og í Þýskalandi, 1,3%. V E R Ð L A G Verðbólga á Íslandi með þeirri lægstu í Evrópu          !" #$% &  $'  ( (     )*       + $,$+    ' --%.//.-%.//0 1   2  2  2 &$3&  -  ALLS voru flutt út 28 þúsund tonn af óunnum fiski frá Íslandi á síðasta fiskveiðiári eða tæp 6% af heildarbotnfisksafla ársins. Mest var flutt út af óunnum karfa á síð- asta fiskveiðiári, alls um 9.600 tonn, sem bæði voru flutt út ísuð í gámum og með veiðiskipum. Hlutfallslega mest af óunnum fiski er flutt utan frá Vestmanna- eyjum. Það eru tæp 15% af heildar- karfaafla síðasta fiskveiðiárs. Þá voru flutt út um 5.700 tonn af óunnum þorski sem eru tæp 3% af þorskafla tímabilsins. Eins voru flutt út um 4.300 tonn af óunninni ýsu eða rúm 10% heild- araflans. Þetta kom fram í svari sjávar- útvegsráðherra við fyrirspurn Einars Kristins Guðfinnssonar alþingismanns um útflutning á óunnum fiski. 40% af heildinni Langmest var flutt út frá Vest- mannaeyjum eða 11 þúsund tonn sem eru um 40% af heildarút- flutningnum. Alls voru flutt út tæp 1.500 tonn af óunnum þorski frá Vestmannaeyjum sem eru tæp 16% þess þorskafla sem land- að var í Eyjum á síðasta fiskveiði- ári. Eins kemur fram í svari sjáv- arútvegsráðherra að tæp 2.200 tonn af ýsu voru flutt út óunnin frá Vestmannaeyjum á tímabilinu eða nærri 70% þess ýsuafla sem þar var landað, samkvæmt afla- tölum Fiskistofu. Þess ber þó að geta að í svari sjávarútvegsráð- herra er miðað við heimahöfn við- komandi skipa og fyrirtækja en aflatölur Fiskistofu taka mið af löndunarhöfn. Næstmest var flutt út af óunn- um fiski frá Reykjavík á síðasta fiskveiðiári eða rúm 2.800 tonn. Það sem af er yfirstandandi fiskveiðiári er búið að flytja út um 15.000 tonn af óunnum fiski, þar af um 4.500 tonn af karfa og tæp 2.700 tonn af þorski. Um 5.600 tonn hafa verið flutt út frá Vest- mannaeyjum á fiskveiðiárinu en um 1.700 tonn frá Grundarfirði. Einar Kristinn segir tölurnar sýna að íslensk fiskvinnsla eigi þess ekki kost að bjóða í umtals- verðan hluta þess botnfiskafla sem sé til ráðstöfunar af Íslands- miðum. Það skipti máli með hvaða hætti þessi afli sé nýttur til sem mestrar verðmætasköpunar fyrir landið. Hann segir að búa þurfi þannig um hnútana að fiskvinnsl- an í landinu eigi sömu möguleika á að kaupa þennan fisk en þó á sambærilegu verði og fiskvinnsla erlendis. Selja hæstbjóðanda Sjávarútvegsráðherra gaf nýver- ið út reglugerð sem kvað á um að tilkynna skuli fyrirhugaðan út- flutning á óunnum og óvigtuðum afla sem fluttur er á erlendan uppboðsmarkað með 24 tíma fyr- irvara. Fiskverkendur hafa sagt að þessi tilkynningaskylda breyti engu um aðgang þeirra að hráefn- inu en Einar Kristinn segist þeirrar skoðunar að þar sé um að ræða skref í rétta átt. „Það er fullkomlega eðlilegt að útgerðin selji afla sinn hæstbjóðanda en ég tel að það sé sömuleiðis eðlilegt að íslensk fiskvinnsla fái þá tækifæri til að greiða jafnhátt verð. Að mínu mati ætti að vera hægt, án mikilla vandkvæða, að bjóða þennan afla upp hérlendis, í gegn- um fjarskiptamarkaði. Erlendir fiskkaupendur hefðu þá einnig möguleika á að bjóða í fiskinn til jafns við íslenska, og um leið væri tryggt hæsta verð fyrir aflann.“ Tæp 70% af ýsu Eyja- manna óunnin úr landi 9.600 tonn af óunnum karfa flutt utan til Þýzkalands á síðasta ári eða 15% karfaaflans Morgunblaðið/Þorgeir Alls voru flutt út 28 þúsund tonn af óunnum fiski frá Íslandi á síðasta fisk- veiðiári eða tæp 6% af heildarbotnfisksafla ársins.  Miðopna: Ævintýralegar breytingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.